Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 1
AÐSTOÐ unga fólksins er iðulega vel þegin á kjör- stað. Þau feðgin Sveinbjörn Steinþórsson og Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir hjálpuðust að við að koma at- kvæðaseðlinum í kjörkassann og virtust bæði jafn áhugasöm. Myndin er tekin á kjörstað í Hafn- arskóla á Höfn í Hornafirði á laugardagsmorgun. Morgunblaðið/Sigurður Mar Samvinna á kjörstað Lúðvík Geirsson S-lista Tilbúinn að verða bæjarstjóri LÚÐVÍK Geirsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, segist vera stoltur af því að hafa fengið að leiða framboðslistann en Samfylkingin fékk 50,2% atkvæða og meirihluta í bæjarstjórninni. „Þessi niðurstaða kom í sjálfu sér ekki á óvart, nema hvað sigurinn var stór og glæsilegur,“ sagði Lúðvík. „Við vorum búin að finna veru- lega fyrir undirtektum bæjarbúa þannig að ég var mjög bjartsýnn í lokabaráttunni. Það er auðvitað sérlega ánægjulegt að við skulum fá svona traust umboð. Ég þakka það annars vegar mjög öflugu starfi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Við fórum í mjög skipulagða kosningabaráttu þar sem allir lögðu sig fram. Í annan stað voru kosningarnar í Hafnarfirði á þann veg að tekist var á um grundvallaratriði. Verið var að greiða atkvæði um þann rekstur og þá stjórnun sem verið hefur á því kjör- tímabili sem er að ljúka og við höfðum skýra stefnu og áherslur í þeim efnum og kynntum vel fyrir bæjarbúum, sem greinilega hafa tekið undir okkar sjónarmið.“ Þegar Lúðvík var spurður hvort hann yrði næsti bæjarstjóri sagði hann að Sam- fylkingin hefði viljað láta þessar kosningar snúast um málefnin en ekki menn. „Ég held að bæjarbúar hafi kunnað að meta það. Nú þarf að undirbúa skipulag og stjórnun bæjarins, fyrsti bæjarstjórnarfundur verður 11. júní næstkomandi. Það hefur legið fyrir að við höfðum um tvo möguleika að velja, annaðhvort að ráða óháð- an bæjarstjóra eða að hann yrði pólitískur. Ég hef lýst því yfir að ef seinni leiðin verður valin þá er ég reiðubúinn til að gegna því starfi. Við munum ákveða þetta með lýðræðislegum hætti í okkar félagi á næstu dögum. Niðurstaða kosninganna er auðvitað skýrt umboð og traust til okkar og ég tel að það sé okkar að fylgja því ákveðið eftir.“ Hafnarfjörður Magnús Gunnarsson D-lista Mikil vonbrigði MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sagði það mikil vonbrigði að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks væri fallinn, en Samfylkingin fékk sex bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn fimm. Framsókn- arflokkurinn tapaði sínum bæjarfulltrúa. „Í öðru lagi eru þetta skýr skilaboð að bæjarbúar hafa ekki kunnað við það sem meirihlutinn hefur gert á kjörtímabilinu, ég get ekki merkt það öðru vísi. Sennilega hefur kjörtímabilið verið eitt mesta framfara- og uppbyggingarskeið í bænum í ára- tugi,“ sagði Magnús. „Það var ljóst að Framsóknarflokkurinn átti undir högg að sækja. Við getum hins vegar verið stolt af frammistöðu okkar því að flokkurinn fær eitt mesta fylgi sem um getur í sögu hans í bænum. Hins vegar fékk Framsóknarflokkurinn 11,5% í síðustu kosningum. Þar liggur skýringin. Við höldum okkar fimm bæjarfulltrúum og Fram- sóknarflokkurinn tapar sínum eina bæjarfulltrúa,“ sagði Magnús. Hann sagði jafn- framt að Samfylkingin hefði stundað óheiðarlega kosningabaráttu. „Samfylkingin hef- ur í raun slegið ryki í augu kjósenda, en ég verð að óska þeim til hamingju með árangurinn.“ Þorsteinn Njálsson B-lista Innbyrðis átök gerðu útslagið ÞORSTEINN Njálsson, oddviti Framsóknarflokks í Hafnarfirði, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöður kosninganna þar í bæ, en framsóknarmenn komu ekki að manni. „Ég er mjög sáttur við kjörtímabilið og við höfum gert mjög marga góða hluti til að græða bæinn okkar sem var orðinn mjög illa farinn af pólitísku umróti. Þegar lækna- hlutverkinu lýkur verður samfélagið að ákveða hvort það vilji hafa þessa lækna áfram og mér sýnist það hafa tekið þá ákvörðun að skipta um.“ Þorsteinn segist ekki hafa átt von á því að Framsóknarflokkurinn missti mann úr bæjarstjórn. „Lítill flokkur á stundum erfitt uppdráttar vegna innbyrðis átaka og það er það sem gerði útslagið í kosningunum núna. Það hefur orðið til þess að fylgi okkar minnkaði.“ Sigurbergur Árnason U-lista Snerist í baráttu tveggja flokka „AUÐVITAÐ eru úrslitin vonbrigði fyrir okkur, en sigurinn er sá að það tókst að fella meirihlutann sem var stefnt að,“ segir Sigurbergur Árnason, oddviti Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Hafnarfirði. „Þar lögðum við hönd á plóginn. Við aftur á móti uppskárum ekki í samræmi við það. Við lendum í þeirri vondu stöðu að þessar kosningar fara að snúast um baráttu á milli tveggja fylkinga og þá verður það eingöngu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sem takast á. Það var erfitt að komast inn í þá umræðu. Auðvitað eru þetta skýr skilaboð frá bæjarbúum, þeir höfnuðu bæjarstjórn sem hef- ur verið við völd undanfarin fjögur ár. En við erum að byggja upp flokk sem á sér enga fortíð, við erum ekki með fólk sem hefur starfað í hinum flokkunum nema að mjög litlu leyti. Það má segja að fólkið okkar sé því nýtt og óþekkt. En málefnalega séð vorum við mjög sterk. Í heild er þetta ákveðið áfall fyrir okkur en það gengur betur næst.“ B æ j a r - o g s v e i t a r s t j ó r n a k o s n i n g a r Úrslit2002 Blað BÞriðjudagur 28. maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.