Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 11 NÝJAR úthlutunarreglur Lána- sjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) fyrir skólaárið 2002–2003 eru mikið framfaraskref að mati fulltrúa stúd- enta í stjórn LÍN og þá sérstaklega afnám tengingar lána við tekjur maka námsmanns. Formaður end- urskoðunarnefndar reglnanna segir að um sanngirnismál hafi verið að ræða. Reglurnar tóku gildi 1. júní síð- astliðinn en umrædd breyting felur í sér að nú munu tekjur maka náms- manns ekki koma til skerðingar námslánum hans. Að sögn Stein- gríms Ara Arasonar, framkvæmda- stjóra LÍN, kemur á móti að hert er á lánum vegna maka námsmanna. „Reglan var þannig að menn gátu fengið lán út á maka ef aðilar voru með barn á framfæri og makinn kaus að vera heima og annast barnið og heimilið. Þessi regla gilti hvort heldur menn voru í námi á Íslandi eða erlendis. Nú má segja að þessi heimild sé takmörkuð við það að um nám erlendis sé að ræða.“ Hann segir þó lánað vegna maka á Íslandi ef um veikindi eða örorku makans sé að ræða. Aðspurður hvort þessar breyting- ar muni leiða til aukinnar aðsóknar í háskólanám segir Steingrímur að svo gæti orðið en hins vegar eigi sjóðurinn ekki von á verulegum breytingum hvað það varðar. „En það er alveg ljóst að það má gera ráð fyrir því að einhverjir fari í nám vegna þessarar breytingar og sæki síðan um lán vegna hennar líka.“ Bent á jafnréttissjónarmið Ingunn Guðbrandsdóttir, sem er fulltrúi Stúdentaráðs HÍ í stjórn LÍN, telur að þessi breyting muni virka hvetjandi á námsmenn enda komi hún til með að auðvelda fólki í sambúð að stunda nám. Hún segir marga hafa veigrað sér við því að sækja nám á háskólastigi vegna tekjutengingarinnar þar sem hún hafi valdið því að viðkomandi náms- maður hafi ekki fengið námslán. „Þannig að það er ekki spurning að þetta kemur til með að auka aðsókn í Háskólann að mínu mati,“ segir hún. Ásta Þórarinsdóttir, formaður nefndarinnar sem hafði endurskoð- un reglnanna á sínum höndum, segir að breytingin muni hafa mest áhrif til fjölgunar hjá þeim sem eru að koma aftur úr námshléi því vænt- anlega eigi þeir fremur maka en þeir sem eru að koma beint í há- skólanám úr framhaldsskóla. Hún segir þó erfitt að meta hversu mikil fjölgunin verður. Aðspurð segir hún að breyting- arnar hafi verið sanngirnismál. „Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er kannski ekki alveg búið að ákveða sinn lífsförunaut endanlega þótt það búi saman. Að því leytinu fannst okkur þessi rök eiga við gagnvart námsmönnum. Okkur hefur líka verið bent á þetta frá jafnréttissjón- armiði – að með þessu geti konur, sem eru á miðjum aldri og vilja mennta sig, gert það á eigin for- sendum. Þær hafa kannski ekki get- að fengið lán vegna maka og þar gæti þetta komið sérstaklega til góða.