Morgunblaðið - 06.03.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 06.03.2003, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 25 FORNBÓKAVERSLUNIN Gvend- ur dúllari hefur opnað netverslun á slóðinni www.gvendur.is. Þar er hægt að skoða hluta af úrvalinu í búðinni, bæði með því að skoða bæk- ur eftir flokkum og leita eftir titlum eða höfundum. Síðan er beintengd við gagnagrunn þannig að hægt er að sjá hvort bækurnar sem við- skiptavinir leita að séu til, og geta þeir þá pantað bækur og fengið sendar heim. Hilmar Ingimundarson hrl. opnaði síðuna formlega, en hann hefur verið viðskiptavinur Gvends dúllara um árabil. Hilmar Ingimundarson opnar heimasíðu Gvends dúllara. Með honum á myndinni er Einar Örn Þorvaldsson sem sá um uppsetningu síðunnar. Gvendur dúllari opnar vef ÞRIÐJI og síðasti hluti verkefnisins Myndbönd og gjörningar stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Verkefnið nefnist Flash og er til sýnis í fjölnotasal safnsins. Um er að ræða margmiðl- unarverk sem var fyrst kynnt árið 1999 en að því stendur hópur myndlistarmanna og tónlistar- manna. Verkið skiptist í níu hluta en að hverjum hluta standa tveir listamenn; myndlistarmaður og tónlistarmaður. Verkefnið er sam- starfverkefni Bifros Foundation og BALTIC, Centre for Contemporary Art. Flash verður sýnt á þeim tíma sem Hafnarhúsið er opið eða dag- lega frá kl. 10–17 til 9. mars. Eftirfarandi listamenn vinna saman að Flash, fyrra nafnið er heiti myndlistarmanns en síðara tónlistarmanns: Maarten van Nord- en & Annette Messager, Voder- show & Liza May Post, Roderik de Man & Maura Biava, Paul Termos & Ansuya Blom, Maarten Altena & Ger van Elk, Eric Calmes & Henrik Peeters, Martijn Padding & J.C. Ruggirello, Chiel Meijering & Jaap Kroneman og Louis Andriessen & Marijke van Warmerdam. Eitt verkanna á sýningunni Flash. Margmiðl- unarverk- efnið Flash KRISTÍN G. Magnús stendur fyrir leiklistarnámskeiði í Iðnó 8.–10. mars. Námskeiðið er ætl- að almenningi frá 16 ára aldri. Nemendur fá tilsögn í leik- spuna, persónusköpun, radd- beitingu, framsögn, tjáningu og hreyfingum á leiksviði. Í framhaldi af námskeiðinu gefst hæfileikaríkum leikurum kostur á að koma fram í sýn- ingum Ferðaleikhússins á Light Nights sem verða í Iðnó í júlí og ágúst nk. Skráning á námskeiðið er í síma 551-9181. Leiklistar- námskeið í Iðnó Þjóðmenningar- hús Skáld mán- aðarins er Grím- ur Thomsen og verður sýning á verkum skáldsins opnuð kl. 14.30. Við opnunina verður sýningin og efnið á Skóla- vefnum, skolavef- ur.is, kynnt auk þess sem Kristján Jóhann Jónsson framhaldsskóla- kennari mun kynna Grím Thomsen í stuttu máli. Síðar í mánuðinum mun Kristján fjalla frekar um skáld mánaðarins Grím Thomsen. Skáld mánaðarins er samvinnu- verkefni Þjómenningarhúss, Skólavefjarins ehf. og Lands- bókasafns Íslands – háskóla- bókasafns sem setur upp sýninguna í bókasal Þjóðmenningarhúss. Í DAG Grímur Thomsen            

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.