Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ E ins og flestum mun vera kunnugt hef ég nokkurt skeið áformað að kaupa gamlan skuttogara og láta gera endurbætur á honum í Chile. Nú er orðið ljóst að ekkert verður af togarakaupunum; sem betur fer segi ég nú bara í ljósi staðreynda málsins. Það er fyrst og síðast skólabróður mínum, Matthíasi Sigurkarlssyni, að þakka að ekkert verður af kaup- unum. Matti var alltaf langbestur í reikningi þeg- ar við vorum saman í bekk og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Reyndar hefur Matti lítið fengist við stærðfræði í seinni tíð, en hann er menntaður í heimspeki og margir kannast sjálfsagt við ritgerð hans, „Gildi þess að standa kyrr“, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni í fyrra. Matti hefur líka fengist við ljóða- gerð, en þjóðþekkt er kvæði hans „Græna malbikið“. Við höfðum alltaf verið góðir vinir við Matti, en ég hitti hann á kaffihúsi nýlega. Áform mín um togarakaup komu að sjálfsögðu strax til umræðu. Ég lýsti fyrir Matta hversu frábær fjárfesting þetta væri. Einu mennirnir sem ættu einhverja peninga á Íslandi í dag, eftir að þessi fjarskipta- og netbóla leið undir lok, væru út- gerðarmenn. Fiskverð í útlöndum væri hátt, ekkert mál væri að selja afurðirnar, gengið hefði sjaldan verið hagstæðara, vextir væru lág- ir, stöðugleiki væri í greininni, mjög mikil hagræðing hefði átt sér stað í sjávarútveginum og hægt væri að ná fram enn frekari hag- ræðingu. Í stuttu máli; þessi tog- arakaup væru rakið stórgróðafyr- irtæki. Ég tók eftir því, þegar ég lýsti hugmyndum mínum fyrir Matta, að hann virtist frekar áhugalaus og sýndi engin svipbrigði, ekki einu sinni þegar ég fór að lýsa fyr- ir honum jeppanum sem ég ætlað að kaupa þegar togarinn kæmi úr fyrsta túrnum. Matti hefur reynd- ar alltaf verið svona. Ég hef stund- um haft áhyggjur af því hvað hann á eitthvað erfitt með að hrífast og hvað hann er oft neikvæður. Ingi, skólabróðir okkar, segir að hann sé alltaf svartsýnn, en ég held að það sé ekki rétt. Mér hefur alltaf fundist Matti vera raunsær maður. „Þetta er bara vitleysa í þér,“ segir Matti allt í einu. Ég hélt fyrst að hann væri að tala um jeppann og sagði að kannski ætti ég að fá mér Pajero frekar en Land Cruis- er. „Þú átt eftir að stórtapa á þess- um togarakaupum,“ sagði Matti og horfði á mig alvarlegur í bragði. Ég hélt fyrst að hann væri að gera grín að mér, en þegar hann fór að ræða um efnahagsmál eins og hann væri formaður banka- stjórnar Seðlabankans áttaði ég mig á að honum var full alvara. „Sko, í fyrsta lagi veist þú ekk- ert hvað þessi togari á eftir að kosta. Það er ekki hægt að treysta á þessa Chile-menn, sem þekktir eru fyrir svik og pretti. Þér er al- veg óhætt að bæta strax 40% við smíðakostnaðinn. Fiskverð á örugglega eftir að lækka niður úr öllu valdi. Fólk er að verða svo um- hverfissinnað að innan fárra ára hætta flestir að éta fisk. Stóra mál- ið er hins vegar að fiskistofnar á Íslandi eru á vonarvöl og þú getur bókað að innan fárra ára fæst ekki bein úr sjó. Og svo er þetta nátt- úrlega hreinn barnaskapur hjá þér þegar þú talar um vexti og gengi. Það er greinilegt að þú hefur ekk- ert lært í stærðfræði síðan ég var að hjálpa þér með fjórum sinnum töfluna hérna um árið. Vaxta- hækkun er handan við hornið og