Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 C 11HeimiliFasteignir . F a s te ig n a m ið lu n in B e rg F a s te ig n a m ið lu n in B e rg Hannes Jóna Pétur Sæberg Þekking - öryggi - þjónusta Sími 588 55 30 • Fax 588 55 40 Netfang: berg@berg.is • Heimasíða: www.berg.is Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 9-17 Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteigna- og skipasali Eigendur fasteigna athugið! Vantar allar gerðir eigna á skrá, skoðum og verðmetum samdægurs Fasteignamiðlunin Berg, Háaleitisbraut 58, www.berg.is Fellsás Nýkomið í sölu glæsilegt 240 fm einbýlishús á frábærum útsýnisstað í Mosfellsbæ. Ný gólfefni, náttúrusteinn og merbau-parket. 4 góð herbergi. Sundlaug í garði og saunaklefi á neðri hæð. Stór eignarlóð. Gróðurhús í garði. 2297 Helgaland Nýkomið í sölu einstaklega fallegt og vel skipulagt 143 fm einbýlishús auk 53 fm tvíbreiðs bílskúrs með gryfju og geymsluplássi. Parket á gólfum. 4 rúmgóð herbergi, 2 snyrtingar. Fallegur sólpallur og garður í mikilli rækt og góðri umhirðu. Hellulagt bílaplan. Áhv. 8,9 m. húsbréf og byggsj. Skipti á íbúð í lyftu- blokk koma til greina. 2282 Helgaland Erum með í sölu. 90 fm sérhæð auk 26 fm bílskúrs. Parket á gólf- um. Fallegt útsýni og góður garður. Ró- legt og fallegt umhverfi. V. 13,2 m. 2278 Landið Bláskógar - Hveragerði Vorum að fá í sölu parhús sem er 155 fm auk bílsk. á góðum stað. Húseignin skiptist í 4 svherb., stofu og stórt sjónvherb. Húsið er timburhús og klætt að utan með lituðu áli. V. 11,8 m. 2301 Smiðjustígur - Flúðir Vorum að fá í sölu tvö 84 fm raðhús. Húsin af- hendast fullbúin að utan sem innan. Mahony í hurðum og fataskápum. Eld- húsinnrétting er sprautulökkuð. Eldavél og ofn ásamt gufugleypi. Innrétting á baði. Parket og flísar á gólfum. Sólpall- ur er fyrir framan húsin. 2231 Í smíðum Blásalir - Kópavogi Vorum að fá í sölu fallegar 2ja-4ra herbergja íbúðir á góðum stað með stórkostlegu útsýni. Stærðir eru frá 77-126 fm. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. Einnig er hægt að fá stæði í bílageymslu. Íbúðirnar eru lausar til afhendingar. V. 13-19 m. 2305 Sumarbústaður Sumarbústaður - Laugarvatni Nýkomin í sölu 46 fm nýsmíðaður bústað- ur í landi Snorrastaða á Laugarvatni. Bú- staðurinn er fullbúinn að utan en fokheldur að innan. Laus strax. 6000 fm eignarland. V. 4,5 m. 2298 Raðhús Bræðratunga - raðhús Erum með í sölu raðhús á tveimur hæðum, sem er 114,4 fm auk 20,7 fm geymslu. Bílskúrsréttur. Eignin skiptist þannig: Stofa ásamt borðstofu og tveimur svefnherbergjum, fataherbergi og tvö baðherbergi. Barnvænt umhverfi og stutt í skóla. V. 15,9 m. 2263 Ólafsgeisli m. bílskúr Höfum í einkasölu nýbyggt einbýlishús á tveimur hæðum, 211 fm ásamt 28 fm bílskúr. Húsið selst frágengið að utan, fokhelt að innan. Möguleiki á 4-5 heb- ergjum og lítilli íbúð á 1. hæð FALLEG OG VEL SKIPULÖGÐ EIGN MEÐ FRÁBÆRU ÚTSÝNI. V. 17,5 m. 2029 Lindarbyggð Glæsil. 