Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Vilhjálmur Guð-mundsson fædd- ist á Refsteinsstöð- um í Víðidal 6. janúar 1922. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga laugardaginn 14. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurlaug Jak- obína Sigurvalda- dóttir frá Gauks- mýri og Guðmundur Pétursson frá Stóru-Borg í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Systkini Vilhjálms eru: Þrúður Elísabet, Ólöf María, Sigurvaldi Sigurður, Steinunn Jósefína, Sigurbjörg Sigríður, Jón Unn- steinn og Fríða Klara Marta. Vilhjálmur kvæntist 9. ágúst 1944 Jónínu Hallgrímsdóttur frá Hrafnabjörgum á Héraði, f. 1.7. 1922. Börn þeirra eru: Þórdís, f. 23.4. 1947, maki: Örn Björnsson; Guðmundur Víðir, f. 25.4. 1949, maki: Edda Ó. Levy; Ein- ar Hafsteinn, f. 20.4. 1955, maki: Áslaug Eva Árna- dóttir; Sigurlaug Jakobína, f. 16.3. 1959, maki: Sigurð- ur Ingólfsson. Auk þess ólu þau upp dóttur Þórdísar, Jónínu Rakel Gísla- dóttur, f. 11.1. 1965, maki: Þorleif- ur Örnólfsson. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin tvö. Vilhjálmur og Jónína hófu bú- skap á Hraunum í Fljótum 1945 og 1967 fluttu þau að Gauks- mýri í Vestur-Húnavatnssýslu. Síðustu árin hafa þau búið á Hvammstanga. Útför Vilhjálms verður gerð frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Deyr fé, deyja frændur. Á kveðjustund koma þessi orð úr Hávamálum fyrst í hugann þegar ég hugsa um Vilhjálm Guðmunds- son móðurbróður minn og uppá- haldsfrænda. Hann var Húnvetn- ingur, ólst upp í stórum systkinahóp í Víðidal og lést á Hvammstanga þar sem hann bjó mörg síðustu árin. Margar minningar koma upp í hugann frá liðnum árum. Flestar tengjast þær Hraunum í Fljótum. Þegar þeir bræður Vilhjálmur og Pétur móðurbræður mínir voru bændur á Hraunum og bjuggu þar ásamt foreldrum sínum. Fjölskylda mín fluttist frá Súða- vík til Siglufjarðar til að vera ná- lægt ættingjunum á Hraunum í Fljótum. Oft minntist Villi frændi á það þegar hann, þá táningur, fékk það hlutverk að reiða mig á hesti yf- ir Siglufjarðarskarð sem þá var vegleysa. Villa fannst ábyrgðin mik- il. Ég var þá um átján mánaða og söng fyrir hann alla leið, sagði hann. Þarna tengdumst við líklega fyrst en ávallt fannst mér væntumþykja hans mikil, enda var hann mjög til- finningaríkur og barngóður maður. Hann var fremur dulur að eðlis- fari en stundum settist hann niður og skrifaði mér bréf til umhugsunar og uppörvunar um lífið og tilveruna. Þau bréf hef ég oft lesið og varð- veitt vel. Vilhjálmur giftist Jónínu Hall- grímsdóttur frá Hrafnabjörgum á Fljótsdalshéraði. Þau eignuðust börnin sín á Hraunum. Mikill sam- gangur var alltaf á milli frændfólks- ins á Siglufirði og ættingjanna í sveitinni og margar ljúfar minning- ar frá þeim árum sem rifjast upp. Alltaf var pláss fyrir okkur börn- in og gestrisnin mikil svo og glað- værðin. Villi og Jóna voru samtaka, hress og glöð og nógur var matur- inn, lax, silungur, æðaregg og heimabakað brauð og Jóna ekki lengi að leggja á borðið. Villi var mikið náttúrubarn, gekk oft berfættur um túnið. Hann var mikill hestamaður, söng mikið og var spaugsamur. Hann leiðrétti okkur ef móðurmálið var ekki rétt og vildi að við börnin lærðum norð- lensku. Villi hugsaði um kindur og kýr auk hestanna. Einnig var mikið æðarvarp sem hugsa varð um og dúninn þurfti að hreinsa. Verkefnin voru næg og í mörg horn að líta á stórbýlinu hjá þeim bræðrum. Alltaf var samt tími til að taka lagið og er mér minnisstæðast þegar hann söng hástöfum „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“. Mér finnst eins og ég sjái fyrir mér hve vel hefur verið tekið á móti frænda mínum. Mér finnst trúlegt að foreldrar hans og systkinin þrjú sem farin eru á undan, hafi umvafið hann og að nú líði honum vel. Blessuð sé minning Villa frænda míns. Innilegar kveðjur til Jónu og fjöl- skyldunnar