gengið á eftir að fara á fleygiferð, ekki síst ef Bush fer að ráðast á Írak eins og flest bendir til. Nei, vinur minn. Þér er hollast að hætta við þessi fáránlegu tog- arakaup sem eiga eftir að gera þig gjaldþrota á örskömmum tíma. Ég skil bara ekkert í þér að detta þetta í hug,“ sagði Matti. Ég reyndi að malda í móinn og benti Matta m.a. á að ef ekki væri hægt að græða á sjávarútvegi á Ís- landi væri illa komið fyrir okkar þjóð. Hann sagði að ég ætti miklu frekar að byggja mér hótel úti á landi. Ferðaþjónustan ætti eftir að vaxa gífurlega á næstu árum og þeir sem væru í hótelrekstri ættu eftir að græða rosalega. Ég sagð- ist ekki hafa áhuga á ferðamönn- um eftir það sem gerðist uppi í sumarbústað í fyrra. Ég lánaði bú- staðinn nokkrum Þjóðverjum og aðra eins umgengni í náttúrunni hef ég aldrei séð. Hann sagði að ef ég vildi ekki reka hótel væri best fyrir mig að fara upp í háskóla og ná mér í einhverja almennilega menntun. Ef þjóðin ætlaði að kom- ast af yrði að mennta hana. Ég spurði Matta hvað allir þessir menntamenn ættu að gera þegar þeir kæmu úr háskólanum. „Þú skilur nú aldrei samhengi hlut- anna,“ sagði Matti og kvaddi. Ég verð að viðurkenna að ég var dálítið leiður þegar ég kvaddi Matta, en jafnframt var mér létt. Ekki hefði ég viljað leggja allt sparifé mitt og meira til í jafn- glatað fyrirtæki og þessi togara- kaup. Einhver kynni að segja að ég hefði verið fullfljótur á mér að gefa þetta frá mér, en ég held ekki. Matti, þessi mikli reikningshaus, reiknaði dæmið fyrir mig á servíettu þarna á kaffihúsinu. Niðurstaðan er eftirfarandi: Ár- legt tap á rekstri togarans er 255.322.892 krónur. Lán munu fara í vanskil strax í vor og 13. ágúst í sumar verður að öllu óbreyttu haldið uppboð á togar- anum. Aðeins viku síðar verður húsið mitt selt á nauðungarupp- boði. Ég á alla tíð eftir að verða Matta þakklátur að hafa bjargað mér frá þessari ógæfu. Ég kaupi ekki togara! „Nei, vinur minn. Þér er hollast að hætta við þessi fáránlegu togarakaup sem eiga eftir að gera þig gjaldþrota á örskömmum tíma. Ég skil bara ekkert í þér að detta þetta í hug,“ sagði Matti. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SVEINN Scheving öryrki skrif- ar grein í Morgunblaðið sl. mið- vikudag og gagnrýnir þann drátt sem orðið hefur á framkvæmd til- lögu um úrbætur í bílastæðamál- um fatlaðra sem samþykkt var í samgöngunefnd í ársbyrjun 2002 eða fyrir réttu ári. Er vel skilj- anlegt að öryrkjar séu orðnir lang- eygðir eftir úrlausn mála sinna enda hafa vinnubrögð R-listans í málinu verið óviðunandi og stór- lega ámælisverð. Í janúar 2002 lagði undirritaður fram umrædda tillögu í samgöngu- nefnd Reykjavíkur í því skyni að bæta úr því ófremdarástandi sem hefur um langt skeið ríkt í bíla- stæðamálum fatlaðra. Mikil brögð eru að því að reglur um sérmerkt bílastæði fatlaðra og hreyfihaml- aðra séu virt að vettugi og sýndi ársgömul athugun að um misnotk- un væri að ræða í allt að helmingi tilvika. Er óþarfi að fara mörgum orðum um þau óþægindi sem þetta hefur í för með sér fyrir þessa hópa. Sérmerktu stæðin eru ætluð til þess að auka ferðafrelsi fatlaðra og bæta aðgang að sjálfsagðri þjónustu, t.d. við sjúkrahús, stór- verslanir og banka. Tillaga samþykkt Markmið mitt með flutningi til- lögunnar var að vekja almenning til umhugsunar