Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Áhugahópur um ónæmisbilanir Barist gegn ónæmisbilun ÁHUGAHÓPUR ummeðfæddanónæmisgalla var stofnaður 11. maí síðastlið- inn. Félagið var stofnað innan Asma- og ónæmis- félagsins og Umhyggju – félags langveikra barna. Til þess að forvitnast nán- ar um sjúkdóminn ræddi Morgunblaðið við Helgu Ingvarsdóttur, einn að- standenda hópsins. – Hvað er meðfæddur ónæmisgalli? „Meðfæddur ónæmis- galli er mjög sjaldgæfur sjúkdómur en algengt er að sjúklingar fái auknar sýkingar, ofnæmi og sjálfs- ofnæmissjúkdóma. Í dag eru yfir 100 mismunandi gallar þekktir innan ónæmiskerfisins. Alvarleiki og sjúkdómsmynd hvers og eins fer eftir því innan hvaða starfseining- ar ónæmiskerfisins gallinn er. Sumir þessara galla eru svo alvar- legir að þeir leiða til bráðs dauða strax á fyrstu mánuðum eftir fæð- ingu, meðan aðrir uppgötvast ekki fyrr en barnið er komið á annað ár, eða enn síðar. Það sem er þó sammerkt er aukin hætta á sýk- ingum. Þannig fá einstaklingar með mótefnagalla (MÓG) endur- teknar sýkingar sem oft svara ekki hefðbundinni meðferð. Einn- ig geta skaðlitlir sýklar hjá ein- staklingi með eðlilegt ónæmis- kerfi valdið lífshættulegum sýk- ingum hjá barni með MÓG. Foreldrar og læknar þessara barna verða að hafa allan vara á þegar einkenni sýkinga gera vart við sig. Einnig hafa margir þess- ara einstaklinga aukna hættu á því að fá asma og ofnæmi, sjálfs- ofnæmi, suma gigtarsjúkdóma, eða krabbamein. Geta því sumir MÓG–sjúkdómar lagst t.d. á húð, lungu, hjarta, meltingarveg eða taugakerfi.“ – Hvernig er líf einstaklinga með mótefnagalla? „Vegna mikilla framfara í greiningu og meðferð þessara sjúkdóma hafa lífslíkur einstak- linga með mótefnagalla (MÓG) batnað mikið frá því sem áður var. Kemur þar bæði til beinskeyttari meðferð og betri árangur í formi forvarna. Mörgum einstaklingum með skort á mótefnum er þannig haldið einkennalitlum með reglu- bundnu eftirliti og gjöf mótefna í æð eða undir húð. Einnig hefur gjöf boðefna ónæmiskerfisins sem efla ónæmisvarnir gegn ákveðn- um sýklum gefið góðan árangur. Með réttri meðferð eru því mögu- leikar einstaklinga með MÓG til eðlilegs lífs margfalt betri en var fyrir fáum árum. Börnum er gefið mótefni, sem unnið er úr blóði, en sú meðferð tekur langan tíma í hvert sinn. Vonir standa til að við foreldrar getum farið að sinna mótefnagjöfinni heima og létt þannig álagi af sjúkrahúsum og börnunum. Í dag er staðan sú að það er ekki hægt að lækna þennan sjúkdóm en það er hægt að hjálpa fólki til að lifa eins eðlilegu lífi og kostur er. Við vitum aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér og allar sýkingar geta verið hættulegar.“ – Hvernig getur starfsemi ónæmiskerfisins raskast? „Mótefnagallar eru oftast arf- gengir og erfast frá móður eða föður. Hafa þeir því orðið til vegna stökkbreytingar erfðavísis sam- eindarinnar sem gölluð er. Leiðir það til þess að starfsemi hennar raskast og sú starfseining sem sameindin eða próteinið tilheyrir innan ónæmiskerfisis virkar ekki sem skyldi. Stundum hefur stökk- breytingin gengið á milli kynslóða án þess að valda sjúkdómi. Þannig geta foreldrar og systkini verið arfberar sjúkdómsins án þess að hafa sjúkdóminn sjálf. Einnig geta orðið til skyndilegar stökk- breytingar við fjölgun kynfruma án þess að slíkar breytingar finn- ist hjá foreldrum. Vegna þessa er ekki óalgengt að ákveðnir mót- efnagallar liggi í ættum. Starf- semi ónæmiskerfisins getur einn- ig raskast í kjölfar utanaðkomandi áreitis. Geta bæði vírusar og sum lyf haft tímabundin eða varanlega lamandi áhrif á starfsemi þess.“ – Hver eru helstu einkenni sem gætu bent til ónæmisgalla? „Einkenni sem geta bent til ónæmisgalla eru til dæmis átta eða fleiri eyrnabólgur á ári, tvær eða fleiri alvarlegar nef- og kinn- holsbólgur á ári, meðferð sýkla- lyfja í tvo mánuði án teljandi ár- angurs, tvær eða fleiri lungna- bólgur á ári, vanþroski eða léleg þyngdaraukning ungbarna, end- urtekin sveppasýking í munni eða húð eftir að eins árs aldri er náð, nauðsyn á sýklalyfjagjöf í æð til meðhöndlunar á annars vægum sýkingum og tvær eða fleiri alvar- legar sýkingar, s.s. heilahimnu- bólga eða sýkingar í beinum.“ – Hver eru helstu markmið áhugahópsins? „Með stofnun þessa félags erum við að reyna að finna leiðir til að börnin okkar geti reynt að lifa sem eðlilegast og reyna að fækka sjúkrahúsferðum. Við erum að ala upp börn sem hafa sjúkrahúsið sem sitt annað heimili og þekkja ekkert annað. Nor- rænu samtökin (Prim- ær immunbrist organ- isationen, PIO) sendu hver sinn fulltrúa til að stofna með okkur þetta félag, en þau höfðu lengi unnið að stofnun félags hér. Þau hafa boðið tveimur foreldrum að koma á Norðurlandaráðstefnu um ónæmisgalla sem haldin er í Finn- landi í þessum mánuði og einnig á Evrópuþingið sem haldið verður í Weimar í Þýskalandi í október nk.“ Helga Ingvarsdóttir  Helga Ingvarsdóttir fæddist 9. ágúst 1967 á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmennta- skólanum á Akureyri árið 1987 og er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands ásamt kennslu- réttindum. Helga starfar sem að- stoðarmaður forstöðulæknis Rannsóknastöðvar Hjartavernd- ar. Sonur Helgu er Elvar Sigur- geirsson. Mótefnagjöf erfið og tíma- frek fyrir barn VIÐ Bláa lónið í Mývatnssveit eru uppi hugmyndir um að reisa myndarlega baðaðstöðu í anda gamla tímans, en þar hafa baðgestir stundað böð í affalli af borholu í Bjarnarflagi. Að sögn Péturs Snæbjörnssonar, forseta Baðfélags Mývatnssveitar, sem stofnað var árið 1998 af áhuga- mönnum um jarðböð, er engin aðstaða sem stendur við lónið. Hann segir að það aftri þó ekki ferðamönnum og þeim sem leið eiga um svæðið frá því að baða sig í lón- inu og áætlar hann að á annað hundrað manns hafi bað- að sig þar daglega í sumar. Ljósmynd/Áskell Þórisson Við Bláa lónið í Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.