“ Hún segir hins vegar ekki gefið að breytingarnar séu fordæmisgef- andi inn í félagslega kerfið þar sem víða er tekið tillit til tekna maka. „Við teljum okkur vera að gera þetta algerlega á okkar forsendum og þessu sé sérstaklega beint að námsmönnum,“ segir hún. Önnur veigamikil breyting á út- hlutunarreglunum er að mati við- mælenda Morgunblaðsins fólgin í hækkun grunnframfærslunnar en hún var hækkuð um 8,6% eða úr 69.500 krónum í 75.500 krónur. Samfara því var frítekjumark ákveðið 280 þúsund krónur sem er óbreytt frá árinu áður en tekjur námsmanns umfram þetta mark taka að skerða námslánin. Skerðing- arhlutfallið er eins og áður 40 pró- sent. Framfærslan var einfaldlega allt of lág Ingunn segir hækkun framfærsl- unnar hafa verið nauðsynlega. „Framfærslan var einfaldlega allt of lág og er í sjálfu sér ennþá of lág því 75.500 er ekki há upphæð á mánuði, sér í lagi ef horft er til verðs á hús- næði og framfærslu og fleiru. En þetta er samt gífurleg hækkun milli ára og í rauninni mesta hækkun sem hefur náðst lengi.“ Ásta segir að við útreikninga á grunnframfærslunni hafi verið tekið fullt tillit til hækkunar á verðlagi. „Auk þess var sérstaklega horft á liði sem koma námsmönnum við og hafa hækkað meira en aðrir liðir. Þetta varðar námskostnaðinn eins og námsbækur og efniskostnað. Hún segir húsnæðisliðinn ekki hafa hækkað. „Reyndar var tekið tillit til þess að námsmenn hafa betri að- gang núna að húsaleigubótum en áð- ur þannig að sá liður var frekar lækkaður. En á móti var lækkað til- litið til tekna á þann hátt að við reiknum húsaleigubætur ekki sem tekjur þannig að það má segja að þetta hafi þurrkast út á báðum hlið- um.“ Af öðrum breytingum má nefna að samanlagt hámark skólagjalda- lána er hækkað úr 2,8 milljónum króna í 3,1 milljón. Sé um nám er- lendis að ræða er reiknað út hversu mikið hámarkið er í mynt náms- lands og tilgreint í sérstöku fylgi- skjali með reglunum. Að sögn Stein- gríms er í þessu fólgin meiri trygging en áður fyrir því að skóla- gjaldalánin skerðist ekki í framtíð- inni. „Þegar þetta var tilgreint ein- göngu í íslenskum krónum og hámarkið í mynt námslands afgreitt með því að það skyldi vera sambæri- leg fjárhæð miðað við gengi tiltek- inn dag, þá gat í rauninni falist í því skerðing milli námsára vegna geng- isbreytinga.“ Ingunn segir að þetta hafi verið baráttumál stúdenta lengi. „Núna á fólk að vita nákvæmlega hvað það getur fengið mikið í skólagjaldalán fram í tímann og þú getur alltaf fengið sömu upphæð í erlendri mynt.“ Samfara þessari breytingu var lágmark eigin fjármögnunar skóla- gjalda hækkað úr 25.000 krónum í 32.500 krónur og geta tekjur nú skert skólagjaldalán hafi umsækj- andi svo háar tekjur að honum reiknist ekki framfærslulán. Þá var framfærsla erlendis almennt hækk- uð með tilliti til verðlagsbreytinga í hlutaðeigandi landi. Áætlaður kostnaður 320 milljónir Fleiri breytingar voru gerðar á reglunum, s.s. að reglur um láns- hæfi sérnáms á Íslandi eru sam- ræmdar, m.a. á þann hátt að nú verður fyrsta eða fyrstu tvö miss- erin í 4 ára iðnnámi alltaf ólánshæf og sjúkraliðanám lánshæft í allt að fimm misseri í stað tveggja áður. Reglur um lánshæft sumarnám eru rýmkaðar frá og með árinu 2003 en meginskilyrði er eftir sem áður að sumarnám flýti námslokum. Þá er tillit til tekna hjá þeim sem eru að koma úr námshléi samræmt al- menna tekjutillitinu. Frítekjumark þeirra sem hafa verið meira en sjö og hálfan mánuð í fullri vinnu áður en lánshæft nám hefst er nú ákvarð- að tvöfalt almenna frítekjumarkið en var þrefalt áður. Að sögn Steingríms er áætlaður kostnaður vegna