Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 14

Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLADAGUR sjö til níu ára barna verður lengdur um eina klukkustund þar sem heimanámi verður sinnt undir leiðsögn kennara endur- gjaldslaust gangi tillögur starfshóps borgarráðs um skóladagvist eftir. Sömuleiðis verða sérstök frístundaheim- ili starfrækt á vegum ÍTR í öllum grunnskólum borgar- innar fyrir sex til níu ára börn að loknum skóla. Borgarráð lýsti því yfir á fundi sínum í vikunni að það væri hlynnt því að fjárhagslegt svigrúm yrði veitt til að tillögurnar næðu fram að ganga og var málinu vísað til athugunar fjármála- deildar. Tillögur starfshópsins eru í 12 liðum og miða að því að gera grundvallarbreytingar á skóladagvist sex til níu ára barna. Er lagt til að skilið verði milli skólastarfs og tóm- stundastarfs fyrir þennan ald- urshóp og að umsjón með tómstundastarfi verði færð frá Fræðslumiðstöð til Íþrótta- og tómstundaráðs sem starfræki svokölluð frí- stundaheimili í öllum grunn- skólum borgarinnar. Heimanámi sinnt í skól- anum endurgjaldslaust Lagt er til að skóladagur sjö til níu ára barna verði lengdur um eina vinnustund þar sem þeim gefist kostur á að sinna heimanámi undir handleiðslu kennara endur- gjaldslaust. Þessi vinnustund yrði þó ekki hluti skólaskyld- unnar. Yrði skóladagurinn skipulagður með þeim hætti að hjá sex ára börnum lyki honum klukkan 14 en klukkan 15 hjá sjö til níu ára börnum. Þegar skóladeginum lyki tæki frístundaheimilið við þar sem boðið yrði upp á tóm- stundastarf fyrir sex til níu ára börn. Yrði það starf á ábyrgð og forræði ÍTR. Lagt er til að gjaldið fyrir frí- stundaheimilið verði 9.500 krónur á mánuði fyrir eina til þrjár klukkustundir á dag en fyrir systkini og börn ein- stæðra foreldra yrði það 7.600 krónur. Ókeypis íþróttaskóli fyrir yngstu börnin Tillögurnar gera ráð fyrir að frístundaheimilin verði staðsett í húsnæði skólanna en ekki komi til greiðslur frá ÍTR til Fræðslumiðstöðvar fyrir afnotin af því. Þá er lagt til að sex ára börnum bjóðist tvisvar í viku íþróttaskóli hjá íþróttafélagi viðkomandi hverfis án sér- stakrar greiðslu. Sömuleiðis bjóði íþróttafélögin eldri börnum aðgang að íþrótta- skóla á kostnaðarverði innan ramma skóladagvistarinnar. Tillögurnar ná einnig til tónlistarskólanna því lagt er til að þeir bjóði forskólanám í tónlist gegn sérstöku gjaldi innan skóladagvistarinnar í eða við hvern skóla. Er gert ráð fyrir því að Reykjavíkur- borg standi straum af kostn- aði við kennslu en foreldrar greiði námsgögn og sérstakt gjald vegna annars kostnaðar. Gert er ráð fyrir því að hið nýja fyrirkomulag verði inn- leitt í þremur áföngum frá hausti 2002 þannig að allir skólar borgarinnar starfi samkvæmt því árið 2004. Loks er lagt til að fjárhags- áætlun vegna verkefnisins verði á bundnum lið á fjár- hagsáætlun borgarinnar á þeim árum sem fyrirkomulag- ið verður innleitt. „Með því er reglubundnum rekstri ÍTR ekki stefnt í hættu, né nyti ávinnings af tekjum umfram spá.