Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÚARFOSS, skip Eimskipa- félagsins sem var að lesta við Binna- kant í Vestmannaeyjum sl. fimmtu- dagskvöld, slitnaði frá bryggjunni vegna mikils sogs í höfninni og tölu- verð hætta var á ferðum um tíma. Það var kl. 18.30 í kjölfar þess að mikil suðvestanátt rauk upp við Vestmannaeyjar og ölduhæð við Surtsey fór í tæpa 9 metra og sjór- inn vestan við Eyjar rauk upp í mikla brimskafla að mikið sog myndaðist í Vestmannaeyjahöfn. Brúarfoss var að lesta gáma þegar fangalínur að framan slitnuðu og skipið tók á rás afturábak, land- gangurinn slitnaði frá og hvarf í sjó- inn. Þá tók skipið á rás áfram og aftasti spottinn hélt en klippti í sundur bryggjupolla. Til að minnka ferðina á skipinu voru bæði anker þess látin falla. Fangalínur af þess- ari gerð þola 700 tonna átak að sögn Sveins Halldórssonar hafnarvarðar. Fólk var í hættu Pollinn skaust með ógnar krafti í skipið aftanvert og dældaði það töluvert, og að sögn Sveins hefði pollinn farið í gegnum lunninguna ef fangalínan hefði ekki verið á milli. Frá skipinu þeyttist pollinn í frysti- gám sem átti fara um borð og kom á hann gat. Þaðan skaust pollinn eina 70 metra eftir bryggjunni þar sem starfsmenn Eimskips í Vestmanna- eyjum voru í töluverðri hættu, en pollinn staðnæmdist á miðri bryggj- unni. Hafnarverðir og hafnsöguskipið Lóðsinn voru ræstir út til aðstoðar. Fljótlega tókst að koma skipinu á sinn stað og Lóðsinn varð að beita öllu vélarafli sínu til að ýta skipinu að bryggjunni til að halda því stöð- ugu þar. Að sögn Ólafs M. Krist- inssonar hafnarstjóra eru tilvik sem þetta afar sjaldgæf í Eyjum en vissulega hafi verið mikil hætta á ferð að hans sögn en betur farið en á horfðist. Brúarfoss hélt frá Vestmannaeyj- um til Englands kl. 2 aðfaranótt föstudags. Gríðarlegt sog myndaðist í Vestmannaeyjahöfn Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Bryggjupollinn sést hér á miðri bryggjunni eftir að hafa smollið í gámi og spýst af honum eina 70 metra þar sem starfsmenn Eimskips voru við vinnu. Þykir mesta mildi að ekki skuli hafa orðið slys á mönnum. Brúarfoss slitnaði frá Binnakanti Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. „ORUSTUÞOTUR, skriðdrekar, efnavopn eða kjarnorkusprengj- ur!!! Hver her hefur sína sérstöðu! Frábær nýr grafíkvél, frábær spil- un... frábær leikur!“ Svona hljóm- ar auglýsing á nýjum tölvuleik sem BT-verslanirnar hafa auglýst til sölu. Leikurinn mun hafa rokið út eins og heitar lummur, en 15 ára aldurstakmark er sett á leik- inn. Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, segir hætt við að stríðs- leikur á borð við þennan valdi veruleikafirringu hjá ungum börn- um og geri stríð að spennandi leik. „Börn hafa alltaf leikið sér að dátum en þetta er eitthvað allt annað. Þarna er um að ræða tól sem eru þvílík eftirlíking af raun- veruleikanum að það skilur ekkert eftir fyrir ímyndunaraflið. Hættan við allt þetta er að sjálfsögðu að börn sjái ofbeldi sem leik og venj- ist því að gleypa hrátt það sem maður sér gjarnan í fréttum þegar fjallað er um stríðsátök og skot- mörk eru sögð hernaðarlega mik- ilvæg. Það gleymist að það er venjulegt fólk sem um fram allt verður fyrir barðinu á þessum tól- um og tækjum. Það er fólk eins og við sem líður fyrir stríðsátök, sak- laust fólk sem bíður þess aldrei veður uppi og er markaðssett með- al ungs fólks. Dýrkun á ofbeldi og hörku sem ég er sannfærður um að setur sín spor í ómótað sálarlíf. Það sem við þurfum á að halda er uppeldi til friðar, uppeldi sem kennir fólki að leysa sín mál með friðsömum hætti,“ segir Karl. Sævaldur Gunnarsson, sölumað- ur í tölvuleikjadeild BT, segir að 40 eintök af leiknum hafi borist í búðina á miðvikudag og þau séu öll seld. Aðspurður hvort hann teldi tölvuleikinn gott þroska- leikfang fyrir ung- linga sagð- ist Sæ- valdur