Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ KONUR ATHUGIÐ! Áslaug Borg snyrti- og förðunarfræðingur verður í Hagkaup, snyrtideild á morgun 5. apríl frá kl. 13-18. Hún veitir ráðgjöf og kynningu á MONSOON förðunarvörum og Karin Herzog súrefnisvörum. Verið hjartanlega velkomnar! AÐALFUNDUR Knattspyrnu- félags Akureyrar, KA, fer fram í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Fé- lagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Aðalfundur KA í kvöld VERSLUNIN Ynja var nýlega opnuð í Hafnarstræti 98 á Akur- eyri og hafa nýir eigendur tekið við rekstrinum, þær Elva Sigurð- ardóttir og Sigríður Gunnars- dóttir. Verslunin var áður í Sunnuhlíð og síðan í Brekkugötu 1, en deilir nú húsnæði með versl- uninni Toto. Ynja selur fjölbreytt úrval undirfata á konur og þar er einnig að finna veski af ýmsu tagi sem og töskur og eins snyrti- vörur, baðsölt og sápur svo eitt- hvað sé nefnt. Morgunblaðið/Kristján Sigríður Gunnarsdóttir og Elva Sigurðardóttir í versluninni Ynju. Verslunin Ynja opnuð FULLTRÚI frá tölvudeild í Háskól- anum í Skövde í Svíþjóð heldur kynningarfund í Menntaskólanum á Akureyri á föstudag, 5. apríl kl. 14.30. Tölvudeild Háskólans í Skövde býður upp á BS-nám á breiðu sviði tölvufræða auk þess sem kostur gefst á meistaranámi í tölvunarfræð- um við deildina sem er vel tækjum búin og í húsnæði sem sérstaklega er byggt með kennslu og rannsóknir í tölvuvísindum í huga. Um 600 manns stunda nám við tölvudeildina. Í vetur hafa um 25 íslenskir náms- menn verið við nám í Skövde í tölvu- og líftölvunarfræði. Frá og með næsta hausti býður tölvudeildin einnig upp á nám í hönnun tölvu- leikja í samvinnu við hugvísindadeild skólans. Umsóknarfrestur til náms í tölvu- deild Háskólans í Skövde rennur út 15. maí fyrir íslenska umsækjendur ef notað er sérstakt umsóknareyðu- blað. Almennar forkröfur eru stúd- entspróf. Umsóknarblöð og upp- lýsingaefni má finna á slóðinni www.his.se/ida/island/. Tölvunám við Háskólann í Skövde Kynning- arfundur í MA „ÞAÐ er alveg ljóst að bæjaryfirvöld verða að gera eitthvað fyrir miðbæ- inn, ekki bara verslunarinnar vegna, heldur til þess að auka umferð fólks þar um, sem einnig kæmi verslun- inni til góða. Bæjaryfirvöld eiga að setja hálfan milljarð króna í miðbæinn á næstu 10 árum eða 50 milljónir króna á ári,“ sagði Ragnar Sverrisson, kaup- maður í JMJ og formaður Kaup- mannafélags Akureyrar, í samtali við Morgunblaðið. Miklar breytingar hafa orðið í verslunarrekstri í miðbænum og þá aðallega í göngugötunni, frá því að verslunarmiðstöðin Glerártorg var opnuð fyrir tæpu einu og hálfu ári. Frá þeim tíma hafa um 15 verslanir hætt starfsemi í miðbænum og þær annaðhvort flutt starfsemi sína og þá í flestum tilfellum á Glerártorg eða verið lokað. Aðeins í örfáum til- fellum hafa aðrar verslanir komið í miðbæinn í staðinn. Í Amaróhúsinu hafa t.d. þrjár verslanir hætt starf- semi. „Við tölum jafnan um að Akureyri sé fallegsti bær á Íslandi og þótt víð- ar væri leitað en það er ekki hægt að segja um miðbæinn. Ég skil ekki þá pólitík hér í bæ að setja aðeins smá- peninga í uppbyggingu og fegrun miðbæjarins, sem er þó hjarta bæj- arins. Það er talað um að menn séu að biðja um ölmusu þegar leitað er eftir fjármagni í uppbyggingu mið- bæjarins. Á síðustu átta árum hafa bæjaryfirvöld sett tvo milljarða í uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum, sem ég tel hið besta mál, en þegar kemur að miðbænum má ekki tala um nema milljónir eða í mesta lagi tugmilljónir króna.