Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 B 21 bílar LEXUS, Toyota og Skoda röðuðu sér í efstu sætin í árlegri ánægju- könnun J.D. Power á tveggja ára gömlum bílum í Bretlandi. Lexus bar af öðrum bílum hvað varðar gæði og aðdráttarafl í útliti og varð í öðru sæti hvað varðar ánægju með þjón- ustu. Toyota bætti stöðu sína á öllum vígstöðvum og lenti í heildina í öðru sæti. Allar þrjár gerðir Skoda voru í könnun J.D. Power, þ.e. Octavia, Fabia og Felicia, og allar lentu þær í 20 efstu sætunum. Skoda fékk topp- einkunn í rekstrarkostnaði og þjón- ustustigi. Þótt Skoda sé að stórum hluta byggður á tækni frá VW hafn- ar Skoda oft ofar í gæðakönnunum þar sem eigendur Skoda hafa minni væntingar en eigendur VW. Í könn- un J.D. Power var tekið mið af fjór- um flokkum, þ.e. gæðum, aðdrátt- arafli í útliti, rekstrarkostnaði og ánægju með þjónustu. Toyota og Skoda voru einu merkin sem náðu inn á lista tíu þeirra bestu í öllum flokkum. Renault þykir hafa tekið mestum framförum frá því í síðustu könnun og færðist frá því að vera undir með- allagi í yfir meðallag. Mitsubishi, Hyundai og Suzuki féllu hins úr því að vera fyrir ofan meðalgildi í undir meðalgildi en Hyundai átti þó einn bíl, Amica, inni á lista yfir þá tíu bestu. Aðeins Renault og Proton tókst að færa sig úr undir meðalgildi í yfir meðalgildi. Svona röðuðu efstu bílarnir sér í sæti: Toyota Yaris. Lexus IS200. 3. Jaguar XJ. Skoda Octavia. BMW 5. Skoda Fabia. BMW 3. Hyundai Amica. Mercedes-Benz E. Toyota Corolla. Ánægjukönnun J.D. Power Lexus, Toyota og Skoda í efstu sætum Morgunblaðið/Þorkell Toyota Yaris þykir bera af öðrum bílum í könnun J.D. Power. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lexus IS 200 var í öðru sæti yfir einstakar gerðir. Morgunblaðið/Þorkell Skoda Octavia hafnaði í 3.–4. sæti ásamt Jaguar XJ.  FRAMLEIÐSLA er hafin á Skoda Superb í nýrri verksmiðju Skoda í Kvas- ini í Tékklandi. Ráðgert er að framleidd verði um 20.000 eintök af bílnum á þessu ári. Skoda ráðgerir að framleiða yfir 35.000 eintök af Superb á næsta ári og að um 1.400 manns muni vinna við framleiðsluna í verksmiðjunum á þessu ári en muni fjölga um 400 á því næsta. Skoda Superb verður í boði með 3 bensínvélum og 2 dísilvélum. Sú vél sem líklegt er að flestir komi til með að velja er 2,0 lítra bensínvél sem skilar um 115 hestöflum. Auk þess verða í boði 1,8 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar um 150 hestöflum og 2,8 lítra V6 bensínvél, sem skilar um 193 hestöflum. Þá verða í boði tvær dísil- vélar, 1,9 lítra, sem skilar 130 hestöflum, og 2,5 lítra, sem skilar 155 hestöflum. Superb er með 100 mm lengra hjól- hafi en VW Passat og líkist þeim bíl talsvert. Superb er stór bíll með miklu innanrými fyrir farþega í fram- og aft- ursætum. Innanbúðarmenn segja að þeir sem eru vanir VW og Audi bílum eigi að kunna vel við sig í Superb hvað gæðin snertir. Bíllinn verður fáanlegur með Tiptronic sjálfskiptingu og fimm og sex gíra handskiptingum. Meðal annars búnaðar í bílnum verður loftkæling. Í Bretlandi kostar Superb minna en VW Passat jafnvel þótt hann sé stærri. Sambærilegur Passat með 2,0 lítra vél, minni búnaði og 15 cm styttri kostar þar tæpum 500 pundum meira en Superb. Superb verður framleiddur í þremur búnaðarútfærslum, þ.e. Class- ic, Comfort, sem verður m.a. með skriðstilli og aðvörunarbúnaði þegar lagt er í stæði, og flaggskipið er Eleg- ance, sem er m.a. með bi-xenon fram- ljósum og rafstillingum á sætum. Ekki er ljóst hvenær Skoda Superb verður fáanlegur á Íslandi. Framleiðsla á Skoda Superb hafin Framleiðsla er hafin á Skoda Superb. Sóknarfæri í verslun og þjónustu! þriðjudaginn 14. maí kl. 8.30 - 10.00 á Grand Hótel Reykjavík Fyrirtæki, sem ná góðum tengslum við viðskiptavini sína, þurfa hvorki að óttast niðursveiflu né keppinauta Dagskrá: Aðgangseyrir er 2.500 kr. Fundurinn er öllum opinn Vinsamlega skráið þátttöku í síma 511 3000 eða með t-pósti til svth@svth.is • Helgi Ö. Viggósson, forstöðumaður IBM hugbúnaðarlausna hjá Nýherja hf. Viðskiptagreind og reynsluverkefni sem unnið er í samstarfi við Baug hf. • Þorsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri Smartkorta ehf. Tryggðarkerfi og notkun snjallkorta. • Kristinn Eiríksson, forstöðumaður upplýsingasviðs Baugs hf. Hagnýting viðskiptagreindar í verslunar- og þjónustufyrirtæki. • Ráðstefnustjóri verður Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ. Fjallað verður um hvernig hægt er að ná betri tökum á samskiptum við viðskiptavinahópa fyrirtækja með notkun viðskiptagreindar (Business Intelligence) Morgunverðarfundur um viðskiptagreind (Business Intelligence)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.