Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.2002, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 21 Er vi nnin gur í loki nu? fiú sér› strax BALTIC WOOD parket í miklu úrvali Verðdæmi: Eik Unique 14mm 3ja stafa Tilboð kr. 2.990,- m2 UNDANFARI fyrri Sumartón- leika sl. laugardags í Skálholti var að venju erindi tónskylds eðlis. Að þessu sinni í formi frjálslegs spjalls sr. Bernharðs Guðmundssonar stað- arrektors við þrjú hinna fimm tón- skálda af yngri kynslóð (Mist Þor- kelsdóttir og Hildigunnur Rúnars- dóttir kváðu staddar erlendis) er að beiðni Sumartónleika höfðu samið verk byggð á íslenzkum „tónlistar- arfi“, eins og fram kom af kynning- argrein í síðustu Lesbók Morgun- blaðsins. Var þar væntanlega átt við þjóð- og sálmalög þau er uppgötv- uðust á síðasta áratug í handritum Þjóðskjalasafnsins og sem Colleg- ium Musicum í Skálholti var falið að skrá og kanna með fjárstyrk frá ýmsum aðiljum. Því miður lá flestum lágt rómur og barst þar af leiðandi misvel til aftari bekkja hvað spyrli og tónskáldum fór á milli. Þó virtist fæstum feimnismál að greina frá persónulegum viðhorfum sínum og aðferðum, og kom það ánægjulega á óvart um leitandi höfunda af yngri kynslóð, sem eðli málsins samkvæmt geta hæglega lent í varnarstöðu gagnvart vinsælustu greinum nú- tíma tónsköpunar. Að vísu hefðu til- raunamótaðar hugmyndir sumra um meðferð á frumgerðum tónlistar- arfsins vel getað valdið mönnum nokkurn ugg um hvort lögin fornu kæmust yfirhöfuð til skila í endur- þekkjanlegri mynd. En sem betur fór virtist laglínan í söngrödd oftast halda sínu upphafi þegar til kom klukkustundu síðar, þrátt fyrir stundum ærið skrautlegar útfærslur í undirleik. Textahlið viðfangsefna dagsins komst ásamt umsögnum Kára Bjarnasonar vel til skila í tónleika- skrá. Það sama verður ekki sagt um músíkhliðina. Tildraga verkefnisins var hvergi getið (af tónleikaskránni mátti fullt eins skilja að verkin væru að öllu leyti frumsamin), hvað þá frumgerða laganna eða útsetninga tónskáldanna, og hlýtur að teljast furðulegt þegar nýuppgötvuð lög úr fornri íslenzkri geymd eiga í hlut sem vakið hafa ómælda forvitni tón- listarunnenda. Ekki var einu sinni borið við að birta neina frumgerð laganna á nótum, sem í stöðunni hefði verið sjálfsagður viðmiðunar- kostur fyrir hlustendur. Né heldur voru tilgreindar margbreytilegar áhafnir tónverkanna. Að frátöldum stuttum ágripum um feril tónskálda var því engu líkara en að kveðskap- urinn hefði einn þótt skipta máli við þetta tónleikahald. Allt um það dugðu fjölbreytni og andagift tónskáldanna ungu til að halda eyrum manns sperrtum frá upphafi til enda. Næst hefðbundinni dúr/moll útfærslu var framlag Hildi- gunnar Rúnarsdóttur sem með lát- lausum kórútsetningum sínum án undirleiks á Hygg að og herm hið sanna (fyrir sópran, alt, tenór og bassa) og Árið nýtt (SSA) snerti kannski nánast allra innsta eðli gömlu laganna – og einna líkast því sem ætla mætti að hefði getað hljóm- að hér fyrr á öldum, hefðu tónmennt- ir náð að dafna. Um allan kórsöng sá sönghópurinn Gríma af snilld og hlaut ótrúlega fyllingu í frábærri akústík Skálholtskirkju, þrátt fyrir aðeins einn söngvara í hverri rödd. Segja má að „huglæging“ útsetn- inga hafi stigaukizt framan af. Mist Þorkelsdóttir tók Ó, ég manneskjan auma fyrir tenór og sembal íhugul- um anda á tiltölulega umbreyttu tón- máli í undirleik og í Minn andi, Guð minn, gleðst í þér kvað við lífleg frjáls tvíröddun alts og sellós sem vó tímalaust salt milli síðmiðalda og nú- tíma í bráðfallegri úfærslu. 