Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 27 Verð frá 1.990.000 kr . ANNAR hluti Converter Project, sem haldið er í Nýlistasafninu, hófst í gærkvöldi. Að verkefninu koma um 30 listamenn margra Evrópulanda sem starfa ýmist í Vínarborg eða á Íslandi, og er um að ræða breiðan aldurshóp ungra sem eldri listamanna. Af þátttakendum má nefna Finnboga Pétursson, Birgi Andr- ésson, Kristján Guðmundsson, Ingólf Arnarson, Gjörningaklúbb- inn, Birgi Örn (Bibba), Darra Lorenzen og Egil Sæbjörnsson, sem og hljóðlistamanninn Hans Joachims Roedelius, sem meðal annars er heimsþekktur fyrir að- komu sína að hljómsveitinni Cluster, og Franz Graf. Fyrir verkefninu standa, auk Nýlistasafnsins, Myndlist- arakademían í Vínarborg og Stromstrasse Produkt, en fyrsti hluti þess átti sér stað í Vín- arborg í desember sl. Fyrirhugað er að halda þriðja hlutann í Aþenu snemma næsta árs. Converter Project, sem hófst í gærkvöldi og stendur fram á sunnudagskvöld, býður upp á mynd-, hljóð- og tónlistargjörn- inga af ýmsu tagi. Franz Graf, Sigurður Guðjónsson, Nikos Arv- anitis og Magnús Árnason eru í forsvari fyrir sýninguna, og hittu þeir Magnús og Nikos blaðamann að máli. „Hugmyndina að baki verkefn- inu má lesa úr heiti þess, Con- verter Project,“ segja þeir Nikos og Magnús, en samkvæmt íslensk- enskri orðabók merkir enska orð- ið convert breytingu úr einu í annað. „Hér er saman kominn hópur um 30 listamanna, þar af tólf manna hópur frá Vín, sem reyna að verða fyrir umbreytingu við það að koma hingað til lands og í Nýlistasafnið. Ísland er sér- stakt land, ekki síst landslagið, og það breytir okkur á vissan hátt, sérstaklega okkur sem ekki erum héðan.“ Magnús segir meginatriðið við Converter Project vera að sýn- ingin sé unnin inn í rýmið sem fyrir er í Nýlistasafninu af þess- um tilteknu listamönnum, en sýn- ingin fer meðal annars fram í hinu nýja sýningarrými safnsins. „Verkin eru ekki fyrirfram unn- in. Við höfum þetta rými og þessa listamenn, bæði Vínarhópinn og þá íslensku, og sýningin er það sem kemur útúr þeirri blöndu. Það gerir sýninguna auðvitað mjög lifandi,“ segir hann. „Hver listamaður setur sinn stein í alla uppbygginguna,“ bætir Nikos við. Hljóð- og myndlist skipa stóran sess í gjörningum Converter Project. „Þetta er þó engan veg- inn bara veggmyndir og tónlist,“ útskýrir Magnús. „Þetta eru inn- setningar, hljóðskúlptúrar, gjörn- ingar, myndir, ljósmyndir, mynd- bönd, bara allur geirinn sem hægt er að setja innan ramma myndlistar. Áhorfandinn er inni í öllum þessum pakka, og ég held að sýningin muni toga aðeins í þann sem skoðar hana.“ Sýningin verður opin föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 14. Sömu kvöld mun svo hefjast dagskrá kl. 20 og standa fram á nótt. Aðgangur að Converter Project er ókeypis. Morgunblaðið/Þorkell Myndlistarmennirnir Magnús Árnason og Nikos Arvanitis eru í forsvari fyrir Converter Project, sem fer fram í Nýlistasafninu um helgina. Umbreytast í rýminu ÖNNUR helgi Sumartónleika í Skál- holtskirkju gengur í garð á morgun. Er Þorkell Sigurbjörnsson staðar- tónskáld að þessu sinni og mun kammerkórinn Hljómeyki frum- flytja verk eftir hann er nefnist Ég vil vegsama þig, ó, Guð, ásamt því að flytja eldri verk hans. Á síðari tón- leikunum mun danski blokkflautu- kvartettinn Sirena koma fram og meðal annars frumflytja verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Helgin hefst kl. 14 á erindi Þorkels Sigurbjörnssonar um verk sín í Skál- holtsskóla. Kl. 15 verða flutt þrjú trúarleg verk eftir Þorkel í kirkj- unni, Koma, Missa Brevis, auk frum- flutnings á hinu nýja verki Ég vil vegsama þig, ó, Guð. Hljómeyki flyt- ur undir stjórn Bernharðar Wilkin- son. Kl. 17 flytur danski blokkflautu- kvartettinn Sirena barokk- og nútímaverk eftir innlenda og erlenda höfunda, þar á meðal verður frum- flutt nýtt verk eftir Elínu Gunn- laugsdóttur, er nefnist Fyrir líknar kraptinn þinn. Morgunblaðið/Jim Smart Flutt verða verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson í Skálholti. Kór og blokk- flautukvartett í Skálholti SÝNINGIN Tríó verður opnuð í Úmbruglugganum, sýningarrými á Lindargötu 14, í dag kl. 17. Tríó er samsýning þriggja listakvenna sem þekktar eru fyrir verk sín unnin í leir, þeirra Koggu, Kristínar Sigfríð- ar Garðarsdóttur og Guðnýjar Magnúsdóttur. Listakonurnar þrjár hafa töluvert ólíka nálgun að verkefnum sínum, þó allar vinni þær í leir og hver og ein þeirra hefur mótað með sér sterkan persónulegan stíl. Sýningin Tríó er samspil verka þeirra þriggja, flöskur Koggu, diskar Kristínar og hankar og snag- ar Guðnýjar. Persónulegir sjálfstæð- ir nytjahlutir sem standa sterkt sam- an, þótt ólíkir séu í formi, „funksjón“ eða lit og leitast listakonurnar við að ná fram spennandi samhljóm með samstillingu þessara verka sinna. Sýningin stendur fram í ágúst og er Stúdíó Úmbra opin miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 13–17 og eftir samkomulagi. Verk listakvennanna þriggja í gluggagalleríinu Úmbru. Tríó í Úmbru- glugganum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.