Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 B 15 bílar A B C D E F G H I J K L M N O P R S T U V W X Y Z Þ Æ Ö Hvað á húsið að heita? Verðlaunasamkeppni Nýja íþrótta- og sýningarhúsið í Kópavogsdal verður opnað með formlegum hætti 17. maí nk. Af því tilefni efnir Kópavogsbær til samkeppni um nafn á þessa veglegu byggingu sem mun gegna fjölþættu hlutverki í menningarlífi bæjarins um ókomna framtíð. Tillögum að nafni ber að skila undir dulnefni. Umslag merkt dulnefninu skal fylgja með en í því þurfa að vera upplýsingar um nafn, heimili og símanúmer höfundar. Þriggja manna dómnefnd mun velja nafn úr innsendum tillögum. Komi fleiri en ein tillaga um sama nafn verður dregið um vinningshafa. Vegleg verðlaun: Helgarferð fyrir tvo til Parísar Skilafrestur er til 10. maí nk. og skal senda tillögurnar til: Fræðslu- og menningarsviðs Kópavogs Björns Þorsteinssonar Fannborg 2, 200 Kópavogi BRIMBORG hefur afhent Ríkislög- reglustjóra fyrstu bílana af gerðinni Volvo S80. Bílarnir eru búnir framdrifi með spólvörn. Vélin er af nýjustu gerð dísilvéla frá Volvo með samrásarinn- sprautun og er 2,4 lítra, 5 strokka, 20 ventla með 2 yfirliggjandi knastásum og forþjöppu með breytilegu loftflæði. Vélin gefur 163 hestöfl við 4.000 sn. á mínútu og togar 340 Nm við snúning frá 1.740 – 2.670 sn. á mínútu. Allir bílarnir eru með skynvæddri 5 gíra sjálfskiptingu. Stöðugleikastýrikerfi verður staðalbúnaður í öllum lögreglu- bifreiðunum af Volvo S80 gerð. Þetta er tölvustýrður búnaður, sem upp- götvar hliðarskrið bílsins löngu áður en ökumaður verður var við það. Kerfið ber stöðugt saman stefnu bílsins við hreyfingar stýrisins. Ef bíllinn sýnir einhverja tilhneigingu til að skríða til tekur búnaðurinn í taumana og dregur sjálfkrafa úr hraða með því að hemla niður eitt eða fleiri hjól í einu. Þessi búnaður er sérlega mikilvægur í lög- reglubifreiðum sem mikið eru notaðar í forgangsakstri eins og raunin er með þessa bíla og mun auka öryggi lög- reglumanna til muna. Bílarnir verða fullbúnir og tilbúnir til notkunar í maí. Agnar Hannesson tekur við fyrstu Volvo-bílunum fyrir hönd Ríkis- lögreglustjórans frá Gísla Jóni Bjarnasyni, sölustjóra Brimborgar. Lögreglan fær fyrstu bílana afhenta FRJÓKORN í lofti geta valdið hættu í umferðinni. Ökumenn, sem eru næm- ir fyrir heymæði, geta þjáðst af augnsviða, hnerraköstum og í alvar- legum tilvikum öndunarerfiðleikum ef frjókornin komast inn í farþegaklef- ann. Saab hefur nú hannað síu sem skilur allt að 99% af frjókornum og ögnum frá andrúmsloftinu sem leikur um bílinn. Saab fór reyndar að þróa slíkar síur strax árið 1978. Nýju sí- urnar ná ögnum sem eru allt niður í 25 míkrón að stærð, þ.e. 25 þúsund- ustu úr millimetra. Til samanburðar má nefna að flest frjókorn eru á bilinu 5–50 míkrón og mannshár er u.þ.b. 50 míkrón í þvermáli. Nýjar frjó- kornasíur draga úr hættu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.