“ Tillögurnar eru unnar á grunni tilraunar með breytt form skóladagvistar í fjórum skólum í Breiðholti en hún stóð yfir frá því í apríl árið 2000 til aprílmánaðar ársins í ár. Í þeirri tilraun var slíkum frístundaheimilum komið á fót í skólunum og í viðhorfs- könnun sem gerð var vorið 2001 meðal notenda þjónust- unnar kom í ljós að þeir voru jákvæðir í garð hennar. Í greinargerð um tilraunina kemur fram að þegar foreldr- ar voru spurðir hvort þeir teldu barn sitt ánægt á frí- stundaheimilinu svöruðu 93% að barnið sitt væri ánægt eða frekar ánægt. Þegar börnin sjálf voru spurð sögðu 88% þeirra að þeim fyndist gaman á frístundaheimilinu, 65% starfsmanna skóla voru mjög eða frekar ánægðir með starf- semina og allir starfsmenn frístundaheimilisins voru mjög eða frekar ánægðir. Dagskrá taki mið af líðan barnanna Kemur fram í greinargerð- inni að við uppbyggingu frí- stundaheimilanna hafi verið sótt í smiðju sænskra og danskra frístundaheimila og sömuleiðis til bandarískra hugmynda. „Niðurstaðan hef- ur verið fjölbreytt starfsemi sem tekur mið af hverjum og einum þátttakenda þar sem lögð er áhersla á að hlusta á og ræða við börnin. Skipulag dagskrárinnar hefur tekið mið af líðan barnanna og þeim takti sem hentar eftir langan og strangan skóladag,“ segir í greinargerðinni. Bæði Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og ÍTR lýsa yfir stuðningi við þessar tillögur í bréfum sem lögð voru fram í borgarráði á þriðjudag og segir í bréfi Fræðslumið- stöðvar að sérstaklega sé fagnað að með samþykkt til- lögunnar væri verið að lengja vinnudag nemenda í 2.–4. bekk til klukkan 15 á daginn. Í bréfi formanna foreldraráða tilraunaskólanna fjögurra er mikil áhersla lögð á mikilvægi þess að heimanámsaðstoðin sé endurgjaldslaus enda hafi nánast allir í bekkjunum þeg- ið hana meðan tilraunin stóð yfir. „Þarna er því mikið jöfn- unartæki á ferð og fellur það vel að markmiðum fræðsluyf- irvalda um jafnræði með nem- endum óháð efnahag foreldr- anna eða öðrum þáttum.,“ segir í bréfinu. Sömuleiðis lýsa skólastjórar skólanna fjögurra yfir mikilli ánægju með tilraunina í öðru bréfi. Borgarráð jákvætt í garð tillagna um breytingar á skóladagvist fyrir sex til níu ára börn Reykjavík Tómstundastarf verði í umsjón ÍTR Tillögurnar gera ráð fyrir að börnum á aldrinum sex til níu ára bjóðist tómstundastarf á vegum ÍTR að loknum skóladegi í sama húsnæði og skólinn þeirra er. SAMKVÆMT tillögunum verður nýtt fyrirkomulag á skóladagvistun í grunn- skólum Reykjavíkur inn- leitt í þremur áföngum sem hér segir, svo fremi sem borgaryfirvöld samþykkja þær eins og þær liggja fyr- ir nú: Haust 2002: Breiðholts- skóli, Fellaskóli, Seljaskóli, Ölduselsskóli, Hólabrekku- skóli, Vesturbæjarskóli, Grandaskóli, Melaskóli og Austurbæjarskóli. Haust 2003: Húsaskóli, Hamraskóli, Foldaskóli, Rimaskóli, Borgaskóli, Vík- urskóli, Korpuskóli og Engjaskóli. Haust 2004: Álftamýr- arskóli, Breiðagerðisskóli, Fossvogsskóli, Laug- arnesskóli, Hlíðaskóli, Há- teigsskóli, Hvassaleit- isskóli, Ártúnsskóli, Árbæjarskóli, Selásskóli, Ingunnarskóli, Klébergs- skóli, Vogaskóli og Lang- holtsskóli. Innleiðing nýs fyrirkomu- lags samkvæmt tillögum Heimanámi sinnt í skólanum Heilbrigðisráðherra hefur óskað eftir því að Garðabær tilnefni fulltrúa í nefnd um framtíðarnýtingu Vífils- staða, en bæjarstjórn hefur lagt áherslu á það í viðræð- um við ráðherra að starf- semi verði áfram á Vífils- stöðum. Þetta kemur fram í frétt frá Garðabæ. Þar kemur ennfremur fram að land Vífilsstaða sé í eigu ríkisins. Þar hefur ver- ið rekin heilsustofnun í yfir 90 ár og er staðurinn nú hluti af Landspítala-há- skólasjúkrahúsi. „Í janúar á þessu ári skilaði nefnd, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að fjalla um og gera til- lögu að framtíðaruppbygg- ingu Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, skýrslu þar sem hún leggur til að Landspít- ali-háskólasjúkrahús verði byggður upp við Hring- braut. Frá þeim tíma hefur ríkt óvissa um framtíð Víf- ilsstaða. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa lagt áherslu á að áframhaldandi starfsemi verði á Vífilsstöðum og hafa þau átt í viðræðum við heil- brigðisráðherra vegna máls- ins um langt skeið. Í því sambandi hefur m.a. verið bent á að brýn þörf er á úr- ræðum fyrir eldri borgara bæjarins sem þurfa á hjúkr- unarvistun að halda,“ segir í fréttinni. Þar segir enn- fremur að í skýrslu nefnd- arinnar komi fram að land Vífilsstaða bjóði upp á marga möguleika. Í skýrsl- unni segir: „Vífilsstaðasvæð- ið verður í framtíðinni enn meira miðsvæðis á höfuð- borgarsvæðinu og framhjá því liggur Reykjanesbraut sem tengir það við Reykja- vík, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Í heild er sjúkrahússvæðið aðgengi- legt sjúklingum og gestum. Sjúkrabílar eiga greiða leið að svæðinu eftir stofnbraut- um og aðflug þyrlu er enn- fremur gott.“ Erindi heilbrigðisráð- herra var tekið fyrir í bæj- arráði Garðabæjar á þriðju- dag og samþykkt var að vísa því til afgreiðslu bæjar- stjórnar að tilnefna fulltrúa í samráðshópinn. Nefnd um framtíðarnýt- ingu Vífilsstaða Garðabær MEÐLIMIR í Foreldra- félagi Víðistaðaskóla í Hafn- arfirði gengu ásamt nem- endum fylktu liði frá skólanum í gærmorgun að Bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar og afhentu þar bæjar- fulltrúum ályktun þar sem þess var krafist að byrjað yrði á undirbún- ingi framkvæmda við skólann án taf- ar. Í frétt frá For- eldrafélaginu kem- ur fram að fram- kvæmdirnar krefjist breytinga á aðal- og deili- skipulagi svæðis- ins ásamt hönnun- arvinnu og byggingafram- kvæmdum. „Sam- kvæmt tilskipun menntamálaráðuneytis eiga skólar að verða einsetnir ekki seinna en 1. september 2004 og því er stuttur tími til stefnu. Víðistaðaskóli er 30 ára gömul bygging, mjög illa farin og ýmis mál í ólestri, t.d. ódrykkjarhæft vatn í hluta hans, klóaklykt í viss- um vindáttum, húsnæðið lekur og ýmsum aðbúnaði er mjög ábótavant – skortur á kennslustofum svo dæmi séu tekin. Rífa þarf hluta hans og einnig að byggja við hann. Ályktanir hafa verið send- ar þar sem krafist var vissra úrbóta og var orðið við ein- hverjum þeirra, m.a. fengin ný húsgögn og skólalóð yngstu barnanna verður lag- færð í sumar. Foreldrafélag- ið fagnar þessu, en betur má ef duga skal. Það er von okk- ar að þessi ályktun beri ár- angur,“ segir í fréttinni frá Foreldrafélaginu. Krafist úrbóta Hafnarfjörður Morgunblaðið/Kristinn PÁLL Pétursson félags- málaráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri tóku í vikunni skóflustungu að fyrstu íbúðum sem byggðar verða í sérstöku átaki til upp- byggingar 600 leiguíbúða á næstu fjórum árum. Fyrsta skóflustungan var tekin að Þorláksgeisla 6-12 í Graf- arholti en þar er fyr- irhugað að byggja 58 íbúð- ir. Í frétt frá Búseta hsf. segir að um sé að ræða stóran áfanga í sögu Bú- seta hsf. sem hefur stofnað sérstakt félag, Leigufélag Búseta ehf., vegna þessa verkefnis en gert er ráð fyrir að Búseti komi að uppbyggingu og rekstri á 300 íbúðum af þeim 600 sem búið er að tryggja fjármögnun fyrir. Morgunblaðið/Jim Smart Átak til bygging- ar leiguíbúða Grafarholt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.