Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 2003 9 venjulega og ekki alveg eins form- leg. Það var augljóst að stjórnendur hennar stefndu að léttara yfirbragði. Það skiptir líka máli að sýning- arstjórar hlusti á það hvernig lista- mennirnir sjálfir vilja opna sýningar sínar, en það getur verið mjög mis- jafnt. Sumar þjóðir koma t.d. með hljómsveitir eða önnur skemmtiat- riði og kynna þannig fleiri en einn flöt á menningu sinni. En hvernig svo sem opnun er framkvæmd, verð- ur að hugsa fyrir því að kynning- arstarfinu sé sinnt og nauðsynleg tengsl mynduð. Héðan frá Íslandi væri auðvitað frábært að fara með hljómsveit, t.d. Sigur Rós,“ segir Laufey brosandi, „en því fylgir auðvitað aukakostn- aður. Aðrir yrðu að sjá um slíka við- bót, því við Rúrí erum ekki í stakk búnar til að sinna þessu öllu saman einar. Eins og komið hefur fram í um- ræðunni undanfarið, þyrftum við auðvitað að eiga samtímalistastofnun til að annast slíka vinnu, eins og t.d. AFAA (Association francaise d’act- ion artistique) í Frakklandi eða FRAME (Finnish Fund for Art Ex- change) í Finnlandi. Þangað til kom- ast þessi kynningar- og markaðsmál ekki í ákjósanlegan farveg. FRAME átti t.d. sinn fulltrúa á fundinum sem ég nefndi áðan. Ég er alveg sann- færð um að slík stofnun hér á landi myndi skipta sköpum við að búa til þetta bakland listanna sem hér vant- ar svo sárlega. Þar yrði haldið utan um upplýsingastreymi, reynslu af fyrri sýningum erlendis, tengiliði, fjármagn og þess háttar – einhver verður að halda þessu öllu til haga svo við séum ekki alltaf á byrjunar- reit.“ Laufey segist þó alls ekki vera þeirrar skoðunar að hægt sé að ætl- ast til þess að ráðuneytið sjái um allt. „Ráðuneytið hefur mjög margt á sinni könnu og það þýðir ekkert fyrir listamenn að vera alltaf að skammast út í það. En þar sem ekki er til staðar stofnun sem sinnir þess- um málaflokki, eru ýmis vandamál sem koma upp við svona fram- kvæmd. Við fáum t.d. allt fjármagn frá ráðuneytinu sjálfu og þurfum því eðlilega að bera undir það allar ákvarðanir um hvernig peningunum er varið. Þar af leiðandi erum við ekki fyllilega sjálfstæðar við þessa vinnu.“ Rúrí á réttum stað í sínum ferli Þar sem ekki er um neitt gallerí að ræða til að reiða sig á sem umboðsaðila fyrir lista- manninn þurfa þær Laufey og Rúrí sjálfar einnig að sjá um alla útgáfu tengda þátttök- unni; á sýningarskrá, veggspjöldum, boðs- kortum og möppum með upplýsingum fyrir fjölmiðlafólk. „Við verðum auðvitað að fram- kvæma þetta allt saman og leita eftir sam- starfi við fagfólk. Það er ekki hægt að sleppa neinum þessara þátta í dag,“ segir Laufey. „Ég er þegar búin að safna að mér boðs- listum víðs vegar að, því þeir voru eitt þess- ara atriða sem ekki voru til reiðu hjá ráðu- neytinu. Á listanum eru nú þegar yfir þúsund manns og við munum senda út boðskort með góðum fyrirvara. Boðskortin ásamt upplýs- ingamöppunum eru mjög mikilvægur þáttur í því að koma verkinu á framfæri. En þetta er allt óhemjulega mikil vinna, ekki síst þar sem ég er líka í öðru starfi,“ segir Laufey hlæj- andi. „En Rúrí er svo mikill eldhugi að hún dregur mann áfram með sér. Það er óskap- lega gott að vinna með henni, hún er fagleg, heilsteypt og heiðarleg, enda þýðir ekkert annað fyrir þá sem ætla að reyna að lifa af listinni.“ Laufey segir það þjóna íslenskum hags- munum vel að velja þroskaðan listamann til fararinnar að þessu sinni. „Ef miðað er við umheiminn þá er þjóðin enn á unglingastiginu hvað listheiminn varðar,“ segir hún brosandi. „Listamenn búsettir á Íslandi hafa ekki sömu tækifæri og þeir sem vinna erlendis og þess vegna tekur það þá oft lengri tíma að ná full- um þroska í sköpun sinni. Þá á ég ekki við að íslenskir listamenn séu barnalegir í hug- myndavinnu eða seinþroska, síður en svo. Ég er bara að vísa til reynslu og tækifæra, eða allra þeirra þátta sem skipta miklu við að koma hugmyndunum í ákjósanlegan farveg. Að því leytinu til er Rúrí nú á réttum stað í sínum ferli. Ísland er einangrað í ýmsu tilliti og fólk er ef til vill lengur að taka við sér fyr- ir vikið. En tími ungu listamannanna mun að sjálfsögðu koma, tækifærin bíða þeirra.“ Morgunblaðið/Golli Þær Laufey og Rúrí bera saman bækur sínar á vinnustofu Rúríar. fbi@mbl.is ekki enn komið þrátt fyrir að m skissum sem mur í ljós að það er nátengt að samfélags- i list,“ segir öngan skilning í kilning í orðið hefur pólitík að held ég líka mín hafa því oft amtíðina, en um Mér finnst það í dag að bera Ég er nú samt stóra samhengi í lum mínum list- manum, afstæði ningar og geta óþekkta. fossa og sýnt og erlendis. Í ginn er ég eig- ar fjöltækni; g tölvustýringar, s sem með sínu Ljósmyndirnar um landið und- þó það hafi ega ekki haft hefur verið svo æjandi. „Ég fór þar sýndi ég ein- RKIR R Morgunblaðið/Árni Sæberg Rúrí hefur unnið mikið með vatn og fossa. Hér gefur að líta verkið TILEINKUN – til Sigríðar í Brattholti, í Iðnskólanum í Hafnarfirði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.