10 atrið- um síðar átti Mist tvær snotrar a cappella útsetningar í þrástefjamót- uðum madrígalastíl atómaldar, Mitt hjarta gleðst í Guði (SATB, frumfl.) og Sætt lof (SAT) sé þér sungið. Jón Guðmundsson skrifaði í báðum lög- um sínum (bæði frumfl.) fyrir tvo gít- ara (lék sjálfur á annan) og söngv- ara, að viðbættum fiðlu og sellói í því seinna sem flutt var undir lokin. Annars voru tök Jóns nokkuð keim- lík og einkenndust bæði lögin af löngum for- og millispilum. Í Seg þú lof Drottni, sál mín, nú (S, B) mynd- aði ört tifandi gítarleikurinn, líkt og í Heyr mig Jesús, læknir lýða (S), kliðmjúkan bakgrunnsvef við seim- langan sönginn svo minnt gat á trúbadúríska edenssælu. Í viðameira seinna laginu bættust ísórytmar strokhljóðfæranna við í skemmtilega Ives-kenndri fjölkóraþvögu er hélt samt býsna samfelldum heildarsvip, burtséð frá dálítið endasleppu nið- urlagi. Hinn hálfþýzki Steingrímur Rohloff var þistillinn í þessu fjöl- skrúðuga tónblómabeði. Útsetning- ar hans, ef svo mætti kalla, voru jafn- framt skrifaðar fyrir flesta flytjendur (SSATB, fiðlu, selló, gítar og orgel), enda þær einu sem út- heimtu stjórnanda. Fyrstu tvö lögin, Þér skal ei ógna né æja og Blessaða Jesú blessuð und (bæði frumfl.) voru stytzt. Nokkru lengri voru seinni lögin, Minn munnur syngur og Upp, upp, mín sál. Á milli þeirra var óskráð lag er týndist í munnlegri kynningu [„...vetrartíð“(?)] en sem undirrituðum þótti einna tilkomu- mest. Annars var krassandi stíll Steingríms nokkuð samur við sig í öllum verkunum. Ómstríðir klasa- hljómar, þétt sköruð þrástef og ýms- ir framsæknir nútímaeffektar riðu svo húsum að halda mætti á köflum að martraðir eða flogaveikiköst væru megin innblásturslind höfund- ar – að ekki sé minnzt á síðasta núm- erið sem vakti upp hrollfyndna sýn súrrealíska endurreisnarmálarans Hieronymusar Bosch af helvíti. Engu að síður sat merkilega mikið eftir af þessum eitilhvössu útlegg- ingum á gömlu dýrðarsöngvum Drottins, þar sem auðmjúkt lagferli guðsóttandi fortíðar úr börkum söngvaranna myndaði kynlegan kontrapunkt við ógnvæna framtíð úr hljóðfærunum undir skilvísri stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Hjá þeim ósköpum var dúnmjúk nálgun Elínar Gunnlaugsdóttur sem sannkallað smyrsl í Gíleað. Þeir vita bezt sem reynt hafa, að aðalvandi hins einfalda felst í að gera það gríp- andi til frambúðar – en það er um leið hið erfiðasta í allri listsköpun og verður seint lært af öðrum. Spar- neytnar en persónulegar útsetning- ar Elínar voru skínandi dæmi um galdur einfaldleikans þegar vel tekst til. Kærleikur mér kenn þekkja þinn fyrir fiðlu, víólu & alt og Heilagur, heilagur (f. S, T & strengjakvartett) voru í gervifornum „religioso antico“ anda, og í Þér þakkar fólkið (A & s.) lék sellóið þjóðlega fimmunda- bordúna í „viðlögum“ upphafs- og lokavísuorða hvers erindis. Útsetn- ingar Elínar á Sæti Guð, minn sanni faðir og Jesús, vor allra endurlausn, báðar fyrir fimmradda kór a capp- ella, mynduðu niðurlag afar vel heppnaðra tónleika, þar sem einkum heiðskír hómófónía fyrra lagsins markaði einn af hápunktunum í afburðatærum söng Grímuhópsins. Óhætt er að fullyrða að fjölmargt hafi borið fyrir eyru á þessum fjöl- breyttu tónleikum sem vert væri að njóta aftur af geisladiski, og verður vonandi úr. Alltjent má segja að þjóðin hafi löngu átt heimtingu á við- líka innblásnum útsetningum á söng- list genginna kynslóða, hversu „inn- lend“ sem hún annars kann að reynast við nánari skoðun. En betra seint en aldrei. Fortíð í fram- tíðarumgjörð TÓNLIST Skálholtskirkja Tónverk byggð á tónlistararfinum eftir El- ínu Gunnlaugsdóttur, Mist Þorkelsdóttur, Jón Guðmundsson, Steingrím Rohloff og Hildigunni Rúnarsdóttur. Sönghópurinn Gríma (Kristín Erna Blöndal S, Jónína Kristinsdóttir S, Guðrún Edda Gunnars- dóttir A, Gísli Magnússon T & Benedikt Ingólfsson B); Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Ólöf Þorvarðsdóttir, fiðlur; Guðrún Þór- arinsdóttir, víóla; Hrafnkell Orri Egilsson, selló; Guðmundur Pétursson, Jón Guð- mundsson, gítarar; Douglas A. Brotchie, orgel; Helga Ingólfsdóttir, semball. Stjórnandi í verkum Steingríms: Gunn- steinn Ólafsson. Laugardaginn 27. júlí kl. 15. SUMARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Jim Smart „Óhætt er að fullyrða að fjölmargt hafi borið fyrir eyru á þessum fjöl- breyttu tónleikum sem vert væri að njóta aftur af geisladiski.“ 4 stk. í pakka verð kr. 2.300. Kanna í stíl kr. 2.995. 5 mismunandi gerðir. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 DARTINGTON GLÖS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.