Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 45
Námskeið til 30 rúml./65 brúttótonna skipstjórnarréttinda hefst miðvikudaginn 4. september. Kennsla Austurbugt 3 kl. 19-23 mánudaga og miðvikudaga. Ekki missa af þessu námskeiði. Innritun í síma 898 0599 og 588 3092 bha@centrum.is www.centrum.is/siglingaskolinn Siglingaskólinn Meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla VANTAR ÞIG EKKI SKIPSTJÓRNARRÉTTINDI? MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 45 DAGBÓK FYRR á öldum fór forsjált fólk með tvær körfur út í búð svo ekki þyrfti að „setja öll eggin í sömu körfuna“. Á okkar dögum kaupa hinir varfærnu hlutabréf í fleiri en einu fyrirtæki. Forsjálir bridsspilarar – fyrr og síðar – nota sömu hugmynda- fræði: þeir reyna að sam- nýta þá möguleika sem spil- ið býður upp á. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ G1094 ♥ ÁK103 ♦ K98 ♣D9 Vestur Austur ♠ ♠ Á73 ♥ D9542 ♥ 87 ♦ D63 ♦ 72 ♣2 ♣ÁG10763 Suður ♠ D8 ♥ G6 ♦ ÁG1054 ♣K854 Spilið kom upp á alþjóð- legri bridshátíð í Hong Kong í upphafi mánaðarins. Kínverjinn David Chen varð sagnhafi í þremur gröndum og sýndi hvernig best væri að dreifa áhættunni. Sagnir gengu: Vestur Norður Austur Suður – 1 hjarta 2 lauf 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Vestur kom út í lit makk- ers, með lauftvistinn. Chen stakk upp drottningu og þvingaði austur til að taka með ás. Austur átti næsta slag á laufgosa, en skipti síð- an yfir í spaða. Vörnin tók þar tvo slagi og spilaði spaða í þriðja sinn. Chen henti tígli í þriðja spaðann og svo hjartagosa í þann fjórða! Tók síðan tvo efstu í tígli, en ekki kom drottningin. Chen tók nú laufkóng. Vestur hafði áður hent hjarta í lauf- gosann og varð því að fórna öðru hjarta til að halda í tíguldrottningu. Hjartatíu var næst svínað, sem var áttundi slagurinn, en hjarta- þristurinn varð sá níundi og mikilvægasti. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 27. ágúst, verður áttræður Sig- urður Kristinsson málara- meistari, Hringbraut 9, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Anna Dagmar Dan- íelsdóttir. Þau verða að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 27. ágúst, er fimmtugur Sigur- geir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasam- taka Íslands. Eiginkona hans er Málfríður Þórarins- dóttir og munu þau hjón taka á móti vinum og kunn- ingjum í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 30. ágúst milli kl. 17 og 20. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Það er auðvelt að umgangast þig, þú getur unnið vel með öðrum og þú getur verið fyr- irmyndarforeldri. Á þessu ári munt þú einbeita þér að nánum samböndum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú færð tækifæri til að skýra ákveðið mál í dag. Þér mun ganga vel að útskýra mál þitt því þér er liðugt um mál og getur jafnframt hlustað á aðra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag er góður dagur til að setjast niður með öðrum og ræða um vandamál sem tengjast vinnunni. Þetta mun hreinsa andrúmsloftið og leiða til jákvæðrar niður- stöðu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að gefa þér tíma til heilaleikfimi. Fjöldi hug- mynda eru að brjótast um í þér þótt sumar séu ekki sér- lega hagnýtar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Taktu þér tíma til að skoða hug þinn og einkalíf með það að markmiði að gera áætlan- ir, leggja mat á hvort þú sért á réttri leið eða hvaða breyt- ingar gætu verið jákvæðar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Allt sem krefst hugsunar höfðar til þín í dag. Lestu bók, skráðu þig á námskeið eða ræddu við aðra um áhugaverðar hugmyndir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að einbeita þér að viðskiptum eða atvinnumál- um í dag. Þú munt einnig kaupa meira en venjulega. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þig langar í ferðalag. Þú færð skyndilega áhuga á mörgu og vilt kanna veröld- ina í kringum þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í dag er gott að vinna að rannsóknum. Þú vinnur best í einrúmi um þessar mundir og því er í lagi að krefjast næðis. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ræddu við vin um vonir þín- ar og framtíðardrauma. Hug- myndir þínar í dag eru grundvöllur þess sem gerist á morgun. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Íhugaðu hvert þú ert að stefna í starfi og hvort þú sért að þróast í rétta átt eða sért aðeins að láta tímann líða. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt njóta samræðna um heimspeki, trúmál eða stjórnmál í dag. Þú sýnir ólíkum sjónarmiðum skilning og vilt auka þekkingu þína. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft væntanlega að ræða og semja um fjármál í dag. Á næstu vikum skalt þú skil- greina þær skuldbindingar sem þú hefur með öðrum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ljóðabrot Áfangar Liðið er hátt á aðra öld; enn mun þó reimt á Kili, þar sem í snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili; hleypur svo einn með hærusekk, hverfur í dimmu gili. Þverhöggvið gnapir Þúfubjarg þrútið af lamstri veðra; Ægir greiðir því önnur slög, ekki er hann mildur héðra; iðkuð var þar á efstu brún íþróttin vorra feðra: Kolbeinn sat hæst á klettasnös, kvaðst á við hann úr neðra. – – – Jón Helgason 1. d4 b6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb7 4. a3 f5 5. Rc3 Rf6 6. g3 Re4 7. Dc2 Be7 8. Bg2 Rxc3 9. Dxc3 O-O 10. O-O Bf6 11. Hd1 a5 12. b3 Rc6 13. Dc2 Re7 14. Re1 Bxg2 15. Rxg2 Rc8 16. Bb2 Rd6 17. Hac1 c6 18. f3 a4 19. bxa4 Db8 20. e4 fxe4 21. fxe4 Bg5 22. Hb1 Da7 23. c5 Rc8 24. a5 bxc5 25. dxc5 d5 26. Bd4 Dxa5 27. exd5 cxd5 28. Hb7 Bf6 29. Bxf6 Hxf6 30. Rf4 Dxa3 8. umferð Skákþings Ís- lands, landsliðsflokki, hefst í dag kl. 17, 27. ágúst, í íþrótta- húsinu á Sel- tjarnanesi. Sel- tjarnarnesbær er bakhjarl mótsins og eru aðstæður á skákstað allar til fyrirmyndar. Staðan kom upp í mótinu og hafði Bragi Þorfinns- son (2362) hvítt gegn Jóni Garðari Viðarssyni (2378). 31. Hxg7+! Kxg7 32. Rh5+ Kf8 33. Rxf6 De3+ 34. Kg2 Re7 35. Hf1 Rf5 36. Rxd5 De5 37. Rb6 Ha7 38. Dd2 Ke8 39. He1 Ha2 40. Dxa2 Dxe1 41. Da4+ Ke7 42. Dd7+ Kf6 43. Dd3 Dc1 44. h4 Re3+ 45. Kf3 Rf5 46. Rc4 Ke7 47. Re5 Dh1+ 48. Kf4 Dc1+ 49. Kf3 Dh1+ 50. Kg4 Kf6 51. Rf3 Ke7 52. c6 h5+ 53. Kxh5 Rxg3+ 54. Kg6 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 27. ágúst, er áttræð Guðbjörg Einarsdóttir, Hvassaleiti 58. Guðbjörg er að heiman í dag. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 2.798 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Hjördís Ýr Bogadóttir, Þórdís B. Gunnarsdóttir, Birta Bæringsdóttir og Rebekka Ragnarsdóttir. Morgunblaðið/Þorkell Hlutavelta Hættu þessum látalát- um eins og skot, Skjása! Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14 ÚTSÖLULOK 30% viðbótarafsláttur við kassa í dag og á morgun - lokað á fimmtudag Nýjar vörur á föstudag Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið komið af nýjum vörum Munið 1.000 kr. slána YOGA Námskeiðin hefjst 3. september. Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m.a. byggir námskeiðin á sinni eigin reynslu. Tilgangur námskeiðsins er að takast á við daglegt líf að nýju með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk að sættast við líkamann. Grunnnámskeiðin hefjast einnig 3. september. Námskeiðin verða haldin hjá Ljósheimum að Brautarholti 8, Reykjavík. Fyrir þá sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Skráning og upplýsingar eru hjá Arnhildi í síma 895 5848.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.