Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 35 Vinátta okkar Sig- ríðar Erlu varð inni- legri með árunum. Við hittumst alltaf þrjár vinkonur og höfðum ákveðið hver með sér að verða gamlar saman. Þá ætluðum við að hafa góðan tíma til að kryfja heims- bókmenntirnar og ferðast til borga sem gætu uppfyllt andlegar kröfur okkar. Nú sitjum við Auður Stella eftir, með sorgina og söknuðinn. Kynni okkar þriggja hófust fyrir alvöru í Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn, þar sem við vorum á námskeiði fyrir dönskukennara. En okkar einkanámskeið inni á heimavistinni fjallaði um líf og verk Karenar Blixen, sem voru í brenni- depli, og við deildum um skáldkon- una dag og nótt. Þá hreifst ég af skemmtilegum persónuleika Sigríð- ar Erlu. Við héldum reglulega fundi, í heimahúsum, leikhúsum, sundi, á kaffihúsum, og tókum fyrir lands- málin, síðustu bækur og leikhús- verk. Við vorum svo glaðar ef á fjörur okkar rak höfund sem við gátum deilt um. Í sumar duttum við niður á nýjan höfund sem hugsan- lega gæti vakið upp deilur. Í löngum símtölum í haust reyndum við að halda ró okkar meðan við skiptumst á skoðunum um verk hans, en í okk- ur kraumaði ánægjan. Við sáum fram á góðan vetur. Sigríður Erla var heimskona og húmoristi, hafði farið víða, var vel lesin og menntuð og kunni að segja frá. En það sem ég kunni best að meta í fari hennar fyrir utan húm- orinn og gjafmildina, var viðhorf hennar til fólks. Hún talaði aldrei illa um nokkurn mann. Við létum einkalífið oftast liggja á milli hluta, en henni fannst þó gam- an að segja frá fjölskyldu sinni og við fundum hversu stolt hún var af börnum sínum og barnabörnum, og hrifin af manni sínum. Síðustu vik- urnar kallaði hún oft á okkur í mat eda kaffi, því hún hafði ekkert ann- að þarfara að gera í veikindafríinu eins og hún sagði. Við ætluðum að launa henni myndarskapinn með glæsilegu jólahlaðborði á aðvent- unni. Þótt við vissum hversu erfiður sjúkdómur hennar var viðureignar, flögraði ekki að okkur að hún væri eins veik og raun bar vitni. Fram á síðasta dag var hún eins og hún átti að sér að vera, skemmtileg og laun- fyndin. Jólaboð okkar stendur enn, hvar sem það verður haldið, en líklega verður Sigríður Erla á undan eins og vanalega, verður búin að taka frá borð þegar við komum. Ég þakka henni samfylgdina í mörg og góð ár, og Vilhjálmi, börn- um þeirra og fjölskyldu, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Marja Baldursdóttir. Í vorsins yndi varstu rós, í vetrarmyrkrum stjörnuljós. (Jón Magnússon.) Það er sárt að kveðja góðan vin eftir áratuga vináttu sem aldrei bar skugga á. Ég var svo lánsöm að kynnast Siggu á unglingsárum okkar, er við störfuðum saman á Ritsímanum í Reykjavík. Okkur varð vel til vina strax og brölluðum við því margt saman ásamt Hjöddu æskuvinkonu hennar, það voru skemmtilegir tímar. Sigga var heilsteypt persóna sem bar virðingu fyrir fólki og lífinu, maður kom alltaf betri manneskja af hennar fundi, á þeim stundum SIGRÍÐUR ERLA SIG- URBJÖRNSDÓTTIR ✝ Sigríður ErlaSigurbjörnsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 22. febrúar 1941. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 24. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 3. desember. gátum við vinkonurnar þrjár talað okkur heit- ar um menn og málefni og skiljanlega voru oft skiptar skoðanir, en aldrei man ég eftir að við hefðum rifist, þeg- ar umræðurnar voru orðnar snarpar og okk- ur hitnaði í hamsi, þá hafði hún vinkona okk- ar þann góða eiginleika að sjá spaugilegu hlið- ina og var þá mikið hlegið og lengi. Sigga mín var glæsileg kona, hafði fagran limaburð og bar af sér góðan þokka svo eftir var tekið. Metnaður hennar í garð barna sinna var mikill og þar uppskar hún eins og hún sáði. Við töluðum oft um auðinn sem við ættum í börnum okkar og mökum, það er jú sá auður sem skilur mest eftir sig. Með þrjú lítil börn og í vakta- vinnu sem hlaðfreyja í Keflavík, tók hún upp á því að fara í menntaskóla, taka stúdentspróf og þaðan í kenn- araháskólann þar sem hún lauk námi með sæmd. Starfaði síðan sem farsæll kennari, það gaf henni mikla lífsfyllingu. Sigga mín hefði ekki getað afrek- að þetta allt ein, hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast yndis- legan eiginmann, hann Villa sinn, sem studdi hana í einu og öllu og börnin þeirra þrjú. Ég vil þakka þér, mín elskulega vinkona, samfylgdina og allt sem þú varst mér. Í kærleika og með virðingu kveð ég þig, þín vinkona Aldís (Alla). Kveðja frá Bandalagi kvenna í Reykjavík, Félagi íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélagi Íslands Sigríður Erla Sigurbjörnsdóttir er látin langt fyrir aldur fram. Við sjáum á eftir mætum samstarfs- manni til margra ára. Sigríður Erla hóf afskipti af félagsmálum kven- félaga á níunda áratugnum. Hún var í stjórn Félags íslenskra háskóla- kvenna og var fulltrúi Kvenstúd- entafélagsins í nefndum Bandalags kvenna í Reykjavík. Þar starfaði hún fyrst í orlofsnefnd húsmæðra, síðan í uppeldis- og skólamálanefnd frá árunum 1996 til 2002 og á þessu ári tók Sigríður Erla við for- mennsku í fjáröflunarnefnd Starfs- menntunarsjóðs ungra kvenna. Það eru margar félagskonurnar sem notið hafa starfskrafta Sigríðar Erlu í orlofsferðum bæði innan lands og utan. Hún var orðlögð fyrir skipulagn- ingu og útsjónarsemi og hafði frjótt ímyndunarafl til að brydda upp á nýjungum. Að starfa með Sigríði Erlu var gefandi og hún átti svo auðvelt með að fá okkur hinar með sér, því útgeislun hennar og kraftur var einstakur. Við kveðjum Sigríði Erlu með trega, en geymum minn- inguna um hana í hjarta okkar og erum ríkari af. Við sendum fjöl- skyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd ofantaldra félaga, Hildur G. Eyþórsdóttir, Geirlaug Þorvaldsdóttir og Þórey Guðmundsdóttir. Það er svo skrýtið að hún Sigga skuli hafa dáið, því hún var svo sterk. Hún var svo hraust og falleg og mikil íþróttakona. En hún fór líka með stæl. Hratt og örugglega. Hún var mér alltaf góð, talaði mikið við okkur Auðnýju og eldaði ofan í okkur hollan og traustvekj- andi mat. Kenndi okkur á lífið og lét aldrei neitt á sig fá virtist vera. Ég sá hana á hverjum degi í mörg mörg ár, og alltaf var hún jafnglæsileg. Hún var mjög ör persóna, en líka hlý og gaf frá sér gleði, uppljómun og glæsileik. Hún fór á sama degi ársins og Krissi bróðir, skrýtið. Ég hugsa til ykkar í gríð og erg um þessar mundir. Get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig þér líð- ur, Villi minn. Þetta gerðist svo snöggt. En hún verður alltaf hjá ykkur og hún hafði áhrif á okkur hin líka. Lifi minningin um sterka konu. Ragnheiður Guðrún Guðmundsdóttir, London. Kveðjustundin er sár og ótal minningar hrannast upp. Minningar um kæra vinkonu sem við kveðjum með trega í hjarta. Þær voru svo margar samveru- stundirnar sem við áttum á Eiði og aldrei gleymum við sumrinu 1975 þegar við vorum þar öll saman í fjóra mánuði. Þú og Villi með Möggu, Óla og Auðnýju og við með Bimma og Ella og ekki má gleyma Ara, sem þá var lítill hvolpur. Margt var nú brallað, þið í dúninum og við í rekanum, börnin gátu ekki fengið betri stað til að eyða sumrinu á. Við minnumst þín Sigríður í gönguferð- um um nágrennið með börnin eða þá inni í eldhúsi að elda framandi og gómsæta rétti, en við það varst þú einstaklega lagin. Alla tíð síðan höf- um við hlakkað til að hitta