Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 72
ÞORFINNUR Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Ís- lands, er á leiðinni á hina árlegu kvikmyndahátíð í Cannes. „Við munum kynna nýjar og vænt- anlegar kvikmyndir frá Íslandi á mik- ilvægasta kvikmyndamarkaði árs- ins, en myndirnar eru óvenju margar og glæsilegar. Regína verður sýnd í nýrri útgáfu með ensku tali, Mávahlátur og fjór- ar myndir sem verða tilbúnar síðar á árinu: Hafið eftir Baltasar Kormák, Fálkar eftir Friðrik Þór Friðriksson, Nói albínói eftir Dag Kára og Maður eins og ég eftir Róbert Douglas. Þarna leggjum við grunninn að kvik- myndahátíðaþátttöku okkar allt fram á næsta ár,“ segir Þorfinnur, sem hlakkar til ferðarinnar. – – – Hvernig hefurðu það í dag? Bara ágætt, miðað við aldur og fyrri störf. Hvað ertu með í vösunum? Lykla, einhverja smápeninga í stöðumælinn. Er mjólkurglasið hálftómt eða hálf- fullt? Hálffullt, auðvitað, og von á meiru. Ef þú værir ekki framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs hvað vildirðu þá helst vera? Margt kemur til greina. Helst vil ég vinna í alþjóðlegu og krefjandi um- hverfi þar sem reynsla mín og metn- aður kemur að notum. Hefurðu tárast í bíói? Já, já. Bíó er tilfinningar. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Stranglers eða Smokey. Hvorir voru á undan? Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Tom Cruise. Ofmetinn. Gyneth Paltrow. Óskarsræðan fór alveg með það. Hver er þinn helsti veikleiki? Á erfitt með að segja nei þegar ég er beðinn um verkefni. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel … Duglegur, einbeittur, jákvæður, þrjóskur, virðist vera montinn líka … Bítlarnir eða Rolling Stones? Kjöt eða fiskur? Rautt eða hvítt? Fer eftir stemning- unni. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Sjálfstætt fólk. Ótrú- legt, en satt. Hvaða lag kveikir bloss- ann? „Where the Wild Roses Grow“ með Nick Cave og Kylie Min- ogue. Hvaða plötu keyptirðu síð- ast? Nýjustu með Paris Combo. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Tók þátt í að vekja Gissur Sigurðsson, þá fréttamann á RÚV, af værum síðdegis- blundi með kvöld- fréttaklukkuslættinum af segulbandi. Klukkan var bara tvö og langt í kvöldfréttir. Gissur var vaktstjóri og átti að lesa fréttir. Greyið vaknaði með andfælum og hljóp fram í stúdíó, en áttaði sig á því á leiðinni að engar fréttir voru tilbúnar. Svona lagað er martröð fréttamannsins. Svona gera menn ekki. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Hef prófað ýmislegt. Ætli skríðandi kolkrabbi sé ekki með því furðu- legra. Barðist um undir tönn! Þetta var svona Indiana Jones-stemning í Pusan í Kóreu. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Maður á ekki að sjá eftir því sem maður gerir, heldur hinu sem maður gerir ekki. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já. Af því bara. Ekkert betra svar til. Bíó er tilfinningar SOS SPURT & SVARAÐ Þorfinnur Ómarsson 72 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRESKI grallarinn Ali G lætur ekki að sér hæða, sættir sig ekki við að vera bara í sjónvarpinu og er nú kominn upp á hvíta tjaldið í kvikmyndinni Ali G Indahouse sem forsýnd var í Sambíóunum í Kringlunni á miðvikudagskvöld. Sjónvarpsþættir Ali G hafa átt miklum vinsældum að fagna og hefur ófyrirleitið skopskyn hans höfðað til sjónvarpsáhorfenda jafnt í Bretlandi sem annars stað- ar. Það hlaut því aðeins að vera spursmál um tíma hvenær gerð yrði bíómynd þar sem hann væri við stjórnvölinn. Myndin hefur fengið ágætar viðtökur gagnrýn- enda og sagði í umsögn á vef BBC að þátttaka ýmissa stór- stjarna í myndinni sýndi að hvað sem um hegðun og framferði Ali G mætti segja væri gamanið græskulaust. Ali G á sér greini- lega þó nokkra áhangendur hér á landi og forsýningin vel sótt. Morgunblaðið/Sverrir Engar smáskutlur tóku vel á móti Johnny Naz … fyrst að Ali G mætti ekki á svæðið. Rífandi stemmn- ing og fjör Forsýning á Ali G Indahouse Johnny Naz er kjaftaglaður í anda Ali G og mætti auðvitað á forsýninguna. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit nr. 370. Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd sumarsins er komin til Íslands.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 358. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 367  kvikmyndir.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375. „Splunkunýtt framhald af ævintýri Péturs Pan!“ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 16. Vit 377. Frumsýning Frumsýning Með hasargellunum Milla Jovovich The Fifth Element og Michelle Rodriguez The Fast and the Furious. Frá leikstjóra Event Horizon. Hasartryllir ársins. Sýnd í lúxus kl. 3.15, 6.15 og 10. B. i. 16. Vit nr. 380. Sýnd kl. 5.45 og 8.30. Vit 380. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Frá framleiðendum Austin Powers 2 kemur þessi sprenghlægilega gamanmynd um mann sem leggur allt í sölurnar til að fara á vit ævintýranna. Annað eins ferðalag hefur ekki sést! Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 379. Jim Carrey í hreint magnaðri mynd sem kemur verulega á óvart Einnig sýnd í lúxussal VIP Hvernig er hægt að flýja fortíð sem þú manst ekki eftir? FRÁ LEIKSTJÓRA THE SHAWSHANK REDEMPTION OG THE GREEN MILE. Sýnd kl. 7 og 10. B. i. 16. HK DV HJ Mbl Frá framleiðendum The Mummy Returns. kvikmyndir.is SG DV ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.45 og 8. Sýnd kl. 5, 7 og 9. B.i.12 Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd sumarsins er komin til Íslands. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5. B. i. 16. Sýnd kl. 10.30. B.i. 12.  ÓHT Rás 2 1/2HK DV Sannkölluð verðlaunamynd. Laura Linney var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Auk þess var handrit myndarinnar tilnefnt sem besta handrit ársins. Hlý og mannbætandi kvikmynd sem kemur öllum í gott skap. Kvikmyndir.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.