frá systkinum mínum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Sigurlaug Kristjánsdóttir. Elsku hjartans pabbi minn. Þeg- ar mér var tilkynnt lát þitt sem bar svo snöggt að, þutu í gegnum huga minn ár uppvaxtar míns og einnig þær stundir sem við áttum saman er ég varð fullorðin. Þú varst stór- brotinn maður og það skiptust á skin og skúrir í lífi þínu og ég ætla að minnast þeirra skínandi, því þær stundir voru margfalt fleiri. Þú varst alltaf syngjandi og yrkjandi ljóð. Mjólkandi kýrnar sungum við saman, í sauðburði, við silungsveiði, dúntekju, á hestbaki, í heyskap, á kvöldin, þegar gesti bar að garði, á mannamótum, alls staðar sungum við feðgin. Þú og mamma kennduð mér móðurmálið vel, það hef ég haft í heiðri síðan. Ef ég fór rangt með lagstúf eða ljóð þá leiðréttirðu mig uns ég fór rétt með. Þú varst höfð- ingi heim að sækja, þú hafðir unun af því að veiða og það var þín fróma ósk að færa björg í bú. Þú vitnaðir oft í móður þína, sem þú yngdir upp í mér með nafni hennar, og þá kom sérstakt blik í augu þín sem ég aldr- ei gleymi. Þau ár sem þú söngst í Karla- kórnum Vísi eru mér mjög minn- isstæð, þó ég væri ekki há í loftinu þá. Ég gekk oft í humátt á eftir þér á æfingarnar og laumaðist inn án þess að nokkur tæki eftir og hlust- aði hugfangin á þróttmiklar og hlýj- ar raddir ykkar karlanna. Ein- hverju sinni er þú varst að svæfa mig pínulitla ortir þú til mín lítið ljóð. Ljóðið sendir þú mér í bréfi fyrir nokkrum árum: Sigurlaug er sofnuð sínum föður hjá dagsins birta dofnuð, dimma tekur þá. Norðurljósa leiftur ljóma um himins hvelfing. Máninn gulli greyptur glæðir manna þrá. Og enn ortir þú til mín, þó löngu seinna: Man ég fyrrum okkar yndisstundir er þú glaðvær söngst við mína hlið, og að kvöldi vanga mínum undir afslöppuð og svafst minn barminn við. Mér var ljúft að vakta þig og vernda, við þig gæla og strjúka þér um kinn. Góð dúkka, góð dúkka mín. Mín gleði var töfrandi bros þitt og yndislega barnsröddin þín. Þó mér hafi mistekist í mörgu mínum börnum veita skjól og yl. Þá er það víst í andstreyminu örgu oft ég hefi með þeim fundið til. Ástkæri faðir minn, ég er viss um að fallega bjarta brosið þitt og englasöngur þinn ylji öllum í fyr- irheitna landinu. Þessum fábrotnu minningarbrot- um um þig frá mér vil ég ljúka með að gera kvæði þitt Næturró að loka- orðum mínum. Sefur nú fjörunnar fugl á hlein fullnægt er dagsins kviki. Hreyfist þó bára, ein og ein umvafin mánans bliki. Dotta þrestir á grænni grein. Golan er þíð í lundi. Hreyfist þó björkin, ein og ein. Allt er í værum blundi. Guð almáttugur geymi þig um ei- lífð. Þín elskandi dóttir Sigurlaug Jakobína Vilhjálmsdóttir. Ég var ekki há í loftinu fyrir um það bil 55 árum, þegar ég fór fyrst að fara norður að Hraunum í Fljót- um til að vera þar í sveit sumar- langt. Í fyrstu undir verndarvæng Bínu ömmu og síðar undir væng móðurbróður míns, hans Villa frænda. Glæsilegur var hann, hár, grannur og fjaðurmagnaður þar sem hann gekk um brattar hlíðar Hraunalands og það var hress and- blærinn sem fylgdi honum, söngur, grín og gleði, það voru hans aðals- merki. Villi var stórbrotin persóna og gustaði af honum, hvar sem hann fór, hann var hreinskilinn og sagði sína meiningu en aldrei svo að særði. Hann var meinstríðinn en hláturglampinn í augunum kom oft- ast upp um hann enda beindi hann oft húmornum að sjálfum sér. Ég, stelpuhnokkinn, heillaðist af þess- um frænda mínum og fannst mér hann á þessum árum vera horn- steinn tilverunnar, enda sótti ég til hans hvert sumar um árabil og var það gott veganesti fyrir galsa- fengna stelpu að kynnast honum og fá að umgangast hann. Hann var góður húsbóndi og vinur, skipulagð- ur, ákveðinn en alltaf sanngjarn og man ég aldrei eftir því að við krakk- arnir slugsuðum við vinnu hjá hon- um, við sóttumst frekar eftir hrós- inu, sem hann var óspar