Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU í dag fylgir auglýsingablað um Kína frá Úrvali-Útsýn. Blaðinu verður dreift um allt land. MYNDASAFN Morgunblaðsins, sem hefur að geyma hátt í 60 þús- und ljósmyndir sem birst hafa í Morgunblaðinu, verður opnað í dag á mbl.is. Myndasafnið er öllum að- gengilegt og hægt er að leita að myndum án þess að greiða sér- staklega fyrir það. Sé þess hins veg- ar óskað að kaupa myndir, ann- aðhvort til einkanota eða birtingar, þarf að skrá sig sem viðskiptavin í safninu. Allar upplýsingar um skráningu, notkun, þjónustu og verð má lesa á upphafssíðu Myndasafns- ins undir yfirskriftinni Hjálp. Nýjar myndir bætast í Mynda- safnið á hverjum degi en í því eru þrjú aðgreind söfn. Fyrst er að telja safn með rúmlega 48 þúsund mynd- um sem birst hafa í Morgunblaðinu frá árinu 1999 til dagsins í dag. Þá er safn Ólafs K. Magnússonar, ljós- myndara Morgunblaðsins til fjölda ára, en þar er að finna 4.800 myndir frá árunum 1947 til 1996. Unnið er að vistun nýrra mynda í því safni jöfnum höndum. Að lokum er svo safn með um 3.000 myndum frá ár- unum 1972 til 1987 og eru þær ein- göngu seldar til birtingar. Myndirnar eru afhentar kaup- endum í tölvutæku formi. Þeir sem skrá sig fyrir einkanotum geta einn- ig valið um útprentun á Kodak- ljósmyndapappír hjá Hans Petersen og ýmist fengið myndirnar sendar heim eða sótt þær í verslanir Hans Petersen. Um fjórar mismunandi stærðir myndapappírs er að velja. Höfundar myndanna og Morg- unblaðið eiga í sameiningu höfund- arrétt að þeim. Þegar myndir eru keyptar til birtingar er óheimilt að nota þær á þann hátt, að í bága fari við réttindi þess sem birtist á mynd eða á annars lögverndaðan rétt yfir myndefni, nema aflað sé samþykkis hans fyrirfram. Kaupanda ber að sjá til þess, að slíkra réttinda sé gætt. Hægt er að komast í Myndasafnið með því að smella á flipann Mynda- safn á forsíðu mbl.is eða slá inn slóð- ina http://www.mbl.is/myndasafn/. Myndasafn Morgunblaðsins opnað almenningi FORSETI neðri deildar ítalska þingsins, Pier Ferdinando Casini, kom hingað til lands í opinbera heimsókn seint á föstudagskvöld ásamt fylgdarliði. Í gærmorgun tók Halldór Blöndal, forseti Alþingis, á móti honum auk þess sem hann fundaði með fulltrúum þingflokk- anna, Geir H. Haarde fjármálaráð- herra og Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra. Að sögn Halldórs fór vel á með þeim og rifjuðu þeir upp heimsókn hans til ítalska þingsins fyrir fjór- um árum. Þá sýndi Halldór Casini þinghúsið en ítalski þingforsetinn er fyrsti opinberi gesturinn sem kemur inn í hinn nýja skála Alþing- is og sagði Halldór hann hafa haft gaman af því. „Við töluðum aðallega um þá þýðingu sem þingin hafa fyrir sögu þjóðanna og mikilvægi þess að þingmenn frá mismunandi löndum kynnist og vinni saman til þess að ná góðum árangri bæði í eigin lönd- um og á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Halldór. Í gær var skipulagður hádeg- isverður í boði forseta Alþingis í Perlunni, fundur ítalska þingforset- ans með löndum sínum búsettum á Íslandi, skoðunarferð um Þingvelli, Gullfoss og Geysi og kvöldverður í Skíðaskálanum í Hveradölum. Sér- stök dagskrá var fyrir dætur Cas- inis sem voru með honum í för. Heimsókn þingforsetans og fylgdarliðs hans lýkur í dag. Fyrstur opinberra gesta til að skoða