Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. REYKJAVÍKURLISTINN nýtur fylgis 51,7% þeirra sem afstöðu tóku og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 43,4% fylgi samkvæmt skoðana- könnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgun- blaðið dagana 19.–28. apríl. Frjáls- lyndi flokkurinn nýtur fylgis 3,5%. Í könnuninni var fyrst spurt hvaða flokk eða lista fólk hygðist kjósa í borgarstjórnarkosningum. Til að fækka óákveðnum voru þeir, sem sögðust ekki vita það, spurðir hvað líklegast væri að þeir kysu. Með þessu fækkar óákveðnum í 7,7%, en 4,4% neituðu að svara spurningunni. Þá segjast 2,7% ekki ætla að kjósa og 3,1% hyggst skila auðu. Ef eingöngu er horft til stuðnings- manna stóru framboðanna fær R- listinn 54,4% og D-listinn 45,6%. Munurinn á fylgi þeirra er á mörkum þess að geta talizt tölfræðilega marktækur, en vikmörk á fylgistöl- um framboðanna tveggja eru um 5% til eða frá. Þegar niðurstöðurnar eru greind- ar frekar og aðeins horft á stuðn- ingsmenn R- og D-lista, kemur í ljós að munur á fylgi þeirra er talsverður eftir borgarhlutum. Þannig er R-list- inn með nálægt 60% fylgi í vestur- hluta borgarinnar, póstnúmerum 101, 104, 105 og 107, og í Breiðholt- inu, póstnúmerum 109 og 111. Í póst- númerum 103 og 108 er jafnt á komið með framboðunum en í nýrri hverf- unum í Árbæ, Grafarvogi og Graf- arholti (póstnúmerum 110, 112, 113 og 116) er Sjálfstæðisflokkurinn með um 60% fylgi. Þá nýtur R-listinn stuðnings 63,7% kvenna þegar horft er á stuðn- ingsmenn stóru framboðanna ein- göngu en D-listinn hefur stuðning 54,2% karla. Ekki var marktækur munur á fylgi framboðanna eftir aldurshóp- um. D-listinn er með meirihluta- stuðning hjá yngstu kjósendunum, á aldrinum 18–24 ára, en í öðrum ald- urshópum styðja fleiri R-listann. Úrtakið í könnuninni var 664 kjós- endur í Reykjavík, hluti slembiúr- taks 1.400 manna af landinu öllu á aldrinum 18–80 ára. Nettósvarhlut- fall var 64%. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið R-listi með 51,7%, D-listi með 43,4%  Munur á fylgi/6   %31    6  2  8   !   !.           ! " #$  $ !% & ' 5             HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær 38 ára gamla konu í gæsluvarðhald til 7. júní að kröfu lög- reglunnar í Reykjavík í þágu rann- sóknar á andláti 9 ára gamallar dóttur konunnar, en barnið lést með voveif- legum hætti í heimahúsi í Breiðholti í Reykjavík á laugardag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar er konan grunuð um að vera völd að láti dóttur sinnar. Hin grunaða var yfirheyrð fyr- ir dómi í gær en lögreglan gefur ekki upplýsingar um hvernig konan tjáði sig um sakarefnið. Lögreglan var kölluð í umrætt hús um hádegisbil á laugardag eftir til- kynningu heimilisfólks, en mæðgurnar voru gestkomandi í húsinu. Konan var vistuð á geðdeild á sjúkrahúsi í kjölfar atburðarins og sætir gæsluvarðhaldi á réttargeðdeildinni á Sogni og er henni gert að sæta geðrannsókn. Móðirin úrskurðuð í gæslu- varðhald HAUKAR unnu Stjörn- una, 19:18, í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik á heimavelli á Ásvöllum í gærkvöldi. Það ríkti svo sann- arlega sigurgleði í her- búðum liðsins enda er þetta annað árið í röð og í þriða sinn á síðustu fjórum árum sem liðið stendur uppi sem sig- urvegari á Íslands- mótinu. Gríðarleg stemmning var í íþróttahúsinu á Ásvöllum á meðan leik- urinn fór fram og voru áhorfendur vel á annað þúsund og hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri á kvennahandknattleik hér á landi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hauka- gleði  