breytinganna 320 milljónir króna. Af því eru framlög um helmingur eða 160 milljónir. Mismunurinn er svo fjármagnaður með lánum sem sjóðurinn tekur. Hann segir að í breytingunum megi sjá ákveðna einföldun, bæði fyrir námsmenn og Lánasjóðinn og að mikil áhersla hafi verið lögð á að ná sátt um reglurnar. Undir þetta tekur Ásta sem segir endurskoðunarvinnuna hafa gengið óvenjuvel þetta árið, bæði hvað varðar að ná fram sparnaði og sam- komulagi um reglurnar. Ingunn segir Stúdentaráð einnig vera mjög ánægt með þessar reglur. „Að sjálfsögðu teljum við að það megi alltaf gera betur og gerum okkur fulla grein fyrir því að frí- tekjumarkið sem er aðeins 280 þús- und króna miðast engan veginn við lágmarks sumarlaun námsmanna. Sömuleiðis teljum við skerðingar- hlutfallið vera allt of hátt sem getur verið vinnuletjandi fyrir námsmenn. En að öðru leyti erum við mjög ánægð með þetta og teljum þetta mikið framfaraskref, sérstaklega af- nám tekjutengingarinnar.“ Nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna tóku gildi 1. júní Sátt í stjórn LÍN um reglurnar ben@mbl.is Afnám tengingar við tekjur maka náms- manna og hækkun grunnframfærslu eru þau tvö atriði sem mönnum ber saman um að standi upp úr í breyttum útlánareglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir kynnti sér nýju reglurnar. KRISTINN Magnús Baldursson fæddist 8. febrúar 1924 í Reykja- vík. Hann lést á sjó- mannadaginn 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bald- ur Sveinsson, ritstjóri, f. 30. júlí 1883, d. 11. janúar 1932, og Maren Ragnheiður Friðrika Pétursdóttir, kennari og umboðsmaður Happdrættis Háskóla Íslands, f. 2. júlí 1884, d. 9. janúar 1974. Systkini Kristins eru: Ragnheiður f. 5. júlí 1915, d. 17. nóv- ember 1918, Kristjana, f. 10. október 1916, d. 14. apríl 1917, Ragnheiður Kristjana, f. 20. október 1919, og Sig- urður, f. 3. janúar 1923. Kristinn kvæntist 31. maí 1952 Sigríði Þorvaldsdóttur, hjúkrunar- fræðingi, fv. hjúkrunarforstjóra Heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ, f. 22. desember 1929 á Sauðárkróki. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- valdur Þorvaldsson, verka- og öku- maður á Sauðárkróki, f. 4. febrúar 1884, d. 27. desember 1930, og Helga Jóhannesdóttir, húsfreyja, f. 26. júlí 1898, d. 13. nóvember 1979. Fóstur- foreldrar Sigríðar voru Þórður Magnússon Blöndal, búfræðingur og verslunarmaður, f. 21. desember 1885, d. 30. október 1949, og hálf- systir hans, Elín Sigríður Magnús- dóttir Blöndal, húsfreyja, f. 29. mars 1894, d. 3. janúar 1975. Börn Kristins og Sigríðar eru: 1) Þórður, f. 22. september 1952, kvæntur Sigríði Ás- geirsdóttur, f. 20. apríl 1953. Þau eiga tvo syni, Andrés Pétur Rúnars- son, f. 18. febrúar 1971, og Ásgeir, f. 6. nóvem- ber 1975. 2) Elín Sig- ríður, f. 30. mars 1954. 3) Kristjana, f. 11. des- ember 1955, vinur hennar er Örn Ólafs- son, f. 18. júlí 1956. 