Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ T ólf dagar eru liðnir af stríðinu í Írak og fátt ef nokkuð bendir til þess að því fari að ljúka. Þrátt fyrir að bandamenn haldi því fram á dag- legum blaðamannafundum að allt gangi eins og best verður á kosið verður ekki séð að þeim verði mik- ið ágengt. Örfá dæmi mætti nefna. Enn er barist um Basra sem upp- haflega var ekki sögð hafa neina hernaðarlega þýðingu. Enn eru bandamenn ekki komnir inn í Bagdad en þangað ætluðu þeir að vera komnir fyrir viku. Enn er sprengjum varpað á borgina. Enn er Saddam þó lifandi. Og enn hafa ekki fundist nein gereyðingarvopn í fórum Íraka en vert er að rifja það upp að bandamenn réðust inn í landið vegna þess að þeir töldu að Saddam hefði yfir slíkum vopnum að ráða. Ástæða þess að banda- mönnum gengur verr en þeir ætluðu virðist sú að Íraksher beitir óhefðbundnum baráttuaðferðum og er sterkari en búist var við. Írakar beita ógn- arhernaði enda vita þeir að hefð- bundinn hernaður, eins og banda- menn stunda, á ekkert svar við slíkum aðferðum. Þegar hafa verið gerðar sjálfsmorðsárásir og síð- ustu daga hafa 5.000 manns bæst í herlið Saddams sem eru tilbúnir til þess að fórna lífi sínu fyrir hann með þessum hætti. Þetta er veiru- hernaður af versta tagi. Terrorist- arnir skera sig ekki úr fjöldanum. Ógnin er því viðvarandi en alger- lega óskilgreinanleg. Og talsmenn Íraksstjórnar kynda undir ótt- anum í fjölmiðlum daginn út og inn með orðfæri sem er hlaðið svo djúpu hatri og svo gegndarlausu ofbeldi að þessir menn hljóta að vera til alls líklegir. Bandamenn eru ráðalausir og hafa æ oftar komið fram í fjöl- miðlum undanfarna daga til að til- kynna að þeir þurfi að fara var- legar og hægar en þeir ætluðu sér. Hver sem er getur verið óvinur okkar, segja þeir. Og við fylgjumst með í öruggri fjarlægð frá sjónvarpsskjánum og fyllumst óhug. Við skiljum ekki hvað er að gerast. Við skiljum ekki hugsanaganginn sem býr að baki sjálfsmorðsárás. Hugsanlega er skýringin samt ekki eins framandi og við höldum. Það er að minnsta kosti upplýsandi að lesa frásögn eftir ástralska blaðamanninn John Pilger í nýrri bók hans The New Rulers of the World (2002) um eft- irmál fyrra Flóastríðsins og að- draganda þessa. Pilger gerði heimildarmynd um sama efni er nefnist Paying the Price: Killing the Children of Iraq og fjallar greinin öðrum þræði um vinnslu hennar. Undirliggjandi er svo gagnrýni á vestræna fjölmiðla sem hafa ekki haft mikinn áhuga á að fjalla um afleiðingar stríðsins og viðskiptabannsins á Írak og heldur ekki um hernað banda- manna í landinu eftir að stríðinu lauk. Í byrjun frásagnar sinnar lýsir Pilger heimsókn sinni til Basra í suðurhluta Íraks þar sem átökin hafa verið hvað hörðust síðastliðna daga. Þar hafa krabbameinstilfelli margfaldast eftir að fyrra stríðinu lauk. Rannsóknir sýna að 40–48% íbúanna muni fá krabbamein. Ástæðan er aukin geislavirkni í andrúmsloftinu vegna notkunar bandamanna á úrani í stríðinu. Geislavirknin í Basra mælist svip- uð og í Tsjernobil. Hún var einnig mikil í Kúveit en þar hefur verið unnið að því að hreinsa hana úr umhverfinu. Í Írak hefur það ekki verið gert vegna viðskiptabanns- ins. Sökum bannsins eru heldur ekki til lyf og