Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÖLL samfélög í heiminum leggja sífellt meiri ræktvið ytri hamingju og ytri þætti. Fólk leitar aðhamingjunni með því að kaupa sér veraldlegahluti eða öðlast völd. Íbúi í afskekktri sveit Ind-lands er ekki frjálsari en íbúi í New York. Sá í Indlandi er e.t.v. sífellt með hugann við að eignast fleiri kýr á meðan New York-búinn er upptekinn af því að græða fleiri milljónir,“ segir dr. Prashant Kakoday, læknir og hugleiðslu- kennari við Brahma Kumaris World Spiritual University. Dr. Kakoday var nýlega staddur hérlendis við kennslu auk þess sem hann hélt fyrirlestra bæði fyrir almenning og sér- hæfðan hóp lækna og hjúkrunarfólks. Hann segir að stöðug óhamingja og leit fólks að hamingjunni skapi ýmis félagsleg og persónuleg vandamál. „Skortur á innri hamingju er orsök ýmissa félagslegra og einstaklingsbundinna vandamála. Fíkn, græðgi, stress og lík- amleg vanheilsa eru dæmi um slík vandamál. Svarið við öllum þessum vandamálum er að koma fólki í tengsl við sína innri hamingju. Ef fólk er hamingjusamt þarf það ekki að leita í hluti sem eiga að láta þeim líða betur eins og til dæmis áfengi, fíkni- efni og lyf,“ segir Kakoday. Verðum að hjálpa okkur sjálf Leiðin til að finna sína innri hamingju er að breyta um stefnu í lífinu, beina athyglinni inn á við og skilja grundvallarspurn- ingar eins og: Hver er ég? Hvað vil ég? Vanlíðan í daglegu lífi getur einnig verið orsök ýmissa andlegra og líkamlegra veik- inda að sögn Kakoday. Hann segir það tengjast því að við not- um skynfæri okkar á rangan hátt. „Þegar við snertum beittan hníf með fingrinum meiðum við okkur. Það eru skilaboð um að við eigum ekki að snerta hann. Þegar okkur líður illa, eru það skilaboð um andlega vanlíðan sem við eigum ekki að bæla niður. Við getum bætt þann sárs- auka í snatri með því að taka lyf sem draga úr sársaukanum. En lyf veita enga varanlega lausn á vandanum, vandamálið mun ekki hverfa með lyfjainntöku, lyfin stöðva aðeins skilaboðin um sársaukann. Með því að bæla sársaukann niður með þessum hætti verður vandamálið aðeins stærra. Í nútímasamfélagi höfum við lyf við nánast öllu, en við höfum líka ógrynnin öll af sjúkdómum, sumum nýjum og áður óþekkt- um. Við verðum að leggja eitthvað á okkur til að skilja þessa nýju sjúkdóma og leysa þá, ekki með skyndilausnum heldur með því að komast að orsökum vandans,“ segir Kakoday. Hann segir að hugleiðsla sé leið til að takast á við þennan vanda. Eng- inn komi okkur til hjálpar nema við sjálf með viljanum til að leysa vandamálin. Innri barátta veikleika og styrkleika Kakoday segir að allir einstaklingar hái sífellda innri baráttu á milli tveggja afla – veikleika og styrkleika. Flestir hafi ein- hverja veikleika sem þeir vilji sigrast á eins og ýmiss konar fíkn – nikótínfíkn, áfengisfíkn, sykurfíkn, spilafíkn og svo mætti lengi áfram telja. „Ég og aðrir kennarar við Brahma Kumaris andlega háskólann, hjálpum fólki að sigrast á veikleikum sínum með hugleiðslu og öðlast þannig innri frið og styrk. Með innri frið að vopni getur maður tekist á við hvaða erfiðleika sem er. Í hugleiðslunámskeiðum byrjum við á að hjálpa einstaklingum að finna sjálft sig og skilja sjálft sig. Við hjálpum því að öðlast ör- yggi og hamingju. Það er til saga sem lýsir þessu ágætlega, af drottningu