Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íslenska söguþingið Innýn í stöðu sagnfræðinnar ÞESSA dagana er íundirbúningi ís-lenskt söguþing. Guðmundur Jónsson er forstöðumaður Sagnfræði- stofnunar Háskóla Íslands og svaraði hann nokkrum spurningum sem Morgun- blaðið lagði fyrir hann. – Hver heldur þingið, hvar og hvenær? „Íslenska söguþingið er haldið á vegum Sagnfræði- stofnunar Háskóla Ís- lands, Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags. Þingið stendur yfir dag- anna 30. maí til 1. júní og fer fram í Odda í Háskóla Íslands. Setningarathöfnin verður í Ráðhúsi Reykja- víkur.“ – Hvernig fer söguþing- ið fram? „Þingið hefst á fimmtudaginn kemur klukkan 14.30 með veg- legri þingsetningarathöfn þar sem flutt verða ávörp og tónlist og í lokin verða pallborðsumræður um breytingar í sagnfræði í heiminum á undanförnum árum. Í umræðun- um taka þátt erlendir gestir þingsins, en þau eru Jurgen Kocka, prófessor við Freie Uni- versitat í Berlín og forseti Al- þjóðasamtaka sagnfræðinga, Sue Bennett sem starfar að námskrár- fræðum í Bretlandi, og Knut Kjeldstadli, prófessor við Osló- arháskóla. Á föstudag og laugar- dag er sjálf fræðilega dagskrá þingsins og stendur hún frá klukk- an 9 til 5 báða dagana. Dagskráin skiptist í 22 málstofur með tæp- lega 90 erindum um hin fjölbreyti- legustu efni og verða þrjár til fjór- ar málstofur í gangi samtímis allan tímann. Auk þess verður boðið upp á ýmislegt bæði til fróð- leiks og skemmtunar. Á vegg- spjöldum verða kynntar rann- sóknir og bókaforlög munu kynna bækur sínar. Á föstudagskvöld verður móttaka í Þjóðmenningar- húsinu og í lokin verður „söguleg“ þingveisla.“ Hver er tilurð þessa þings og tilgangur þess? „Söguþing er einn stærsti við- burðurinn í íslenskri sagnfræði. Við búumst við um 250 manns og þar á meðal er dálítill hópur frá út- löndum. Þetta er annað þing sinn- ar tegundar en fyrsta íslenska söguþingið var haldið 1997 og tókst afar vel. Tilgangur Sögu- þings núna eins og þá er að leiða saman sagnfræðinga og áhuga- menn um íslenska sögu til að kynna og ræða um nýjar rann- sóknir og það sem efst er á baugi innan sagnfræðinnar. Þingið er kjörinn vettvangur til að fá yfir- sýn yfir það helsta sem er að ger- ast í sagnfræði.“ – Hverjar verða helstu áhersl- urnar á þinginu? „Viðfangsefnin eru valin úr framkomnum tillögum fræði- manna og kennir þar margra grasa, allt frá sjálfsmynd Íslend- inga fyrr og nú til þorskastríða. Meðal annarra efna má nefna heilbrigðissögu, bók- sögu, landshagi á 17. og 18. öld, tvær málstofur um kristnisögu og aðrar tvær um heimildir og útgáfu þeirra. Stærstu málstofurnar fjalla um ritmenningu, lestur og samfélag 1830–1930, hnignunarkenninguna í sögu Íslendinga og kvenleika og karlmennsku í íslenskri sam- félagsþróun. Þá eru tvær málstof- ur um sögukennslu og er önnur þeirra í umsjón Sue Bennett. Knut Kjeldstadli verður með mál- stofu um samaburðaraðferð í sagnfræðirannsóknum og Jurgen Kocka flytur minningarfyrirlestur sem kenndur er við sjálfstæðis- hetjuna Jón Sigurðsson. Fyrir- lesturinn fjallar um rannsóknir á sögu vinnumenningar á Vestur- löndum. Talsverð áhersla er lögð á þver- faglega nálgun í mörgum málstof- um. Til dæmis má nefna að í mál- stofu um vísindi og tæknisögu á 20. öld eru eðlisfræðingar og vís- indasagnfræðingar, í málstofu um sögusýningar á söfnum eru þjóð- fræðingar og safnafólk og í mál- stofu um hnignunarkenninguna eru náttúrufræðingar og sagn- fræðingar.