Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 6
25.maí2002 6 B ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ingunn Guðmundsdóttir D-lista Óánægjuáróð- ur Samfylk- ingarinnar INGUNN Guðmundsdóttir, oddviti D-lista Sjálfstæðismanna í Árborg, skýrir fylgistap listans þannig að Samfylkingin hafi verið með mikinn óánægjuáróður í garð sjálfstæð- ismanna, sem setið hafa í meirihluta með fulltrúum Framsóknar. Hún telur að framsóknarmönnum hafi hins vegar verið hlíft við þessari gagnrýni og þessum áróðri vegna þess að þeirra fulltrúar endurnýjist fullkomlega á listanum. „Það virðist sem þeir ætluðu sér samstarf við Framsókn og leyfðu þeim að sigla nokkuð frítt í gegnum kosningabar- áttuna,“ segir Ingunn. Listar Framsóknarflokks og Sam- fylkingar hafa hafið viðræður um meirihlutamyndun og segir hún að það verði bara að bíða og sjá hvað komi út úr því. Hún segir Sjálfstæð- isflokkinn tilbúinn í frekara sam- starf ef til þeirra yrði leitað. Árborg Bergur B. Karlsson K-lista Efast ekki um að samstarfið verði gott BERGUR B. Karlsson, oddviti K- lista, Bæjarmálafélags Bolung- arvíkur, segist mjög ánægður með árangur listans. „Við byggjum Bæjarmálafélagið upp á þremur mánuðum og náum þessu fylgi á þeim tíma sem hlýtur að teljast mjög gott,“ segir Bergur. Hann efast ekki um að K-listinn muni eiga gott samstarfs við meiri- hlutann þótt hundrað kallinn hafi lent þeim megin í þetta skiptið. Bergur segist varla hafa trúað því að atkvæði hafi fallið jafnt. Lík- urnar á þessu séu svo litlar að hann hafi ekki trúað að þetta gæti hreinlega gerst. „Þær voru ólýs- anlegar mínúturnar meðan það var verið að skoða hvernig ætti að ráða úrslitum í kosningnum,“ segir Bergur. Eftir nokkra rekistefnu hafi verið ákveðið að K-listinn fengi að velja sér hlið á 100 króna mynt. „Við völdum fiskinn enda er Bol- ungarvík sjávarútvegsbyggðarlag en það voru landvættirnar sem stóðu sig í þetta skiptið,“ segir hann. Aðspurður segir hann afar litlar líkur á að athugasemdir verði gerðar við talninguna enda hafi engin atkvæði verið úrskurðuð vafaatkvæði. K-listinn setti einkum atvinnumálin á oddinn og fjöl- skyldu- og skólamál. Listinn hafi viljað breyta skólastefnunni og gera hana fjölskylduvænni. Að þessum verkefnum verði unnið á kjörtímabilinu. Vesturbyggð Jón B.G. Jónsson D-lista Náð góðum árangri í rekstri LISTI Sjálfstæðisflokksins og óháðra náði 56,1% atkvæða í kosn- ingunum í Vesturbyggð og fékk fjóra menn kjörna. Þeir höfðu einn- ig fjóra menn á síðasta kjör- tímabili, en nú hefur bæj- arfulltrúum verið fækkað úr níu í sjö. Samanlagt fengu Sjálfstæð- isflokkur og óháðir, Vesturbyggða- listinn, fimm menn á móti fjórum mönnum S-lista Samstöðu í síðustu kosningum. „Við erum himinlifandi og höfum unnið mikinn sigur,“ segir Jón B.G. Jónsson, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra. „Við fáum fleiri atkvæði nú en síðast þrátt fyrir að fólki á kjörskrá hafi fækkað. Það voru níu bæjarfulltrúar en eru nú sjö og við fáum fjóra af þeim og voru mjög nálægt því að ná inn fimmta manni. Við gengum núna til samstarfs, buðum fram lista sjálfstæðismanna og óháðra. Ég held að við skilum mjög góðu búi hjá sveitarfélaginu, okkur hefur tekist að lækka skuldir um fleiri hundruð milljónir, m.a. með sölu Orkubús Vestfjarða. Við höfum verið með ábyrga kosninga- baráttu og stefnumál. Ég held að fólk hafi séð að við erum ábyrg í rekstri og ætlum okkur að fram- kvæma eftir því sem efni og að- stæður leyfa.