Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 43 Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is ● Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. ● Gömul og þekkt sérverslun við Laugaveg með nærföt og náttföt. Góð evrópsk umboð. Velta um 2—3 m. kr. á mánuði sem hægt er að marg- falda. Ágætur hagnaður. Auðveld kaup. ● Öflug heildverslun með neytendavörur. Ársvelta 180 m. kr. ● Ein stærsta og besta myndbandasjoppa borgarinnar. Ársvelta 100 m. kr. Mikill hagnaður, góð fjárfesting. ● Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins. ● Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og mat- vælafyrirtæki. Framlegð 5 m. kr. á ári. ● Lítil smurbrauðsstofa með góð tæki og mikla möguleika. ● Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1-2 starfsmenn, sérstaklega smiði. ● Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 130 m. kr. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð. ● Stór krá í miðbænum. Einn stærsti bjórsölustaður borgarinnar. ● Þekkt innrömmunarfyrirtæki með eigin innflutning. Ársvelta um 20 m. kr. Meðeign eða sameining möguleg. ● Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi. ● Barnavöruverslun og heildverslun. Góð umboð. Ársvelta 25 m. kr. ● Trésmiðja í nágrenni Reykjavíkur. Eigið húsnæði. Ágæt tæki. ● Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. ● Vel þekkt húsgagnaverslun. Eigin innflutningur. Ársvelta 24 m. kr. Hag- stætt verð. ● Kaffihús við Laugaveg. Velta 1,5 m. kr. á mánuði. Auðveld kaup. ● Stór heildverslun með iðnaðarvélar. Ársvelta 200 m. kr. ● Heildverslun með sælgæti. 60 m. kr. ársvelta. Föst viðskipti. Góður hagnaður. Meðeign eða sameining möguleg. ● Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning. ● Þekkt myndbandasjoppa í Breiðholti með góða veltu. Auðveld kaup. ● Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr. Föst viðskipti við traust fyrirtæki. Hentugt fyrir tvo samhenta bifvéla- virkja. ● Lítil rótgróin bókaverslun í góðu hverfi. Ársvelta 13 m. kr. ● Verslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju ári. Sérstak- lega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón. ● Rótgróin lítil sérverslun með töskur o.fl. Ársvelta um 10 m. kr. Auðveld kaup. ● Eitt af vinsælustu veitingahúsum bæjarins. Mjög mikið að gera. ● Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda, ársvelta 40 m. kr. ● Rótgróin deild úr heildverslun með búsáhöld. Sala 10,2 m. kr. á ári, framlegð 5 m. kr. ● Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. ● Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vinnuvélar, lyftara o.fl. Ársvelta 50 m. kr. ● Stór og mjög vinsæl krá í úthverfi. Einn sá heitasti í borginni. ● Rótgróin hárgreiðslustofa í Múlahverfi. 5 stólar og aðstaða fyrir snyrti- og naglastofu. ● Blómakúnst, Selfossi. Rótgróin blómaverslun með góða veltu og af- komu. ● Lítill söluturn — myndbandaleiga í Háaleitishverfi. Auðveld kaup. ● Lítil en mjög efnileg heildverslun með umhverfisvæn hreinsefni. ● Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður. ● Lítil blómaverslun í Breiðholti. Falleg búð í stóru hverfi. Auðveld kaup. ● Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Á fundinum verður tekin til meðferðar og afgreidd tillaga stjórnar kjördæmisráðsins um að viðhaft skuli prófkjör samkv. c-lið í 2. gr. prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins við val á framboðslista flokksins í alþingiskosningum vorið 2003. Dagskrá aðalfundar: Fundur verður settur kl. 14.00 laugardaginn 28. september. 1. Skipun kjörbréfanefndar, uppstillingarnefndar og allsherjarnefndar. 2. Skýrsla fráfarandi stjórnar og reikningar kjördæmisráðsins. 3. Lagabreytingar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Stjórnarkjör: a) Kjör formanns. b) Kosning 6 stjórnarmanna. c) Kosning 7 varamanna. 6. Kosning kjörnefndar, 14 aðalmenn og 3 til vara. 7. Kosning fulltrúa í flokksráð skv. 14 gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins ,14 aðalmenn og 14 til vara. 8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. 