Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti þáði á níunda áratugnum tvö lán sem báru lága vexti frá olíufyrirtæki þar sem hann var í stjórnunarstöðu. Það eru einmitt lán af þessum toga sem hann hefur nú hvatt til að stöðv- uð verði í bandarísku viðskiptalífi í þeim tilgangi m.a. að draga úr líkum á bókhaldssvikum og auka tiltrú fjárfesta. Bandaríska dagblaðið The Wash- ington Post greindi frá því í gær að Bush hefði á árunum 1986 og 1988 fengið tvö lán á góðum kjörum hjá Harken Energy Corp. en þá sat hann í stjórn fyrirtækisins. Lánin voru samtals 180.375 Bandaríkjadal- ir. Fyrir þessa peninga keypti Bush hlutabréf í fyrirtækinu. Í ræðu sem Bush forseti flutti á þriðjudag gerði hann slík lán til stjórnenda fyrirtækja að umtalsefni er hann freistaði þess að efla tiltrú almennings og fjárfesta á banda- ríska hlutabréfamarkaðnum eftir bókhaldshneyksli undangenginna vikna. Varð forsetanum þá tíðrætt um trúnaðartraustið sem eina af meginforsendum markaðshagkerfis- ins og gat þess sérstaklega að græðgin hefði náð völdum á forstjór- um og stjórnendum stórfyrirtækja í Bandaríkjunum á liðnum áratug. Viðmið um siðlega breytni hefðu gleymst en þau væru einn af horn- steinum viðskipta og fjárfestinga. Hvatti forsetinn einnig sérstaklega til þess að hætt yrði að veita stjórn- endum fyrirtækja fjárfestingarlán á öðrum og betri kjörum en almennt tíðkuðust í bandarísku fjármálalífi. Nú hefur komið í ljós að forsetinn fékk á sínum tíma sams konar lán og hann vill nú að heyri sögunni til. Upplýsingar um lánin frá Harken eru ekki nýjar af nálinni, hafa þær raunar verið dregnar fram í nær öll- um þeim kosningum sem George W. Bush hefur boðið sig fram í. Nýtt er hins vegar að lántakan sé sett í sam- hengi við þá siðferðislegu forustu sem Bush reynir nú að axla þegar óvissa og skortur á trúnaðartrausti skekur bandarískt fjármálalíf í kjöl- far upplýsinga um umfangsmikil bókhaldssvik nokkurra stórfyrir- tækja vestra. Dan Bartlett, yfirmað- ur fjölmiðlasviðs forsetaembættis- ins, staðfesti í samtali við The Washington Post að forsetinn hefði þegið þessa fjármuni að láni hjá Har- ken. Um hefði verið að ræða annars vegar 96.000 dollara lán árið 1986 sem notað hefði verið til að kaupa 80.000 hluti í fyrirtækinu. Tveimur árum síðar hefði forsetinn síðan fengið 84.375 dali að láni og keypt fyrir þá 25.000 hluti. Lágir vextir og tryggingar afþakkaðar Dagblaðið The New York Times greindi frá því í gær að kjörin á þess- um lánum hefðu verið sérlega góð. Höfuðstóllinn var vaxtalaus í átta ár og ársvextir voru fimm prósent. Bush lagði hlutina sem hann keypti fram sem tryggingu og bætti við hlutabréfum í Harken sem hann hafði fengið sem greiðslu fyrir olíu- fyrirtæki sitt, Spectrum 7 Energy, en það hafði hann selt Harken fyrr um árið 1986. Átti fyrirtæki Bush þá í rekstrarerfiðleikum. Árið 1989 var kjörum á láninu frá 1986 breytt og fallið frá kröfunni um keyptu hlutina sem tryggingu. Með því móti gat Bush selt alls 212.000 hluti árið 1990. Fyrir þá fékk hann 848.000 dali. Fyrir þá fjármuni keypti hann hlut í Texas Rangers- hafnaboltaliðinu en þau viðskipti urðu síðan til þess að leggja grunn að persónulegri auðlegð hans og þátt- töku í stjórnmálum í Texas. Aldrei hefur fengist uppgefið hver keypti hluti Bush í Harken. Sala á bréfum fyrirtækisins gekk treglega um mitt ár 1990 enda þótti fyrirtæk- ið þá ekki sérlega freistandi fjárfest- ingarkostur. Harken-fyrirtækið greindi á sín- um tíma opinberlega frá því að Bush hefði fengið 180.000 dollara að láni hjá fyrirtækinu til hlutabréfakaupa. Hins vegar var ekki skýrt frá því að kjörum á láninu frá 1986 hefði verið breytt. Dan Bartlett, yfirmaður fjölmiðla- sviðs forsetaembættisins, sagði ljóst að forsetinn hefði á engan hátt gerst brotlegur við lög með því að þiggja þessi lán. Forsetaembættið og stjórn Harken hafa neitað að birta upplýs- ingar um gjörðir og umsvif Bush er hann sat í stjórn fyrirtækisins. George Bush reynir að auka tiltrú fjárfesta í Bandaríkjunum Fékk sams konar lán og hann vill nú stöðva Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti flytur ræðu um siðferðislega ábyrgð