Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó RÖDDIN er dýpri, kinnbeininstærri og skónúmerið hærraen gleraugun þau sömu, svört og kringlótt. Harry Potter er orðinn eldri og annað skólaárið í Hogwarts galdraskólanum að hefjast. En útlit- ið er dökkt. Fjárans fósturforeldr- arnir eru nefnilega enn og aftur til vandræða og gera allt til að koma í veg fyrir endurfund hans og vina hans Rons og Hermione. En Harry verður að komast í burtu. Sumarið hefur verið erfitt. Ekki einasta hefur hann þurft að sætta sig við harðræði Vernons frænda og Petuniu frænku heldur hefur hann af eðlilegum ástæðum einnig þurft að bæla niður galdrakunnáttuna. Og það sem kannski angrar hann mest: vinir hans Ron og Hermione hafa ekki sent honum eitt einasta bréf. Voru þau kannski búin að gleyma honum? Svona fljótt? En þá gerist svolítið undarlegt, rétt eins og alltaf í hinu stórskrýtna lífi Harrys Potters. Einn höndum haft yfirumsjón með klippingu Viskusteins- ins og undirbúningi Leyni- klefans. „Í mínum huga var þetta aldrei eins og að hafa klárað mynd heldur miklu fremur eins og hálfleikur, eða A-hlið á plötu, þar sem Leyniklefinn er B-hliðin,“ segir Columbus. „Það var um margt auðveldara að gera Leyniklefann því stór hluti sviðsmyndarinnar var klár og notast var að mestu við sama tökuliðið. Við lærð- um auðvitað heilmikið á reynslunni við að gera fyrstu myndina.“ Annar kostur við þessa stífu vinnu var að það hafði enginn færi á að staldra við og velta sér uppúr velgengni Viskusteinsins. Columbus inn veit hvar er niður kominn. Sé leyniklefinn opnaður leiðir það af sér voveiflega atburði. Það hafði gerst einu sinni og nú virðist sem einhver hafi opnað leyniklefann á ný og til þess að bjarga lífi sínu og framtíð skólans verða Harry og vinir hans að hafa uppá klefanum, loka gáttum hans og koma fyrir kattarnef þeim illu öflum sem þar leynast. Hálfleikur Harry Potter og leyniklefinn, önn- ur bókin um galdrastrákinn vinsæla eftir J.K. Rowling, kom fyrst út árið 1998 og hefur nú selst í 42 milljónum eintaka um heim allan. Framleiðslan á myndinni hófst í Englandi 19. nóv- ember 2001, einungis þremur dögum eftir að Harry Potter og viskusteinn- inn var frumsýnd við áður óþekktar viðtökur. Hafði leikstjórinn Chris Columbus þá um sumarið jöfnum góðan veðurdag stendur lítill og dul- arfullur þjónustuálfur í herbergi Harrys sem kallar sig Dobby. Álf- inum smáa er greinilega mikið niðri fyrir. Hann ræður Harry eindregið frá því að snúa aftur í skólann, vilji hann halda lífi, og viðurkennir að hafa gert allt sem í valdi hans hefði staðið til að gera hann afhuga skól- anum, eins og t.d. að ræna öllum bréfunum frá skólafélögum hans, til að láta líta út fyrir að hans væri ekki saknað. En Harry er hugrakkur drengur og verður vitaskuld ennþá æstari í að snúa aftur til Hogwarts, til þess að freista þess að komast að því hvað amar að og hver vilji hann feigan. En hvernig getur hann losn- að úr klóm fósturforeldranna? Nú, auðvitað með hjálp Rons sem kemur aðsvífandi á gamla flugbíl foreldra sinna. Og þannig hefst það ævintýrið um Harry Potter og ráðgátuna um leyniklefann, dularfullan og ógnvæn- legan stað í skólanum sem nær eng- Þannig er í Potter búið Hann er snúinn aftur á hvíta tjaldið, í annað skiptið af þeim sjö sem fyrirhuguð eru, töfrastrákurinn Harry Potter sem vann hug og hjörtu bíóunnenda á öllum aldri fyrir ári í fyrstu myndinni, sem skráð er sú næst- tekjuhæsta í sögu kvikmyndanna. Hugrakkur Skarp- héðinn Guðmundsson hætti sér inn í leyniklefann og skoðaði hvern krók og kima á nýju myndinni. Potter kominn inn í sjálfan leyniklefann. GINNY WEASLEY Systir Rons og yngst hinna sjö- Weasley-systkina til að ganga í Hog- wart, þar sem hún er einu ári á eftir bróður sínum og Harry. Leikin af hinni 11 ára gömlu Bonnie Wright. Náði í hlutverk Ginny með því að vera hún allan tím- ann sem hún var í prufunni, líka þegar hún átti ekki að vera að leika. GILDEROY LOCKHART Leikinn af Kenneth Branagh. Nýi kennarinn í Hogwart. Hreint óþolandi sjálfumglaður spjátrungur sem heillar þó marga uppúr skónum með per- LUCIUS MALFOY Djöfullegur og hátt settur faðir Dracos, höfuðóvinar Harrys, leik- inn af hinum 39 ára gamla enska leikara Jason Isaac, sem klárlega er orðinn sérfræðingur í að leika illmenni. Lék vonda Englending- inn í The Patriot og mun