Morgunblaðið - 20.12.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.12.2002, Qupperneq 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 21 FJÓRIR biðu bana þegar sprenging lagði í rúst byggingu í pakistönsku hafnarborginni Karachi í gær. Emb- ættismenn sögðu upphaflega að um slys hefði verið að ræða en Syed Kamal Shah, lögreglustjóri í Sindh- héraði, sagði seinna að sprengjuefni hefði fundist á staðnum og að fórn- arlömbin fjögur hafi hugsanlega ver- ið viðriðin sitthvað misjafnt. Talið er að byggingin hafi verið bækistöð öfgasinnaðra múslima. Sagði Shah að fundist hefði á staðn- um persónuskilríki en maðurinn á mynd skilríkjanna líktist mjög Asif Ramzi. Ramzi er á lista pakistanskra yfirvalda yfir hættulegustu menn landsins. „Ef það fæst staðfest að Ramzi hafi verið þarna þá myndi það þýða að þetta hús hafi verið notað fyrir aðila sem tengsl hafa við al- Qaeda [hryðjuverkasamtökin],“ sagði Shah. Fjórir létust í sprengingu í Karachi Karachi. AFP. FYRIR úlfahjarðir og skógarbirni ævintýranna, sem valsa um fjalla- skóga Transylvaníu, var komm- únisminn alls ekki svo slæmur. Hinn alræmdi einræðisherra Rúmeníu, Nicolae Ceausescu, sem réð ríkjum í landinu í 25 ár unz kommúnisminn hrundi, bannaði bjarnarveiðar – þ.e. öllum öðrum en sjálfum sér. Af þessu leiddi að þegar Ceaus- escu var steypt og hann tekinn af lífi um jólin 1989 var allt orðið krökkt af björnum og öðrum villtum dýrum í skógum landsins. Raunar segja tals- menn náttúruverndarsamtaka að þau hafi verið orðin of mörg. Fjár- bændur og aðrir húsdýraræktendur misstu margt dýrið í úlfskjaft og birnir fóru að leita út fyrir skóginn að æti. Blikur á lofti En að mati sérfræðinga eru nú blikur á lofti hvað varðar framtíð- arhorfur villidýra austursins. Þeir segja að hröð hagþróun, sem undir- búningur landsins fyrir aðild að Evr- ópusambandinu ýtir undir, gæti þrengt mjög að einu síðasta ósnortna svæði villtrar náttúru á meginlandi Evrópu og sett dýralíf þess í hættu. Í nýlega útkominni skýrslu al- þjóðlegu náttúruverndarsamtak- anna WWF (World Wide Fund for Nature) er varað við því að fram- kvæmdir sem ætlað er að efla hagþróun í Tékklandi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeníu og Úkraínu ógni dýralífi í Karpata- fjallgarðinum, sem liggur í gegnum öll þessi lönd. Stærstur hluti þess 100.000 fer- kílómetra svæðis sem Karpatafjöll ná yfir er í Rúmeníu, og skógarnir þar, í héraðinu Transylvaníu, eru meðal síðustu ósnortnu villtu vist- kerfa Evrópu. WWF spáir því að hröð uppbygg- ing nýrra vega og útbreiðsla nútíma- vædds landbúnaðar muni leiða til rýrnunar landgæða og að mikið muni draga úr fjölbreytni lífríkisins á svæðinu. „Ég tel að það sé þjóðsaga að kommúnisminn hafi verið skelfileg- ur umhverfisspillir,“ segir Paul Csagoly, talsmaður WWF í Búda- pest. „Kommúnisminn þjappaði vissulega fólki og iðnaði saman á ákveðna staði, þar sem reykskýin lágu yfir og eiturúrgangi var dælt út í náttúruna. Það er þetta sem fólk á Vesturlöndum sér myndir af. En ut- an við þessa iðnaðarkjarna var land- ið þjóðnýtt og látið í friði.“ Stefnan inn í ESB ógnar björnum og úlfum í Transylvaníu Brasov. AP. AP Villtur skógarbjörn gengur að hópi ferðamanna við Brasov í Rúmeníu í september sl. Birnirnir hafa í auknum mæli leitað inn í byggð í leit að matarleifum. Björnum og öðrum dýrum hefur fjölgað mjög í skógum landsins. ’ Fyrir úlfa og birnivar kommúnisminn ekki svo slæmur. ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.