Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 29

Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 29 SUMARTÓNLEIKARNIR í Skálholti munu líklega fyrst hafa fest í sessi hér á landi þá einnig al- gengu venju erlendis að tefla forn- músík (þ.e. eldri en vínarklassík) og nútímatónlist saman á tónleikum, enda æ fleiri hljómlistarmenn nú- orðið sem tvíhæfa sig með þessu móti eftir að í ljós kom hvað barokk og módernismi virðast falla vel hvort að öðru. Hvað því veldur er svo aftur á móti opin spurning og óvíst hvort ósamhverft jafnvægið milli hálfgleymds löngu liðins tíma og náinnar en bláókunnrar framtíð- ar sé nægileg skýring. Eða hvort dálæti nýklassíkur – næsta undan- fara módernisma og framúrstefnu – á barokki og endurreisnarstíl hafi einnig sitt að segja, í uppreisn end- urfundins tærleika gegn jörmun- þrunginni tilfinningasemi síðróman- tíska skeiðsins. Viðfangsefnin á tónleikum nýlið- ins þriðjudags í Sigurjónssafni voru ýmist frá barokk- eða nútíma. Þeim var snyrtilega niður raðað í boga- formi nýs-gamals-nýs-gamals-nýs með yngsta verkið, sem jafnframt var hið eina íslenzka, í miðju. Vel var til fundið að byrja á afstraktasta verkinu, Fjórum bagatellum fyrir sópran- og altblokkflautu og sembal (1987) eftir finnska framherjann Tapio Tuomela (f. 1958), meðan hugur hlustandans var opnastur. Þessi ofurstuttu örverk verkuðu reyndar á undirritaðan sem litsterk- ar en fremur innihaldsrýrar fullyrð- ingar („statements“ á alþjóðatízku- máli), ekki ólíkt „spontönu“ klessumálverki í tónum sem segir nærstöddum mest á sjálfri ögur- stundu sköpunar en fjarska lítið eft- ir það. Ekki var þó við flytjendur að sakast sem léku af hæfilega óbeizl- aðri innlifun. Hvort sá slaki taumur hafi ómeð- vitað leikið áfram í næsta atriði, Fjórum köflum úr svítu nr. 5 fyrir sembal eftir Antoine Forqueray (1671–1745), skal ósagt. En eftir frjálslegri túlkun Guðrúnar Óskars- dóttur að dæma hefði svo vel getað verið – nema þá sagnrétt leitandi upphafshyggja sembalistans hafi vísvitandi sett franska „manière“- tilgerð samtímans á oddinn. Alltjent virtist manni hrynjandin svo laus í reipum, jafnvel slitrótt á stundum, að annað tveggja hlaut að spila inn í. Með því að tónleikaskráin eyddi ekki orði um þetta verk frekar en hin, gat undirr. ekki stillt sig um að grafa upp eftir á að hér var upp- haflega um gömbueinleiksverk að ræða sem sonur tónskáldsins, Jean- Baptiste-Antoine, umritaði síðar fyrir sembal, hugsanlega með að- stoð seinni konu sinnar, Marie-Rose Dubois, sem var virtur semballeik- ari á sínum tíma. Atli Heimir Sveinsson var höf- undur næsta verks, „Djúp er sorg- in“ fyrir tenórblokkflautu án undir- leiks, samið 2001 fyrir Camillu Söderberg. Titillinn vísar í Litanei, ljóð Stefans Georges. Arnold Schön- berg tónsetti ljóðið fyrir söngkonu í III. þætti 2. strengjakvartetts síns (1908), er boðaði í lokaþætti tón- frelsun ómstreitunnar sem frægt er orðið („Ich fühle luft von anderen planeten“(!)). Bænarljóð Georges var tilfært í heild í tónleikaskrá í þýðingu Þorsteins Gylfasonar: „Djúp er sorgin er sálina myrkvar / aftur ég geng í, herra, þitt hús.