að láta okkur fá ef við áttum það skilið. Samverustundum okkar fækkaði eins og gengur í annasömu þjóð- félagi, þar sem allir eru uppteknir af sjálfum sér, en alltaf var sama nána taugin á milli okkar, ekkert sem grandaði henni í tímans rás. Villi gaf mér margar nafngiftir, sem áttu í upphafi að vera stríðni, vegna atvika sem höfðu átt sér stað, en þessar nafngiftir urðu síðar að gæluorðum til mín, en „afa míns kýr“ er og verður alltaf hugleikn- ust, þar strýkur ljúf hönd hans mér um kinn. Takk fyrir allt, Villi minn, eigðu góða heimkomu, við hittumst þegar mitt tilveruskeið er á enda runnið og þá tökum við sönginn og grínið upp aftur. Elsku Jóna mín, Þórdís, Víðir, Hafsteinn, Sigurlaug Jakobína og allir aðrir nánir ættingjar og vinir, mína samúð flyt ég ykkur og um leið þakklæti fyrir þau forréttindi að hafa átt Vilhjálm Guðmundsson fyrir frænda og vin. Sigríður. Fyrrum mágur minn og góður fé- lagi Vilhjálmur Guðmundsson hefur haft vistaskipti og gengið á fund feðra sinna. Á þessum tímamótum langar mig að kveðja þennan félaga með örfáum orðum. Það var í gró- andanum, vorið 1938, sem leiðir okkar lágu fyrst saman, er hann flutti með fjölskyldu sinni úr Húna- vatnssýslu norður í Fljót. Hann var þá ungur að árum, aðeins 16 ára. Er hann kom á þennan nýja stað öllum ókunnur var spenna og eftirvænt- ing hvers konar nágrannar væru væntanlegir. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að þessi harðbýla sveit og búendur hennar hafi tekið innflytjendum vel og hvorir tveggja aðilar samlöguðust fljótt. Sem út- úrdúr og til gamans fylgir hér vísa eftir séra Sigurð Norland. Fyrrum tengdafaðir minn var að gefa prest- inum lýsingu á nýju sveitinni sinni og varð þá presti þetta að orði. Fljótin hafa fáir þekkt faðmi vafin grónum þar er afar yndislegt allt á kafi í snjónum. Persónulega átti ég svo eftir að kynnast fjölskyldunni nánar er ég kvæntist systur Vilhjálms og flutt- ist á heimili þeirra. Við áttum því margt saman um langa hríð og að- eins góðar minningar sem ég á í huga mér frá þeim tíma. Á seinni árum strjálaðist samband okkar, eftir að leiðar okkar hjóna skildu, að öðru leyti vorum við sömu kunn- ingjarnir. Það kom fljótt fram að Vilhjálmur var aufúsugestur hvar- vetna og hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Hann var söngvinn, hafði góða frásagnargáfu, átti létt með að koma hugsun sinni í bundið mál og brunnur hans ótæmandi af vísum og ljóðum og kunni skil á við hvaða tækifæri ort var. Hann var góðlátlega spaugsamur, en laus við allt sem meinlegt mátti kallast, það var því oft glatt á hjalla þar sem Vil- hjálmur var. Hann var raunsær og réttlátur og um leið stórhuga og áræðinn. Sem dæmi um það þegar fjölskyldan flutti í Fljótin þá komu tveir bræðurnir, þ.e. Vilhjálmur 16 ára og Pétur 14 ára, ríðandi með myndarlegan hóp hrossa alla leið úr Víðidal í Húnavatnssýslu. Þessi leið var þeim með öllu ókunn og vissu nánast ekki hvar þeirra áfangastað- ur var. Þetta eitt sýnir að snemma hefur verið dugur og þor í þeim pilt- um. Ekki kæmi mér það á óvart, að Vilhjálmur hafi verið hvatamaður að því þegar fjölskyldan keypti jörðina Hraun í Fljótum, sem talin var á sínum tíma ein hæst metna jörð í Skagafjarðarsýslu. Það var ekki ætlan mín að rifja upp eða rekja athafnasögu Vil- hjálms í smáatriðum, að öðru leyti en því, að hann var harðduglegur til allra verka og vildi og bjó stórt, og má eflaust teljast í röð stærri bænda meðan hann tileinkaði sér landbúnaðarstörf. En það verður að segja hverja sögu sem hún er. Vil- hjálmur stóð ekki einn að verki. Á æskuskeiði sínu kynntist hann ungri konu, Jónínu Hallgrímsdótt- ur, hæfileikaríkri konu og hörku- duglegri, og varð hún hans lífsföru- nautur. Hún stóð við hlið hans í gegnum súrt og sætt leiðina á enda. Með þessum fáu orðum þakka ég þér, kæri félagi, samfylgdina og efast ég ekki