Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 B 25 bíó ÞÓTT Frank Darabont sé orðinn43 ára gamall hefur hann að-eins leikstýrt fyrrgreindum þremur bíómyndum, auk einnar stuttmyndar, einnig eftir sögu Stephens King, og spennumyndar fyrir kapalsjónvarp, Buried Alive, sem hann gerði árið 1990 með Tim Matheson og Jennifer Jason Leigh og bar aðeins vitni um fagmennsku í rúmu meðallagi. En með The Shawshank Redemption fjórum árum síðar og The Green Mile fimm árum eftir hana sannaði Darabont að það getur borgað sig að fara sér hægt. Báðar þessar myndir eru afar vandvirknislegar, gerðar af dramatískri natni frekar en dirfsku, vel samdar og leiknar, og fjalla af mikilli hlýju um mann- eskjur í ómanneskjulegum að- stæðum. Frank Darabont er umfram allt góður sögumaður enda hefur hann mesta reynslu af handritsgerð og svokölluðum handritslækningum. Á æskuárum sínum í Los Angeles varði hann mestum tíma í bóklest- ur og bíóferðir og hafði dálæti á myndum Davids Lean, Johns Ford, Stanleys Kubrick og B-hrollvekjum eins og Árás sveppafólksins! Hann hafði flust til Kaliforníu 12 ára að aldri ásamt foreldrum sínum, sem voru ungverskir innflytjendur. Þau flúðu frá Ungverjalandi í inn- rásinni 1956 til Frakklands og það var þar, í ungverskum innflytj- endabúðum, sem Frank fæddist þremur árum síðar. Fjölskyldan fluttist svo til Bandaríkjanna og bjó fyrst í innflytjendahverfum Chicago. Honum reyndist ekki auðvelt að brjóta sér leið inn í kvikmynda- heiminn í Hollywood. Þegar hann hafði útskrifast úr menntaskóla vann hann við hvað sem var til að eiga ofan í sig og á, en að þremur árum liðnum fékk hann aðstoð- armannsstarf við gerð ódýrrar hrollvekju, Hell Night með Lindu Blair. Sá sem réð hann var upp- tökustjórinn Chuck Russell, sem síð- ar gerðist sjálfur leikstjóri (The Mask, The Scorpion King) og sam- verkamaður Darabonts við handrits- skrif. Saman skrifuðu þeir hand- ritin að hrollvekjunum A Night- mare On Elm Street 3: Dream Warriors, sem Russell leikstýrði, endurgerð The Blob og The Fly 2. Milli þess sem þeir Russell skrif- uðu handrit vann Darabont áfram bak við myndavélarnar og gerðist leikmunavörður. „Það er besti kvikmyndaskóli sem til er fyrir leikstjóra,“ segir hann, „vegna þess að leikmunavörðurinn er allt- af á tökustað og í fullkominni að- stöðu til að fylgjast með og læra kvikmyndagerðina.“ Þannig vann Frank Darabont sig smám saman upp í þá stöðu sem hann hefur nú, lærði grundvall- aratriði í mótun leikumhverfis og leikstjórn, og uppbyggingu kvik- myndahandrita. Ekki hefur allt gengið honum að óskum. Hand- ritið sem hann skrifaði fyrir Mary Shelley’s Frankenstein segir hann vera sinn mesta ósigur. „Handritið var í rauninni fínt, eitt það besta sem ég hef skrifað, en myndin var glötuð,“ hefur hann sagt í samtali. „Leikstjórinn (Kenneth Branagh) hrærði í handritinu fram og til baka og eyðilagði það.“ Þetta seg- ir hann ævinlega vera hættuna þegar leikstjórinn og handritshöf- undurinn eru ekki einn og sami maðurinn. „Stundum getur slíkt samstarf virkað vel en þá þurfa leikstjórinn og handritshöfund- urinn að hugsa á sömu brautum.“ Í nýju myndinni, The Majestic, reynir einmitt á slíkt samstarf. Sem fyrr segir skrifaði Darabont ekki handritið, heldur Michael Sloane. Þar leikur Jim Carrey hand- ritshöfund í Hollywood á tímum McCarthyismans, sem missir minnið eftir bílslys, en finnur nýtt líf í smábæ einum. Myndin er sögð í anda Franks Capra og þótt Carrey hafi hlotið góða dóma fyrir leik sinn hefur The Majestic ekki mælst eins vel fyrir og fyrri myndir Franks Darabont. Eitt sinn sagði hann í viðtali við Premiere: „Ef maður ætlar að ná árangri verður maður að vera eins og slompaðir slagsmálahundar í gömlu boxaramyndunum frá Warner Bros: Of heimskur til að detta í gólfið og halda bara áfram að slást og standa í lappirnar.“ Eins og slompaður slagsmálahundur Árni Þórarinsson SVIPMYND Fyrir bandaríska leikstjórann og hand- ritshöfundinn Frank Darabont markar kvikmyndin The Majestic, sem frumsýnd er hérlendis um helgina, þrenns konar tímamót: Hún er ekki byggð á sögu eftir Stephen King, eins og fyrri myndir hans, The Shawshank Redemption og The Green Mile. Hún fjallar ekki um hlutskipti fangelsaðra manna, eins og þær. Og hún er ekki gerð eftir hans eigin handriti, eins og þær fyrri. Frank Darabont kann að vera hjátrúarfullur. Í öll- um mynda hans leikur Jeffrey DeMunn eitt hlutverkanna og einnig aukaleikarinn Brian Libby, sem hann telur vera lukkutröllið sitt. Hann skreytir gjarnan myndir sínar með tilvís- unum: Í upphafsatriði The Maj- estic ber á góma nöfnin Floyd og Heywood; þau eru bæði nöfn á persónum í The Shawshank Re- demption. Í The Majestic heitir ein persónan Irene Terwilliger; ein af persónunum í The Green Mile heitir einnig Terwilliger. NÆSTA mynd leikstjórans Mart- ins Scorsese, Gangs of New York, sem væntanleg er á bíómarkaðinn síðar á árinu gerist á miklum ófrið- artíma í New York og fjallar um klíkustríð milli ítalskra innflytjenda og Norður-Evrópubúanna sem þar búa fyrir. Ungur glæpamaður, Amsterdam, reynir að setja á fót klíku til að hefna dauða föður síns og koma á friði. Leonardo DiCapr- io, sem frægastur er fyrir aðal- hlutverk í Titanic, fer með hlutverk Amsterdam, en í öðrum aðal- hlutverkum eru: Daniel Day-Lewis, Cameron Diaz, Jim Broadbent, John C. Reilly, Henry Thomas, Brendan Gleeson og Liam Neeson. Klíkustríð í New York

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.