“ Kaffihús og sérverslanir með persónulega þjónustu Ragnar sagði það alveg ljóst að bæði í Reykjavík og á Akureyri væri verslun í miðbænum að dragast saman. Hann sagði það þó sína skoð- un að miðbærinn á Akureyri hefði alla burði til að þrífast og það vel en sér þó ekki fyrir sér að stórmarkaðir flytji þangað. „Ég vil sjá miðbæinn á Akureyri með kaffihúsum og sér- hæfðum verslunum með persónlega þjónustu. En það er alveg ljóst að bæjaryfirvöld þurfa að koma þar að málum og það kostar peninga að gera miðbæinn aðlaðandi.“ Fyrir síðustu jól samþykkti bæj- arstjórn að breyta göngugötunni í vistgötu og opna hana fyrir bílaum- ferð frá kl. 8-22 alla virka daga. Í kjölfarið var ráðist í bráðabirgða- framkvæmdir í götunni, línur mál- aðar fyrir bílaumferð og bílastæði og settir upp stöðumælar. Þótt umferð hafi aukist í kjölfarið er þó enn verið að loka verslunum við götuna. Frá opnun Glerártorgs hafa 15 verslanir hætt starfsemi í miðbæ Akureyrar Setja þarf hálfan milljarð í uppbyggingu miðbæjarins Morgunblaðið/Kristján Miklar breytingar hafa átt sér stað í verslunarrekstri í miðbæ Akureyrar undanfarin misseri. litlum endurbótum á skíðaútbún- aðinum gat hún bætt tæknina og náð enn betri árangri. Jafnframt rann upp fyrir henni að fjölmargar aðrar konur áttu við svipuð vanda- mál að stríða í brekkunum og þar með fór boltinn að rúlla. Ennfremur kemur fram í frétta- tilkynningunni að mjög algengt vandamál hjá konum sé t.d. að þeim hætti til að falla aftur fyrir sig eða á mjöðmina, framendi skíðanna leitist við að fara í kross en að aftan leiti skíðin út á við án þess að við neitt verði ráðið. Fyrir þessu séu fullkom-lega eðlilegar skýringar en úrbætur séu einfald- ar. Ólík líkamsbygging kynjanna Máli sínu til stuðnings nefnir Jeannie Thoren dæmi um ólíka lík- amsbyggingu kynjanna. Fyrir það fyrsta liggi þyngdarpunktur kvenna lægra og aftar en hjá körl- um. Meginþunginn hjá körlum er ofan við mitti en því er að jafnaði öfugt farið hjá konum. Þegar kona EINN þekktasti skíðakennari heims, Jeannie Thoren, kemur til Akureyrar í lok apríl og heldur skíðanámskeið fyrir konur í Hlíð- arfjalli. Thoren hefur undanfarna ára- tugi aflað sér mikillar virðingar í skíðaheiminum fyrir rannsóknir sínar á líkamsbeitingu kvenna í skíðabrekkunum og hvernig konur geta tekið stórstígum framförum með einföldum og ódýrum breyt- ingum á skíðabúnaði sínum. Kenning Thoren gengur út á að líkamsbygging karla og kvenna er ólík og skíðabúnað þarf að laga að þeirri staðreynd. Hún hefur ferðast víða um heim, haldið fyrirlestra og námskeið, auk þess að þróa búnað sem hentar konum. Tímaritið Skiing hefur m.a. útnefnt hana sem einn af 25 áhrifamestu einstaklingum skíða- íþróttarinnar á síðustu 50 árum, segir í fréttatilkynningu frá Hlíð- arfjalli. Jeannie Thoren var sjálf keppn- ismanneskja á skíðum á árum áður og komst að því að með tiltölulega beygir sig fram er aðalþunginn yf- ir hælunum en hann er á tánum hjá körlum. Þetta leiðir til þess að þungi kvenna er aftar á skíðunum, framendinn er lausari frá snjónum og erfiðara að hafa stjórn á skíð- unum. Lausnin er ekki flókin: Bindingar á skíðum kvenna á ein- faldlega að færa aðeins framar. Þetta er þó engin allsherjar- lausn því fleiri þættir í lík- amsbyggingu kvenna, svo sem breiðari mjaðmargrind og minni styrkur í hnjám og ökklum, leiða til þess að staða skíðanna er ekki eins góð og hún getur verið. Lausn á þessu er m.a. sérstök innlegg í skíðaklossana og hækkun undir hælinn. Jeannie Thoren verður á Ak- ureyri dagana 19.–21. apríl nk. og hér er einstakt tækifæri fyrir kon- ur á öllum aldri til að auka þekk- ingu sína og færni á skíðum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 20 og áhugasömum konum er því bent á að hafa samband fyrr en seinna. Skráning á námskeiðið er í síma 462 2280. Heimsþekktur skíðakennari til Akureyrar í lok apríl Skíðanámskeið fyrir konur í Hlíðarfjalli ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.