tæki til þess að lækna krabbameinið sem geisla- virknin veldur. Pilger rekur fjölmörg fleiri dæmi af þessu tagi í frásögn sinni á mjög sannfærandi hátt. Hann segir frá því hvernig peningarnir sem fást í „matur í stað olíu“- verkefnið á vegum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fara að stórum hluta í allt aðra hluti en mat fyrir Íraka. Hann segir frá áframhaldandi hernaði Banda- ríkjamanna og Breta í Írak eftir að stríðinu lauk. Árið 1999 vörpuðu bandamenn meira en 1.800 sprengjum á Írak. Undanfarin ár hafa verið gerðar sprengjuárásir á landið nánast upp á hvern einasta dag. Bandamenn hafa ekki staðið fyrir svo langvarandi sprengju- árásum frá því í seinna stríði. Og samt hefur nánast ekkert verið sagt frá þessum árásum í banda- rískum og breskum fjölmiðlum. New York Times greindi frá því í ágúst árið 1999 að bandarískar orrustuflugvélar hefðu kerf- isbundið en án þess að nokkur al- menn umræða hefði farið fram verið að varpa sprengjum á Írak. Ástæður árásanna eru sagðar vera þær að vernda Kúrdana í norður- hluta Írak og Shíta í suðurhlut- anum. En það stenst illa. Banda- menn hafa til dæmis ekkert aðhafst þegar Tyrkir hafa ráðist á Kúrdana rétt handan við landa- mæri sín við Írak enda vilja þeir alls ekki að kúrdíski verka- mannaflokkurinn í Tyrklandi fái aukinn stuðning. Flugmenn í kon- unglega breska flughernum hafa kvartað opinberlega yfir því að vera skipað að leyfa tyrkneskum herflugvélum að gera árásir á byggðir Kúrda í Írak þar sem ríkir í raun flugbann. Í fyrra stríðinu bað Bush eldri íraska herinn og al- menning í landinu að snúast gegn Saddam. Shítarnir í suðurhlut- anum svöruðu kallinu og tókst svo vel upp að innan fáeinna daga höfðu þeir náð stórum hluta Suð- ur-Íraks á sitt vald, þar á meðal Basra. En Shítarnir voru Banda- ríkjamönnum ekki þóknanlegir enda vísir til þess að mynda bandalag með frændum sínum í Íran. Herir Saddams fengu því hjálp frá bandamönnum til þess að brjóta uppreisnina á bak aftur. Það sama gerðist í norðurhlut- anum þar sem Kúrdar gerðu upp- reisn. Við lestur á bók Pilgers verður manni betur ljóst hvers vegna al- menningur í Írak tekur banda- mönnum ekki jafn fagnandi og ráð var fyrir gert. Í ljósi þess að Bandaríkjamenn og Bretar komu Saddam ekki aðeins til valda í Írak heldur reka algerlega óútreikn- anlega hentistefnu í öllum við- skiptum sínum við landið er engin ástæða fyrir almenning þar að treysta þeim. Ófögnuður í Írak Við lestur á bók Pilgers verður manni betur ljóst hvers vegna almenningur í Írak tekur bandamönnum ekki jafn fagnandi og ráð var fyrir gert. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ÞAÐ KANN að skjóta skökku við að hafa af því áhyggjur að of geyst sé farið í vegaframkvæmdir á Vestfjörðum jafnmikið og ógert er. Þó sýnist mega telja fulla ástæðu til að staldra við að því er varðar fyrirhugaðar framkvæmdir í Ísafjarðardjúpi en þar háttar svo til að á næstu vikum er áformað að bjóða út í einu lagi um 30 km veg- arkafla um Hestfjörð og þann hluta Skötufjarðar sem enn er eft- ir. Þetta er mögulegt vegna þeirr- ar aukafjárveitingar sem kom til með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að auka fé til vegaframkvæmda á Vestfjörðum um 1.000 m.kr. fyrr