Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 2
Í dag Sigmund 8 Hugvekja 47 Hugsað upphátt 27 Myndasögur 48 Listir 28/35 Bréf 48/49 Af listum 28 Dagbók 50/51 Birna Anna 28 Krossgáta 53 Forystugrein 32 Leikhús 54 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 54/61 Skoðun 36/37 Bíó 58/61 Minningar 42/44 Sjónvarp 52/62 Þjónusta 46 Veður 63 * * * FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 108 HÆLISLEITENDUR Erlendum hælisleitendum á Ís- landi hefur farið ört fjölgandi. Á árinu hafa 108 manns sótt um hæli, en allt árið í fyrra leituðu 53 hælis. Ástæður sem nefndar eru fyrir þess- ari miklu fjölgun eru m.a. þátttakan í Schengen-vegabréfasamstarfinu og hertar reglur um hælisveitingu í Danmörku. [1] Aðspurð segjast Marian og Ludmila ekki vera sérlega bjartsýn á að þau fái hæli hér á landi og bæði lögregla og Útlendingaeftirlit hafi tjáð þeim að engar líkur væru á því. „Við ætlum samt að reyna.“ Sakarannsókn á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú hrun skólahúss í jarðskjálfta sem saka- mál. Rannsóknin beinist að end- urnýjun og viðbyggingu hússins fyr- ir nokkrum árum. Hátt í 30 manns, aðallega börn, fórust er skólinn hrundi. [1] Deilt um nýju orðabókina Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um þá stefnu höfunda nýrrar Ís- lenzkrar orðabókar að taka upp í bókina ýmis orð sem til þessa hafa ekki talizt gott eða rétt mál. Fyrr- verandi forstöðumaður Íslenzkrar málstöðvar segir að gætilega verði að fara í að taka upp slangur, sem fólk geti jafnvel hneykslazt á. [64] Tollvörður undir grun Tollvörður er grunaður um aðild að umfangsmiklu svikamáli, sem tengist innflutningi notaðra bíla. Hann tollafgreiddi bílana fyrir mann, sem Hæstiréttur hefur úr- skurðað í gæzluvarðhald til 8. nóv- ember. [2] Meiri fasteignaviðskipti Þrátt fyrir spár um samdrátt stefnir í að fasteignaviðskipti aukist um 20% á árinu og verði þau næst- mestu í sögunni. Fasteignaverð hef- ur verið stöðugt og fylgt almennum verðhækkunum. Stórar eignir eru tregari í sölu en áður en skortur er á litlum íbúðum. [1] Góð manneskja óskast í myndbandaleigu í sjoppu. Hlutastarf. Hentar vel með skóla. Sendið umsóknir til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Vídeó — 12947“ eða á box@mbl.is . Frá Manitóbaháskóla í Kanada Dómnefnd um stöðu kennara í íslensku máli og bókmenntum við Manitóbaháskóla óskar eftir umsóknum og tilnefningum. Um er að ræða fulla kennslu- og rannsóknastöðu próf- essors eða dósents og verður ráðið til tveggja eða þriggja ára, frá og með 1. júlí 2003, eða stuttu síðar. Gert er ráð fyrir að umsækjendur um stöðuna hafi doktorsgráðu eða jafngildi hennar í rannsóknarvinnu. Umsóknum skal fylgja listi yfir útgefin verk og staðfesting á kennsluhæfni á háskólastigi. Laun og ráðning- arkjör verða miðuð við hæfni og reynslu. Sá umsækjandi sem ráðinn verður þarf að sér- hæfa sig annaðhvort í íslenskum miðaldabók- menntum eða í vestur-íslenskum bókmennt- um. Hluti af skyldum kennarans er að vera tengiliður milli háskólans og vestur-íslenska samfélagsins. Kennaranum er ekki ætlað að kenna áfanga í nútíma íslensku en sérhæfing í forníslensku, goðafræði eða Íslendingasögun- um er æskileg. Umsækjandi verður að vera fullmæltur á íslenska tungu. Íslenskudeildin býður upp á áfanga í íslensku nútímamáli, íslenskum og vestur-íslenskum nútímabókmenntum, forníslensku og íslensk- um miðaldabókmenntum, auk áfanga í goða- fræði og Íslendingasögunum í enskri þýðingu. Deildin hefur á að skipa fjölmörgum sjóðum til styrkjaveitinga, rannsókna, útgáfu og ferða- laga og hefur aðstöðu til að bjóða gestafyrirles- urum og fræðimönnum í