Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í SLENSKA heilbrigðisnetið mun tengja saman íslensk- ar heilbrigðisstofnanir sam- kvæmt öryggis- og sam- skiptareglum. Fjölmörg þróunarverkefni í tengslum við net- ið eru í gangi núna, samkvæmt verkefnaáætlun frá árinu 2000, en gert er ráð fyrir að á næsta ári liggi fyrir helstu niðurstöður og að á árinu 2005 verði kominn vísir að mjög víðtæku heilbrigðisneti á Ís- landi. Þorgeir Pálsson, verkefnis- stjóri heilbrigðisnetsins, segir að hugsunin með netinu sé í grund- vallaratriðum að til sé skilgreind fjarskiptaleið fyrir alla þá sem þurfi að hafa rafræn samskipti vegna heilbrigðiskerfisins. Netið nái yfir samskipti milli stofnana á borð við sjúkrahús, heilsugæslu- stöðvar og heimilislækna. Jafnari aðgangur að heilbrigðiskerfinu Þessir aðilar geta því sent gögn og skilaboð sín á milli. Ákveðnar reglur segja til um hvernig þessi samskipti fara fram og öryggismál þar að lútandi. Netið tryggir þann- ig samskiptaleið milli stofnana á landsbyggðinni annars vegar og milli stofnana á landsbyggðinni og í þéttbýlinu hins vegar. Þorgeir seg- ir að með netinu verði tryggður jafnari aðgangur að heilbrigðis- kerfinu, sérstaklega batni aðgang- ur fólks á landsbyggðinni í gegnum fjarlækningar og önnur rafræn samskipti. Þættir heilbrigðisnetsins eru fjölmargir. Þeir lúta að innritunum og útskrift, vottorðum, lyfseðlum, endurgreiðslu lyfseðla, útgáfu reikninga, rannsóknarbeiðnum og svörum, röntgenbeiðnum og svör- um, beiðnum um sérfræðiálit, til- vísunum, samræmdri slysaskrán- ingu, starfi rannsóknaraðila, samskiptum við erlenda samstarfs- aðila, myndum, úrlestri og túlkun upplýsinga, fjarlækningum, ráð- gjöf og viðtölum, læknisþjónustu og upplýsingum úr sjúkraskrám. Takmörkuð yfirbygging Um sýndarnet er að ræða. Heil- brigðisráðuneytið er m.ö.o. ekki að fara út í umsvifamikinn rekstur fjarskiptakerfis. Nýtt verður tækni og tækjakostur einkarekinna fjar- skiptafyrirtækja, en heilbrigðis- ráðuneytið setur sem fyrr segir reglur um ýmsa þætti, svo sem samskiptahætti, öryggismál, flutn- ingsgetu og fleira. Ingimar Einarsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, seg- ir að lögð hafi verið áhersla á að halda yfirbyggingunni í lágmarki. Þegar hafist hafi verið handa við stefnumörkun í heilbrigðismálum árið 1996 hafi menn staðið í þeirri trú að leggja yrði sérstakan ljós- leiðara fyrir heilbrigðisþjónustuna, með margra milljarða tilkostnaði. Með núverandi fyrirkomulagi sé ljóst að kostnaðurinn verði hvergi er mismunandi eftir verkefn Helst þeirra þróunarv sem nú standa yfir ber að n raunir með fjarlækningar tiltekið röntgenmyndase og sónarskoðun; tilraunir m ræna lyfseðla, slysaskrá, ingakerfi landlæknis, hjú og vistunarmat og send reikningum fyrir sjúkraþjó Tryggingastofnunar ríkisin Í undirbúningi eru tilr fjarlækningum sem snúa a lækningum og símenntun, t með læknabréf, rannsókn og svör og röntgenbeiðnir o Stór tilraun með rafr lyfseðla á döfinni Í fyrra var gerð tilraun m ræna lyfseðla á Húsavík. K góða raun, en fyrirtækið D hafði umsjón með ver ásamt starfsmönnum hei ráðuneytisins og Heilbrigð unar Þingeyinga. Í undirbú annað þróunarverkefni, stærra í sniðum. „Við töldum þörf á að g tækari prófanir og reyna höfuðborgarsvæðinu,“ seg mar. Verkefnið, sem áætla kosti í mesta lagi 15 m nærri jafnmikill og ella hefði orðið. Skipurit heilbrigðisnetsins er á þá leið að yfirumsjón hefur svoköll- uð stjórnunarnefnd. Aðild að henni eiga heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneyti, landlæknir, Trygginga- stofnun ríkisins, sjúkrahús, heilsu- gæsla, Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sam- tök íslenskra hugbúnaðarhúsa og ICEPRO, samtök um rafræn við- skipti. Verkefnisstjórn myndar vinnuhópa Undir þessa nefnd heyrir svo verkefnisstjórn, en í henni eru Ingimar Einarsson formaður, Baldur Johnsen tölvunarfræðingur og Hermann Ólafsson, verkfræð- ingur hjá Tryggingastofnun. Þor- geir Pálsson er verkefnisstjóri, Benedikt Benediktsson starfsmað- ur verkefnisstjórnar og Daði Ein- arsson stjórnsýslufræðingur hefur verið henni til aðstoðar