um bílastæðamál fatlaðra og stuðla að því að virku eftirliti Bílastæðasjóðs og lögreglu yrði komið á með því að reglum þessum yrði framfylgt. Áður en tillagan var lögð fram, ráðfærði ég mig við forsvarsmenn samtaka öryrkja og voru menn á einu máli um að ekki ætti að taka langan tíma að hrinda þessum úr- bótum í framkvæmd ef vel væri að verki staðið. Fór svo að tillagan var samþykkt einróma í sam- göngunefnd. Taldi ég mig þá fá vil- yrði fyrir því að hratt yrði unnið í málinu og í samráði við samtök ör- yrkja sem höfðu tekið tillögunni vel og lýst sig reiðubúin til sam- starfs. Ekkert gerist Þegar við sjálfstæðismenn kom- umst að því í mars að ekkert hafði verið unnið í málinu, lögðum við fram nýja tillögu. Þar var lagt til að skipaður yrði sérstakur starfs- hópur til að annast framkvæmd fyrri tillögunnar og í honum sætu fulltrúar frá samgöngunefnd, lög- reglunni, Bílastæðasjóði, Sjálfs- björgu á höfuðborgarsvæðinu og Öryrkjabandalaginu. Í tillögunni voru verkefni hópsins skilgreind í sjö liðum. Sú tillaga var einnig samþykkt einróma og vorum við Helgi Hjörvar skipaðir fulltrúar sam- göngunefndar í honum. Var Helga falið að leiða starf hópsins og kalla hann saman. Óskaði ég eftir því að hópurinn lyki störfum sínum innan tveggja mánaða eða fyrir lok kjör- tímabilsins og var vel tekið í það. Þrátt fyrir góða samstöðu í sam- göngunefnd leið kjörtímabilið án þess að hópurinn væri kallaður saman. Verða aðrir en ég að svara því af hverju það var ekki gert. Nýtt kjörtímabil Svo fór að ég tók aftur sæti í samgöngunefnd eftir kosningar. Á fyrsta fundi nefndarinnar, 1. júlí sl., vakti ég athygli á því hversu snautlegan endi tillögur mínar hefðu fengið hjá fráfarandi nefnd og óskaði eftir því að þeim yrði komið í framkvæmd hið fyrsta. Nýr formaður samgöngunefndar, Árni Þór Sigurðsson, taldi að nefndin þyrfti að gera nýja sam- þykkt um málið og kjósa starfs- hópnum nýjan formann áður en hópurinn hæfi störf. Var málið síð- an sett í salt að nýju. Leið nú fram á haust án þess að nokkuð gerðist. Á meðan formaður samgöngunefndar hugsaði málið, fékk undirritaður fyrirspurnir frá öryrkjum sem var nú farið að lengja eftir því að eitthvað yrði gert í þeirra málum. Kaus ég að gera málið ekki að pólitísku bit- beini en minnti formann sam- göngunefndar reglulega á það, munnlega sem bréflega. Gat ég vel unnt Helga Hjörvar að leiða starf hópsins og ljúka því verki sem hann var kjörinn til en bauð for- manninum jafnframt að taka það verk að mér sjálfur ef það mætti verða til þess að mál þokuðust áfram. Sennilega hefur honum þótt hvorugur kosturinn góður eða verið alveg áhugalaus um málið því enn gerðist ekkert. Enn er beðið Eftir stöðugan eftirrekstur und- irritaðs, var málið loks tekið fyrir á fundi samgöngunefndar 16. des- ember sl. Að tillögu formanns nefndarinnar var Haukur Logi Karlsson skipaður formaður starfshópsins. Enn hefur ekkert heyrst af starfi hópsins og ekkert samband verið haft við hagsmuna- aðila svo ég viti. Niðurstaðan er því sú að þessar einföldu tillögur hafa ekki komist til framkvæmda þótt ár sé liðið frá samþykkt þeirra. Hef ég þó skilning á því að nýi formaðurinn þurfi að setja sig inn í málið eftir ellefu mánaða aðgerða- leysi félaga hans. Er vonandi að hann sýni því meiri áhuga að full- skipa umræddan starfshóp og hrinda tillögunum í framkvæmd en fráfarandi formaður starfshópsins og núverandi formaður samgöngu- nefndar gerðu. Aðgerðaleysi R-listans í bílastæða- málum fatlaðra Eftir Kjartan Magnússon „Þessi vinnubrögð R-listans eru óviðunandi og stórlega ámælisverð.