leikar sjálfan Krók í væntanlegri kvik- myndagerð Ástralans P.J. Hogan á Pétri pan. VALA VÆLUSKJÓÐA Dularfullur draugur sem býr á stelpusalerninu í Hogwarts og er alltaf volandi. Lést dularfullum dauðdaga á salerninu fyrir löngu og kveinkar sér voða mikið yfir því og hversu einmana hún er. Leikin af Shirley Henderson sem þykir ein eftirtektarverðasta unga leik- kona Bretlands um þessar mundir, skosk að uppruna, 36 ára gömul. Hefur enda stolið senunni í hverri myndinni á fætur annarri undan- farið; Topsy Turvy, Dagbók Bridg- et Jones, Wonderland og 24 Hour Party People og nú síðast Once Upon A Time in the Midlands. skræka rödd. Þrælslundaður álf- ur með afbrigðum sem reynir allt hvað hann getur til þess að koma í veg fyrir að Harry snúi aftur í Hogwartsskólann, því hann seg- ist viss um að það muni kosta Harry lífið. En Harry veit ekki hvort hann á að treysta þessum mikla skaðvaldi, sem segist vera að reyna að hjálpa honum. Og hver er þessi illviljaði húsbóndi Dobbys? sónutöfrum og hetju- sögum af sjálfum sér. Fimm sinnum valinn Besta brosið af Norna- blaðinu. Gárungar vilja meina að hér sé hinn margverðlaunaði 42 ára gamli Branagh, sem á yngri árum var útnefndur „nýi-Oliv- ier“, um margt að leika sjálfan sig en breskir fjölmiðlar hafa haft horn í síðu hans ein- mitt fyrir meinta sjálf- umgleði. En allir eru sammála um að auðvelt sé að láta hann fara í taugarnar á sér og það fari hann létt með í hlutverki Lockharts. ÞJÓNUSTUÁLFURINN DOBBY Tölvustýrð brúða, lítíl og brún- fjólublá með leðurblökueyru og Hverjir eru þeir? Leikari: Daniel Radcliffe. Fæðingardagur: 31. júlí 1989, 13 ára. Þjóðerni: Enskur. Fjölskylda: Einkabarn. Foreldrar hans eru báðir umboðsmenn, faðir hans Alan fyrir rithöfunda en móðir hans Marcia fyrir leikara. Lífið fyrir Harry: Fékk áhuga á leiklist 5 ára gamall. Þrátt fyrir efasemdir foreldra sóttist Radcliffe eftir því að verða leikari sem fyrst og mamma hans lét það eftir honum þegar hún sendi mynd af honum til BBC, ríkissjón- varpsins breska. Það varð til þess að hann fékk hlutverk hins unga Davids Copperfield í samnefndum sjónvarpsþáttum. Það leiddi til fyrsta kvikmyndahlutverksins í The Taylor of Panama á móti Pierce Brosnan – sem Rad- cliffe hefur ekki enn séð. Leyndarmál leikarans: „Ég reyni að hugsa um eitthvað sorglegt þegar ég þarf að gráta en þegar ég þarf að hlæja hugsa ég um Simpson- fjölskylduna.“ Vissirðu? Radcliffe gengur í einkaskóla fyrir drengi og á tvo hunda sem heita Binka og Nugget. Hann er mikill prakkari og fór illa með vin sinn Robbie Coltrane sem leikur Hagrid þegar hann breytti tungumálinu á farsíma hans yfir í tyrknesku. Leikari: Rupert Grint. Fæðingardagur: 24. ágúst 1988, 14 ára. Þjóðerni: Enskur. Fjölskylda: Elstur fimm systkina, á einn bróður og þrjár systur. Lífið fyrir Harry: Hafði einungis leikið í skólaleikritum áður en hann fékk hlut- verk Rons, sem hann fékk eftir að hafa sent inn myndband af sér þar sem hann læt- ur Ron rappa. Hefur leikið í einni annarri mynd, fjölskyldumyndinni Thunderpants sem frumsýnd var fyrr á árinu. Leyndarmál leikarans: „Ég þurfti ekkert að leika í atriðunum með köngulónum því ég er í alvörunni alveg logandi hræddur við þessi kvikindi.“ Vissirðu? Er nýbyrjaður aftur í skóla eftir að hafa leikið í myndunum og finnst kennararnir sleikja mig fullmikið upp. Fannst fínt að þurfa að gubba sniglum því þeir voru með súkkulaði, piparmintu og appelsínubragði. Leikari: Emma Charlotte Duerre Watson. Fæðingardagur: 15. apríl 1990, 12 ára. Þjóðerni: Ensk. Fjölskylda: Foreldrar hennar eru báðir lög- fræðingar. Þau eru skilin og býr Emma með móður sinni og yngri bróður. Lífið fyrir Harry: Hafði aldrei leikið op- inberlega áður en hún fékk hlutverk Herm- ione. Lék í skóla- leikritum og sigraði í ljóðasamkeppni. Leyndarmál leik- arans: „Það hjálp- aði mér að við Hermione erum svolítið líkar. Við erum báðar ákveðnar og trygglyndar. Ég er kannski ekki al- veg eins námfús þó og hef meira gaman af íþrótt- um.“ Vissirðu? Emma er námshestur eins og Hermione og hefur gaman af því að spila hokkí og taka þátt í ræðukeppnum. Þótt Hermione sé með brúnt hár þá er Emma í al- vöru ljóshærð. Helstu fyrirmyndir hennar eru Julia Roberts og Sandra Bullock. HARRY POTTER RON WEASLEY HERMIONE GRANGER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.