við ýmis verkefni. Verkefnisstjórn hefur myndað ýmsa vinnuhópa. Þorgeir segir að þeir sem skipað hafi undirbúningshóp sem gerði verkefnaáætlunina hafi ekki gengið út frá því að eigin sýn á heilbrigð- isnetið væri sú eina rétta. Í stað þess hafi þeir ákveðið að telja upp þá notkunarkosti sem þeir sæju fyrir sér að netið byði upp á. Settu fram lýsingu á æski- legum notkunarmöguleikum Í stað þess að skilgreina notkun netsins í smáatriðum var því ákveð- ið að setja fram víða lýsingu á þeirri þjónustu sem það þyrfti að gegna og þróa hana áfram í einstökum verkefnum. Niðurstaða þeirra verkefna myndi sýna hvernig netið myndi á endanum líta út. Á tímabilinu 2000–2003 eru í gangi fjölmörg þróunarverkefni. Að þeim loknum verður ákveðið hvernig þeim verður fram haldið eða komið í framkvæmd og er gert ráð fyrir að framkvæmdin verði í flestum tilfellum í höndum þess fyrirtækis sem hafði umsjón með viðkomandi verkefni. Áætlaður kostnaður vegna þróunarverkefna nemur tæpum 48 milljónum króna á þessu ári. Hópur myndaður um ákvörðunartöku Þegar þróunarverkefnunum er lokið þarf heilbrigðisnetið, í sam- vinnu við ráðuneytið, að taka ákvörðun um hvernig taka eigi við- komandi þjónustu upp. Við þá ákvörðun verður að líta til skipu- lags, framkvæmdar, fjármögnunar og fleiri þátta sem starfsmenn heil- brigðisnetsins hafa ekki á valdi sínu. Við þessa ákvörðunartöku er myndaður hópur, sem skipaður er fulltrúum allra þeirra sem hafa með málaflokkinn að segja. Í sum- um tilfellum kann að vera þörf á lagabreytingu, í öðrum kann að nægja að breyta reglugerð, en það Viðamikið h isnet á næ Kristín Ha Stefnt að því að hluti þess verði tekinn í notkun 2005 Íslenska heilbrigðisnetið hefur verið í þróun síðastliðin ár, síðan samþykkt var stefnumótun í upplýsingamálum innan heilbrigðiskerfisins árið 1997. Ívar Páll Jónsson kynnti sér sögu netsins og uppbyggingu í samtali við starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins. Einar H. Jónmundss BARÁTTAN VIÐ ALNÆMI Dökk mynd hefur verið dreginupp af stöðu mála í baráttunnivið alnæmi á ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um sjúkdóminn sem haldin er þessa dagana í Barcelona á Spáni. Á aðeins 20 árum hefur alnæmi orðið að skæðasta sjúkdómi sem mann- kynið hefur þurft að glíma við. 40 millj- ónir manna eru smitaðar af HIV-veir- unni. Langstærstur hluti þess hóps býr í þróunarríkjunum. Alnæmi er nú al- gengasta dánarorsök fólks í Afríku sunnan Sahara þar sem fáfræði, for- dómar og fátækt hamla bæði forvörn- um gegn alnæmissmiti og meðhöndlun sjúkdómsins. Því hefur verið spáð á ráðstefnunni að vegna alnæmisfaraldursins muni lífslíkur minnka í 51 landi á næstu ár- um. Í ellefu löndum í sunnanverðri Afr- íku er meðalævin orðin skemmri en 40 ár. Þá muni börnum, sem misst hafa annað foreldri sitt eða bæði vegna al- næmis fjölga úr 13,5 milljónum nú í 25 milljónir á næstu átta árum. Talið er að dauðsföll vegna alnæmis geti raskað mjög efnahags- og fé- lagslegum stöðugleika í þeim ríkjum sem verst eru sett. Á ráðstefnunni hef- ur verið bent á að sjö milljónir afrískra bænda hafi dáið úr alnæmi sem hafi komið niður á matvælaframleiðslu og valdið hungursneyð. Milljón börn í Afr- íku hafa misst kennarann sinn. Í Barce- lona hafa komið fram áhyggjur af því að alnæmi geti valdið svo mikilli upp- lausn í sumum ríkjum að ríkisvaldið hrynji, glæpaflokkar fari sínu fram og löndin verði gróðrarstía ofstækis- og hryðjuverkamanna. Slíkt væri ógnun við frið og stöðugleika á heimsvísu. Meðal annars af þessum orsökum geta hin ríku iðnríki ekki skotið sér undan ábyrgð sinni á því að aðstoða þróunarlöndin við að hamla gegn al- næmi. Á sviði forvarna þarf að upplýsa ungt fólk um smitleiðir alnæmis og aðferðir til að verjast smiti og jafnframt að veita því aðgang að verjum til að geta lifað öruggu kynlífi. Fram kom í Barcelona að iðnríkin legðu þróunarríkjunum nú til færri verjur en fyrir áratug; innan við milljarð af þeim átta milljörðum sem talið er að þörf sé á. Á Vesturlöndum er sjúkdómnum haldið í skefjum með lyfjagjöf en í þró- unarlöndunum skortir bæði fé og þekk- ingu