Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 23 Heilsubót vikunnar Natracare náttúrulegu dömubindin Verð: 540 Áður: 720 Sterimar Hreint nef - betri líðan 25% afsláttur Verð: 926 Áður: 1323 Verð: 760 Áður: 1013 Lýsi -D & kalk Styrkir bein Sterimar 50 mlSterimar100 ml TEKIST hefur að tryggja fjármögn- un vegna reksturs genabanka í Bret- landi en gert er ráð fyrir að í bank- anum verði geymdar upplýsingar um erfðaefni hálfrar milljónar manna. Er markmið þeirra, sem standa að verk- efninu, að safna saman á einn stað upplýsingum sem vonast er til að muni nýtast í baráttunni við ýmsa skæða sjúkdóma. Sagt er frá því á fréttasíðu BBC að von aðstandenda genabankans sé sú, að á endanum verði mögulegt að nýta upplýsingar úr bankanum til að þróa ný lyf. Er haft eftir sir George Radda, framkvæmdastjóra Læknarannsókn- aráðsins breska, að stofnun gena- bankans marki tímamót í læknis- fræði. Verkefnið nýtur liðsinnis breska ríkisins en heilbrigðisráðu- neytið, læknarannsóknaráðið og Wellcome-sjóðurinn svonefndi leggja genabankanum til 45 milljónir breskra punda, rúmlega sex milljarða ísl. króna, í upphafi. Sýnum verður safnað með þeim hætti að sjálfboðaliðum af báðum kynjum á aldrinum 45 og 69 ára verð- ur gefinn kostur á að leggja inn erfða- efni í bankann. Hafa samtökin Gene- Watch UK farið fram á að lög verði sett um málið nokkru áður en læknar fari að safna sjálfboðaliðum til verk- efnisins. Talsmenn samtakanna segja að án skýrra ákvæða í lögum sé hætta á því að erfðaupplýsingar komist í hendur einkafyrirtækja, sem hugsan- lega myndu misnota þær. Aðstandendur verkefnisins segja hins vegar að sett verði á laggirnar óháð nefnd – sem væri ábyrg gagn- vart almenningi í Bretlandi, þátttak- endum í rannsóknum og öðrum sem eiga hagsmuna að gæta – sem tryggja eigi að farið verði með genaupplýsing- arnar á ábyrgan hátt. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar, segir tilkomu hins breska genabanka mikil gleðitíðindi. Hana megi túlka sem stuðning við þá hugmynd, sem liggur að baki þeim gagnagrunni á heilbrigðissviði, sem unnið er að hjá ÍE, þ.e. að safnað sé á einn stað gögnum um mikinn fjölda manna í því skyni að sækja þekkingu. „Vilji breskra stjórnvalda til að setja í þetta peninga bendir til þess að það séu fleiri en við, sem trúum því að þetta geti valdið byltingu í læknis- fræðirannsóknum,“ segir Kári. Kári segir gagnagrunn Bretanna ekki eins áhugaverðan og þann ís- lenska þar sem ekki sé gert ráð fyrir að keyra þar saman heilbrigðisupp- lýsingar við ættfræðiupplýsingar. Einnig séu grunnarnir ólíkir að því leyti til að breski gagnabankinn muni ekki aðeins hýsa heilbrigðisupplýs- ingar heldur einnig erfðafræðiupplýs- ingar, þ.e. upplýsingar um breytileika í erfðamengi. Íslenski gagnagrunnurinn muni eingöngu geyma heilbrigðisupplýs- ingar en sá möguleiki verði fyrir hendi að tengja þær við erfðafræði- upplýsingar þeirra sem til þess hafa gefið sérstakt leyfi. Kári segir aðspurður að án efa verði um samkeppni að ræða á milli ÍE og bresku aðilanna en að hún verði af hinu góða. Bretar stofnsetja genagagnabanka Kári Stefánsson segir samkeppn- ina af hinu góða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.