Vísir - 02.07.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 02.07.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR MiOvikudagur 2. júli 1980. Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davlft Gufimundsson. ' Ritstjórar: ölafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Gufimundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guftmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Axel Ammendrup, Frlfta Astvaldsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttlr, Krlstln Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Póll Magnússon, Slgurjón Valdlmarsson, Sæmundur Gufivlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blafiamafiur á Akureyri: Glsll Slgur- gelrsson. Iþróttir: Gylfl Krlstjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14 simi 80611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8 simar 86011 og 82260. Afgreifisla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Áskriftargjald er kr.5000 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 250 krónur ein- takið. Visirer prentaður I Blafiaprenti h.f. Slðumúla 14. EFTIRHREYTUR Ekkl er óeftlilegt þótt rætt sé um orsakir og afleiðingar úrsiitanna I forsetakosningunum og ber þar margt á góma. Um þessar vangaveltur er farift nokkrum orftum i leiftara dagsins. Þegar háð hefur verið löng og ströng kosningabarátta, er ekki við því að búast, að þeir sem f remstir hafa staðið í f ylkingu og mitt í eldlínu, geti á svipstundu ýtt því til hliðar, sem tekið hef ur hug þeirra og krafta um langan tíma. AAargvislegar umræður eiga sér því stað þessa dagana, jafnt um orsakir sem afleiðingar úr- slitanna í forsetakosningunum. Slíkt er eðlilegt, þótt ekki sé það allt skynsamlegt eða rétt, sem sagt er. AAannf jöldinn sem hyllti Vig- dísi Finnbogadóttur í blíðskapar- veðrinu á mánudagskvöldið, bar þess ótvírætt vott, að hún nýtur lýðhylli, og allir þeir sem voru viðstaddir hafa ef laust fundið til þeirrar kenndar, sem gerir okkur stolt af því að vera (slendingar. Kosning Vigdísar er vissulega sögulegur viðburður, þó ekki væri f yrir annað en að íslending- ar hafa gerst brautryðjendur í jafnréttismálum með óvenju at- hyglisverðum hætti. En Vigdís hef ur ekki verið kos- in fyrir það eitt að vera kona. Hún hefur slegið á strengi ætt- jarðarástar og menningar, til- finninga og nútímalegra við- horfa. Enginn vafi er á því, að þessir eiginleikar, ásamt með geðþekkum persónuleika, munu gera það mögulegt að þjóðin sameinist um að styrkja hana og styðja í hinu háa embætti. Skoðanir Vigdísar í varnar- og utanríkismálum tilheyra vonandi liðinni tíð. Ef Vigdís hefur verið herstöðvaandstæðingur, þá er hún kosin þrátt fyrir þá stað- reynd en ekki vegna þess, og hún hefur vísað á bug hverri tilrauh til að láta draga sig í flokkspóli- tískan dilk. Hún gerir sér áreiðanlega grein fyrir því, að forseti fslands er sameiningar- tákn allrar þjóðarinnar sem gengur ekki á mála hjá einstök- um flokkum, né heldur lætur þá gera tilkall til sín. Raunar eru litlar sem engar misfellur á málflutningi Vigdís- ar I kosningabaráttunni nema fIjótfærnisleg yfirlýsing í sjón- varpi á kosninganóttunni um þröngsýni Reykvíkinga. Oþarfi er að erfa þessa bábilju, enda vart við því að búast að þetta haf i verið sagt að vel hugsuðu máli. AAeð sama hætti og hinn nýi forseti íslands mun verða hafinn yfir flokkapólitík eða fylgi hans mælt út frá þeim sjónarhóli, þá er jaf n f ráleitt að gera því skóna að Albert Guðmundsson og árangur hans verði metinn með pólitískri mælistiku. Þau tvö, sem og Guðlaugur Þorvaldsson og Pétur J. Thor- steinsson, höfðuðu ekki til f lokkspólitískra skoðana og fóru ekki fram á stuðning kjósenda í því tilliti. Sérstaklega á þetta við um Albert, sem var sá eini, sem hefur stjórnmál að atvinnu og er alþingismaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Vera má, að það hafi háð framboði hans, eins og bent hef ur verið á áður hér í ritstjórn- argrein, þar sem pólitískir and- stæðingar eiga erfitt með að kjósa Sjálfstæðismann til for- seta. En fylgi Alberts var áreið- anlega allra flokka, eins og hann stef ndi að. Það er því út í hött að framboð Alberts og fylgi hans muni einhverju breyta stöðu hans í Sjálfstæðisflokknum til hins betra eða verra. Þá er vonandi að menn nái átt- um varðandi áhrif skoðanakann- ana. Hjá þeim verður ekki komist þegar kosningar fara fram og lýðræði og frjáls fjölmiðlun er í heiðri höfð. Þær eru til upplýs- ingar um viðhorf og hug manna, en ekki fyrirmæli um, hvernig kjósendur skuli verja atkvæði sínu. Ef niðurstöður skoðana- kannanna eru ekki nægjanlega hagstæðar, þá hafa flokkar eða frambjóðendur við enga að sak- ast nema sjálfa sig. Asgrimur Kristófersson stýrir krananum en Sigurjón Skúlason mælir hæftarpunkt. Ljósm. E.J. Armann Ægir Magnússon (t.v.) og Sigurbergur Guftnason stilia fleka af. Ljósm: E.J. Mikiö Dyggt af einbýl- ishúsum á Selfossi Á Selfossi hefur verið jöfn og sigandi upp- bygging undanfarin ár. Þar er unnið jafnt virka daga sem helga. Smiðirnir Ásgrimur Kristófersson, Ármann Ægir Magnússon, Sigurbergur Guðnason, Sigurjón Skúlason og Valgeir Ólafsson voru að vinna við fjölbýlis- hús laugardagsmorg- uninn 28. júni i blið- skaparveðri. „Hér er mikift byggt af hús- um, alveg ótrúlega mikift miftaft viö mannfjölda”, segja þeir. „Mest er byggt af einbýlishús- um, og fáar blokkir miftaft vift bæi af svipaftri stærft. Vift vinn- um yfirleitt alla laugardaga enda mikift aft gera. Þaö má segja aft mikill hluti fólksins sem býrhér vinni annarsstaftar, en sennilega er helmingur vinn- andi manna trésmiftir og þeir vinna vift aö byggja hver yfir annan. En án gamans þá virftist vera mikift um vinnumöguleika hér þvi allir sem koma fá vinnu. Þaft er helst aft skólakrakkana skorti vinnu og gott væri aft fá iftnaöarfyrirtæki hingaft, i kaup- staftinn til ab skapa stöbuga vinnu”, segja þeir aft lokum. E.J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.