Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 40
LISTIR 40 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KOMIÐ er að árlegum aðventutónleikum Söngsveit- arinnar Fílharmóníu og verða þeir haldnir í Langholts- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 og á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Einsöngvari er Sigrún Hjálmtýsdóttir. „Eins og vænta má verður að nokkru leyti haldið í hefðir og sungin lög sem eru áheyrendum vel kunn og ómissandi þáttur á tónleikum sem þessum,“ segir Lilja Árnadóttir formaður Söngsveitarinnar. „Kórinn mun þó engu að síður halda áfram að kynna, líkt og síðustu ár, fyrir íslenskum áheyrendum perlur úr því mikla safni kórverka sem henta til flutnings á jólaföstu og verður komið víða við, bæði í tíma og rúmi. Þannig er elsta verkið frá ofanverðri 14. öld en það yngsta aðeins nokkurra ára gamalt og verður efnið að þessu sinni sótt m.a. í smiðju íslenskra, danskra, enskra og þýskra tónskálda.“ Áheyrendur syngja með kórnum „Þá nýtur kórinn liðsinnis kammersveitar við flutn- ing stærri verkanna og eiga áheyrendur þess enn frem- ur kost að taka undir í þremur lögum. Diddú mun síðan leiða kórinn í nokkrum verkum auk þess sem hún mun flytja undurfögur einsöngsverk við undirleik kamm- ersveitarinnar.“ Stjórnandi söngsveitarinnar er Bernharður Wilk- inson og konsertmeistari á tónleikunum er Rut Ingólfs- dóttir. Píanóleikari söngsveitarinnar er Guðríður St. Sigurðardóttir og raddþjálfari Xu Wen. Morgunblaðið/Sverrir Söngsveitin Fílharmónía á æfingu í Langholtskirkju, stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Söngsveitin Fílharmónía syngur inn jólin GUÐSPJALLASÖNGVAR eða fagnaðarsöngvar, sem svonefndir „gospelsöngvar“ eru, voru iðkaðir í kirkjum þeldökkra en á seinni árum hafa þeir ratað upp á tónleikapalla. Þetta eru sefjandi söngvar, oftast sungnir af krafti er hafði áhrif á hreyfiþörf fólks, þrungnir af hrópandi ákalli, sem er í andstöðu við kyrrláta og innhverfa íhugun, sem hefur ein- kennt trúarathafnir kristinnar kirkju frá upphafi. Á tónleikum Kvennakórs Reykja- víkur í Langholtskirkju laugardaginn 30. nóvember var flutt svonefnd gosp- eltónlist undir stjórn Sigrúnar Þor- geirsdóttur og naut kórinn aðstoðar Páls Rósinkranz söngvara, Óskars Einarssonar píanóleikara og Ásgeirs Óskarssonar á slagverk. Fyrstu níu viðfangsefnin voru gospelsöngvar og öll nema eitt sungin af kórnum við undirleik píanós og trommu. Í þess- um lögum var leikið og sungið af krafti, sem gerir öll lögin svipuð og að mestu án nokkurra litbrigða í styrk og hraðinn keyrður áfram, svo að ekki er þörf á sérstökum stjórnanda, því uppfærslan var öll án þess að nokkurs staðar væri slakað á í takti. Að þessu leyti var flutningurinn þrumandi ein- litur. Negrasálmarnir Deep River, Steal away og Swing low voru sungnir eins og gerist í venjulegum kórsöng og var sannarlega léttir að heyra þessi þýðu lög svona fallega sungin, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, og þá brá svo við að píanistinn hætti að hamra og lék hann mjög fallega undir. Hann setti svo í fullan gang í næstu lögum, sem voru Every time I feel the Spirit, Go tell it on the Mountain og Rise up, Shepherd. Go tell it on the Mountain var fallega flutt. Páll Rósinkranz söng tvö lög, sem ekki voru tilgreind í efnisskrá, en hann er „pro“ í sinni tónlist, sem er borin uppi af „ornamental“ tónmynd- un, andstæðri hinni sléttu tónmyndun kórsins. Þannig var gospelsöngur kvennakórsins, sem er agaður í slétt- um söng, aldrei gæddur þeim tón- breytingum, sem Páll hefur aftur á móti fullt vald á. Þetta á einnig við um hrynrænar tilfærslur (synkópur), sem gegna því hlutverki að vera mót- vægi við hina föstu hrynskipan rytmaundirleiksins. Þess vegna myndaðist aldrei sú sveifla í söng kórsins, sem er aðal gospelsöngs og á líka að einkenna negrasálmana. Tónleikunum lauk með hefðbundn- um jólalögum, aðallega frönskum og enskum, og þar var söngur kórsins samkvæmt því venjulega og nokkuð fallega útfærður. Píanóleikur Óskars Einarssonar var og hljómþýður og