Morgunblaðið - 31.05.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.05.2002, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 20% afsl. af öllum vörum* föstudag og laugardag * nema tilboðsvörum www.tk.is Sýnum 8 falleg brúðkaups og veisluborð. Komdu og fáðu hugmynd. Alltaf eitthvað nýtt! Veislusprengja! Ný sending af sófum og stólum, nýjir litir. Heildsöluverð Ódýr stell í sum arhús ið Sófar Stólar Kaffi- stell Hand- klæði Matar- stell föstudaginn 31. maí og laugardaginn 1. júní í Faxafeni. Við höldum veislu í 2 daga MARKAÐUR FAXAFENI F A X A F E N I ¨ Allir fá gjöf sem versla fyrir 2000.- kr eða meira. EIMSKIPAFÉLAG Íslands hefur aukið hlut sinn í Skagstrendingi hf. með kaupum á öllum hlutabréfum Höfðahrepps, Nafta og Trygginga- miðstöðvarinnar og á nú 83,83% hlutafjár í Skagstrendingi. Kaup- verð hlutabréfanna í Skagstrendingi er miðað við gengið 7,2 og er kaup- verðið samtals 1.051 milljón krónur. Eimskipafélagið greiðir fyrir þessi hlutabréf með eigin hlutabréfum að nafnverði 191 milljón en það jafn- gildir genginu 5,5. Friðrik Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Burðaráss hf., eign- arhaldsfélags Eimskipafélagsins, segir að öðrum hluthöfum í Skag- strendingi hafi verið sent bréf í gær þar sem boðist er til að kaupa bréf þeirra í félaginu á sömu kjörum og framangreind kaup. Tilboðið stend- ur í einn mánuð. Skagstrendingur og ÚA sameinuð Yfirtökutilboð Eimskipafélagsins er lagt fram í samræmi við lög núm- er 34/1998, þ.e. lög um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðs- markaða. Samkvæmt þeim skapast yfirtökuskylda ef aðili eignast meira en 50% hlut í félagi sem er skráð á hlutabréfamarkaði. Friðrik segir að kaup Eimskipa- félagsins á hlutabréfunum í Skag- strendingi sem og kaup félagsins á hlutabréfum í Útgerðarfélagi Akur- eyringa fyrr á þessu ári, séu í sam- ræmi við nýja stefnumörkun Eim- skipafélagsins. Kaupin miðist að því að byggja upp öfluga sjávarútvegs- starfsemi. „Við höfum sagt að það sé áhuga- vert að byggja upp fyrirtæki sem nýtir sér þá áhættudreifingu sem ís- lenskur sjávarútvegur hefur upp á að bjóða,“ segir Friðrik. „Skag- strendingur er öflugt fyrirtæki bæði í bolfiski og rækju og þess vegna væri hugsanlega áhugavert að fara út í starfsemi í uppsjávarveiðum og vinnslu í framtíðinni. Ekkert hefur þó verið ákveðið frekar í þeim efn- um.“ Að sögn Friðriks verður hafist handa við sameiningu Skagstrend- ings og Útgerðarfélags Akureyringa þannig að þau verði formlega hluti af sjávarútvegsstarfsemi Eimskipa- félagsins í beinu framhaldi af því að tilboðsfresti til annarra hluthafa í Skagstrendingi lýkur.Fram kemur í tilkynningu Eimskipafélagsins á Verðbréfaþingi Íslands vegna kaup- anna í Skagstrendingi að félagið byggist nú á þremur meginstoðum, flutningsstarfsemi, sjávarútvegs- starfsemi og fjárfestingastarfsemi. Þessar einingar verði reknar sem sjálfstæð félög innan samstæðunnar og muni starfa með sjálfstæða stjórn, sem marka muni skýra stefnu og áherslu, hver á sínu sviði. Liður í að byggja upp öflugt sjávarútvegsfyrirtæki Þá segir í tilkynningunni að sjáv- arútvegur sé undirstöðuatvinnu- grein á Íslandi og því sé mikilvægt að hafa framsækin, öflug og leiðandi fyrirtæki sem geti stuðlað að auk- inni hagkvæmni og útrás í sjávar- útvegi. Þetta sé ekki síst mikilvægt fyrir atvinnulíf utan höfuðborgar- svæðisins. Kaup á hlutabréfum í Skagstrendingi séu liður í því að byggja upp og reka öflugt sjávarút- vegsfyrirtæki á alþjóðlegan mæli- kvarða innan samstæðu Hf. Eim- skipafélags Íslands. Í mars síðastliðnum keypti Eim- skipafélagið hlutabréf í Skagstrend- ingi og Útgerðarfélagi Akureyringa af Búnaðarbankanum og átti eftir þau kaup 40,7% hlut í Skagstrend- ingi en 55,3% hlut í ÚA. Í framhaldi af því var gert yfirtökutilboð í hluta- bréf annarra hluthafa í ÚA og varð niðurstaðan sú að yfirgnæfandi meirihluti hluthafanna ákvað að taka tilboðinu og á Eimskipafélagið nú 97,5% í ÚA. Fyrir kaup Eimskipafélagsins í Skagstrendingi nú var Höfðahrepp- ur næststærsti hluthafinn í félaginu á eftir Eimskipafélaginu, með 24,1% hlut. Tryggingamiðstöðin var þriðji stærsti hluthafinn með 11,6% hlut og Nafta var sá fjórði stærsti með 7,4% hlut. Þar næst komu Sjólaskip með 6,3% hlut í Skagstrendingi og Guðmundur Runólfsson hf. með 1,0% hlut. Aðrir hluthafa eiga minna. Auk 83,83% hlutar Eimskipa- félagsins í Skagstrendingi og 97,5% hlutar í ÚA á félagið 28,1% hlut í Haraldi Böðvarssyni hf., 19,1% hlut í Síldarvinnslunni hf., um 4% hlut í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf., um 2% í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf., innan við 2% í Þorbirni-Fiskanesi hf. auk enn minni hluta í öðrum fé- lögum. Eimskipafélag Íslands eignast tæpan 84% hlut í Skagstrendingi Öðrum hlut- höfum boðin sömu kjör Morgunblaðið/Ásdís Skagstrendingur og ÚA verða sameinuð þannig að þau verði formlega hluti af sjávarútvegsstarfsemi Eimskipa- félagsins í beinu framhaldi af því að tilboðsfresti til annarra hluthafa í Skagstrendingi lýkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.