heimsókn. Bókasafn Manitóbaháskóla hefur á að skipa næststærsta safni íslenskra bóka í Norður- Ameríku, þar á meðal besta safni vestur-ís- lenskra bóka og tímarita, svo og besta safni íslenskra nútímabókmennta og tímarita utan Íslands. Íslenska bókasafnið er til húsa í nýju, gullfallegu rými með góðri lestraraðstöðu og aðstöðu til ráðstefnuhalds og sýninga. Manitóbaháskóli hvetur alla hæfa einstaklinga, konur og karla, til þess að sækja um stöðuna, þar á meðal fólk úr minnihlutahópum, svo sem frumbyggja Norður-Ameríku og fatlaða. Hins vegar mun kanadískum ríkisborgurum og föst- um íbúum veittur forgangur. Umsóknum og tilnefningum skal fylgja greinagóðar upplýs- ingar um námsferil og störf, svo og bréf sem lýsir í grófum dráttum hæfileikum umsækjanda eða þess sem tilnefndur er, og skulu þær send- ar til Dr. Robert O'Kell, Dean, Faculty of Arts, 310 Fletcher Argue Building, University of Manitoba, Winnipeg, Canada, R3T 5V5. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2003. Óskað er eftir þremur meðmælendum og skulu þeir senda bréf sín beint á sama heimilisfang. Frekari upplýsingar um stöðuna, íslenskudeild- ina, háskólann eða Winnipegborg má fá frá Dr. David Arnason, Acting Head, 204: 474 9551, eða frá heimasíðu deildarinnar: www.umanitoba.ca/arts/icelandic .                                    ! "# ! "$%# && '  ( )    $%    " % )  **+     # ,     #    -# .  # ( " (   # "   **+   /$)))#  #   $ #  (   (  " **+     % $)    ,    #   + **+    )       0-         " % 1    )  2   ) 3 # 3 $%# 4   5 )  2   ) 3 # 3 $%# 6 - %#  $ -   2   ) 3 # 3 $%# 7 #"" $ (  + # )    8      )    9   $%#  ,( :$)   )    9   $%# & ;  # /) $ 3  "  $ 8  $ .# "  $   $ 86 #$-   #  5# (  #  $  $  5  76     5# (  #  $  $  5  7 <%# + # ) 3 # 3 $%# 7 .  9  < "  5 #  $ 7= >  #    #   (   $ 77 ?   9 ** #  < "  5 #  $ 7& <% + # )       84 # (#( $ !       $ 78 @:( :$) "" $   )   9  $ 7 > $ ( ##5-  ># ( 3  "  $ 6     $- - # (   %#    6   /$%5   ?#(   $ 74 /$))9 (   $ + # ) (  ( 6 . #  < "5- #)#    $ 7 #   .# "  $   $ 64 >   $ < " *  9 )  $- -  $ 4 >   $ : * #  (     6        !#5 !#5  66 >   $ %# * #  (     67 ;  "+  @"+  # " " 6& >   $ #    * #  (     68 ;  "+  @"+  !5 $ " 6= / - + # >  $ >   $ 4 /( %##   )    # ( 4 $  "  9 % # < " *  9 )  $- -  $ 4& $-   #  " < " *  9 )  $- -  $ 4= /( %##   )    # ( 4 . #  /#)   3  "     A"( .   " )  )        „Au pair“ Osló/Trysil Norsk-íslensk fjölskylda óskar eftir stúlku 20 ára eða eldri til að gæta 4ra ára stelpu og sinna léttum heimilisstörfum. Æskilegt er að um- sækjandi hafi reynslu af barnapössun eða menntun í kringum börn. Boðið er upp á norsk- unámskeið, ferðalög og skíðamöguleika. Umsókn sendist til o-cirotz@online.no eða í síma 0047 932 04143, Sigrún. Sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfun Grafarvogs óskar eftir sjúkraþjálfara til starfa. Upplýsingar í síma 577 6777 eða 849 8609. Sunnudagur 3. nóvember 2002 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.049  Innlit 15.228  Flettingar 66.438  Heimild: Samræmd vefmæling Á murtumiðum Murtan er smávaxið bleikjuafbrigði, en þótt smá sé hefur hún reynst bændum við Þingvallavatn góð bú- bót í áranna rás. Guðni Einarsson blaðamaður og Kjartan Þorbjörnsson (Golli) ljósmyndari fóru með Sveinbirni Jóhannessyni, bónda á Heiðarbæ, að vitja um murtunet. /14 , . , , . ferðalögWiesbadenbílarNissan TerranobörnKristallar og snjókúlurbíóRichard Harris Baráttan við fíkniefnin Saga örvæntingarfullra foreldra Hörður Torfa á tón- leikaferð um landið Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 3. nóvember 2002 Yf ir l i t Kynningar – Blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið „Verjum heilsuna“ frá Lýsi. Blaðinu verður dreift um allt land. HALLDÓR Laxness var aðeins 13 ára að aldri, þegar fyrsta greinin birtist eftir hann í Morg- unblaðinu og þá undir fangamarki hans, H.G. Þetta var alllöng grein sem ber yfirskriftina, Hverasilungar og hverafuglar og var prentuð hér í blaðinu 19. mars 1916. Þetta er þannig fyrsta grein eftir Halldór sem vitað er til að birst hafi á opinberum vettvangi. Þetta kemur fram í bók Ólafs Ragnarssonar, Halldór Laxness, Líf í skáldskap, sem vænt- anleg er síðar í þessum mánuði. Þegar öld var liðin frá fæðingu Halldórs Lax- ness í apríl síðastliðnum, birti Morgunblaðið kafla úr bók Ólafs, þar sem meðal annars var sagt frá greinum sem Halldór hafði skrifað í blaðið og nokkur tímarit undir dulnefninu Snær svinni. Þar kom fram, að hann hefði birt ljóð- mæli undir þessu dulnefni í Morgunblaðinu 13. júní 1916, grein undir eigin nafni í Sólskini, barnablaði Lögbergs, blaðs Vestur-Íslendinga í Winnipeg, 15. júní og pistil í júníhefti barna- blaðsins Æskunnar 1916. Þá hafði ekki tekist að staðfesta birtingu eldra efnis Halldórs í blöðum en við frekari und- irbúning bókarinnar fannst síðan umrædd grein, sem Halldór hafði nefnt í bók sinni, Í túninu heima, og talið sig hafa skrifað þegar hann var 12 ára. Greinina um hverasilunga og hverafugla byggir Halldór meðal annars á frásögn gamallar konu úr Ölfusi, sem Ólafur telur líklegt að sé amma hans, Guðný Klængsdóttir. Einnig hefur hann hluta efnisins eftir „sannorðum manni að austan“ og loks vitnar hann til Tímarits Hins ís- lenska bókmenntafélags, bókar þýsks manns um Ísland og í skrif Eggerts Ólafssonar. Til þessara heimilda er vísað með númeruðum neð- anmálsgreinum, og getur Ólafur sér þess til, að það hafi Halldór gert til að ljá greininni fræði- legt yfirbragð. Skrifaði 13 ára um hverafugla Nýjar staðfestingar á elstu skrifum Halldórs Laxness í blöðum Halldór Laxness á unglingsaldri. ÞAÐ VAR hress hópur 30 ungmenna á aldrinum 13 til 16 ára sem kom saman í Ölveri í Borgar- firði um helgina í „adrenalínferð“. Ungmennin eru af ólíku bergi brotin og vinna saman að því að auka skilning sín á milli og vinna þannig gegn fordómum. Starfið er á vegum miðborgarsam- starfs kirkjunnar og KFUM og KFUK í samstarfi við Laugarneskirkju, Laugalækjarskóla, fé- lagsmiðstöðvarnar Þróttheima og Frostaskjól, Austurbæjarskóla og fleiri aðila. Séra Bjarni Karlsson í Laugarneskirkju, sem stýrði hópvinnunni, segir það áhugaverðasta við þetta starf vera aðferðafræðin sem búi að baki: „Hún virðist einfaldlega virka. Ekki er mikið tal- að um vandamálin, börnin heyra varla minnst á fordóma.Við erum að koma á tengslum milli barna sem eru af erlendum uppruna og íslensku barnanna. Þannig fá íslensku börnin nokkurs konar forskot á að taka þátt í þeirri fjölþjóðlegu menningu sem er farin að blómstra hér.“ Morgunblaðið/Theodór Tengsl milli barna Krakkarnir bjuggu meðal annars til grímur úr gipsi sem verða sýndar í byrjun desember. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem talinn er hafa stundað umfangsmikil fjársvik í tengslum við innflutning á gömlum bílum, sæti gæsluvarðhaldi til 8. nóvember. Grunsemdir beinast einnig að þeim tollverði sem tollafgreiddi bifreiðarn- ar um þátttöku í brotinu. Tollyfirvöld hafa kært manninn vegna ætlaðra tollsvika hans við inn- flutning á 24 bílum frá Bandaríkjun- um og Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur kært hann vegna meintra stór- felldra og skipulagðra svika og við- skiptafélaga hans með því að fá með blekkingum lán samtals að fjárhæð 11,5 milljónir króna út á fimm bíla sem ekki voru í þeirra eigu eða skemmdir eða ónýtir. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að gæsuvarðhald sé m.a. nauð- synlegt þar sem hætta sé á að mað- urinn kunni að hafa samband við aðra sem tengjast meintum brotum, þ.e. eigendur félags sem tvær bifreiðanna voru skráðar á, tollvörð og starfs- mann bílaskoðunarstöðvar. Ekki sé þó ljóst á þessu stigi málsins hvort starfsmaður Bifreiðaskoðunarinnar hafi verið blekktur eða verið þátttak- andi í þessum ætluðu brotum. Þrjár þessara bifreiða voru fluttar inn notaðar frá Bandaríkjunum og fram kemur í skráningarferli þeirra allra að um tjónabíla hafi verið að ræða. Samkvæmt gögnum málsins hafði maðurinn milligöngu um inn- flutning og tollafgreiðslu bifreiðanna sem fór fram hjá embætti sýslu- mannsins á Selfossi. Að lokinni toll- afgreiðslu hafi tvær þessara bifreiða verið skráðar á nafn fyrirtækis í Reykjavík sem síðar var úrskurðað gjaldþrota. Í framhaldi af þessu hafi fyrirtæki í eigu sakborningsins gert tilboð í við- gerð á bifreiðunum en það félag hafi einnig verið úrskurðað gjaldþrota. Skömmu síðar hafi þær verið ný- skráðar, kaskótryggðar hjá Sjóvá-Al- mennum hf. og veðsettar fyrir lánum að fjárhæð 5.825.000 krónur hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Ekkert hafi verið greitt af framangreindum lánum og þegar ganga hafi átt að bif- reiðunum og bjóða þær upp hafi þær ekki fundist. Allir bílarnir hjá sakborningi Í úrskurði héraðsdóms segir að frásögn sakborningsins við yfir- heyrslu hjá lögreglu hafi ekki verið trúverðug um það að hann tengist ekki ætluðum brotum annarra sak- borninga. Hann hafi haft milligöngu um innflutning og tollafgreiðslu inn- fluttu bílanna og keypt tjónabílana ýmist í eigin nafni eða í nafni fyrir- tækisins. Allir bílarnir hafi verið í vörslu sakborningsins. Rannsókn vegna kæru tollyfir- valda beinist að ætluðu skjalafalsi og broti á tollalögum vegna innflutnings 24 notaðra bíla þar sem sakborningn- um er gefið að sök að hafa framvísað röngum og/eða fölsuðum vörureikn- ingum og komist með þeim hætti hjá því að greiða rúmar 10,2 milljónir króna í aðflutningsgjöld. Grunsemdir eru einnig um að reikningar, sem toll- afgreiðsla grundvallaðist á, hafi verið falsaðir varðandi kaupverð þar sem það hafi verið miklu lægra en rétt var. Tollvörður grunaður um aðild að svikunum Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald vegna svika í tengslum við bílainnflutning ALPHARMA Inc., móðurfélag Purepac Pharmaceutical Co., sem Delta, dótturfélag Pharmaco, hefur gert samstarfssamning við, hefur um árabil verið einn helsti viðskiptavinur Delta á Evrópumarkaði að sögn Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur, framkvæmdastjóra út- flutningssviðs Delta og Pharmaco. Fyrirtækin hafi langa og góða reynslu af samstarfinu. Hún segir að sú ákvörðun stjórnenda Alpharma að gera samstarfssamning við Delta um lyf fyrir hinn kröfuharða Bandaríkjamarkað sýni vel það traust sem fyrirtækið Delta njóti meðal stærstu samheitalyfjaframleiðenda heims. Unnið hafi verið að því hjá Delta að komast inn á Bandaríkjamarkað í um þrjú ár. Örn Guð- mundsson, deildarstjóri þróunarstarfs, hefur unnið að þeim undirbúningi, og hefur hann ein- göngu sinnt því verkefni síðastliðið ár. Segir Guðbjörg Edda að Delta hafi einnig í svipaðan tíma unnið að því að komast á markað í Sádí-Arabíu. Delta hefur nýlega verið sam- þykkt af heilbrigðisyfirvöldum þar í landi, sem gefur möguleika á sölu lyfja fyrirtækisins í Sádí-Arabíu og á nálægum mörkuðum í Mið- Austurlöndum. Sýnir það traust sem Delta nýtur Unnið að því að kom- ast inn á Bandaríkja- markað í um þrjú ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.