“ – Hverjir eiga erindi á sögu- þingið? „Söguþingið er opið öllum og mæta á það áhugamenn um ís- lenska sögu og fræðimenn úr öðr- um greinum auk sagnfræðinga. Við leggjum áherslu á að sögu- þingið er ekki aðeins fyrir sér- fræðinga. Mörg viðfangsefnanna hafa skírskotun og snerta sum þeirra málefni líðandi stundar. Það er enn hægt að skrá sig og geta menn snúið sér til Sverris Jakobssonar í Nýja Garði eða skráð sig á heimasíðu þingsins, www.hi.is/southing2002/. Eftir há- degi á laugardeginum er dagskrá- in opin og geta menn mætt án þess að hafa skráð sig á ráðstefnuna.“ – Hvað á svona þing að skilja eftir sig? „Ég held að íslenska söguþingið veiti ein- staklega góðan þver- skurð af því sem sagn- fræðingar eru að fást við. Þeir sem sækja svona þing fá á tveimur dögum gott yfirlit yfir stöðu rannsókna, innsýn í strauma og stefnur í sagnfræðinni almennt og komast inn í málefnalega gagn- rýni um hin ýmsu efni. Söguþing er eins og orkubú fyrir sagnfræð- inga sem knýr þá áfram og hvetur þá til dáða. Öll erindi ráðstefnunn- ar verða síðan gefin út í sérstöku riti síðar á árinu.“ Guðmundur Jónsson  Guðmundur Jónsson er fædd- ur í Reykjavík 1955. Cand. mag í sagnfræði við Háskóla Íslands 1983 og doktorspróf í hagsögu við London School of Economics and Political Science 1992. Kenn- ari við MS og MR 1978–87, v/ rannsóknir og útgáfustörf hjá Hagstofunni 1992–95 og rann- sóknir og kennslu við HÍ 1995– 98. Lektor í sagnfræði 1998 og dósent árið 2000. Forstöðumaður Sagnfræðistofnunar HÍ og rit- stjóri Sögu, tímarits Sögufélags frá 1995. Maki er Sæunn Kjart- ansdóttir sálgreinir og eiga þau tvö börn. Frá þorska- stríðum til sjálfsmyndar Listflug hins nýja Harry Potters D-listans nægði ekki til að koma Bjössa í Borg. VIÐRÆÐUR standa yfir milli Landsvirkjunnar, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suður- nesja um að koma að orkuöflun ef verður af stækkun álvera Norður- áls á Grundartanga. Í Morgun- blaðinu á laugardag kom fram að Landsvirkjun getur ekki annað orkuþörf vegna stækkunaráforma bæði Norðuráls og ISAL að sögn forstjóra Landsvirkjunar. Virkjun á Hellisheiði gæti haf- ið raforkuframleiðslu 2005 „Við erum með virkjun á Hellis- heiði í undirbúningi sem við eigum von á að verði 120 megavött þegar upp er staðið,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. „Þá eigum við hugs- anlega um 30 megavött óvirkjuð á Nesjavöllum. Hversu mikla orku við erum tilbúin að setja í stóriðju hefur hins vegar ekki verði rætt.“ Árið 2005 er fyrst möguleiki að byrja að framleiða rafmagn á Hellisheiði að sögn Guðmundar. „Það er vitanlega mjög gott fyrir virkjanir að byrja á að selja stóran hluta af orku sinni í fyrsta áfanga. Núna er fyrirhugað að virkjunin á Hellisheiði verði 40 megavött raf- magns og 10 MW í varma í fyrsta áfanga, svo við munum ekki fara í einu skrefi að 120 megavöttum. En við erum fyrst og fremst að fara af stað á Hellisheiði með hitaveitu til að tryggja aukið magn af heitu vatni fyrir árið 2007. Það er meira markaðurinn sem mun ráða því hvað raforkuframleiðslan verður stór hluti.“ Júlíus Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja hf., segir að hugs- anlega gæti HS boðið 70 megavött til stóriðju, en engar ákvarðanir hafa verið teknar um til hverra sú orka færi. Hitaveita Suðurnesja gæti boðið 70 megavött árið 2005 „Þau gætu að hluta eða ein- hverju leyti farið til Norðuráls. Við teljum okkur geta framleitt 70 megavött á Reykjanesi árið 2005, með virkjun skammt frá Reykja- nesvita við Saltverksmiðjuna ef samningar um stækkun álveranna verða gerðir fljótlega. Ef Lands- virkjun mun hafa nægilegt raf- magn fyrir Norðurál gæti ISAL hugsanlega fengið það rafmagn sem við getum boðið.“ Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja hf. Gætu komið að raf- orkuöflun álveranna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.