Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 8

Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það eru aldeilis góðar fréttir frá Japan, bróðir, bara rakið góðæri áfram eins langt og elstu menn sjá. Hátíð hafsins Eins alþjóðleg og hægt er HÁTÍÐ hafsins verð-ur haldin umhelgina og liggur efni hennar að einhverju leyti í nafninu. Til að for- vitnast nánar um hvað þarna er á ferðinni hafði Morgunblaðið samband við Ágúst Ágústsson, markaðsstjóra Reykjavík- urhafnar, og svaraði hann nokkrum spurningum sem fyrir hann voru lagðar. – Hver er tilurð og for- saga þessarar hátíðar, Há- tíðar hafsins? „Hátíð hafsins var fyrst haldin árið 1999, en hátíðin er sett saman úr hafnar- degi Reykjavíkurhafnar og sjómannadeginum, sem sjómannadagsráð Reykja- víkur hefur staðið að í rúm 60 ár. Hafnardagur Reykjavíkur- hafnar var fyrst haldinn árið 1992 á 75 ára afmæli hafnarinnar og var árlegur viðburður ýmist í Sundahöfn eða Gömlu höfninni. Það var mat aðstandenda hafnar- dags og sjómannadagsins að hægt væri að búa til betri hátíð með því að sameina þessa tvo atburði í eina hátíð, sem stæði yfir heila helgi. Sjómannadagurinn er bundinn í lög og þar segir að hann skuli haldinn fyrsta sunnudag í júní ár hvert og var því sú tíma- setning valin fyrir Hátíð hafsins.“ – Viltu ekki gefa okkur frekari og tæmandi upplýsingar um há- tíðina …? „Hátíð hafsins fer fram á Mið- bakkanum við Gömlu höfnina nú um helgina. Dagskráin hefst á laugardagsmorgun klukkan 10 með því að skip í höfninni flauta hátíðina inn. Hin hefðbundna dag- skrá sjómannadagsins verður á sunnudag frá klukkan 14 til 15 og þar munu þeir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Sveinn Ludvigsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, flytja ávörp.“ – Geturðu nefnt nokkur dæmi um uppákomur og skemmtanir sem standa gestum til boða á Há- tíð hafsins? „Hafið brúar lönd og sjómenn- irnir eru þeir sem oftast hafa flutt okkur nýja og ferska menningar- strauma. Stjórn Hátíðar hafsins hefur því sérstaklega lagt áherslu á að gera hátíðina alþjóðlega eins og frekast er kostur. Að þessu sinni fáum við heimsókn frá strandhéraðinu Charente Mari- time á vesturströnd Frakklands, en í þessu héraði hefur SÍF numið land og rekur þar fiskréttaverk- smiðju. Ferðamálaráð Charente Maritime mun kynna héraðið í tjaldi á hafnarbakkanum og jafn- framt bjóða fólki í glerkúlukeppni sem fer fram á þar til gerðri sand- braut. Annar atburður, ekki síður alþjóðlegur er nefndur „Sjávar- fang úr hafinu“ á vegum félags sem kallar sig SONI eða „Society of New Icelanders“, en þeir eru hluti af fjölmenningarsamtökum nýrra Íslendinga. Sjávarfangið er samsett úr matseðlum fjölda þjóða og þar á meðal er góðgæti fram- leitt í verksmiðju SÍF í Frakklandi.“ – Hver er tilgangur- inn með Hátíð hafsins? „Tilgangur Hátíðar hafsins er að kynna allt það sem tengist haf- inu og þá ekki síst að veita sjó- mönnum verðskuldaða virðingu eins og gert hefur verið á sjó- mannadeginum á Íslandi í rúm 60 ár. Það fer vel á því að Reykjavík- urhöfn og sjómannadagsráð haldi upp á þennan dag saman, en höfn- in er skjól fyrir skip og sjómenn, og það hefur Reykjavíkurhöfn verið í hartnær 85 ár. Eitt af áhersluatriðum hátíðarinnar hef- ur einnig verið „menntun og menning“ og í því sambandi hefur verið lögð áhersla á að kynna menntastofnanir sjómanna og einnig að kynna stofnanir og fyr- irtæki sem tengjast nafninu. Á hafnarbakkanum geta þeir sem hafa áhuga á að kynna sér mögu- leika á námi og störfum sem tengjast sjónum fundið ýmislegt, svo sem flestar menntastofnanir, rannsóknarstofnanir og margt fleira. „Konur og kvótinn“ er fyr- irlestur sem Hulda Proppé mann- fræðingur flytur í Grófarhúsinu, en fyrirbærið kvóti hefur sett svip sinn á líf sjómannskonunnar nú í nokkur ár. Einnig tengt menn- ingu er sýning ljósmynda frá Reykjavíkurhöfn, sem Árni Ein- arsson ljósmyndari hefur tekið og sett upp í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur.“ – Geturðu nefnt einhverjar fleiri áherslur sem verða í brenni- depli á hátíðinni? „Það hefur verið hefð fyrir því á sjómannadegi að kynna almenn- ingi hinar ýmsu hliðar þess sem lúta að slysavörnum og björgun úr sjávarháska og verður það einnig gert nú. Þar ber fyrst að nefna að á sunnu- deginum verður nýr björgunarbátur afhent- ur og honum gefið nafn. Í annan stað gefst al- menningi kostur á að sigla með Sæbjörgu um sundin, en Sæbjörg þjónar sem slysavarnaskóli sjó- manna. Almenningi gefst einnig kostur á að heimsækja og skoða íslensk varðskip við Ingólfsgarð.“ – Fyrir hverja er Hátíð hafsins? „Hátíð hafsins er fjölskylduhá- tíð fyrir alla aldurshópa, ekki síst fyrir Vesturbæinga, sem taka myndarlega þátt í hátíðinni.“ Ágúst Ágústsson  Ágúst Ágústsson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 10. júlí 1946. Samvinnuskólapróf frá Bif- röst og verslunarstúdentspróf frá Red River Community Coll- ege í Winipeg. Viðskiptafræði- gráða frá University of Manitoba og MBA próf árið 1977 frá Queens University í Kingston Ontario. Starfaði hjá SÍS í Ham- borg, sem fulltrúi Útflutnings- miðstöðvar Íslands, fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar, markaðssviðs hjá Álafossi og síð- an útflutningsstjóri hjá Pól- stækni. Markaðsstjóri Reykjavík- urhafnar síðan 1991. Maki er Björg Hemmert Eysteinsdóttir, fulltrúi hjá Alþjóðaskrifstofu HÍ, og eiga þau Þórstein og Ingunni Margréti. Boðið til gler- kúlukeppni á sandbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.