Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TILLAGA formanna sex stéttar- félaga innan Samiðnar um samein- ingu félaganna var felld í kosning- um sem fram fóru meðal félags- manna. Félögin sem um ræðir eru Bíl- iðnafélagið/Félag blikksmiða, Félag garðyrkjumanna, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Málarafélag Reykja- víkur, Sunniðn og Félag bygging- ariðnaðarmanna í Hafnarfirði. Samþykkt tillögunnar var háð því að félagsmenn Trésmiðafélags Reykjavíkur og Bíliðnafélagsins/Fé- lags blikksmiða samþykktu tillög- una en hún var felld af félagsmönn- um trésmiðafélagsins. Var sam- einingin samþykkt með talsverðum meirihluta í félögunum fimm en 60% félaga í Trésmiðafélagi Reykjavík- ur, sem tóku þátt í kosningunni, sögðu nei. Mestur stuðningur við til- löguna var í Félagi garðyrkjumanna þar sem 96% þeirra sem þátt tóku sögðu já. Trésmiðafélag Reykjavíkur er fjölmennasta félagið en þar voru 1.110 félagsmenn á kjörskrá. Bíl- iðnafélagið/Félag blikksmiða er næst fjölmennast með 1.077 á kjör- skrá en 73% félagsmanna þess sem tóku þátt í kosningunni vildu sam- eina félögin. Afgerandi niðurstaða Finnbjörn Hermannsson, formað- ur Trésmiðafélags Reykjavíkur, segist ekki vera ánægður með þessa niðurstöðu en menn verði að búa við hana. „Ég reikna með því að menn séu bara mjög ánægðir með sitt fé- lag eins og það er rekið í dag,“ segir hann spurður um skýringar á því að meirihluti félaga í Trésmiðafélagi Reykjavíkur voru mótfallnir sam- einingu. „Mér finnst þetta vera það afger- andi kosninganiðurstaða um að menn vilji ekki sjá neina breytingu á félaginu, að ég geri ráð fyrir að við höldum bara okkar striki,“ segir Finnbjörn. Sameining félaga innan Samiðnar felld í kosningum TÖLUVERT fleiri íslenskir karlar en konur stunda nám í öðrum löndum. Þessu er hins vegar öfugt farið á öðrum Norðurlöndum þar sem konur eru alls staðar fleiri en karlar í hópi námsmanna sem lögðu stund á nám utan heima- lands síns skólaárið 2000/2001, skv. samanburði sem birtur er í Norrænu tölfræðiárbókinni 2002. Hlutfall karla í hópi íslenskra námsmanna erlendis var 53% en kvenna 47%. Í Finnlandi er hlut- fall kvenna í hópi námsmanna er- lendis 69% á móti 31% karla. Í Sví- þjóð eru hlutföllin 63% konur og 37% karlar og í Danmörku 61% konur og 39% karlar. Ísland sker sig einnig úr þegar bornar eru saman upplýsingar um þau lönd sem námsmenn sækja menntun sína til. Flestir íslenskir námsmenn erlendis stunda nám sitt á öðrum Norðurlöndum og í Bandaríkjunum og Kanada. Náms- menn á öðrum Norðurlöndum sækja hins vegar að stærstum hluta nám sitt til Evrópulanda ut- an Norðurlandanna. Tæplega 40% íslenskra náms- manna erlendis eru við nám á öðr- um Norðurlöndum en til saman- burðar sækja rúmlega 20% finnskra námsmanna, sem eru við nám utan heimalandsins, nám sitt til annarra Norðurlanda. Tæp 20% Norðmanna og Dana sem sækja menntun sína til annarra landa eru við nám á öðrum Norðurlöndum, og lægst er hlutallið meðal sænskra námsmanna erlendis, en tæp 11% þeirra stunda nám á öðr- um Norðurlöndum. Skv. samanburðinum voru um 32% íslenskra námsmanna erlend- is við nám í Bandaríkjunum og Kanada skólaárið 2000/2001, en hlutfallið meðal sænskra náms- manna er 23,3%, 12% meðal norskra námsmanna, 13% meðal danskra námsmanna og 10% finnskra námsmanna sem stunda nám í öðrum löndum voru við nám í Bandaríkjunum eða Kanada.                    ! " #    $      &   '  (  ) *   +  ,   -   *  ,  . / 0     1   ,  Fleiri karlar en konur stunda nám erlendis OPNUÐ hefur verið sýning í bóka- safni Bandaríkjaþings í Wash- ington á landslagsmyndum sem teknar hafa verið af ýmsum stöðum á jörðunni með gervitunglinu Landsat7. Gervihnattamyndirnar, sem sendar eru til jarðar, eru einkum notaðar í hernaðarlegum tilgangi en stjórnendur bókasafnsins segja að þær séu líka list enda er yfir- skrift sýningarinnar Jörðin sem list. Þeir sem skoða meðfylgjandi mynd af Vestfjörðum, sem tekin var af Landsat7, hljóta að vera þessari staðhæfingu sammála en á myndinni sjást m.a. Arnarfjörður, Dýrafjörður, Önundarfjörður, Súg- andafjörður og hluti Ísafjarðar- djúps. Sýningin, sem er í landa- fræði- og kortadeild safnsins, verður opin til 23. júlí. AP Vestfirðir á listsýningu í Bandaríkjunum UNDIRBÚNINGUR vegna upp- byggingar á nýju íbúðarhverfi í Skuggahverfinu gengur vel og er ráðgert að afhenda fyrstu íbúðirn- ar í apríl 2004. Hverfið markast af Skúlagötu, Frakkastíg, Lindargötu og Völund- arlóð við Klapparstíg. Húsbyggj- andi er 101 Skuggahverfi hf., félag í eigu Burðaráss hf. og Fasteigna- félagsins Stoða hf., en þarna er áformað að reisa um 250 íbúðir í þremur áföngum. Jónas Þ. Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Stoða, segir að við- ræður við verktaka um byggingu fyrsta áfanga séu komnar vel á veg og gera megi ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist fljótlega eftir ára- mót. Í fyrsta áfanga verði byggðar um 90 íbúðir og sé ráðgert að af- henda fyrstu íbúðirnar í apríl 2004. Í öðrum og þriðja áfanga verði síð- an 150 íbúðir og verði byrjað á þeim í framhaldi af fyrsta áfang- anum. Byggingarframkvæmd- ir í Skuggahverfinu Fyrsta áfanga lýkur eftir rúmt ár ÍSLAND lendir í 14 sæti sam- kvæmt niðurstöðum alþjóðlegr- ar könnunar á skólakerfum og námskunnáttu 14 og 15 ára ung- linga í iðnríkjum heims, sem gerð var af rannsóknamiðstöð Unicef, barnahjálpar SÞ þjóð- anna. Skv. niðurstöðum könnun- arinnar ná 14% nemenda á þess- um aldri ekki lágmarkskröfum um læsi, stærðfræði- og raun- greinakunnáttu. Suður-Kórea fær besta út- komu, samkvæmt könnuninni, en í næstu sætum þar á eftir koma Japanar og Finnar. Í rannsókn Unicef er reynt að leggja mat á menntun í iðn- væddum ríkjum og er unnið út frá alþjóðlegum rannsóknum. Að því er kemur á fréttavef BBC leiðir rannsóknin í ljós að ekki verða fundin bein tengsl á milli árangurs af menntun í ein- stökum löndum og fjármagns sem veitt er til skólakerfisins. Í Suður-Kóreu og Grikklandi er álíka fjármagni veitt til mennta- mála, ef miðað er við framlög á einstakling, en frammistaða nemenda í Suður-Kóreu er mun betri. Þá leiðir rannsóknin einnig í ljós að ekki eru bein tengsl á milli fjölda nemenda í bekkjum og árangurs í prófum. Hins veg- ar komu í ljós greinileg tengsl á milli fjölskylduaðstæðna og námsgetu. Börn menntaðra for- eldra eru líklegri en önnur til að fara í framhaldsnám. Ísland í 14. sæti á lista yfir bestu skólakerfi iðnríkja GERT er ráð fyrir að hótel við Að- alstræti 16 í Reykjavík verði opnað í mars árið 2005 en stefnt er að því að hefja framkvæmdir næsta haust. Jónas Þ. Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Fasteignafélagsins Stoða hf., sem sér um hótelbygg- inguna, segir að verkefnið sé í ákveðnum farvegi og þróunar- og skipulagsmálin taki sinn tíma. Reykjavíkurborg þurfi að ljúka forn- leifauppgreftri á svæðinu áður en aðrar framkvæmdir hefjist, en borg- in komi til með að eiga sýningarskála í kjallara hótelsins. Áætlað er að hótelið verði 75 her- bergja á þremur hæðum. Hótel við Aðalstræti á áætlun SKJÖL er spanna sögu Hitaveit- unnar, Vatnsveitunnar og Raf- magnsveitunnar sem sameinaðar voru í Orkuveitu Reykjavíkur, OR, hafa verið afhent Borgarskjala- safni formlega. Tilefnið er yfir- standandi flutningur OR í nýtt hús- næði á Réttarhálsi. Skjölin spanna tímabilið frá upp- hafi veituframkvæmda á Íslandi um aldamótin 1900 og ná til ársins 1998. „Skjöl Vatnsveitunnar eru stórmerkilegar heimildir og veita okkur yfirlit yfir stórkostlegar breytingar,“ segir í frétt frá OR. Þau sýna til dæmis skráða atburði allt frá taugaveikifaraldri í Reykja- vík í upphafi 20. aldar til fyrstu og einu vatnsveitu á Norðurlöndum til að hljóta vottun skv. Gámes [1997] og ISO 9001 staðlinum árið 1999. „Fyrir daga Vatnsveitunnar sóttu Reykvíkingar allt neysluvatn í opna brunna sem grafnir höfðu ver- ið víðs vegar um bæinn. Upphaf Vatnsveitunnar má rekja til þess að árið 1906 braust úr skæður tauga- veikifaraldur í Reykjavík en veikin átti upptök sín í menguðu vatnsbóli. Guðmundur Björnsson, þáverandi landlæknir, barðist fyrir vatnsveitu en ekki höfðu allir trú á vatnsveit- unni og fannst sumum fáránlegt að þurfa t.d. að borga fyrir aðgang að vatni. Vatnsveitan tók til starfa árið 1909 og var þá eitt mesta mann- virki sem Íslendingar höfðu ráðist í og í raun fyrsta stóriðja landsins.“ Skjöl Hitaveitunnar eru frá upp- hafi hugmynda um hitaveitu í Reykjavík en árið 1928 var farið að bora eftir heitu vatni við Þvotta- laugarnar í Laugardal. Skjöl Raf- magnsveitunnar eru frá árinu 1920 og má t.d. nefna skjöl sem varða upphaf og uppbyggingu Elliða- árstöðvarinnar. Morgunblaðið/Jim Smart Alfa Kristjánsdóttir, forstöðumaður skjalasafns Orkuveitunnar (t.h.), af- hendir Svanhildi Bogadóttur borgarskjalaverði skrár yfir skjöl sem færð hafa verið Borgarskjalasafni og segja sögu veitnanna í Reykjavík frá 1900. Sjö tonn af skjölum afhent Borgar- skjalasafni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.