Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 32
Laugardagur 23. ágúst 1980 síminnerðóóll Veðriö um heigina Horfur eru á, að veöur verði aðgerðarlitið, léttskýjað um mest allt land og sæmilega hlýtt, en hætt viö næturfrosti. Vindur verður hægur og breytilegur. Veðrið hér og har Veöriö klukkan 18 Akureyri léttskýjað 11, Hel- smki úrkoma i grennd 14, Kaupmannahöfn skýjað 15, Osló úrkoma i grennd 18, Reykjavík skýjað 11, Stokk- hólmur skýjað 15, Þórshöfn skýjað 10, Berlin skýjað 14, Frankfurtskýjað 15, Nuukal- skýjað8, Londonléttskýjað 17, Luxcmborg skýjað 12, Las Palmas heiðskýrt25, Mallorca heiðskýrt 27, Paris skýjaö 16, Malaga alskýjað 23, Vín létt- skýjað 18, Loki segir Kikisstjórnin neitar þvi að hún hyggist fella gengiö. Þaö er von. A hennar máli heitir það gengissig i einu stökki. FLUBLEIBIR SEBJfl UPP FJðGUR HUNURUB MflNNS Mikill niðurskurður er fyrirhugaður á rekstri Flugleiða frá og með vetraráætlun, sem hefst 1. nóvember næst-kom- andi. Um fjögur hundruð manns, rúmlega þriðjungi starfsliðs Flugleiöa, verður sagt upp störf- um, vikulegum ferðum til Banda- rikjanna verðurfækkaö i tvær og flug til Luxemborgar fært niður i algert lágmark. Þess má geta, aö á blómatima- bili Flugleiða voru starfsmenn um 1700, verða ml 6-700, og feröir til Bandarikjanna voru 23 á viku þegar best lét. Meö þessum niðurskuröi hyggj- ast forráðamenn Flugleiða rétta af fjárhaginn. Samkeppnin á Norður-Atlantshafi hefur farið vaxandiog allt flug þar rekiö með halla. Er þar bæði samkeppninni um aö kenna.svo og mikilli elds- neytishækkun. Sigurður Helgason, forstjóri, sagði á blaðamannafundi i gær, að þó að viðræðunum við forráða- menn Luxair um stofnun nýs flugfélags, væri ekki enn form- lega slitið, væru Luxair-mennirn- ir svo neikvæðir, aö ekki væri ástæða til að búast viö árangri af frekari viðræðum. Taldi Sigurð- ur, að Luxemborgararnir heföu dregið umræðurnar á langinn og gefiö hugmyndinni um stofnun nýs flugfélags undir fótinn. Þeir heföu getað gefið hreinni svör mun fyrr. Sjá nánar á blaðsiöu 31. —ATA Frá opnun heimilissýningarinnar i Laugardalnum i gær JVleðal viðstaddra voru forseti tsiands, Vigdfs Finnbogadóttir og Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar. (Vísismynd: EP.) Heimllissýningln sett í Laugapdalshðli í gæp: TÍVOLÍIÐ KOSTAR Á ÞRWJÁ HUNDRAÐ MILLJÚNA KRÚNA Heimilið '80 var settkl. 16 i gær. Sigurjón Pétursson, forseti borg- arstjórnar, Tómas Arnason, viö- skiptaráðherra og Bjarni Ólafs- son, framkvæmdastjóri Kaup- stefnunnar, fluttu ræöur. Forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, var viðstödd opnunina og skoöaði sýninguna. Aö sögn Bjarna þá er þetta sjö- unda stórsýning Kaupstefnunnar á 11 ára timabili, og fjóröa heim- ilissýningin. Rúmlega 100 aðilar taka þátt i sýningunni, og hefur aldrei verið vandaö eins mikið til hennar og núna (1 enda eru menn orðnir æfðari i aö taka þátt i svona sýningum”, sagöi'Bjarni. Sigurjón Pétursson sagði, að hann teldi sýninguna lifgandi á alla lund fyrir borgarlifið. „Ann- að hvort er hún skemmtun fyrir fólk, eða eitthvaö til aö skammast yfiraðhenni lokinni, ef hún hefur veriö léleg. Annars