Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 37
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 37 Galakjólar Laugavegi 53 SAMKEPPNISSTOFNUN hefur frá því í febrúar sl. gert mán- aðarlegar verðkannanir á græn- meti og ávöxtum til þess að fylgjast með verðþróun á þess- um vörum eftir afnám tolla á ýmsum grænmetistegundum sl. vetur. Fyrsta verðkönnunin var gerð í febrúar sl. og náði til 11 mat- vöruverslana á höfuðborg- arsvæðinu. Meðalverð úr þeirri könnun hefur verið notað til samanburðar á verðþróun á þessum markaði. Það er rétt að taka fram að verð á grænmeti og ávöxtum er sveiflukennt og ræðst m.a. af verði á erlendum mörkuðum, uppskeru og árs- tíma. Hér að neðan er birt með- alverð á nokkrum tegundum af ávöxtum og grænmeti eins og það var 9. desember sl. og það borið saman við meðalverð úr verslunum eins og það var 8. febrúar sl. Þá er einnig gefið upp lægsta og hæsta verð hverju sinni en eins og sjá má í töflunni er oft um verulegan verðmun að ræða. Margar algengar grænmet- istegundir hafa lækkað í verði. Sem dæmi um grænmetisteg- undir sem hafa lækkað í verði má nefna að meðalverð á ís- lenskum og innfluttum agúrkum hefur lækkað um 54–60%, inn- fluttir tómatar hafa lækkað um 39%, ísbergssalat hefur lækkað um 60%, paprikur um 43–59%, blómkál um 59% og rauðlaukur, blaðlaukur, spergilkál og sellerí um 35–51%. Þá hefur meðalverð á öllum tegundum ávaxta lækkað frá því í febrúar. Þannig er t.d. með- alverð á eplum 15–34% lægra nú en það var í febrúar, meðalverð á appelsínum er 20% lægra, á banönum 16% lægra, á kíví 30% lægra og á perum 31% lægra. Veruleg verð- lækkun á græn- meti og ávöxtum       (  *+  ,    -  .*/ 0, -  1 /0 , 2 -    3  , . - ,  -   4                                 !   #" "   "  " " $ % % $ %  & '  % '   & (#   )  * + %# !  %# ,       &   % -%# - ."    /% % /&  /&    /&    %# ( "0     ( %  (  1      %    %   %   %     1 ! !%   !  ! ! 234/% !  % /&  -    5 06  78/%  5 (  1 /0  9:: 22; 293 24; 9:; 24; 9<4 9=3 >2: 2;4 >=4 229 3>4 9=> 2>: 9=< 9?;32 2?@9= 34> ;<= 34> 399 ;9< @<< 2=@ ;23 ;<2 3;= 2>3 3<@ 2;4 92; >>@ 9@< @> 344 9=2 22< 2>: >4> 29: @> 2>@ ;3: 34> ;>2 3>2 >=9 >4@ 24@ ;92 >4= 939 @@3 ==< @9> =@2 2<2 2=<                                           (  2 -                                                                           !  <3 9;< 94< << :< 923 =3 =3 9=< 9>3 9=< @< >:< << 99< 94< ::3 9?3=; 2<< 2<< 2<< 9;2 92< ;<< 92< 2:< 94< 2:< 9=< 2@< 223 993 9;< =< ;3 9>< << 9>< 9>< 24< 9=< >: 9<= 9>< 9>< 9>< 2@3 23< << :< 93< 9:: 9>3 3;< :;4 >:< :<< 23< 2;<                                                                     6 -  2 -  7 -  2 -                                                                                                                        (                                                                                                                                   HEILSA Spurning: Mig langar til að spyrja þig um aukaverkanir á Pulmicort. Ég hefi notað Pulmicort turbuhal- er 200 mikrog tvisvar á dag í tvö ár. Þetta meðal var mér gefið í sambandi við að ég fékk bjúg í lungun. Ástæðan var að ég fékk mjög hægan púls af blóðþrýst- ingsmeðali. Ég hefi kannski alltaf haft tilhneigingu til að fá astma, það liggur í ættinni. Það pípir í mér stundum, sérstaklega við göngu, kulda og við áreynslu. Nú hefi ég hætt við Pulmicort. Held að það valdi mér öðrum óþæg- indum. Eins og að fita safnist framan á maganum. Ég hefi ekki þyngst þótt ég sé of þung, u.