per- sónulega ekki hafa áhyggjur af því að leikurinn gæti skaðað óhörðn- uð ungmenni. „Kannski hafa bandarískir unglingar minna veruleikaskyn, en ég held að íslenskir krakkar átti sig alveg á þessu,“ sagði Sævaldur. Hætt við firringu sé stríð gert spennandi Efnavopn og kjarnorku- sprengjur í tölvu- leik fyrir unglinga bætur. Svona stríðsleikföng brengla þessa mynd. Gera stríð að spennandi leik, en mannlegi þátt- urinn gleymist,“ segir Karl. Þurfum uppeldi til friðar Hann segir að marg- oft hafi verið sýnt fram á að bein tengsl séu á milli ofbeldis og vald- beitingar hjá börnum og full- orðnum og of- beldisfullum tölvuleikjum og ofbeldismyndum. „Þessi miðill er svo öflugur að það er auð- velt að brengla dóm- greind og veikla þá þrösk- ulda sem hamla gegn því að maður beiti slíkum ráðum sjálfur,“ segir Karl. „Ég hef áhyggjur af þessari skefjalausu ofbeldisdýrkun sem HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega tvítugan karl- mann í 15 mánaða fangelsi fyrir að nauðga 16 ára unglingsstúlku í tjaldi á Eldborgarhátíðinni sem haldin var um verslunarmannahelg- ina árið 2001. Honum var auk þess gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Stúlkan lýsti atburðum svo að hún hefði farið inn í tjald sitt að- faranótt sunnudagsins 5. ágúst og maðurinn komið inn strax á eftir. Hún hafi beðið hann um að fara út en hann hafi ekki sinnt því heldur ráðist á hana og gripið um háls hennar. Hún hafi barist á móti og öskrað á hjálp en manninum hafi tekist að nauðga henni. Maðurinn neitaði ávallt sök. Við fyrstu yfirheyrslu sagðist hann muna atburði næturinnar vel en hann breytti framburði sínum eftir að honum voru kynntar niðurstöður DNA-rannsóknar sem leiddi í ljós að munnvatn úr honum var á hálsi stúlkunnar. Einnig fannst veski mannsins í tjaldi stúlkunnar. Kvaðst maðurinn þá hafa verið minnislaus sökum ölvunar og fíkniefnaneyslu. Þegar stúlkan leitaði til neyðarmót- töku var hún með áverka og hafði greinilega verið beitt líkamlegu of- beldi. Taldi dómurinn sannað, m.a. á grundvelli framburðar vitna, að maðurinn hafi gert sekur um það brot sem hann var ákærður fyrir. Segir í dómnum, að brotið sé alvar- legt og hafi beinst gegn kynfrelsi stúlkunnar, sem var mjög ung. Því hafi brotið verið til þess fallið að færa líf hennar úr skorðum eins og raunin varð. Dóminn kváðu upp Guðjón St. Marteinsson sem dómsformaður, Hördís Hákonardóttir og Friðgeir Björnsson, dómstjóri. Kolbrún Sæv- arsdóttir, fulltrúi ríkissaksóknara, sótti málið en Guðjón Ármann Jóns- son hrl. var skipaður verjandi. Í fangelsi fyrir nauðgun á Eld- borgarhátíð HAFRANNSÓKNASTOFNUN áformar að fara í loðnuleiðangur á rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni um eða eftir helgi, eða um leið og færi gefst til mælinga. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að ná þurfi mælingu á smáloðnu vegna tillögugerðar um upphafs- aflaheimildir á næsta fiskveiðiári, auk þess sem farið verði yfir miðin fyrir austan land þar sem loðnan er að safnast saman áleiðis til hrygn- ingar. Mælingum lauk á loðnustofninum í janúar sl. sem gaf heldur minna magn en væntingar stóðu til því ástand stofnsins hafði verið gott. Í kjölfarið ákvað sjávarútvegsráð- herra að auka aflaheimildir fyrir loðnu úr 690 þúsund tonnum í 910 þúsund tonn á yfirstandandi vertíð. Sökum þess hve vel veiðin hefur gengið undanfarið eru mörg loðnu- skip annaðhvort búin með kvótann eða langt komin með hann. Jóhann segir erfitt að meta á þessari stundu hvort stofnunin muni leggja til aukinn loðnukvóta, það fari eftir niðurstöðum leiðang- ursins. Ástæða hafi verið talin til að fara yfir miðin á ný. Það fer svo eftir veðri og fregnum af loðnumið- unum hvenær nákvæmlega Árni Friðriksson leggur af stað í leiðang- urinn og mælingum lýkur. Loðnu verður leitað eftir helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.