stjórnenda stórfyrirtækja í New York. STJÓRNVÖLD í Úkraínu mótmæltu harðlega frétt sem birtist á þriðjudag í breska dagblaðinu The Financial Times, þar sem því var haldið fram að Írakar reyndu nú að færa sér í nyt stóraukin sam- skipti við ráðamenn í Úkraínu í þeim tilgangi að komast yfir tæknibúnað sem nýta má við frekari vígvæðingu. Í yfirlýs- ingu þjóðaröryggisráðs Úkra- ínu segir að fréttin sé ósönn og að henni hafi verið ætlað að gera lítið úr Úkraínu og úkraínskum stjórnvöldum í augum vesturlanda. Breska dagblaðið hafði fréttina eftir vestrænum vígbúnaðarsér- fræðingum. Í forsíðufrétt blaðsins á þriðjudag segir að sífellt bæt- ist við sannanir fyrir auknum samskiptum ríkjanna á víg- búnaðarsviðinu. Formleg samskipti hafa aukist Minnt er á áhyggjur manna á Vesturlöndum sökum við- leitni Íraka til að koma sér upp kjarnorku-, efna- og sýklavopnum. Sérfræðingar hvetji nú til aukins eftirlits með samskiptum ríkjanna. Í blaðinu er vísað til þess að til séu segulbandsupptökur þar sem þeir Leoníd Kútsma, for- seti Úkraínu, og Júríj Alex- eijev, forstjóri helstu eld- flaugaverksmiðju landsins, lækka mjög róminn þegar þeir taka að ræða um Íran, Írak og eldflaugar. Blaða- maður The Financial Times hefur hlýtt á þessa upptöku. Formleg samskipti Úkra- ínu og Íraks hafa einnig farið vaxandi. Írösk sendinefnd var á ferð í Úkraínu í aprílmánuði, tví- hliða viðskiptasamningur var undirritaður í liðnum mánuði og sendinefnd frá Úkraínu var í Bagdad í aprílmánuði þegar 65 ára afmæli Saddams Hussein Íraksforseta var haldið hátíðlegt. Úkraína neitar vopnasölu til Íraks Kíev. AP, AFP. TALSMAÐUR bandaríska símafyrirtækisins Qwest stað- festi á miðvikudag að yfirvöld hefðu hafið glæparannsókn í tengslum við rekstur fyrirtæk- isins. Talsmaðurinn sagði að í til- kynningu yfirvalda hefði ekki verið nánar greint frá því hvaða athæfi væri verið að rannsaka, sem hugsanlega gæti talist lög- brot. Hins vegar hefur komið fram að Qwest er eitt þeirra fyrirtækja sem sæta nú rann- sókn vegna gruns um bók- haldssvik. Hlutabréf í fyrirtækinu hrundu í verði er greint var frá þessu og höfðu við lokun mark- aða í Bandaríkjunum á miðviku- dagskvöld lækkað um rétt tæp 32%. Var hluturinn seldur á 1,77 dollara en í marsmánuði árið 2000 var gengið 64 dollarar. Fyrirtækið skuldar nú 26 millj- arða Bandaríkjadala. Qwest er fjórða stærsta síma- fyrirtæki Bandaríkjanna og sel- ur þjónustu sína í 14 ríkjum, allt frá Minnesota í norðri til Wash- ington-ríkis á vesturströndinni og þaðan til suðurs til Arizona og Nýju-Mexíkó. Rannsókn á bókhaldi fyrir- tækisins hófst í fyrra. Fram- kvæmdastjóri Qwest, Joseph Nacchio, sagði starfi sínu lausu í júnímánuði. Sagt var að það hefði Nacchio gert af fúsum og frjálsum vilja en fullyrt var í fjölmiðlum að hann hefði verið þvingaður til að segja af sér. Qwest sæt- ir rannsókn Fjórða stærsta símafyrirtæki Bandaríkjanna grunað um bókhaldssvik Denver. Asssociated Press. Á MYNDINNI sést sjö milljón ára gömul hauskúpa sem vís- indamenn vilja meina að sé af elsta forföður nútímamannsins sem fundist hefur hingað til. Hauskúpan fannst á síðasta ári af teymi vísindamanna frá Frakk- landi og Tsjad og þykir hún benda til þess að þróunarsöguleg skil milli manns og apa hafi orðið um einni til tveimur milljónum árum fyrr en áður var talið. Reuters Ævaforn hauskúpa SENDIHERRA Sviss í Lúxemborg hefur verið handtekinn, grunaður um peningaþvætti. Að sögn emb- ættis svissneska ríkissaksókn- arans var sendi- herrann hand- tekinn í Bern á mánudag í kjöl- far þess að hann flutti nokkur hundruð þúsund franka milli reikninga. Stjórnvöld í Lúxemborg gerðu yfirvöldum í Sviss viðvart um peningaflutningana í febrúar og saksóknari í Sviss hóf í kjöl- farið rannsókn sem leiddi til þess að grunur beindist að Peter Friedrich sendiherra. Ekki liggur fyrir hvaðan Friedrich fékk féð en rannsókn stendur yfir. Sam- kvæmt svissneskum lögum gæti Friedrich átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi eða sekt upp á eina milljón franka, um 60 millj- ónir króna. Peninga- þvætti sendiherra Peter Friedrich Bern. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.