Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BJARNI Ólafur Magnússon mynd- listarmaður var útnefndur bæj- arlistamaður af menningar- málanefnd Vestmannaeyja á dögunum. Bjarni Ólafur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982–1983. Hann stundaði BFA-listnám við Kansas City Art Institute árin 1988–1990 og var á heiðurslista skólans vegna góðs námsárangurs en efstu 5% nem- enda voru á þeim lista. Bjarni Ólaf- ur var gestanemandi við San Franc- isco Art Institute 1990, en það bauðst honum vegna góðs náms- árangurs. Bjarni Ólafur var við framhalds- nám við Goldsmith’s College árin 1991–1992 en sá skóli er annar af virtustu listaskólum Englands og lauk þar námi með Postgraduate Diploma. Bjarni Ólafur hefur haldið fjórar einkasýningar hér á landi og hefur tekið þátt í tveimur samsýningum, auk þess sem hann tók þátt í sex samsýningum erlendis á vegum skólanna, þar af einni farandsýn- ingu þar sem hann var valinn einn fulltrúi frá nokkrum helstu lista- skólum Bandaríkjanna. Þau verk sem Bjarni Ólafur hef- ur hug á að vinna að sem bæj- arlistamaður eru stórar myndir af mannslíkamanum. Þá bæði kröft- uga, unga líkama og eldri, hrörn- andi líkama. Bjarni Ólafur er bor- inn og barnfæddur Vestmannaeyingur og hefur búið þar síðan hann lauk námi. Bjarni Ólafur bæjarlistamaður Formaður menningarmálanefndar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, óskar nýbökuðum bæjarlistamanni, Bjarna Ólafi Magnússyni, til hamingju. ÖRTRÖÐ tónleikagesta í safni Sig- urjóns Ólafssonar myndhöggvara á Laugarnestanga á þriðjudaginn var slík, að hljómflutningur dróst í nærri kortér vegna aðflutnings aukastóla. Eins og endranær var erfitt að spá í hvað olli svona mikilli aðsókn á miðjum hágúrkutíma sumarleyfa, og skal engum getum að leitt hvert vó þyngra, orðspor flautuleikarans, Huga tónskálds Guðmundssonar (bæði kunn meðal yngri kynslóðar fyrir þátttöku í „Atónal Future“ hópnum) eða gítarleikarans, þó að manni þætti síðasttalið sennilegast. Viðfangsefnin voru óvenjufjöl- skrúðug og frá öllum heimshornum: Japan, Indlandi, Argentínu og Rúm- eníu, auk íslenzks frumflutnings í lok- in. Fyrst kom við sögu einn kunnasti fulltrúi japanskrar framúrstefnu, Toru Takemitsu (1930–96) sem í þrí- þættu verki sínu Toward the Sea fyrir altflautu og gítar sameinaði hnitmið- að örform hækunnar og náttúruljóð- rænnar japanskrar myndlistar í nú- tímalegu en þó hófsömu tónmáli. Því miður voru smíðaár hvergi gefin upp í tónleikaskrá, en freistandi væri að gizka á að verkið væri frá „afkláruð- um“ þroskaárum tónskáldsins. A.m.k. var yfirvegað andrúm kyrrðar og jafnvægis yfir verkinu, og síðasti hlutinn hljómaði nánast eins og klass- ískur impressjónismi. Altflauta Berg- lindar Maríu reyndist kjörin til sam- leiks við gítarinn, enda bæði nær tónsviði hans og hljóðlátari en C- flautan. Ravi Shankar (f. 1920) varð e.t.v. kunnastur á Vesturlöndum á 7. ára- tug fyrir samleiksbreiðskífu við Yeh- udi Menuhin („East meets West“) og sítarleik á Bítlaplötum; gott ef ekki George Harrison hafði einnig sótt tíma til hans. Rúmlega 12 mín. langt verk indverska rögusnillingsins fyrir C-flautu og gítar, L’aube enchantée (Dagrenning í álögum), bar með fjölda stuttra þrástefja gítarsins merki hefðbundinnar indverskrar listmúsíkur, þar sem hljómræn fram- vinda er engin en lag- og hrynræn út- færsla aftur á móti háþróuð. M.a. glitti í kunnuglegan hnígandi tón- skala (líkan þeim í „Within you, without you“), en einnig varð vart við vestræna