þ.b. 80 kg. Ég hreyfi mig mikið og hefi núna farið að fá meiri verki í mjaðmirnar við göngu. Mér þætti vænt um að fá upplýsingar um aukaverkanir vegna Pulmicort. Ég er 68 ára gömul og er mjög viðkvæm fyrir meðulum. Svar: Bréfritari lýsir dæmi- gerðum astmaeinkennumog kom- ið hafa ný lyf sem hægt er að grípa til í erfiðum tilvikum. Þegar astmi er meira en einstaka astma- köst er grunnmeðferðin yfirleitt alltaf innúðasterar gefnir tvisvar á dag. Til viðbótar sterunum er hægt að grípa til annarra lyfja tímabundið ef einkenni versna. Til eru margs konar sterar og þeir sem eru notaðir við astma eru í flokki þeirra sem kallaðir eru barksterar vegna þess að hormón með sams konar verkun myndast í nýrnahettuberki. Barksterar eru notaðir við ýmsum sjúkdómum og kvillum og eru til í margs konar lyfjaformum sem eiga við í hverju tilviki og má þar nefna töflur, smyrsli og innúða. Astmameðferð með innúðasterum dregur úr óþægindum af völdum astmans, bætir lungnastarfsemina, fækkar astmaköstum, bætir líðan al- mennt og fækkar dauðsföllum vegna astma. Hér á landi eru á markaði lyf sem innihalda tvo mismunandi barkstera við astma. Í Pulmicort (innúðalyf) og Pulmi- cort Turbuhaler (innöndunarduft) er sterinn búdesóníð en í Flix- otide (innúðalyf) og Flixotide Diskus (innöndunarduft) er ster- inn flútíkasón. Ekki er talinn vera munur á verkunum og aukaverk- unum þessara tveggja stera og ekki heldur hvort notað er inn- úðalyf eða innöndunarduft. Öll þessi lyf eru mikið notuð en á und- anförnum árum hefur notkunin verið að færast frá innúðalyfjum yfir á innöndunarduft, aðallega vegna þess að dufttækin eru ein- faldari í notkun. Sterar í inn- úðalyfjum/innöndunardufti geta gefið staðbundnar aukaverkanir eins og sveppasýkingu í munni og koki, útbrot umhverfis munn og hæsi en hægt er að minnka hætt- una á þessu (nema kannski hæsi) með því að skola munn og kok vel með vatni eftir gjöf lyfsins. Þegar barksterar eru gefnir til inntöku (oftast töflur) í langan tíma geta þeir valdið alvarlegum aukaverk- unum eins og beinþynningu og vanstarfsemi nýrnahettubarkar. Nánast engar vísbendingar eru um slíkar aukaverkanir af völdum barkstera í innúðalyfjum/ innöndunardufti við astma- meðferð. Innúðasterar geta hægt lítillega á vexti barna. Langtím- anotkun hárra skammta hjá full- orðnum getur aukið hættu á dreri í auga og viðkvæmri húð. Háir skammtar af búdesóníði (Pulmi- cort) teljast vera 800 míkróg tvisvar á dag og af flútíkasóni 1000 míkróg tvisvar á dag. Í mjög sjaldgæfum tilfellum hefur orðið vart einkenna frá miðtaugakerfi eins og árásargirni, pirrings, dep- urðar og árátturöskunar hjá þeim sem nota innúðastera en í lang- flestum tilfellum gengur með- ferðin vel án aukaverkana. Hvað gera innúðasterar? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Breytt meðferð við astma  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. VIÐ mennirnir eigum það sameiginlegt að okk- ur langar að líða vel. Þetta vita markaðs- fræðingarnir og þess vegna keppast þeir við að telja okkur trú um að þessi eða hin varan veiti okkur vellíðan. En þetta er ekki svona einfalt. Við þurfum að skoða okkur sjálf og læra að við get- um haft áhrif á líðan okk- ar. Það þýðir þó ekki að það sé okkur að kenna ef okkur líður illa, heldur að það sé á okkar ábyrgð að gera eitthvað í því þegar á móti blæs. Stundum ráðum við ekki við aðstæðurnar sjálf og þá er það á okkar ábyrgð að leita hjálpar og þiggja hana. Þegar við höfum fundið hvað það er sem hefur góð áhrif á líðan okkar getur verið gott að safna því saman í geðræktarkassa. Með því að geyma á einum stað myndir af fólki sem okkur þykir vænt um, tónlist sem hefur góð áhrif á okkur, símanúmer hjá þeim sem gott er að tala við þegar á móti blæs o.s.frv. hjálpum við okkur að takast á við vanlíðanina þegar hún færist yfir. Margir eiga sér einhvers konar kassa, möppu eða skúffu þar sem þeir geyma dýrmæta hluti sem koma þeim í gott skap. Hver kannast ekki við að rekast óvart á slíka hluti á tiltektardögum? Það er enn áhrifameira að hafa þessa dýrgripi á ákveðnum stað og leita í þá þegar á reynir. Á fundi sem Geðrækt hélt sl. fimmtudag í Iðnó við Tjörnina deildu þingmennirnir Jónína Bjartmarz, Margrét Frímannsdóttir, Sólveig Pét- ursdóttir og Ögmundur Jónasson því með fundarmönnum hvað þau geyma í geðræktarkassanum sínum og hvað þau gera til að halda geð- heilsunni. Í kössum þeirra var margt forvitnilegt, myndir, bækur, ást- arbréf, geisladiskar, myndband, blóm og skóreimar, svo eitthvað sé nefnt. Öll töluðu þau um að gott væri að hafa póstkort með geðorðunum 10 í kassanum, en það eru góð ráð og ábendingar sem Geðrækt hefur gefið út. Í lok fundar var gengið yfir á Alþingi og þingmönnum landsins gefnir geðræktarkassar til eignar og þeir hvattir til að hlúa vel að eigin geð- heilsu. Við getum lært margt hvert af öðru en hver og einn verður að gera upp við sig hvað hann eða hún lætur í sinn kassa. Geðræktarkassinn er eins konar andlegur sjúkrakassi, en hann er hvergi hægt að kaupa því það er svo mismunandi hvað vekur jákvæðar hugsanir hjá okkur. Geð- rækt hvetur alla landsmenn til að hlúa að geðheilsu sinni og finna þannig hvað þeir geta gert til að auka vellíðan í sínu lífi. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Geðræktar.  Frá Landlæknisembættinu. Heilsan í brennidepli Hvað er í þínum geðræktarkassa? Til að öðlast vellíðan verð- um við að líta í eigin barm. LÍTILL röndóttur fiskur, svartur og hvítur, sem algengur er á fiska- söfnum, gæti búið yfir mik- ilvægum vísbendingum um það hvernig bæta megi hjartaskaða með lífrænum hætti. Samkvæmt nýrri rannsókn getur sebrafiskur læknað sig sjálfur. Í honum vaxa frumur sem geta sjálfkrafa lækn- að hjartasár, jafnvel þótt allt að því fimmtungur hjartavöðvans hafi verið fjarlægður. Haft er eftir sérfræðingum á CNN.com, að þessi uppgötun sé mikilvæg á því afmarkaða sviði læknavísindanna sem fæst við rannsóknir á því hvernig bæta megi skaða með lífrænum hætti. Vísindamennirnir með dr. Mark Keating frá Howard Hughes læknastofnuninni við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum í far- arbroddi hafa fundið gen í sebra- fiskinum sem talið er að rekja megi þennan eiginleika fisksins til. Í tilrauninni voru um 20% af hjarta sebrafiskanna fjarlægð með skærum. Að tíu dögum liðn- um höfðu 8 fiskar af þeim 10 sem tilraun var gerð á, náð fullum bata og syntu sprækir um í vatninu líkt og hinir fiskarnir. Sebrafiskar gætu stuðlað að framförum í hjarta- lækningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.