með allt öðrum blæ en í gospellög- unum. Það getur verið bragðbætir að því að flytja einstaka gospellög á tón- leikum, en nærri heilt „prógramm“ er einum of mikið, auk þess sem Kvennakór Reykjavíkur býr ekki að þeirri kunnáttu sem hæfir slíkri tón- list sem er sprottin upp í samfélagi, sem trúlega enginn kórmeðlima hefur komist í snertingu við. Að syngja slétt eða skreytt TÓNLIST Langholtskirkja Kvennakór Reykjavíkur flutti „gospel“- söngva, negrasálma og jólalög. Laug- ardaginn 30. nóvember. KÓRSÖNGUR Jón Ásgeirsson Í FLJÓTU bragði eru ekki mikil sammerki með þessum verkum. Eitt glaðhlakkalegt skandinavískt barna- leikrit um ofvirkan og uppátækja- saman hrakfallabálk, hitt ágengt am- erískt raunsæisverk um nauðg- unartilraun og afleiðingar hennar fyrir fórnarlamb og geranda. Kannski eru snertipunktarnir helst í því að bæði verkin hafa refsingar í forgrunni. Í Emil í er það einangrunarvistin í smíðakofanum með hinni vonlausu listþerapíu, hjá Mastrosimone er það vonleysi þess að koma lögum yfir nauðgara og rökræður um það hvað skuli þá að gert. Annað sem verkin eiga sammerkt er að þau gera kröfur til þeirra sem vinna uppfærslur á þeim sem geta bakað illa búnum leikhúsum og óvön- um leikurum mikla erfiðleika. Í til- felli Emils eru það hinar tíðu svið- skiptingar sem leikgerðin gerir ráð fyrir. Þess sjást merki í sýningu Leikfélags Hornafjarðar að Guðjón Sigvaldason hafi ætlað að brjóta leik- gerðina upp og laga hana að aðstæð- um, en það hefur ekki fyllilega tekist í bráðabirgðahúsnæði því sem félag- ið hefur yfir að ráða að þessu sinni. Sviðsskiptingar taka alltof mikinn tíma og þó reynt sé að brúa hann með söng eða atriðum sem leikin eru til hliðar, vaknar sú spurning hvort ekki hefði verið hægt að finna ein- faldari lausn sem stöðvaði flæðið í sýningunni ekki jafn mikið. Hvað leikinn varðar þá þótti mér að fyrir utan ágæta spretti hjá flestum leik- endum skorti nokkuð á kraftinn og gleðina sem þarf til að láta þessa sögu lifna á sviðinu. Oft hefur Guðjón Sigvaldason náð að leysa leikhópa úr læðingi með afdráttarlausari hætti en hér, og á örugglega eftir að gera það á ný. Hvað varðar vandann við Auga fyrir auga þá lýtur hann að þeim leik- stíl sem verkið kallar á, en það er að mestu skrifað í amerískum raunsæ- isstíl sem útheimtir algera tilfinn- ingalega innlifun. Á sama tíma er verkið tæknilega erfitt í sviðsetn- ingu, í því eru ofbeldisatriði sem kalla bæði á mikla nákvæmni og hamslausan kraft. Auga fyrir auga er því ákaflega krefjandi viðfangsefni og vægast sagt vogað af Leikfélagi Vestmannaeyja að takast á við það. Það verður að segjast eins og er að leikhópurinn nær ekki fyllilega að uppfylla kröfur verksins. Best geng- ur þeim þegar höfundur brýtur raunsæisrammann með eintölum en í tilfinningaspenntum hápunktum í framvindunni náði hópurinn ekki fyllilega þeim algera trúverðugleika sem verkið gerir ráð fyrir. Hvað varðar ofbeldið þá var nauðgunartil- raunin afar vel unnin og illþolandi á að horfa eins og vera ber, en síðara atriðið, þegar fórnarlambið svarar nánast í sömu mynt, varð ekki að þeim dramatíska hápunkti sem því er ætlað. Að sjálfsögðu var margt vel gert innan þeirra takmarkana sem fyrr var getið og allir leikendurnir ná að gera skýrar „týpur“. Sigríður Diljá Magnúsdóttir er sköruleg sem fórn- arlambið. Júlíus Ingason dregur upp skýra mynd af einstaklega ógeðfelld- um náunga. Ásta Steinunn Ástþórs- dóttir skilaði vel kómískum hliðum hinnar einföldu Terry og náði svo inn að kvikunni í eintalinu um sína nauðgunarreynslu. Guðný Kristjáns- dóttir er hin rúðustrikaða rök- hyggjukona Patty og komst ágæt- lega frá þessu vanþakkláta hlutverki. Umgjörð; leikmynd, búningar og hljóðmynd var vel unnið þó hin stíl- færða leikmynd væri að mínu mati ekki sérlega viðeigandi. Leikfélag Vestmannaeyja er þessi árin að stíga sín fyrstu skref eftir að hafa legið í dvala. Viljinn til góðra verka er greinilega til staðar og með mann eins og Andrés Sigurvinsson í liðinu er framtíðin björt. Hér glíma þau við krefjandi verkefni og hafa ekki fullnaðarsigur, en