164 fm parhús auk 22 fm bílskúrs við þessa fallegu götu. Parket og flísar á gólfum. Upptekin loft og mikil lofthæð. Sólskáli tengdur stofu. 4 svherb. Fallegur garður. Örstutt í leikvöll og leikskóla. Lokuð gata í yndislegu um- hverfi. Myndir á netinu. V. 19,2 m. 2277 Álmholt - Mos. Fallegt einbýlis- hús, 155 fm, ásamt 33 fm bílskúr. Stór stofa, borðstofa og 4 svefnherbergi. Falleg eldhúsinnrétting. Arin í stofu. Stór og fallegur garður. Hagst. áhv. lán. V. 21 m. Áhv. 4 m. 1085 Land við Leirvogsá Nýkomið í sölu vel gróið 6 hektara beitarland við Leirvogsá. Landið er afgirt. Hagstætt verð. 2271 Bugðutangi - Mos. Erum með í sölu 205 fm endaraðh. á tveimur hæð- um ásamt 32 fm bílskúr. Fjögur svher- b., rúmgóð stofa og borðstofa. Parket og teppi á gólfum. Það mætti útbúa séríbúð á neðri hæð. Stór og góð ver- önd ásamt heitum potti. Vel ræktaður garður. Þetta er eign á góðum stað í rólegu umhverfi. V. 19.6 m. 2244 4ra-6 herb. 3ja herb. Snorrabraut Nýkomin í sölu 73 fm kjallaraíbúð við Snorrabraut. Gengið inn frá Guðrúnargötu. Nýtt parket á gólfum. Nýlegt gler og opnanleg fög. Nýlegt þak. Áhv. byggsj. 4,2 m. V. 8,9 m. 2252 Skaftahlíð Nýkomið í einkasölu 109 fm 3ja herbergja íbúð í kjallara fallegu húsi. Rúmgóð stofa með frönskum út- dregnum gluggum. Nýleg eldhúsinn- rétting með náttúruflísum á gólfi. Fal- legur garður. V. 12,7 m. 2269 Dúfnahólar Í einkasölu 3ja her- bergja 71,4 fm íbúð á 7. hæð í lyftu- húsi. Parket og flísar á gólfum. Stórar svalir sem eru yfirbyggðar að hluta með frábæru útsýni. Barnvænt um- hverfi. V.9,8 m. 2265 Þórufell Vorum að fá í einkasölu 3ja herbergja 79fm íbúð á 3ju hæð. Parket, flísar og dúkur á gólfum. Íbúðin skiptist í gott eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og stofu með frábæru útsýni af góðum svölum. V. 9,6 m. 2272 Möðrufell Vorum að fá í sölu 3ja herbergja 78 fm íbúð á annari hæð. Parket og flísar á gólfum, eldhús inn- rétting frá IKEA. Baðherbergi allt nýuppgert með nuddbaðkari. Fallegt útsýni í austur. V. 9,9 m. 2276 Háaleitisbraut - laus strax Nýkomin í sölu afar skemmtileg og fal- leg 74 fm íbúð í kjallara í þessu vinsæla hverfi. Parket og flísar á gólfum. Hag- stæð áhv. lán. 4,7 m. V. 9,9 m. 2275 Dúfnahólar Nýkomin í einkasölu mjög góð 117 fm íbúð á 5. hæð í vönd- uðu lyftuhúsi. Fjögur svefnherbergi. Hálf yfirbyggðar svalir með stórkost- legu útsýni yfir höfuðborgarsvæðið frá Esju til Keflavíkur. Góð sameign og vandaður bakgarður með leiktækjum fyrir börnin. V. 14,2 m. 2279 Kjarrhólmi - Kóp. Í einkasölu fal- leg 90 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Þrjú svefnherbergi,stofa með góðu út- sýni. Stórar svalir á móti suðri. 2ja herb. GRÝTUBAKKI - sérgarður m. sólpalli Í einkasölu rúmgóð 2ja her- bergja 73 fm íbúð á 1. hæð. Parket. Sérgarður með timburverönd og garðlýs- ingu. EIGN Á GÓÐUM STAÐ MEÐ GÓÐU AÐGENGI. LAUS STRAX. V. 8,5 m. 2268 Atvinnuhúsnæði Flugumýri - Mos. Nýkomið í sölu 545 fm iðnaðar-og skrifstofuhúsnæði í Mosfellsbæ. Afar vandaður frágangur. 