nýja þingskálann Morgunblaðið/Sverrir Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, Jóhanna Guðmundsdóttir túlkur og Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, sem hér býður ítalska starfsbróður sínum, Pier Ferdinando Casini, inn í nýja Alþingisskálann. kvöld. Tveir 18 ára piltar voru með í bílnum og voru þeir fluttir á slysa- deild. Ökumaðurinn var útskrifaður af gjörgæsludeildinni í gær, en sam- ferðamenn hans voru minna slasaðir. Nota þurfti tækjabíl Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til að ná pilt- unum út úr bílflakinu sem stað- næmdist inni á lóð við Kópavogs- braut 1b, skammt frá hjúkrunarheimili aldraðra. Var slysavettvangurinn ljótur að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Lögreglu- menn sem komu akandi á móti eftir Hafnarfjarðarveginum urðu vitni að kappakstri bílanna, sem endaði með því að bíllinn, sem er af BMW-gerð, fór í loftköstum út af veginum og valt 30 metra og skemmdi tvo kyrrstæða bíla áður en hann stöðvaðist í trjá- beði. Brak úr bílnum dreifðist um víðan völl og voru starfsmenn Kópa- vogsbæjar kallaðir út til að hreinsa til á vettvangi. Í bílveltunni lagðist þakið á bílnum saman og þurfti að skera flakið í sundur til að komast að hinum slös- uðu. Ökumaður og farþegar úr öðr- um bílnum sem tók þátt í kappakstr- inum gáfu sig fram við lögregluna en ekki er vitað hvað varð um þriðja bíl- inn. Ekki er grunur um ölvun við akstur en tildrög slyssins fara í rann- sókn hjá lögreglunni. Biður lögregl- an þá sem urðu vitni að atburðinum að gefa sig fram svo og ökumann þriðja bílsins sem tók þátt í kapp- akstrinum. 17 ÁRA ökumaður sportbíls var lagð- ur inn á gjörgæsludeild Landspítal- ans vegna meiðsla sem hann hlaut þegar hann missti stjórn á bílnum í kappakstri við tvo aðra bíla á Hafn- arfjarðarveginum seint á föstudags- Morgunblaðið/Júlíus Sportbíllinn er gjörónýtur en hann fór í loftköstum yfir brekkubrúnina í fjarska og kyrrstæðu bílana áður en hann staðnæmdist. Þrír á slysadeild eftir kappakstur ♦ ♦ ♦ TVEIR bræður, 18 og 20 ára, voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir bílveltu á Nesjavallavegi í fyrrinótt. Lögreglan á Selfossi var kölluð á slysstað ásamt sjúkraliði úr Reykjavík og voru piltarnir fluttir til Reykjavíkur. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður, að sögn lög- reglu, og var blóðsýni tekið úr honum. Að sögn lögreglunnar munu bræðurnir ekki hafa verið með bílbelti spennt. Ökumaðurinn mun hafa slasast talsvert og skaddast á hálsliðum. Bílvelta á Nesja- vallavegi ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gærmorgun veikan sjómann til Vestmannaeyja. Maðurinn var staddur um borð í skipi skammt frá Dyrhólaey þegar skipverjar óskuðu eftir því um miðnættið að hann yrði fluttur til lands. Björgunarbátur sendur út Vegna slæms skyggnis var ekki flogið að skipinu heldur sendur björgunarbátur frá Vestmannaeyj- um. Var maðurinn lagður inn á sjúkrahús í Eyjum þar sem læknar komust að þeirri niðurstöðu að flytja bæri manninn til Reykjavík- ur. Slæmt skyggni kom í veg fyrir að unnt væri að flytja hann með sjúkraflugi og því sótti þyrla Land- helgisgæslunnar hann. Lenti hún með sjúklinginn við Landspítala í Fossvogi í gærmorgun þar sem hann fór í aðgerð. Veikur sjómaður sóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.