“ Jón segir að sigurinn hafi verið meiri en hann bjóst við. „Ég held að Samfylkingin hafi ekki grætt á því skítkasti sem þeir fóru út í en við forðuðumst.“ Sigurður V. Viggósson S-lista Á brattann að sækja „ÚRSLITIN eru í samræmi við það sem við bjuggumst við,“ segir Sig- urður V. Viggósson, oddviti S-lista Samstöðu í Vesturbyggð, sem fékk 43,9% atkvæða og þrjá menn kjörna. „Við stefndum eins og aðrir að því að ná meirihlutakosningu, en það tókst ekki enda við að eiga framboð Sjálf- stæðismanna og Vesturbyggðarlist- ans sem voru með 54% síðast en 56% nú. Það má segja það að línurnar eru skýrari, nú var aðeins kosið milli tveggja kosta.“ Sigurður segir Samstöðufólk þó nokkuð sátt við úrslitin. „Við von- uðumst eftir meiru, en erum nokkuð sátt, enda erum við að auka fylgi úr 39% í 44%. Við lögðum fram mjög skýra og vandaða stefnuskrá en mér sýnist á öllu að það hefði ekki dugað til að ná meirihluta, en við bjuggumst svo sem ekki við því, til þess hefði þurft að vera mikil sveifla í fylgi. Það var því á brattann að sækja en við erum þokkalega ánægð með úrslitin.“ LÖGREGLUÞJÓNAR leituðu á öllum talningarmönn- um í Ráðhúsinu í Reykjavík með málmleitartæki áður en þeir gengu inn í salinn þar sem atkvæðin voru talin. Þá voru m.a. allir farsímar gerðir upptækir og settir í geymslu fyrir viðkomandi talningarmann því ekki mátti vera með síma meðan á talningu stóð fram á nótt. Morgunblaðið/Júlíus Leitað á talningarmönnum Ásmundur Sverrir Pálsson S-lista Skipulögð og öflug kosn- ingabarátta ÁSMUNDUR Sverrir Pálsson, oddviti S-lista Samfylkingarinnar í Árborg, segist mjög sáttur við úr- slit kosninganna, enda bæti Sam- fylkingin við sig einum manni, þrátt fyrir að vinstri menn hafi farið fram í tvennu lagi. „Það hefur sjálfsagt haft áhrif en það er ekki gott að átta sig á því hvernig fylgið skiptist í svona löguðu. En allavega er þessi út- koma mjög góð og framar vonum okkar,“ segir hann og skýrir gott gengi listans fyrst og fremst með mjög skipulagðri og öflugri kosn- ingabaráttu og einkar samhentum lista. Samfylkingin og B-listi Fram- sóknarmanna hafa hafið viðræður um myndun meirihluta og bindur Ásmundur mjög miklar vonir við það að það lofi góðu. Hann segist ekki hafa ástæðu til að ætla ann- að. EIRÍKUR Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, seg- ir að bilun í talningarvél hafi or- sakað að F-listi var hlutfallslega lágur samkvæmt uppgefnum töl- um fyrri hluta talningar, en sótti svo í sig veðrið svo um munaði seinni partinn. „Atkvæðin eru alltaf flokkuð í bunka fyrst. Taln- ingarvélin bilaði í þriðju talningu og þá var hún búin að telja megnið af R- og D-listabunk- unum.