3 vinduhurðir með 4,5 m. hæð. Mikil lofthæð í vinnusal. Húsið er fullbúið að utan. Vinnusalur og stigagangur tilbúið að innan. Stór lóð með góðri aðkomu. Byggingaréttur á lóð. V. 33, 0 m. 2245 Bæjarlind - Kóp. Vorum að fá í sölu 224 fm skrifstofu- og þjónustu- húsnæði á góðum stað með góðu út- sýni. Raf- og tölvulagnir, parket á gólf- um. LAUST STRAX. V. 25 m. 2284 Skemmuvegur - Kóp. Vorum að fá í sölu 240 fm iðnaðarhúsnæði með tveimur innkeyrsludyrum. Í dag er eignin tvískipt með léttum vegg á milli. Í báðum bilum eru klósett og kaffistof- ur. V. 16,8 m. 2287 Langholtsvegur Vorum að fá í sölu 2ja herbergja 59 fm íbúð á jarð- hæð. Íbúðin er öll nýstandsett. Nýjar innréttingar gólfefni og innihurðir. Park- et og flísar á gólfum. V. 10 m. 2295 Esjugrund - m. aukaíbúð Í einkasölu mjög fallegt 2ja hæða, 262 fm, einbý. á góðum útsýnisstað á Kjalarnesi. Húsið er með afar vönduðum innr. Niðurlímt parket á efri hæð. 3 stór svherb. Fataherb. innaf hjónaherb. Vönduð snyrting og ný eldhúsinnr. Á neðri hæð er skemmtileg íbúð með sérinngangi. Áhv. 5,7 m. byggingarsj. 2,6 m. húsbréf. V. 20,9 m. MOSFELLSBÆR Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 9-17 UNGUR drengur leit upp tilfrænda síns umfram aðra,taldi hann vera heimsinsmesta speking og trúði hverju orði sem fram gekk af hans munni. Þó kom að því að þetta ofur- álit varð fyrir miklum hnekki. Hann heyrði frændann segja „á þessari stuttu ævi mannsins“ í heimspeki- legum orðræðum við spekinga af næstu bæjum. Hvernig gat jafnvís maður og frændi sagt aðra eins vitleysu, hugs- aði fimm ára snáðinn? Sá litli vissi að afi var yfir áttatíu ára og að í sveitinni voru fleiri slíkir fornaldargripir sem höfðu jafnvel lif- að ennþá fleiri ár. Áttatíu ár, þvílík eilífð! Síðan eru liðnir margir tugir ára og sá sem var lítill þá veit betur í dag, hann veit að ævi mannsins líður hratt og því hraðar sem árin verða fleiri. Þetta eru sannindi sem farsælla væri að ungir vissu strax á barnsaldri, kannski færu þeir þá oft betur með þennan fjársjóð sem lífið er. En það var ekki ætlunin að verða háfleygur eða væminn þótt það sé af- mæli í dag. Það er hreint með ólíkindum að það eru liðin 10 ár síðan fyrstu „Lagnafréttir“ birtust í Fasteigna- blaði Morgunblaðsins. Þá var ætlunin að skrifa fimm pistla en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eru þeir enn að birtast, lík- lega óskiljanlegast fyrir þann sem þá skrifar. Til hverra er skrifað? Það urðu margir hvumsa þegar fyrsti pistillinn birtist, einkum tæknimenntaðir menn í lagnamálum sem vissu um þær fyrirætlanir, að skrifa slíka pistla, og bjuggust við hátíðlega lærðum pistli á tæknimáli sem fáir botnuðu í, slíkur stíll hefur löngum verið talinn bera vott um mikla þekkingu sem væri ekki allra. Fyrsti pistillinn var líka tækni- menntuðum mönnum óskiljanlegur. Hvað á maðurinn við með