4) Pétur, f. 14. júní 1964, kvæntur Katrínu Gísladóttur, f. 28. maí 1962. Þau eiga tvo syni, Birgi, f. 19. júlí 1991, og Kristin Magnús, f. 9. febrúar 1996. Kristinn lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1942 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands vorið 1948. Hann var starfsmaður hjá Sveini Bene- diktssyni, framkvæmdastjóra, frá vorinu 1948 til ársloka 1975. Jafn- framt fulltrúi á skrifstofu Síldar- verksmiðja ríkisins í Reykjavík frá haustinu 1948 til ársloka 1976, síðan aðstoðarframkvæmdastjóri þar til loka júlí 1984. Starfaði síðan við end- urskoðun og bókhald í hlutastarfi, lengst af fyrir útgerðarfyrirtækið Ingimund hf. Í gegnum tíðina sat Kristinn í stjórnum ýmissa félaga og fyrirtækja. Útför Kristins hefur farið fram í kyrrþey. Andlát KRISTINN BALDURSSON MÆÐRASTYRKSNEFND veitti á mánudag þremur fyrirtækjum við- urkenningu fyrir stuðning við skjólstæðinga nefndarinnar í gegn- um árin. Fyrirtækin sem hlutu við- urkenningu eru niðursuðuverk- smiðjan Ora, sem styrkt hefur Mæðrastyrksnefnd í 45 ár, Mjólkur- samsalan og Myllan-Brauð. Í tilkynningu frá Mæðrastyrks- nefnd segir að öll fyrirtækin hafi sýnt skjólstæðingum nefndarinnar mikinn stuðning og velvilja. Fulltrúar fyrirtækjanna fengu afhentan viðurkenningarskjöld fyr- ir stuðning sinn og bestu þakkir í húsakynnum nefndarinnar að Sól- vallagötu í Reykjavík. Mæðrastyrks- nefnd veitir viðurkenningar Morgunblaðið/Arnaldur Mæðrastyrksnefnd afhenti forsvarsmönnum niðursuðuverksmiðjunnar ORA, Mjólkursamsölunnar og Myllunnar-Brauða, viðurkenningar á mánudag fyrir veittan stuðning við skjólstæðinga nefndarinnar. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Reykjavíkurborg og Tryggingamiðstöðina hf. til að greiða sextugri konu tæplega tíu milljónir króna í bætur vegna slyss sem hún varð fyrir í vagni Stræt- isvagna Reykjavíkur í september 1997, en óumdeilt er að allir vagnar Strætisvagna Reykjavíkur voru á umræddum tíma ábyrgðartryggðir hjá Tryggingu hf., síðar Trygginga- miðstöðinni hf. Málsatvik voru þau að konan lagði farmiða sinn á lítið borð við hlið vagnstjórans og hugðist síðan ganga inn eftir vagninum. Þá þreif vagn- stjórinn í handlegg hennar og stöðv- aði hana með skömmum yfir því að hún hefði ekki sett farmiðann í þar til gerðan kassa. Á meðan þetta fór fram ók vagnstjórinn af stað. Kallað var aftan úr vagninum og vagnstjór- inn spurður hvort hann ætlaði ekki að stöðva vagninn svo að nokkrir far- þegar kæmust út á biðstöðinni. Hafi bílstjórinn þá snarhemlað og við það hafi konan misst jafnvægið þar sem hún var á leið inn eftir vagninum. Hafi hún gripið upp fyrir sig í súlu til þess að verja sig falli en við það feng- ið slink á handlegg og öxl. Sýknukrafa stefndu, Reykjavíkur- borgar og Tryggingamiðstöðvarinn- ar var byggð á því að með öllu væri ósannað að líkamstjón konunnar hefði hlotist af notkun strætisvagns í eigu Strætisvagna Reykjavíkur og gætu stefndu þar af leiðandi ekki borið ábyrgð á tjóni hennar. Það var hins vegar álit dómsins að frásögn konunnar væri trúverðug og komu áverkar vel heim og saman við lýsingu hennar á slysinu. Ekki þótti það óeðlilegt að hún leitaði ekki lækna fyrr en tæpum mánuði eftir slysið. Einnig þótti frásögn konunn- ar fá stuðning í vitnisburði sam- starfskvenna hennar. Þá þótti upp- lýst að konan tilkynnti forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur atburð- inn. Bætur vegna slyss í strætisvagni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.