Morgunblaðið - 25.07.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 25.07.2002, Síða 1
172. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 25. JÚLÍ 2002 SHIMON Peres, utanríkisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelsher hefðu orðið á mistök með því að varpa sprengju á byggingu í Gaza- borg til að ráða Hamas-leiðtoganum Salah Shehade bana á mánudag. Fjórtán aðrir féllu, þeirra á meðal níu börn, þegar öflugri sprengju, tonni að þyngd, var varpað á hús Shehade í íbúðarhverfi í Gaza-borg. Peres kvaðst harma árásina og sagði að tildrög blóðsúthellinganna yrðu rannsökuð. Peres sagði í viðtali við CNN-sjón- varpið að Ísraelsher hefði átta sinn- um frestað því að gera loftárás á hús Hamas-leiðtogans áður en látið var til skarar skríða á mánudag. „Í þetta sinn áttu sér stað mistök, því miður.“ Utanríkisráðherrann bætti við að Shehade hefði staðið fyrir tugum sprengjuárása á óbreytta borgara í Ísrael. „Shehade var nokkurs konar bin Laden Palestínu, bar ábyrgð á dauða meira en 200 manna.“ Ráðamenn ríkja út um allan heim hafa fordæmt sprengjuárásina. Embættismenn í Ísrael sögðu að ekkert væri hæft í fréttum um að Hamas og fleiri herskáar hreyfingar Palestínumanna hefðu léð máls á vopnahléi nokkrum klukkustundum fyrir blóðsúthellingarnar í Gaza- borg. Embættismennirnir sögðu að fyrirmælin um árásina hefðu byggst á ónákvæmum upplýsingum frá leyniþjónustunni. Herinn kvaðst ætla að rannsaka málið. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði skömmu eftir loftárás- ina að hún væri „ein af best heppn- uðu aðgerðum“ hersins en dagblað hafði eftir honum í gær að hann hefði frestað árásinni hefði hann vitað að óbreyttir borgarar væru í bygging- unni. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfðum voru engir óbreyttir borgarar nálægt Shehade,“ sagði Binyamin Ben-Eliezer, varnarmála- ráðherra. Moshe Katsav, forseti Ísraels, sagði að svo virtist sem her- inn hefði fengið „ófullnægjandi upp- lýsingar“ frá leyniþjónustunni en stjórn landsins bæri samt ábyrgð á „slysinu“. Sharon, Ben-Eliezer og Peres komu saman í gær til að ræða hvort hefja ætti viðræður að nýju við pal- estínska embættismenn um öryggis- mál. Palestínska heimastjórnin kvaðst ekki hafa ákveðið hvort hún féllist á slíkar viðræður. Heimastjórnin fær 10% af skatttekjunum Peres sagði eftir fundinn að Ísra- elar hefðu enn í hyggju að flytja her- sveitir sínar af svæðum í Hebron og Betlehem, sem voru hernumin í síð- asta mánuði, ef ekki kæmi til átaka þar. Herinn léði einnig máls á því að fara frá borginni Ramallah. Utanríkisráðherrann kvaðst einn- ig hafa skýrt heimastjórninni frá því að hún fengi andvirði 3,6 milljarða króna, eða 10% af þeim skatttekjum sem Ísraelar hafa neitað að afhenda henni frá því að átökin hófust fyrir tæpum tveimur árum. Ísraelar hefðu einnig gefið heimastjórninni upp skuld að andvirði 2,6 milljarða króna vegna efnahagslegra þrenginga Pal- estínumanna. Utanríkisráðherra Ísraels harmar blóðsúthellingarnar í Gaza-borg Viðurkennir mistök hers- ins og heitir rannsókn AP Ísraelskur hermaður fylgist með erlendri konu mótmæla loftárás Ísraelshers á íbúðarhús í Gaza-borg á mánudagskvöld með því að úða málningu á ísraelskan brynvagn í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Jerúsalem, Gaza-borg. AP, AFP.  