fyrir- sögninni „Hríðarveður fyrir Fjalla-Eyvind“? Að sjálfsögðu hefðu fáir menn frek- ar en Eyvindur blessaður haft þörf fyrir góðar lagnir, hitaveitu og sturtu, þar sem hann hírðist í svörtu skamm- degi og blindbyl uppi á reginöræfum og meira að segja kvenmannslaus með köflum. En sá rammi sauðaþjófur fór samt ekki með öllu á mis við gæði sem heit böð, hann hefur áreiðanlega kunnað að notfæra sér „heita potta“ á Hvera- völlum og víðar sem slíkan munað var að finna uppi á öræfum Íslands, jafn- vel nagað lambaskanka, þjófstolinn að sjálfsögðu, sem hann hefur soðið í öðrum heitari potti. Er Fjalla-Eyvindur einn af frum- kvöðlum Íslands í nýtingu heita jarð- vatnsins? En þessi fyrsti pistill var svolítið „nastí“ eins og fleiri hafa reyndar verið síðar meir, það verður að játa. Það sem átt var við í fyrirsögninni var að mörg loftræsikerfi hérlendis væru kjörin sem leikhljóð við uppsetningu á hinu fræga leikriti Jóhanns Sig- urjónssonar um útlagann, sér- staklega þegar hann og Halla hírast í köldum kofanum í síðasta þætti, nær hungurmorða og hríðin gnauðar úti með hinum ámátlegustu hljóðum. Hvort sú saga er sönn eða ekki skiptir ekki máli, hún er jafngóð fyrir því, að við uppsetningu á Fjalla- Eyvindi hjá leikfélagi úti á landi hafi loftræsikerfið einfaldlega ekki verið haft í gangi á sýningunni fyrr en í síð- asta þætti. Þá hafi kuldahrollur hrísl- ast niður hrygg hvers leikhússgests, svo magnaður hafi „effektinn“ verið. Þetta þótti lærðum mönnum vond fræði og þá var tilganginum náð, það hefur aldrei verið ætlunin að skrifa fyrir þá enda margir slíkir sem forð- ast að lesa þessa pistla. Þeir eru einfaldlega ætlaðir fyrir hinn almenna lesanda, fyrir húseig- anda, hvort sem hann á gamalt hús í Breiðholti eða er að byggja nýtt á Blönduósi. Það hefur einnig komið í ljós með tímanum, miðað við und- irtektir og oft skemmtilegan tölvu- póst, að áhugi á lögnum og lagnakerf- um í húsum er snöggtum meiri hjá húsmæðrum en körlum þeirra, þær virðast láta sig það miklu meira varða hvort allt sé í lagi eða ekki, hvort kraninn lekur eða hvort hann vinnur sitt skilvirka áreiti á sálartetrið með taktbundnum dropahjóðum. Ekki ætlar sá er hér situr sér þá dul að meta hvort þessir pistlar eru einhvers virði eða ekki. Hinsvegar hafa þeir vonandi komið að einhverju gagni á þann hátt að húseigendur geri sér betri grein fyrir því að lagnir eru ekki eilífar, né verk þeirra lagna- manna sem kerfin lögðu. Að sjálfsögðu hefur oft komið upp sú hugsun hvort ekki sé nóg komið, en það er erfitt að skiljast við þetta fósturbarn sem einhverntímann hlýt- ur að verða fullþroskað og hverfa. Það verður vonandi gefin aðvörun og skemmtilegra yrði að þau endalok kæmu ekki of seint, betra að sagt yrði „synd að þessir þættir séu á enda“ frekar en „að hann skuli vera að burðast við að skrifa ennþá“. En afmælið er staðreynd. Það er afmæli í dag Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.