Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Forsýning kl.9. Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6 og 8. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Áður en þú deyrð, færðu að sjá SV MBLRadío X KVIKMYNDIR.IS SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.  ÞÞ Fréttablaðið Tilnefnd til 4 Óskarsverðlauna Frumsýnd á föstudaginn. Sýnd kl.10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Forsýning Lilja 4-ever Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára. Hlaut 2 Golden Globe verðlaun, bresku BAFTA kvikmyndaverðlaunin og Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlin. Óskarsverðlaunaleikarnir Nicolas Cage og Meryl Streep fara á kostum í myndinni. Frá höfundum og leikstjóra „Being John Malkovich“. / ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sumir tala um það, aðrir fara alla leið Svalar stelpur. hörkuspenna og fjör. Með hasargellunni Michelle Rodriguez úr „The Fast and the Furious“. Vinsælasta myndin í Bandaríkjunum. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. NORRÆNIR bíódagar eru haldnir í Lübeck í beinum tengslum við nám- skeið um norræna kvikmyndagerð sem norrænir sendikennarar við HÍ standa fyrir á vormisseri. Á meðan bíódag- ar standa yfir verður boðið upp á fyr- irlestraröð um norrænar kvikmyndir sem opin er al- menningi. Jukka Sihvonen kvikmynda- fræðingur og Kaisa Kur- ikka, aðstoðarprófessor í finnskum bókmenntum við Háskólann í Turku, halda fyrirlestrana, sem eru fjórir talsins. Á laugardag heldur Sihvonen fyrirlesturinn „Leiðin að kvik- myndum: Inngangur að kvik- myndafræðum“ í Lögbergi st. 101 kl. 14–16. Á sama stað og sama tíma verður einnig haldinn á sunnudeg- inum fyrirlestur um Aki Kaur- ismäki sem ber yfirskriftina: „Kvik- myndagerðarmaðurinn án fortíðar“. Miðvikudaginn 12. mars heldur Kurikka fyrirlesturinn „Faðir og sonur: „Drakarna Över Helsingfors“ eftir Kjell Westö“ í Norræna húsinu kl. 13–15 og fimmtudaginn 13. mars verður á sama stað og tíma fyrirlestur Kurikka um „Finnska karlmennsku frá Väinämöinen to Uuno Turhap- uro“. Fyrirlestra- röð um nor- rænar kvik- myndir Lítil leyndarmál (Little Secrets) Fjölskyldumynd Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (97 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn Blair Treu. Aðal- hlutverk Evan Rachel Wood, Michael Angarano, Vivica A. Fox. GÓÐAR og uppbyggjandi barna- og fjölskyldumyndir eru viðlíka sjaldgæft fyrirbæri og hrollvekjur án blóðsúthellinga. Hér höfum við einn slíkan hvítan hrafn, þ.e.a.s upp- byggjandi fjöl- skyldumynd, ekki blóðlausa hroll- vekju. Segir hún frá metnaðarfullri 14 ára stelpu sem fyrir einhverra hluta sakir – sem síðar eiga eftir að koma í ljós – er upptekin af leyndarmálum. Svo góð er hún að þaga yfir þeim og fela að hún tekur smáaura fyrir að leyfa krökkunum í hverf- inu að létta af sér leyndarmálum sínum og þiggja góð ráð hvernig best sé að fela þau. Svo flytja tveir bræður, 12 og 14 ára, í hverfið, og sá yngri verður vinur hennar og kemst að leynd- armálabraskinu en sá eldri verður skotinn í henni, en býr líkt og allir í myndinni yfir leyndarmáli sem gera þarf upp áður en þau geta horfst í augu. Þótt viðurkenna verði að saga þessi verði á köflum fullvemmileg og sykursæt er hér á ferð óvenju vönduð og eins og áður segir upp- byggjandi mynd með hollum boð- skap um að það leysi engan vanda að eiga sér leyndarmál – best sé að vera hreinn og beinn. Þótt myndin ætti klárlega að geta verið allri fjölskyldunni ánægjuleg skemmtun þá höfðar hún trúlega hvað sterkast til ungra stelpna í kringum 10 ára aldurinn – aldur sem hingað til hefur verið sniðgenginn af bíó- framleiðendum hef ég á tilfinning- unni.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Leyndar- mál leysa engan vanda HLJÓMSVEITIN Ekkert sigraði á Mammútnum sem fram fór í í samkomuhúsinu Víkurbæ í Bolungarvík fyrir skömmu. Mammútur er heiti á hæfileikakeppni félagsmiðstöðvarinnar Tópas í Bolungarvík en þetta er í fyrsta sinn sem félagsmið- stöðin stendur fyrir keppni sem þessari. Flestir þeir sem kepptu á þessari fyrstu hæfileikakeppni félagsmiðstöðvar- innar voru úr 8. 9. og 10. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur, en mikið og gott sam- starf er milli grunnskólans og félagsmiðstöðv- arinnar. Eins og fyrr sagði sigraði hljómsveitin Ekkert í keppninni og hlaut að launum Mammútinn, veglegan verðlaunagrip sem nokkur ungmenni úr undirbúningsnefnd keppninnar hönnuðu og bjuggu til. Í öðru sæti varð Svava Traustadóttir sem söng við undirleik Birnu Ketilsdóttur og í þriðja sæti var söngdúett skipuð þeim Svölu Sigurgeirsdóttur og Lindu Svavarsdóttur. Áform eru um að keppt verði um Mammútinn á hverju ári hér frá og er þessi keppni enn ein viðbót við gott og fjölbreytt starf félagsmiðstöðvarinnar Tópas. Ekkert sigraði á Mammútnum Ljósmynd/Gunnar Hallsson Hljómsveitin Ekkert með verðlaunagripinn. F.v. Auðunn Elvarsson, Valdimar Ol- geirsson, Tómas Sölvason, Bjarnþór Jónsson og Kristinn Einarsson. KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐIR standa nú sem hæst en sú þekktasta er án efa haldin í Ríó de Janeiro í Brasilíu þar sem helstu sambaskólarnir fara í skrúðgöngur. Hóparnir leggja mikið upp úr því að slá hver öðrum við hvað varðar skrautlega búninga og íburð. Sambaskólarnir eru í raun hverfahópar, einkum úr fátækari hverfum borgarinnar, sem hafa undirbúið þessar skrúðgöngur í heilt ár. Kemur jafnan fjöldi erlendra ferðamanna til borgar- innar til að fylgjast með hátíðahöldunum en þau standa í fjóra daga. Fólk gerir sér glaðan dag, drekkur og dansar, kveður syndugt líferni. Að hátíðinni lokinni tekur fastan svo við fram að páskum. Konunglegt kjötkveðjupar. Drottn- ing hátíðarinnar, Amanda Barbosa, ásamt „feita kónginum“, Momo. Sérstakir búningar frá sambaskólanum Imperatriz Leopoldinense. Dansari frá sambaskólanum Trad- icao í þjóðarlitunum með þjóðlega fótboltaskreytingu. Dansari frá Academicos de Santa Cruz-sambaskólanum skemmtir sér á kjötkveðjuhátíðinni. Dansað í Ríó Skrautlegir búningar á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu Dansari frá Tradicao-sambaskól- anum. Glimmerið er ekki sparað á kjötkveðjuhátíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.