sem leitaði og leitaði að fínu hálsfestinni sinni, og fann hana loks utan um hálsinn á sér,“ segir Kakoday. Kakoday segist verða var við stöðuga aukningu á leitandi ein- staklingum sem þarfnist leiðbeininga til að finna réttu leiðina að hamingjunni. Oft og tíðum leiti fólk ekki lausna fyrr en það hafi lent í krísu eða erfiðleikum. „Því miður áttar fólk sig oft ekki á þörfinni fyrir að horfa inn á við fyrr en það hefur lent í erfiðleikum og þá leitar það sér hjálpar. Þetta er því miður slæm leið til að læra, en sumir leita sér þó hjálpar áður en í óefni er komið,“ segir Kakoday. Tómleikinn og leit að innri hamingju Ungt fólk er sérstaklega áberandi í hópi þeirra sem leita innri hamingju. „Í flestum Evrópulöndum er mikil velmegun. Fólk milli tvítugs og þrítugs hefur öðlast allt sem það langar í. Það er með há laun og hefur getað keypt sér það sem aðrar kynslóðir þurftu að vinna fyrir alla ævi. En það er eitt sem vantar, það finnur fyrir tómleika innra með sér. Það hefur próf- að allt og á allt. Aukinn fjöldi fólks í þessari stöðu leitar inn á við, að innri hamingju,“ segir Kakoday og bætir við: „Ég var um daginn beðinn um að halda fyrirlestur í norska fjarskiptafyrirtækinu Telenor en það færist í vöxt að stjórn- endur stórfyrirtækja óski eftir upplýsingum um hugleiðslu. Það er mikið ánægjuefni að fólk sé að vakna til vitundar um þörfina á að stunda hugleiðslu og öðlast innri frið,“ segir Kakoday að lokum. Hann segist afar ánægður með dvöl sína á Íslandi og þrátt fyrir að hann hafi reynt að setja sig sérstaklega inn í ís- lenskar aðstæður, hafi hann komist að því að vandamál fólks á Íslandi séu þau sömu og vandamál fólks um allan heim. Leitin að innri hamingju Morgunblaðið/Golli Skortur á innri hamingju getur verið orsök ýmissa félagslegra og einstaklingsbundinna vandamála, segir dr. Prashant Kakoday, læknir og hugleiðslukennari sem staddur var hérlendis fyrir skömmu. rsj@mbl.is Í amstri daglegs lífs er auðvelt að tapa þræðinum og missa tilgang lífsins úr sjón- máli. Læknirinn og hugleiðslukennarinn dr. Prashant Kakoday sagði Rögnu Söru Jónsdóttur frá því að það væri sameig- inlegt fólki úr öllum samfélögum heims- ins að missa tengsl við sjálft sig og leita langt yfir skammt til að öðlast hamingju. HINN andlegi alheimsháskóli Brahma Kumaris (Brahma Kumaris World Spiritual University) var stofnaður árið 1936 og eru aðalstöðvar hans á Abu-fjalli í Rajasthan á Indlandi. Í dag eru reknar yfir 4.500 hugleiðslumiðstöðvar í 87 löndum og er Ísland þeirra á meðal. Útibúið á Íslandi er á Bakkabraut 7a í Kópavogi og var það opnað fyrir tveimur árum, af þeim Sigrúnu Olsen og Þóri Barðdal. Á fjórða hundrað manns hafa sótt námskeið stofnunar- innar hérlendis og segja þau Sigrún og Þórir að fullbókað hafi verið á öll námskeið frá upphafi. Samt sem áður hafi námskeiðin aldrei verið auglýst opinberlega, þau spyrjist út á meðal fólks. Námskeiðin eru endurgjaldslaus en rekstur stofnunar- innar er fjármagnaður með frjálsum framlögum leiðbein- enda og þátttakenda námskeiða. Morgunblaðið/Ásdís Þórir Barðdal og Sigrún Olsen reka útibú Brahma Kumaris-alheimsháskólans hér á landi. Útibúið var opnað fyrir tveimur árum og hafa á fjórða hundrað manns sótt námskeið skólans. Alltaf fullt á námskeiðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.