Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 23 Heilsubót vikunnar Natracare náttúrulegu dömubindin Verð: 540 Áður: 720 Sterimar Hreint nef - betri líðan 25% afsláttur Verð: 926 Áður: 1323 Verð: 760 Áður: 1013 Lýsi -D & kalk Styrkir bein Sterimar 50 mlSterimar100 ml TEKIST hefur að tryggja fjármögn- un vegna reksturs genabanka í Bret- landi en gert er ráð fyrir að í bank- anum verði geymdar upplýsingar um erfðaefni hálfrar milljónar manna. Er markmið þeirra, sem standa að verk- efninu, að safna saman á einn stað upplýsingum sem vonast er til að muni nýtast í baráttunni við ýmsa skæða sjúkdóma. Sagt er frá því á fréttasíðu BBC að von aðstandenda genabankans sé sú, að á endanum verði mögulegt að nýta upplýsingar úr bankanum til að þróa ný lyf. Er haft eftir sir George Radda, framkvæmdastjóra Læknarannsókn- aráðsins breska, að stofnun gena- bankans marki tímamót í læknis- fræði. Verkefnið nýtur liðsinnis breska ríkisins en heilbrigðisráðu- neytið, læknarannsóknaráðið og Wellcome-sjóðurinn svonefndi leggja genabankanum til 45 milljónir breskra punda, rúmlega sex milljarða ísl. króna, í upphafi. Sýnum verður safnað með þeim hætti að sjálfboðaliðum af báðum kynjum á aldrinum 45 og 69 ára verð- ur gefinn kostur á að leggja inn erfða- efni í bankann. Hafa samtökin Gene- Watch UK farið fram á að lög verði sett um málið nokkru áður en læknar fari að safna sjálfboðaliðum til verk- efnisins. Talsmenn samtakanna segja að án skýrra ákvæða í lögum sé hætta á því að erfðaupplýsingar komist í hendur einkafyrirtækja, sem hugsan- lega myndu misnota þær. Aðstandendur verkefnisins segja hins vegar að sett verði á laggirnar óháð nefnd – sem væri ábyrg gagn- vart almenningi í Bretlandi, þátttak- endum í rannsóknum og öðrum sem eiga hagsmuna að gæta – sem tryggja eigi að farið verði með genaupplýsing- arnar á ábyrgan hátt. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar, segir tilkomu hins breska genabanka mikil gleðitíðindi. Hana megi túlka sem stuðning við þá hugmynd, sem liggur að baki þeim gagnagrunni á heilbrigðissviði, sem unnið er að hjá ÍE, þ.e. að safnað sé á einn stað gögnum um mikinn fjölda manna í því skyni að sækja þekkingu. „Vilji breskra stjórnvalda til að setja í þetta peninga bendir til þess að það séu fleiri en við, sem trúum því að þetta geti valdið byltingu í læknis- fræðirannsóknum,“ segir Kári. Kári segir gagnagrunn Bretanna ekki eins áhugaverðan og þann ís- lenska þar sem ekki sé gert ráð fyrir að keyra þar saman heilbrigðisupp- lýsingar við ættfræðiupplýsingar. Einnig séu grunnarnir ólíkir að því leyti til að breski gagnabankinn muni ekki aðeins hýsa heilbrigðisupplýs- ingar heldur einnig erfðafræðiupplýs- ingar, þ.e. upplýsingar um breytileika í erfðamengi. Íslenski gagnagrunnurinn muni eingöngu geyma heilbrigðisupplýs- ingar en sá möguleiki verði fyrir hendi að tengja þær við erfðafræði- upplýsingar þeirra sem til þess hafa gefið sérstakt leyfi. Kári segir aðspurður að án efa verði um samkeppni að ræða á milli ÍE og bresku aðilanna en að hún verði af hinu góða. Bretar stofnsetja genagagnabanka Kári Stefánsson segir samkeppn- ina af hinu góða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.