9. Önnur mál. a) Stjórnmálaályktun, umræður og afgreiðsla. b) Tillaga stjórnar um prófkjör við val á framboðslista flokksins við næstu alþingiskosningar. Gert verður fundarhlé og haldið til sameiginlegs kvöldverðar með skemmtiatriðum heimamanna. Fundi er framhaldið kl. 11.00 á sunnudegi. c) Umræður og afgreiðsla á tillögu stjórnar um prófkjör við val á framboðslista flokksins við næstu alþingiskosningar. Gert er ráð fyrir að fundi ljúki með hádegisverði. Stjórn Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verður haldinn dagana 28. og 29. september 2002 í Félagsheimilinu Klifi, Snæfellsbæ. Á SÓLRÍKUM sumardegi, þegar strekkingsvindur blæs af norðri, leggst brúnleitt mistur yfir hluta Suðurlands, oft svo þétt að fjallasýn hverfur. Þetta þekkja þeir vel, sem búa í Bláskógabyggð. Hvaðan kemur þetta mistur? Suðvestan undir Langjökli er Hagavatn, jökullón, sem var miklu stærra fyrrum, en minnkaði mikið eftir að Farið, en svo nefnist áin, sem frá því rennur, gróf sér nýjar farveg snemma á síðustu öld. Þá varð stór hluti vatnsbotnsins á þurru. Hann var þakinn þykkum jökulleir, sem nú þornaði og fýkur til við minnsta vindgust. Í tímans rás hefur þessi þurri jökulleir herj- að á gróinn afrétt byggðarmanna og eytt gróðri, ekki síst á Haukadals- heiði. Það sjá þeir best, er aka Línu- veginn, þ.e. frá Kaldadalsvegi, fyrir norðan Skjaldbreið, að Kjalvegi. Öll stærstu vatnsföll landsins koma undan jöklunum stóru á mið- hálendi Íslands. Þetta eru kolmó- rauðar jökulár, sem bera árlega til hafs milljónir tonna af jarðefnum (jökulleir). Lítið, sem ekkert af þessum leir verður eftir á landi, en þó eru undantekningar, einkum fyr- ir norðan Dyngjujökul. Þar flæmast upptakakvíslar Jökulsár á Fjöllum um slétta sanda og skilja eftir jökul- leir. Í þurri sunnanátt þyrlast hann hátt í loft upp og herjar á landið þar fyrir norðan með sama hætti og ger- ist sunnan við Hagavatn. Grónar landspildur eyðast þar smátt og smátt. Þetta þekkja þeir vel, sem hafa ekið Gæsavatnaleið eða gist Herðubreiðarlindir og Öskju. Á liðnum áratugum hafa íslensk stjórnvöld mótað þá stefnu að stífla helstu jökulvötn landsins til raf- orkuframleiðslu. Þannig hefur leir- framburður Tungnaár verið heftur og hann safnast fyrir í Krókslóni við Sigöldu, framburður Köldukvíslar fellur til botns í Háöldulóni, sem einnig hefur verið nefnt Fagralón!, og framburður Þjórsár stöðvast í Sultartangalóni (og ef fer fram sem horfir mun hann safnast fyrir í fyr- irhuguðu Norðlingaöldulóni). Síðast en ekki síst skal nefna Jökulsá á Dal, sem er afkastamesta jökulleir- fljót landsins. Framburður hennar mun safnast fyrir í lóninu við Kára- hnúka, ef svo fer fram sem horfir. Þeir sem stjórna hafa marglýst því yfir, að unnt sé að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar þessara fram- kvæmda. Þótt þessir aðilar séu máttugir, get ég ekki séð, að þeir hafi tök á að hefta framburð jökul- leirsins og koma í veg fyrir að hann safnist fyrir í uppistöðulónunum. Því munu, samkvæmt öllu eðlilegu, þessi lón fyllast af jökulleir í tímans rás. Og þegar það hefur gerst mun sama ástand skapast sem við þekkj- um frá Hagavatni og af Gæsavatna- leið. Að sjálfsögðu mun þetta ekki ger- ast á meðan okkar kynslóð og tvær- þrjár næstu lifa í þessu landi, en að skuldadögunum mun koma fyrr en síðar. Hvað ætla stjórnvöld að segja við þessa niðja okkar? Hafa þau eitt- hvað haldgott í erminni, sem getur komið í veg fyrir þetta stórkostlega slys? Ég hef ekkert heyrt af því, en þætti afar fróðlegt að fá að vita, hvað menn hugsa í því efni. Fyrir nokkrum vikum afþökkuðu Skagfirðingar virkjun Jökulsánna við Villinganes. Þá kom fram, að gljúfur þeirra (stíflulónið) myndu fyllast af jökulleir á 80 árum. Hvað er reiknað með að þau lón, sem nú hafa verið gerð, verði mörg ár að fyllast af leir? Elst þessara lóna, sem nefnd eru hér að framan er Krókslón í Tungnaá. Það var gert fyrir um 30 árum. Fróðlegt væri að fá að vita, hve leirlagið á botni þess er nú orðið þykkt. TÓMAS EINARSSON, Skúlagötu 40, Reykjavík. Þjóðin safnar jökulleir Frá Tómasi Einarssyni: Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár Bjarg - Akranesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.