Hvernig verður / 32-33 LÖGREGLUKONA heldur á sjö ára stúlku, sem var rænt á götu í Fíladelfíu í Bandaríkjunum á mánudag en slapp af eigin ramm- leik upp úr kjallara þar sem mannræningjarnir höfðu skilið hana eftir. Stúlkan var bundin á höndum og fótum með límbandi, auk þess sem bundið var fyrir augu hennar og munn. Lögreglan sagði að stúlkan hefði bitið sundur lím- bandið og brotið rúðu í kjall- aranum til að gera vart við sig. Mannræningjarnir höfðu krafist lausnargjalds að andvirði tæpra 13 milljóna króna. Tveggja manna á þrítugsaldri er nú leitað vegna málsins. Þremur ungum stúlkum hefur verið rænt í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum og hafa tvær þeirra fundist látnar. Slapp úr klóm mann- ræningja AP DOW Jones-hlutabréfavísitalan bandaríska hækkaði í gær um 480 stig, eða 6,4%, og er það næstmesta hækkun í stigum á einum degi í sögu vísitölunnar. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 4,96%. Hlutabréf lækkuðu nokkuð í verði eftir að kauphallarviðskiptin hófust í New York en gengi þeirra tók að hækka síðar um daginn, meðal ann- ars vegna frétta um að samkomulag hefði náðst á Bandaríkjaþingi um lagafrumvarp sem á að herða eftirlit með reikningsskilum fyrirtækja. Sérfræðingar í verðbréfaviðskipt- um voru þó efins um að batinn héld- ist og bentu á að dæmi eru um að hlutabréfavísitölurnar hafi snar- hækkað en lækkað svo aftur. Gengi hlutabréfa í tveimur af stærstu bönkum Bandaríkjanna, JP Morgan Chase og Citigroup, hækk- aði nokkuð í gær eftir að hafa snar- lækkað daginn áður vegna frétta um að bankarnir hefðu hjálpað banda- ríska miðlunarfyrirtækinu Enron að fela versnandi fjárhag þess. Verðfall í norrænum kauphöllum Mikið umrót var á hlutabréfa- mörkuðum í Evrópu í gær, einkum í kauphöllunum í Stokkhólmi, Kaup- mannahöfn og Ósló. Sax-vísitalan í Stokkhólmi lækk- aði um 4,6% en skömmu fyrir lokun var hún tæpum 7% lægri en daginn áður. KFX-vísitalan í Kaupmannahöfn lækkaði um 5,4% og var það þriðja mesta verðfall á einum degi í sögu hennar, 2,4 prósentustigum meira en eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Aðalvísitala kauphallarinnar í Ósló lækkaði um 5,49% og hefur ekki lækkað jafnmikið á einum degi frá 21. september í fyrra þegar hún lækkaði um 6,31%. Helstu vísitölur í öðrum kauphöll- um Evrópu lækkuðu um 0,6–2,1% en um tíma var útlit fyrir að þær yrðu rúmum 5% lægri en daginn áður. Dow Jones-vísitalan hækkar um 6,4%  Sagðir hafa aðstoðað / 24 RÍKISSTJÓRN Albertos Fuji- moris, fyrrverandi forseta í Perú, fékk yfir 200 þúsund manns í sveitum Perú, m.a. með hótunum, til að gangast undir ófrjósemisaðgerðir á síð- asta áratug að því er kemur fram í nýrri skýrslu sem nú- verandi stjórnvöld í Perú hafa birt. Fernando Carbone heil- brigðisráðherra segir að þáver- andi ríkisstjórn hafi bæði boðið ýmis fríðindi, svo sem matar- gjafir, og hótað að sekta karla og konur ef þau eignuðust fleiri börn. Sagt er frá skýrslunni á fréttasíðu BBC. Er þar rakið að aðgerðunum hafi einkum verið beint gegn fólki af frum- byggjaættum í sveitahéruðum þar sem fátækt er mikil. Áætl- uninni var hætt þegar Fuji- mori flúði í hittiðfyrra til Jap- ans undan vaxandi ásökunum um víðtæka spillingu. Í skýrslunni kemur fram að læknar gerðu 215.227 ófrjó- semisaðgerðir á konum og 16.547 á körlum á árunum 1996 til 2000. Til marks um fjölgun aðgerðanna er nefnt að samtals hafi 83 þúsund slíkar aðgerðir verið framkvæmdar frá 1993 til 1996. Afleiðingin hefur orðið sú að á sumum svæðum í landinu er þegar fyrirsjáanlegt að vinnuafl mun skorta í framtíð- inni. Carbone heilbrigðisráðherra sagði ljóst að Fujimori og aðrir háttsettir embættismenn bæru ábyrgð á þeim mannréttinda- brotum sem þarna hefðu verið framin. Hann sagði að rann- saka þyrfi málið betur og þeim sem ábyrgð bæru yrði refsað. Neyddu 200.000 manns í ófrjósem- isaðgerðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.