“ Verkið var að sögn höfundar hug- leiðing um upphafshendingu þriðja Schönberg-þáttarins og átti að auki sammerkt með honum að stikla ým- ist út fyrir sporbraut dúr/moll-kerf- isins eða inn aftur í e.k. „svífandi tó- nalíteti“. Líðandi tónhendingar verksins voru fagurlega mótaðar af Camillu, stundum litaðar af jap- önskum sjakúhatsjí-stíl, og angur- værar meðsöngsstrófur spilarans í seinni hluta féllu skáldlega að döpr- um blæstrinum sem ljúfsárt ákall að handan. Meistari Telemann – afkasta- mesta tónskáld allra tíma skv. meta- bók Guinness – átti næsta verk, Sónatínu í c-moll fyrir (alt)blokk- flautu og „fylgirödd“, m.ö.o. fylgi- bassa („[basso] continuo“). Vand- ræðaorðið fylgirödd vísaði hér til alkunnrar undirstöðuritháttar bar- okktónlistar, s.s. tölusetts bassa sem leikinn var forðum af bassa- hljóðfæri (sellói, gömbu eða fagotti) og hljómborðshljóðfæri í samein- ingu þar sem hið seinna hljómsetti undirleik út frá bassalínu hins fyrra. Nú gerðist aftur sama skondna sagan og aðeins tveim dögum áður í sónötum fyrir selló og gömbu í Frí- kirkjunni, að flytjendur tóku sér bessaleyfi frá sögulegri hefð og slepptu öðru hljóðfæri fylgibassans. Í fyrra tilvikinu var semballinn lát- inn fjúka, að þessu sinni bassahljóð- færið. En þó að selló hefði með réttu átt að leika undir með sembalnum, gerði það að því leyti minna til að bassinn kom allskýrt fram af leik vinstri handar á sembalinn í litlum sal Sigurjónssafns, og melódíuhljóð- færið (blokkflautan) þar að auki fremur veikróma. Þar við bætist að þónokkur dæmi munu um „óstrok- inn“ fylgibassa frá síðbarokktíma (sbr. Bach), og því ekki útilokað að svo hafi einnig verið hér, þó ekki tækju tónskáldin alltaf slíkt fram. Þær Camilla léku sjarmerandi sónatínu Telemanns af laufléttum þokka þrátt fyrir ögn þurrari semb- almótun sums staðar en maður átti að venjast, og var á sinn hátt auð- skilið hvernig þessi mesti „brúkun- artónlistarmaður“ 18. aldar gat skyggt á sjálfan Bach á vinsæld- astiku samtímans. E.t.v. mætti klína svipuðum merkimiða á síðasta höf- und kvöldsins, Arne Mellnäs (f. 1933), sem mun án efa meðal vin- sælustu nútímatónskálda Svía. Hann varð að sögn Camillu fyrsta tónskáldið til að semja verk fyrir sig, þ.e. The Mummy and the Hummingbird (1974) sem auk sembals gerir ráð fyrir þrem smæstu meðlimum blokkflautufjöl- skyldunnar til skiptis – alt, sópran og sópranínó. Þrátt fyrir nútíma- legan stíl og nokkur dæmi um fram- sækna effekta var fisléttur húmor allsráðandi í þessu furðuaðgengi- lega þríþætta verki, þar sem Mell- näs gerði sig mikinn og oft óborg- anlegan mat úr andstæðum hins klunnalega smyrðlings og bláleiftr- andi flögri kólíbrífuglsins. Þær Guð- rún skiluðu jafnt „spooky“ reimleika verksins sem spörtístandi glettni þess með samstilltri leikni, sem létti verulega drunganum af blýgráum regnhimni þegar tónleikagestir gengu út í sumarnóttina að leiks- lokum. TÓNLIST Sigurjónssafn Verk eftir Tuomela, Forqueray, Atla Heimi Sveinsson, Telemann og Mellnäs. Ca- milla Söderberg, blokkflautur; Guðrún Óskarsdóttir, semball. Þriðjudaginn 23. júlí kl. 20.30. KAMMERTÓNLEIKAR Fram og aftur aldirnar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.