til slíks; talið er að innan við 5% al- næmissjúklinga í þróunarlöndunum hafi aðgang að alnæmislyfjum. Ljóst er að bæði þarf að koma til verðlækkun á lyfjum og umtalsverð fjárhagsaðstoð við fátæku löndin til að bæta úr þessu ástandi. Á ráðstefnunni hefur verið harðlega gagnrýnt að ríku löndin leggi ekki til þá fjármuni sem þarf. Iðnríkin geta aðstoðað þróunarlönd- in með fleiri aðferðum. Peter Piot, yf- irmaður alnæmisvarnaáætlunar SÞ, benti á það í upphafi ráðstefnunnar að alþjóðlegir viðskiptasamningar gætu haft jafnmikil áhrif á baráttuna gegn alnæmi og áætlanir um að auka aðgang HIV-smitaðra að lyfjagjöf. Með frjáls- um heimsviðskiptum er m.ö.o. stuðlað að því að losa þróunarlöndin úr fátækt- argildru sinni sem er ein forsenda þess að þau nái árangri í baráttunni gegn alnæmi. ÁTÖK UM LANDBÚNAÐARSTEFNU Tillögur framkvæmdastjórnar Evr-ópusambandsins um breytingar á landbúnaðarstefnu eru róttækar, að minnsta kosti á mælikvarða ESB. Í til- lögunum felst að tengsl á milli fram- leiðslu og styrkja eru afnumin og fast- ar beingreiðslur teknar upp þess í stað, sem geta þó aldrei orðið hærri en 300 þúsund evrur á býli árlega. Að auki verða bændur að uppfylla strangar kröfur um umhverfisvernd og meðferð dýra til að fá beingreiðslurnar. Það hefur legið fyrir um langt skeið að nauðsynlegt er að breyta hinni sam- eiginlegu landbúnaðarstefnu og færa í nútímalegra horf. Núverandi fyrir- komulag ýtir undir offramleiðslu og brenglar markaðsaðstæður. Kostnað- ur við landbúnaðarstefnuna er að sama skapi gífurlegur en árlega renna um 45 milljarðar evra úr sjóðum ESB til evr- ópskra bænda. Tíu ríki, flest þeirra í austurhluta Evrópu, eiga nú í samn- ingaviðræðum við ESB um aðild og fyr- ir liggur að útilokað er að veita þeim aðild að óbreyttri landbúnaðarstefnu. Í Póllandi eru til dæmis helmingi fleiri bændur en í Frakklandi og Þýskalandi samtals. Áformin um stækkun ESB hafa því orðið til að knýja á um löngu tímabæra uppstokkun á hinni sameig- inlegu landbúnaðarstefnu. Þau ríki er mest leggja af mörkum í hina sameig- inlegu sjóði, ekki síst Þýskaland, hafa gefið sterklega til kynna að þau kjósi fremur að greiða minna en meira í framtíðinni. Hins vegar eru fá mál viðkvæmari innan Evrópusambandsins en breyt- ingar á landbúnaðarstefnunni. Bændur eru ekki einungis einhver best skipu- lagði og öflugasti þrýstihópur álfunnar heldur er landbúnaður órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd margra Evrópu- ríkja. Það á ekki síst við um Frakkland, sem jafnframt er það ríki er fær stærstan hluta landbúnaðargreiðsln- anna, eða um 9 milljarða evra árlega. Samtök bænda víða um Evrópu hafa þegar mótmælt tillögunum og benda meðal annars á að árið 1999, þegar Þjóðverjar gegndu forystu í ráðherra- ráðinu, var samþykktur fjárlagarammi sem gilda á til ársins 2006. Ljóst er að hörð átök um málið eru í uppsiglingu. Það er mikið hagsmunamál að breyt- ingar verði gerðar á núverandi kerfi, enda brenglar það öll viðskipti með landbúnaðarvörur. Breytingar á hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu myndu styrkja stöðu Evrópu mjög í yf- irstandandi viðræðum um aukið frelsi í heimsviðskiptum. Að sama skapi verður ekki séð að nú- verandi stefna komi evrópskum neyt- endum til góða. Samkvæmt útreikning- um Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, OECD, sem greint var frá í úttekt International Herald Tribune í síðasta mánuði, myndi matvælaverð í ESB lækka um 44% ef breytingar yrðu gerðar á landbúnaðarstefnunni. Í sama tölublaði var fjallað um nýsjálenskan landbúnað en þar voru gerðar róttækar umbætur árið 1984 og niðurgreiðslur aflagðar að mestu. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur framleiðni í land- búnaði aukist um 3,9% árlega en fram- leiðniaukning í öðrum nýsjálenskum atvinnugreinum hefur verið 0,9% ár- lega á sama tímabili. Haft er eftir for- manni helstu bændasamtaka landsins að líklega yrði vandfundinn sá bóndi er myndi nú vilja hverfa aftur til gamla kerfisins þótt bændur hafi á sínum tíma barist hart gegn breytingunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.