“ Hann segir að sér hafi sýnst að megnið væri komið af atkvæð- unum og ákveðið að birta töl- urnar sem komnar væru, þar sem hann hefði lofað sjónvarps- mönnunum að tölur væru vænt- anlegar. „Eftir á að hyggja hefði ég átt að reikna prósentutöl- urnar, því þá hefði komið í ljós að F-listinn var óeðlilega lágur,“ segir Eiríkur. Atkvæðafjöldinn leiðréttist við næstu tölur á eftir. Eiríkur segir að tekið hafi ver- ið upp á því að telja fyrst helming af þeim kjörfundaratkvæðum sem lágu fyrir klukkan sex. Þau voru valin af handahófi af kjör- stöðunum. „Mér fannst mjög at- hyglisvert að F-listinn var lægri samkvæmt þeirri talningu en hann reyndist svo vera á seinni stigum talningarinnar. Ég hef enga skýringu á því,“ segir hann. Ekki meira um útstrikanir en venjulega Að sögn Eiríks var töluvert um útstrikanir í kosningunum, en ekki meira en venjulega og mun minna en fyrir fjórum árum. Hann vill ekki gefa upp hvaða frambjóðendur helst urðu fyrir barðinu á pennum kjósenda, enda liggja ekki fyrir tölur um það. Að venju var nokkuð um vísur á kjörseðlum að sögn Eiríks. „Þær voru hins vegar flestar svo illa ortar að ekki er við hæfi að bera þær á torg. Sumar voru þó nokkuð vel ortar, en þær voru í rætnari kantinum,“ segir hann, „þannig að ég sá ekki ástæðu til að birta þær.“ Bilun í talningarvél olli því að rangar tölur komu frá yfirkjörstjórn í fyrri hluta talningar Tölur F-listans voru óeðlilega lágar Bolungarvík Elías Jónatansson D-lista Gæfan með sjálfstæðis- mönnum SJÁLFSTÆÐISMENN eru áfram með hreinan meirihluta í bæj- arstjórn Bolungarvíkur. Varpa þurfti hlutkesti til að úrskurða hvort D-listi sjálfstæðismanna eða K-listi Bæjarmálafélags Bolung- arvíkur fengi meirihluta en fram- boðin hlutu bæði 296 atkvæði. Tal- ið var þrívegis áður en gripið var til hlutkestisins. Elías Jón- atansson, oddviti D-lista, segir að gríðarleg spenna hafi myndast þegar ljóst varð að atkvæði hefðu fallið með þessum hætti. Oddvitar framboðanna voru kallaðir til og var kastað 100 króna peningi um hvort framboðið fengi meirihluta. „Ég lagði til að Bergur Karlsson [oddviti K-listans] fengi að velja þar sem hann er á undan í stafróf- inu. Hann valdi grásleppuna en upp komu landvættirnir,“ sagði Elías. Auðvitað sé sérstök tilfinn- ing að vinna kosningar með þess- um hætti en um þetta sé kveðið á um í lögum. Gæfan hafi staðið með sjálfstæðismönnum en Elías segist ekki ekki síður hafa kosið að vinna með atkvæðamun. Eftir því sem Elías kemst næst þurfti að varpa hlutkesti árið 1972 í kosningum á Bolungarvík en þá hafi verið að úrskurða um hvort sjálfstæðismenn fengju fjóra eða fimm fulltrúa af sjö. Sjálfstæð- isflokkurinn vann einnig það hlut- kesti. Þrír af fjórum bæjarfulltrúar D- lista eru nýir í bæjarstjórn en einn hefur setið þar frá áramótum og bæjarstjórinn, Ólafur Krist- jánsson, lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Ekki er víst hver tekur við en til stendur að ráða hann sem fyrst. Elías segir að at- vinnumálin verði helsta verkefni bæjarstjórnar, þjónusta og að- staða öll sé í mjög góðu horfi. Íbú- um hafi hins vegar fækkað, eink- um sökum þess að lítil fjölbreytni sé í atvinnulífi. Auka þurfi fjöl- breytnina og fjölga íbúum því erf- iðara sé að halda úti sömu þjón- ustu þegar fækkar í bænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.