finnst mér það, sem ég hef séö, skemmti- legt”. Bjarni minntist á tilraunina með tivoliiö, sem veriö væri aö gera og sagði, að 40% af verði hvers miða i leiktækin færi i sölu og skemmtanaskatt. ,,A öðrum Noröurlöndum er engin slikur skattur á leiktækjum i tivoli. Rikisvaldiö hefur þvi i sinni hendi, hvort þessi tilraun verður sú fyrsta og siöasta sinnar teg- undar”. Kostnaöurvið að fá tívoliið leigt og viö aö undirbúa svæöið fyrir þaö-er á þriöju hundraö milljóna oger aðsjálfsögðu vonast til þess, að tilraunin veröi vinsæl. ,,Ef viö ættum aö kaupa þessi tæki”, sagöi Bjarni, ,,þá myndu þaukosta meö þeim reglum, sem viö búum við, marga miljaröa”. Sýningin stendur til 7. september. SÞ Tillögup Efnahagsmálanefndar: SKORIÐ A SJÁLF- VIRKNI Itillögum þeim, sem Efnahags- málanefnd hefur lagt fyrir rikis- stjórnina er m.a. gert ráð fyrir þvi, aö rofin veröi sjálfvirkni verðhækkana. Þessar upplýsing- ar koma fram i viötali við Jón Orm Halldórsson, formann nefndarinnar, en hann er i frétta- ljósi Helgarblaðsins i dag á bls. 6. VER0HÆKKANA Af öðrum atriöum I tillögum nefndarinnar, sem Jón Ormur getur um i viðtalinu, má nefna til- lögur um fast gengi. Þá er einnig lagt til, að Framkvæmdastofnun- in veröi lögð niður og rikisbönk- um veröi fækkaö. 1 tillögunum er aö finna atriði, sem miöa að breytingum á útlánastarfsemi bankanna, breytingar á afuröa- lánakerfinu og gert er ráð fyrir, að úttekt veröi gerö á stærstu fyrirtækjum og stofnunum rikis- ins og stefnt að verulegum sparn- aði i rekstri þessara stofn- ana. _sv.G. Hestamúfarnir játa verknaðlnn: Feröuöust um Árnessýslu og buðu hest- ana tll kaups Tvær stúlkur undir tvítugu og maður á þri- tugsaldri hafa verið úr- skurðuð i gæsluvarðhald fram á miðvikudag vegna þjófnaðar á hrossum og reiðtygjum. Er unnið að rannsókn þessa máls og ekki unnt að skýra nánar frá gangi þeirrar rannsóknar en vitað er að játningar að einhverju marki liggja fyrir. Eftir því sem Visir kemst næst, mun upphaf málsins að rekja til hestamannamots á Hellu, sem haldið var um siðustu helgi. Maöur, sem staddur var á mót- inu, þóttist þar kannast við reið- tygi sin sem hann hafði saknað. Er farið var að rannskka málið kom i ljós, að tvær unglings- stúlkur og karlmaður á þrltugs- aldri stunduðu sölumennsku á svæöinu á hestum og reiðtygjum, sem þau höfðu stolið. Stúlkurnar munu hafa komið viða við i Arnessýslu um helgina og boðið hestana til kaups eða I skiptumfyrir aðra. Er m.a. vitað, að þær komu á laugardags- morguninn á bæinn Þjótanda og voru þær þá með sex hesta sem þær buðu heimilisfólki til kaups. Leið þeirra mun siðan hafa legið á hestamannamótið eins og fyrr greinir, þar sem upp komst um athæfi þeirra. — Sv.G. Haglræöingur ráöl.hi tii forsætls- ráðuneytlsins Akveöið hefur verið að ráða sérstakan hagfræðiráðunaut til forsætisráðuneytisins og var gengið frá ráðningu i gær. Sá.sem tekur viö þessu nýja starfi er Þórður Friðjónsson, hagfræð- ingur, en hann hefur starfað sem hagfræðingur Vinnuveitenda- sambandsins að undanförnu. Þórður mun væntanlega hefja störf I forsætisráðuneytinu I októ- ber. — Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.