Herbragð/B3 VINNA stendur nú sem hæst við undirbúning og skipulagningu fund- ar utanríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsins sem haldinn verður í Reykjavík eftir tvær vikur, dagana 14. og 15 maí. Fjöldi manns kemur að undirbúningnum með einum eða öðrum hætti og verða á þriðja hundr- að manns að störfum fundardagana, skv. upplýsingum sem fengust hjá Benedikt Ásgeirssyni, skrifstofu- stjóra í utanríkisráðuneytinu. Utanríkisráðherrar 19 aðildar- landa NATO munu sitja fundinn og að auki er von á utanríkisráðherrum ásamt sendinefndum frá 27 sam- starfsríkjum bandalagsins. Einnig munu Robertson lávarður, aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, og Javier Solana, utanríkis- málastjóri Evrópusambandsins, sitja fundinn. Alls munu því um 50 mjög háttsettir menn, ráðherrar og forystumenn frá aðildarríkjum NATO og samstarfsríkjum þess koma saman á fundinum í Reykjavík, skv. upplýsingum Benedikts. Heildarfjöldi erlendra þátttak- enda á fundinum verður rúmlega 750 að meðtöldum sendinefndum er- lendra ríkja og fulltrúa alþjóða- starfsliðs Atlantshafsbandalagsins. Flestir fundanna fara fram í að- alsal Háskólabíós en fjölmennasti fundurinn verður fundur fulltrúa 46 ríkja í Evró-Atlantshafssamstarfs- ráðinu, sem vegna umfangsins rúm- ast ekki í aðalsal Háskólabíós og mun því verða haldinn í íþróttahúsi Hagaskóla. Nú er búist við að um 260 starfs- menn erlendra fjölmiðla komi til fundarins, þar af á annað hundrað blaða- og fréttamenn, auk fjölda tæknimanna og aðstoðarfólks. Gert er ráð fyrir að flestir erlendu gestanna muni koma til landsins mánudaginn 13. maí. Undirbúningur fyrir fund utanríkisráðherra NATO í Reykjavík stendur sem hæst Von á 50 háttsettum ráð- herrum og forystumönnum FJÖLMARGAR kvartanir bárust Námsmatsstofnun vegna sam- ræmds prófs í stærðfræði sem nem- endur í 10. bekkjum grunnskólanna þreyttu í gærmorgun. Töldu nem- endur, og margir kennarar, prófið mjög þungt og misræmis hefði gætt milli þess og kennsluefnis í vetur. Haraldur Finnsson, skólastjóri Réttarholtsskóla, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa sent kvörtun til Námsmatsstofnunar. Hann taldi fyrri hluta prófsins einna mest hafa komið á óvart, þann hluta sem nem- endur leystu án reiknivéla. „Í fyrri hluta prófsins er verið að prófa almenna færni með tölur og núna fannst mér sá hluti aldeilis af- leitur. Öllum bar saman um það. Það á ekki að leggja gildrur fyrir nemendur í prófi,“ sagði Haraldur. Sigurður Þorsteinsson, stærð- fræðikennari við Kópavogsskóla, tók undir með Haraldi og sagði að fyrri hlutinn hefði mátt vera léttari til að koma nemendunum í gang. Sigurður tók líka dæmi úr seinni hlutanum um hlutfallareikning (sjá meðfylgjandi mynd) sem sett hefði verið upp með öðrum hætti en kennt var í vetur. Prófið í samræmi við námskrá Sigurgrímur Skúlason, sviðs- stjóri hjá Námsmatsstofnun, sagði við Morgunblaðið að jafnan bærust kvartanir að loknum samræmdum prófum en óánægjuraddirnar í gær hefðu verið óvenju háværar. Hann sagði að matsblöð kennara, sem þeir skila inn ásamt prófblöðum nemenda, yrðu skoðuð sérstaklega um leið og niðurstöður prófsins kæmu fram og dreifing einkunna. Sigurgrímur sagðist ekki geta tekið undir þá gagnrýni að prófað hefði verið úr efni sem ekki hefði verið kennt. Prófið hefði verið sam- ið samkvæmt aðalnámskrá grunn- skóla og kennurum bæri sömuleiðis að vinna eftir þeirri námskrá. Prófið má sjá á www.namsmat.is.                 ! "#    $ % & '(((((((((((((( ) *  + , - . /  Kvartað yfir stærðfræðiprófi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.