um að almættið tekur þér opnum faðmi. Farðu í friði og leiði þig sá einn sem öllu ræður. Um leið bið ég guð að blessa fjölskyldu þína og varðveita í sínum söknuði. Öll erum við Adams arfur hvert eitt með sitt sérkenni. Þú varst kynslóð þinni þarfur seint í slóðir þínar fenni. Guðmundur Jóhannsson. Við kynntumst fyrir fáum árum er fundum okkar saman bar um stutta leið á lífsins bárum oss ljúfur tími gefinn var. Báðir áttu að baki aldur, en bráðungir í huga og sál og það var enginn undra galdur, við áttum sömu hugðarmál. Þú ortir ljóð og sagðir sögur söngst og lékst við fingur hvern og kvæðaraustin kvað við fögur, kætin sýndi að þú varst ern. En dauðinn kemur, drottinn kallar: „Í dag mig vantar slíkan mann sem eykur gleði himinhallar, ég heyri og sé, að þú ert hann.“ Ég vona að við aftur finnumst og eigum saman marga stund. Þá fyrri kynna kátir minnumst og kvæðasöngs, við endurfund. Ívar Björnsson frá Steðja. VILHJÁLMUR GUÐMUNDSSON ✝ Steinunn CarlaBerndsen fæddist á Stóra-Bergi á Skagaströnd 12. des- ember 1914. Hún lést 13. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Fritz Hendrik Berndsen og Regina Hansen. Steinunn Carla var þriðja í röð sjö systk- ina. Hin eru Anna Ragnheiður, f. 1912, látin; Björg Henrí- etta, f. 1913, látin; meybarn, f. 1916, lést sama ár; Elísabet Gottfreða, f. 1918, látin; Jörgen Fredrik Ferd- inand, f. 1922, Hans Ragnars, f. 1928. Hinn 18. júlí 1939 giftist Stein- unn Carla Guðmundi Þórarni Jónssyni, f. 1915, d. 1963, sjó- manni á Skagaströnd. Þar bjuggu þau til 1951 en þá fluttu þau að Fossi á Skaga. Steinunn Carla flutti síðan á Sauðárkrók 1964 og bjó þar til æviloka. Börn þeirra hjóna voru: 1) Hlöðver, kvæntur Erlu Guð- varðardóttur og eiga þau fjögur börn, Laufeyju, Þór- arin Guðmund, Steinunni Körlu og Gunni Björk. 2) Selma (látin), gift Eið Hilmarssyni og eiga þau tvö börn, Þórarin (látinn) og Sólveigu. 3) And- vana barn. 4) Jón- björn, kvæntur El- ínu Jóhannesdóttur (skilin) og eiga þau þrjú börn, Guðmund, Evu Dögg og Valgerði Jónu. 5) Regína Ólína, gift Víði Gissurarsyni (skilin) og eiga þau tvær dætur, Katrínu Þóru og Brynju Ósk. Steinunn Carla átti 11 barna- börn og 20 barnabarnabörn. Útför Steinunnar fer fram í Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma, loksins fékkstu hvíldina, þú varst búin að sitja lengi við gluggann eins og tengdadóttir þín sagði. Ég er ánægð með að ég skyldi ná að koma og sitja hjá þér síðasta kvöldið, trúi því að þú hafir skynjað það. Náði ekki að fylgja þér úr hlaði, því þú fórst hratt, enda varstu alltaf að flýta þér, en nú ertu komin til allra sem eru þér kærir og fóru á undan þér, þau hafa efalaust tekið vel á móti þér. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá þér, en alltaf varstu æðrulaus og tókst því sem að höndum bar með stakri ró. Þú varst lífsglöð og hafðir gaman af söng, dansi og að fara á góðar skemmtanir, en ekkert óhóf var í gangi á þínum bæ. Hvar sem þú varst í vinnu varstu vel liðin og lást aldrei á liði þínu. Þú varst dugleg, skemmtileg kona með gott skopskyn og ég er stolt af að hafa átt þig sem móður og uppal- anda, veit að ég hafði gott af því og þú kenndir mér margt sem ég mun nota um ókomna tíð, sumir segja að ég líkist þér í atferli og það líkar mér vel. Að koma með stelpurnar mínar í heimsókn var alltaf gaman, þær fengu ömmu-kjötbollur og ömmu- fiskibollur sem tóku öllu öðru fram og voru efst á óskalistanum og svo kannski ís á eftir þegar þær voru búnar að hvolfa úr dótakassanum út um allt gólf. Þú varst raunsæ og góð mamma og amma, þakka þér fyrir sam- veruna, veit að nú líður þér vel hjá maka, börnum, barnabarni, systrum og öðrum vandamönnum og vinum, ég bið að heilsa þeim öllum. Hvíldu í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir Regína. STEINUNN CARLA BERNDSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.