ykkur á Eiði og það gerðum við enda oft og reglulega og það er fyrir þessar mörgu góðu samverustundir sem við erum svo þakklát. Elsku Sigríður, við kveðjum þig með miklum söknuði. Hákon, Ermenga og börn. Það er erfitt að kveðja hjartkæra vinkonu eftir rúmlega hálfrar aldar væntumþykju, félagsskap og sam- eiginleg áhugamál. Ein síðasta bókin sem Sigga sendi mér var hin athyglisverða Veröld sem var, eftir Stefan Zweig. Það var sl. sumar. Við vissum ekki þá hve stutt var í að veröld okkar sem eftir erum breyttist svo átak- anlega. Elsku Sigga mín, þú varst: Fósturlandsins Freyja, fagra Vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís! Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matthías Jochumsson.) Kæri Villi og Margrét, Óli Þór, Auðný og fjölskyldur, við sam- hryggjumst ykkur svo innilega. Karítas, Orest, Alexander og Kristján. Í dag er kvödd hinstu kveðju, Sig- ríður Erla Sigurbjörnsdóttir kenn- ari og húsmóðir. Sjúkdómurinn hinn harði og óbil- gjarni lagði hana að velli fljótt og allt of snemma. Hún hafði trú og of- urþrótt í lengstu lög og ætlaði svo sannarlega að ná heilsu á ný. En hver spyr að því: þegar að kallið kemur kaupir sér enginn frí. (H.P.) Mjög samheldin fjölskylda Sigríð- ar Erlu stóð sem klettur við hlið hennar veitti styrk og von uns yfir lauk. Slíkt er mikils virði á erfiðum stundum. Ég og fjölskylda mín flytj- um eiginmanni Sigríðar Erlu og af- komendum dýpstu samúðarkveðjur. Megi þau hljóta styrk um dapra daga. Ég man Sigríði Erlu sem stolta, hraustlega konu, hreinskilna og ákveðna í fasi. Góða og vandaða manneskju. Ég er þakklát fyrir liðn- ar samverustundir. Góðar minning- ar eru dýrmætar. Guð veri með kærri mágkonu. Ingunn Þórðardóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma, dóttir og systir okkar, AUÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR innanhússarkitekt, Kjartansgötu 2, Reykjavík, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. nóv- ember, verður jarðsungin í Fossvogskirkju föstudaginn 6. desember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarsjóð hjúkrunar- þjónustunnar Karítasar í síma 551 5606. Sigurður Einarsson, Margrét Dögg Sigurðardóttir, Darri Már Grímsson, Margrét Sigurðardóttir, Erla Vilhjálmsdóttir, Pálmi Vilhjálmsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum mánudaginn 2. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Pétur Jón Geirsson, Gylfi Geirsson, Steinunn Ingólfsdóttir, Geir Gylfason, Jóhanna Gylfadóttir. Elskuleg dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, ÞÓRHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, Lyngmóum 1, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 2. desember. Guðrún Sigurðardóttir, Sjöfn Lárusdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sverrir Albertsson, Þorlákur Magnússon, Þórhildur Pétursdóttir, Guðrún Þóra Magnúsdóttir, Óskar Knudsen og systkinabörn. Elskuleg móðir mín, SIGURJÓNA GOTTLIEBSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, sunnudaginn 1. desember. Útför hennar verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 7. desember kl. 14.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta dvalarheimilið Hornbrekku njóta þess. Fyrir hönd ættingja og vina, Sævar Sverrisson. Ástkær móðir okkar, STEINUNN SVEINSDÓTTIR, lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 3. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Steingerður, Sveindís Steinunn og Sveinn. Okkar ástkæra STEINUNN ARNÓRSDÓTTIR, Hrísrima 25, Reykjavík, lést laugardaginn 30. nóvember. Tómas Ríkarðsson, Laufey Sturludóttir, Oddur Sturluson, Ríkarður Tómasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.