stílþætti. Heildarsvipurinn minnti mann annars mest á seiðandi kathak-dans Archönu Jogleikar í Iðnó á Listahátíð 1998 – hægt fyrst, en smám saman hraðar unz trylltu hámarki var náð við hárnákvæman fótaburð í flóknustu ósamhverfum hrynmynztrum. Þrátt fyrir ágætan samleik hefði hrynskerpa flautunnar samt mátt vera meiri, og ekki mátti miklu muna að hún drægist aftur úr á hröðustu tvítyngingarstöðum. Tangókóngurinn Astor Piazzolla (1921–92) var ábyrgur fyrir næsta númeri, Café 1930 úr Sögu tangósins; látlausum litlum Parísar-„chanson“ í anda millistríðsára sem dúóið flutti af óþvinguðum þokka. Sérstaklega vakti athygli óviðjafnanlegur syngjandi gít- artónn Kristins í þaulmúsíkalskri og lýtalausri hendingamótun sem jafnan hefur fylgt þessum kannski næmasta meistara rúbatósins í hérlendum gít- arleik. Á eftir komu Rúmenskir þjóð- dansar, sex að tölu en allir stuttir. Þeir munu meðal kunnustu píanó- verka Bela Bartóks, hér endurútsett- ir fyrir flautu og gítar af Arthur Lev- ering. Laglínan var alfarið í höndum flautunnar, sem var svolítill galli þeg- ar á heildina er litið. Samt var mikill sjarmi yfir túlkun dúósins á þessum litlu Balkanperlum, og sérkennilegar snöggvaggandi hraðabreytingar rúmenskra alþýðuspilara komust og til skila, þó að enn meira hefði mátt gera úr þeim. En slíkt kostar sem kunnugt ríflegan samæfingartíma. Berglind blés ýmist á C-flautu eða pikkóló, og vakti athygli hvað hún náði fallega veikum leik úr minnsta en herskáasta meðlimi flautufjölskyld- unnar í sekkjapípustemmunni Pe loc (3.), þó að yfirblástur hennar á stærri flautuna brygðist lítillega í fjöruga síðasta laginu, Maruntel. Að lokum var frumflutt Eq. III: In memoriam, nýtt íslenzkt verk fyrir uppmagnaða flautu og gítar eftir Huga Guðmundsson. Ekki varð und- irritaður nú mikið var við uppmögn- unina, en hins vegar við e.k. berg- málsvél eða rafræna „lykkju“ sem endrum og eins – þó ávallt aðeins á mörkum hins heyranlega aftast úr sal – virtist óma undir, hvort sem hefur verið rafrænt endursvar í rauntíma eða niðursoðið fyrir fram. Verk Huga var bitastætt bæði að lengd (um 9 mín.) og gerð. Þó að höfundur virtist ekki vilja slíta sig með öllu frá ídyll- ískri spænsk-márísku erkiímynd hljóðfæranna – einkum í byrjun, þar sem ávæningur af serkneskri róman- tík sveif yfir vötnum – var í senn nú- tímalegur og frumlegur blær yfir tón- smíðinni. Auðgreinanlegur formrænn heildarsvipur fékkst m.a. við ítrekun „mottó“-stefs í óreglulegum 6/8 takti við tvíundahljómferli gítars í tengslum við tokkötukenndan rithátt sem brá fyrir inn á milli undirkafla. Framandleg en oftast ljóðræn stemmning gerði sitt til að auka áheyrileika verksins, og meðal and- stæðukafla mátti á einum stað heyra nærri því draugalegan hljómablástur og flaututónagítargripl. Í afbragðs- góðum flutningi dúósins var naumast að sökum að spyrja um samsvarandi góðar undirtektir áheyrenda að leiks- lokum. Heimshorna á milli TÓNLIST Sigurjónssafn Takemitsu: Toward the Sea. Shankar: L’aube enchantée. Piazzolla: Café 1930. Bartók/Levering: Rúmenskir þjóðdansar. Hugi Guðmundsson: Eq. III: In memoriam (frumfl.). Berglind María Tómasdóttir, flautur; Kristinn H. Árnason, gítar. Þriðju- daginn 16. júlí kl. 20:30. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Berglind María Tómasdóttir Kristinn H. Árnason ÆTLA mætti af fyrrgreindum orðum að dæma, sem standa á kápu þessarar bókar, að hún innihéldi al- vörulausan sam- setning sem kast- að væri fram í galsa og hálfkær- ingi. Orðið »bull« er neikvætt svo ekki sé meira sagt. »Óvitrænn« er fræðilegra en stefnir í sömu átt. En höfundinum sýnist ekki vera neinn leikara- skapur í hug. Þvert á móti kynnir hann sig sem alvarlega þenkjandi menntamann og skáld. Reyndar eru fyrrgreind orð hans frjálsleg útlegg- ing úr frönsku: l’art expérimental de la non-réflexion – sem er mun hátíð- legra. Í inngangi kveður skáldið sig vera í leit að listformi í anda læri- föður síns og boðbera súrrealismans, André Breton, sem aftur var innblás- inn af kenningum Freuds og Jungs. Á þeim nótunum tók Benedikt sér fyrir hendur að gera ærlega tilraun eftir línum stefnunnar eins og hann skilur hana, festa á blað það sem í hugann kæmi hverju sinni – eða frá hjartanu réttara sagt – hversu óskipulega sem það birtist á skjá vit- undarinnar. En það reyndist hægara sagt en gert. Lengi vel streittist skynsemin og rökhugsunin við að hefta flæði tilfinninganna. Öðru hverju lítur skáldið yfir unnið verk til að leggja mat á árangurinn. Að lokn- um fyrstu tilraunum kemst hann að raun um að þetta sé »enn alltof heim- spekilegt«. Hugarstarfið skyldi vera með öllu frjálst og óþvingað. Þetta átti að verða ósjálfráð skrift eins og hann orðar það á einum stað. Og enn er af stað haldið. Skáldið heldur áfram að kafa dýpra í sálardjúp. Ný- stárlega samsett orð verða til. Og sum harla löng og torkennileg! Og fyrr en varir vaknar þessi krefjandi spurning: »Verða menn ekki bara ruglaðir á því að hugsa og vilja stefna að einhverju – gáfulegu?« Til að losna við þetta gáfulega rugl heldur skáldið stíft áfram að stefna á vit hugarflugs og dagdrauma með þeim – að hans mati – jákvæða árangri að hinn rök- legi skynheimur leysist smásaman upp og verður að flöktandi mynd- brotum. Höfundur var búsettur í París þeg- ar ljóðin voru ort. Ljóst er að hann er á valdi borgarinnar og franskrar tungu eins og svo margur sem geng- ur þar um stræti. Til að tengja hugar- flugið við stað og stund upplýsir hann hvenær og hvar í borginni ljóðin – mörg hver að minnsta kosti – urðu til. Einnig hvernig hann var sjálfur fyrir kallaður á stað og stund. Um hagi sína að öðru leyti er hann fáorður þó textinn sé annars harla persónuleg- ur. Í sumum ljóðanna má greina trúarlegan undirtón. Höfundur játar í inngangi að hann skilji ekki sjálfur ástæðu þess að hann tók að fást við þessar tilraunir. Raunar er það í anda stefnunnar! Ár- angurinn varð eftir því. Var þess þá síst að vænta að út úr þessu sprytti einhver heildarmynd. Þvert á móti eru ljóðin eins og hvert úr sinni átt- inni. Ljóð sín yrkir Benedikt S. Lafleur um og upp úr miðjum síðasta áratug, þrem aldarfjórðungum eftir að súr- realisminn kom fram. Ný vísindi ásamt þeirri tilfinningalegu óreiðu, sem fyrri heimstyrjöldin olli, kölluðu þá á gagngert endurmat og breytt hugarfar. Þannig brugðust skáldin við þegar þeim þótti gömul gildi hafa brugðist; hófu leit í undirvitund sinni, settu drauminn í hlutverk raunveru- leika. Súrrealisminn einskorðaðist við fáein skáld á þriðja áratugnum. En áhrif hans á ljóðlist og myndlist urðu bæði víðtæk og langæ. Ekki verður reynt að útskýra það hér og nú hvers vegna stefnan höfðar enn til ungra skálda sem telja sig jafnframt þurfa að gera tilraunir með hana, og það að svona löngum tíma liðnum. Teikningar höfundar, sem bókina prýða, lýsa góðu handbragði og standa þannig textanum framar að dómi undirritaðs. Frágangurinn – innri sem ytri – hefði mátt vera betri. Svo virðist sem nokkuð skorti á að höfundur hafi ís- lenskt mál á valdi sínu. Mikið