“ Höfundur er borgarfulltrúi og á sæti í samgöngunefnd Reykjavíkur. MARGAR helstu þjóðþrifastofn- anir og samtök þjóðfélagsins sækja rekstrarfé sitt í hagnað af spilaköss- um. Það á við um Háskóla Íslands, Rauða krossinn, Landsbjörg og SÁÁ. Allar þessar stofnanir og öll þessi samtök gegna mikilvægu hlutverki í þjóðfélaginu. Fari svo að algert bann verði sett við fjárhættuspilum og spilakassar gerðir útlægir úr landinu þarf að finna framangreindum aðil- um nýja tekjustofna. Um þetta hefur oft verið rætt af hálfu okkar sem er- um andvíg því að þessum aðilum sé heimilað að hafa fólk sem haldið er sjúklegri spilafíkn að féþúfu. Hagn- aður af rekstri spilakassa nemur ár- lega milljörðum króna. Þessir pen- ingar koma fyrst og fremst úr vösum fólks sem er ekki sjálfrátt gerða sinna. Finnst okkur það sæmandi? Ég beini þessari spurningu til okkar allra því við erum öll ábyrg og ekki síst við sem sitjum á löggjafarsam- kundu þjóðarinnar. Í kjölfar gagnrýni á spilakassana á síðustu árum hefur sitthvað áunnist þótt stjórnvöld sýni enn ótrúlegt andvaraleysi. Viðvörunarorð hafa verið fest á spilakassa og SÁÁ hefur komið á fót neyðarlínu. Sameinaðar standa svo ofangreindar stofnanir og samtök að upplýsingasíðunni Spila- fíkn.is og kosta hana upp á eigin spýtur – og þurfa eflaust ekki að horfa í aurana vegna þess ágæta framtaks þegar hafður er í huga sá hagnaður sem kassareksturinn gef- ur í aðra hönd. Mikið lengra nær þetta ekki að öðru leyti en því að SÁÁ líknar fórnarlömbum sínum, veitir þeim ráðgjöf og meðferð. Ég hef stundum furðað mig á hve harðdrægir hagsmunagæslumenn forsvarsmenn spilahappdrættanna eru. Fyrir fáeinum misserum buðu þeir prófessor nokkrum frá Las Veg- as hingað til lands til að réttlæta spilamennskuna. Hann mun hafa verið prófessor í spilavítum við há- skóla í Las Vegas og Reno í Arizona. Þessi prófessor hafði komist að þeirri niðurstöðu að spilamennskan væri ósköp saklaus. Að vísu væri talsvert um að menn ánetjuðust spilafíkninni. Að máli hans var gerð- ur góður rómur innan spilabransans. Ekki trúi ég þó öðru en forsvars- mönnum spilavítanna finnist hlut- skipti sitt vafasamt. Verst þykir mér Gullnáman/Háspenna sem svo er nefnd. Háskóli Íslands rekur hana. Og náman sú ber réttnefni; hún veld- ur mikilli spennu og er spilasjúkling- um sérlega erfið því hún lokkar þá að með stanslausum upphrópunum. Kassarnir eru samtengdir og vinn- ingarnir nema milljónum. Ef þú hef- ur ekki hraðann á gæturðu misst af stóra vinningnum! Ég legg til að Háskóli Íslands geri okkur grein fyrir því hvert hagnað- urinn rennur; hvaða deildir og hvaða starfsemi spilasjúkir fjármagna. Þannig mætti merkja spilavítin mis- munandi deildum skólans. Þá vissu allir hver styrkþeginn væri. Lækna- deildin gæti þannig fengið Gullnám- una á Skólavörðustíg. Og Siðfræði- stofnun gæti fengið Hlemm. Siðfræðistofn- un fái Hlemm Eftir Ögmund Jónasson „Ég legg til að Háskóli Íslands geri okkur grein fyrir því hvert hagnaðurinn rennur …“ Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.