örugglega áfangasigur í átt að frekari listræn- um þroska í takt við hinn augljósa metnað. Glæpur og refsing Atriði úr leikritinu Auga fyrir auga. LEIKLIST Leikfélag Hornafjarðar Leikfélag Vestmannaeyja Höfundur: Astrid Lindgren, leikstjóri: Guðjón Sigvaldason, lýsing: Þorsteinn Sigurbergson, tónlistarstjóri: Þórir Ólafs- son. Sunnudaginn 1. desember 2002. EMIL Í KATTHOLTI Þorgeir Tryggvason Höfundur: William Mastrosimone, þýð- andi: Jón Sævar Baldvinsson, leikstjóri: Andrés Sigurvinsson, leikmynd: Bjarni Ólafur Magnússon, tónlist: Andri Ey- vindsson, Aron Björn Brynjólfsson og Viktor Smári Kristjánsson, lýsing: Hjálm- ar Brynjúlfsson. 30. nóvember 2002. AUGA FYRIR AUGA ALDA Ingibergsdóttir sópran- söngkona hefur gefið út geisladisk, þar sem hún syngur íslensk og er- lend lög. Meðleikari hennar er Ólafur Vignir Albertsson. Sérstak- ur fengur er að því að á diskinum eru nokkur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem hafa ekki oft heyrst í hljóðritunum, en það sama á við um lög eftir Ragnar H. Ragn- ar og Þórarin Jónsson, og lag Jóns Þórarinssonar, Jeg elsker dig, sem hér heyrist í íslenskri textaþýðingu Böðvars Guðmundssonar og disk- urinn dregur nafn sitt af. Alda hefur fallega og góða söng- rödd og styrkur hennar er hve tandurhreint hún syngur, hve röddin er jöfn og góð á öllum radd- sviðum og sérstaklega fín í hæð- inni. Textaframburður hennar er góður og skýr, einkum í íslensku lögunum. Veikasti hlekkur radd- arinnar er sá, að þegar Alda syng- ur veikt örlar á því að meiri fókus eða stuðning vanti í víbratóið. Það einkennir diskinn hve Alda leggur sig fram um að vanda sig við söng- inn. Allt gott um það, en stundum er það á kostnað túlkunarinnar. Þeir sem hafa séð og heyrt Öldu syngja augliti til auglitis vita að hún hefur sterka útgeislun, hlýju og mikinn söngsjarma. Því miður skilar það sér misvel á geisladisk- inum. Hér er allt vandað og vel gert, en það vantar meira líf í sönginn. Hún hefði þurft að gefa sér betur lausan tauminn í mús- íkinni. Það hefði ekki endilega þurft að vera á kostnað vandvirkn- innar; – kannski hefði hentað henni betur að taka upp fyrir framan fullan sal af fólki og gefa út „live“ upptökur, svo hennar músíkalski söngur nyti sín eins vel og hann gerir á tónleikum. En þar sem músíkin nær tökum á Öldu er hún líka virkilega góð. Lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar Til næturinnar, við ljóð Ólínu Andrésdóttur, er fallega sungið, látlaust og blítt og Alda mótar orð og hendingar þannig að í því skap- ast kyrrlát stemmning, sem rís fal- lega í síðasta erindi lagsins, þar sem ljóðmælandi biður himna- drottninguna að koma að svæfa sig. Í lagi Sveinbjörns, Álfunum, í þýðingu Jakobs Jóhannessonar, nær Alda að skila vel til hlustand- ans húmornum í textanum og bros- inu í röddinni. Lög Jóns Ásgeirs- sonar við ljóð Halldórs Laxness eru öll sérstaklega hrífandi í flutn- ingi Öldu, túlkunin er vel upp- byggð og grunduð og fallega mót- aðar styrkleikabreytingar gefa lögunum dýpt og ljóðræna dýna- mík. Í aríu Mozarts, Durch Zärt- lichkeit und Schmeicheln, úr Brott- náminu úr kvennabúrinu, sýnir Alda hvers megnug hún er í léttri óperulýrík og syngur virkilega fal- lega. Framburður á s-unum er þó full íslenskur. Besta verkið á geisladiskinum er þó ótvírætt loka- lagið, Glitter And Be Gay, úr Candide eftir Bernstein, en þar fer saman frábærlega músíkölsk túlk- un Öldu, húmor og glimrandi flott- ur kóloratúr. Ólafur Vignir Albertsson er hér upp á sitt allra besta. Hann er framúrskarandi meðleikari sem fylgir söngkonunni vel, án þess að vera of hógvær. Góð rödd en betri í lifandi flutningi TÓNLIST Geislaplötur Alda Ingibergsdóttir syngur lög eftir Jón Þórarinsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Ásgeirsson, Ragnar H. Ragnar, Þór- arin Jónsson, Sigfús Halldórsson, Moz- art, Lehàr, Jóhann Strauss, Arditi, Gersh- win og Bernstein. Meðleikari á píanó er Ólafur Vignir Albertsson. Útg.: Alda Ingibergsdóttir/Fermata 2002. ÉG ELSKA ÞIG Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.