ber á smávægilegum mál- og stafsetning- arvillum. Þokkalega málhagur maður hefði getað lagað það allt með einum yfirlestri. Setning textans er afar bágborin. Til dæmis virðist setjarinn ekki kunna að skipta orðum á milli lína. Umbrotið er líka úr lagi gengið. Það er leitt að þurfa að segja það en sann- leikur er það eigi að síður að prentun og bókagerð hefur verið að hraka hér, jafnt og þétt, síðan á dögum handsetningarinnar. Í leit að formi BÆKUR Ljóð Úrval ljóðabullstilrauna ásamt óvitræn- um myndskreytingum eftir Benedikt S. Lafleur. 120 bls. Útg. Lafleur. Prentun: Háskólafjölritun ehf. 2002. Í HUGSUNARLEYSI TÍMANNA Erlendur Jónsson Benedikt S. Lafleur VIÐ fornleifarannsóknir á Þingvöll- um í sumar komu í ljós leifar af fleiri þingbúðum en til þessa höfðu verið þekktar. Aðalbúðaþyrpingin er vest- an Öxarár, en nú hafa fundist búða- leifar á árbakkanum austanmegin, við svokallaða Biskupshóla sem eru skammt frá Þingvallabænum. Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, stjórn- andi uppgraftarins á Þingvöllum, segir markmið athugana sumarsins hafa m.a. verið að skoða ystu mörk þingstaðarins, en þau eru óþekkt. Þær þingbúðir sem nú sjást á yf- irborði séu aðeins hluti af þeim mannvirkjaleifum sem vænta megi að þar sé að finna undir sverði. Eins er líklegt að hluti þingbúða hafi eyðst í aldanna rás, m.a. af völdum Öxarár sem breytt hefur farvegi sín- um og brýtur árbakkana. Adolf seg- ir minjunum enn stafa hætta af ánni. Fornleifafræðingarnir leituðu á dögunum ummerkja um forn mann- virki í rofi á árbökkum og í árfar- veginum. Adolf segir árbotninn þak- inn fínum malarframburði, en á fáeinum stöðum megi sjá í nokkra steina og það stingur í stúf við frem- ur einsleitan botninn. Einn þessara staða er við austurbakka árinnar, skammt frá Biskupshólum. Við nán- ari athuganir á árbotninum þar komu í ljós leifar af vegg af mann- virki sem er að mestu eyðilagt af ánni. Hleðslur sjást í árbakkanum og frá henni liggja veggjaleifar á botni árinnar, og eru oftast á kafi í vatni. Vegna vatnsstöðunnar í ánni núna var hægt að teikna upp sýni- legar leifar, en Adolf segir erfitt að gera frekari rannsóknir við þessar aðstæður. Æskilegt væri að reyna að stöðva frekari minjaeyðingu með einhverju móti, en sem stendur er ekki ljóst hvernig væri best að hlífa minjunum gegn vatnsaga og broti. Adolf segir rannsóknir sumarsins þegar hafa breytt dálítið þeirri mynd sem menn höfðu haft af þing- staðnum og mörg spennandi verk- efni bíði á Þingvöllum, einkum á svæðinu austan ár, en fáist nægilegt fjármagn verður það rannsakað frekar næstu sumur. Fundu fornan vegg í Öxará Í SUMAR hefur Árbæjarsafnið lagt áherslu á að kynna ungt og efnilegt tónlistarfólk fyrir gestum og gang- andi. Á laugardag, kl. 14 verða kynntir hljóðfæraleikararnir Ingi Garðar Erlendsson, básúna, Guðrún Rúts- dóttir, básúna og Ella Vala Ár- mannsdóttir, píanó. Á efnisskránni eru meðal annars gömul íslensk tvísöngslög og erlend verk fyrir básúnur frá síðari hluta tuttugustu aldar. Tvísöngslög í Árbæjarsafni Í GALLERÍI Sölva Helgasonar, Lónkoti í Skagafirði, stendur nú yfir sýning Ólafar Birnu Blöndal á olíu- pastelmyndum. Viðfangsefni Ólafar er landslag frá Norður- og Austur- landi. Ólöf stundaði nám vð listadeild Stephens College í Bandaríkjunum og í Myndlistarskólanum í Reykja- vík um árabil. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Sýningin stendur til 31. júlí. Olíupastel í Lónkoti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.