á þessu ári. Þótt ekki sé hægt að hafa á móti auknum fjármunum til vegagerðar er æskilegt að ráðstafa þeim ekki fyrr en ráðrúm hefur gefist til að hyggja að því hvernig þeim verður best varið. Sá vegarkafli sem um ræðir í Hestfirði er um 20 km langur. Þótt fjörðurinn sé djúpur eins og flestir firðir í Ísafjarðardjúpi er hann inn- an við 1.000 metrar á breidd og yst í honum haft þar sem ekki eru nema ca. 15 metra niður þar sem dýpst er, en mestur hluti þess er mun grynnri. Rannsóknir benda til að á haftinu sé tiltölulega auðvelt að setja fyllingar og leggja á þeim veg yfir fjörðinn og brú til að tryggja vatnaskipti. Utan við fjörð- inn eru grynningar þannig að alda úr Ísafjarðardjúpi ætti ekki að vera til vandræða. Vegur þessa leið yfir fjörðinn yrði um 15 km styttri en vegur fyrir fjörðinn. Vegagerðin hefur unnið frum- skýrslu um þennan kost og kemur þar m.a. fram að áætlaður fram- kvæmdakostnaður við þverun fjarðarins er um 840 m.kr. en lagn- ing vegar um fjörðinn um 315 m.kr. Miðað við þetta er kostnaður fyrir hvern km sem stytt er u.þ.b. 36 m.kr. Um grófa áætlun er að ræða og ekki útilokað að kostnaður gæti orðið eitthvað lægri. Þótt um- ferð um Ísafjarðardjúp sé ekki ýkja mikil miðað við marga aðra vegi má geri ráð fyrir að hún eigi eftir að aukast talsvert eftir því sem malbikuðu kaflarnir þaðan inn á hringveginn lengjast og þessi framkvæmd að verða arðsamari sem því nemur, en umferð á liðnu ári var um 40.000 ökutæki. Með bættum vegum hyllir undir að menn telji sér fært að aka fram og til baka milli norðanverðra Vest- fjarða og suðvesturhornsins á ein- um degi ef á þarf að halda, sem er mikil breyting frá því sem verið hefur. Í því sambanda munar tals- vert um 2 x 15 km styttingu. Víða um land er miklu kostað til að ná styttingu sem þessari. Má þar nefna Gilsfjörð (stytting 17 km), Dýrafjörð (stytting 13 km) og einnig Kolgrafarfjörð á Snæfells- nesi sem styttir leiðina um fjörðinn um 7 km og nýlega var boðinn út. Nú síðast hafa komið fram hug- myndir um styttingu hringvegar- ins um 15 km með 7 km löngum göngum undir Vaðlaheiði austan Akureyrar sem að hluta til yrðu fjármögnuð með vegtollum. Í flest- um þessum tilfellum koma reyndar fleiri atriði til en einungis að ná fram styttingunni, svo sem öryggi vegfarenda og að tengja saman þéttbýlisstaði. Þótt í framtíðinni megi gera ráð fyrir að með jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar aki menn fremur svonefnda Vesturleið af norðanverðum Vestfjörðum inn á hringveginn, sem ef að líkum lætur verður nokkru styttri en leiðin um Ísafjarðardjúp a.m.k til og frá suðvesturhorni landsins, hafa þau göng ekki verið tímasett. Einnig er langt í land með að full- nægjandi tenging sé komin milli sunnan- og norðanverðra fjarðanna að öðru leyti. Þá er hug- myndin sú að á Vestfjörðum verði í framtíðinni góður hringvegur og í allra þágu að sá hringur verði sem stystur. Ísafjörður hefur verið skil- greindur sem einn af þremur svo- nefndum byggðakjörnum á lands- byggðinni. Til að styrkja hann í sessi sem slíkan er nauðsyn að hugað sé að samgöngum við hann af sem mestum metnaði. Því sýnist margt mæla með því að staldrað verði við áður en lagt verður í fyr- irhugaðar framkvæmdir í Hestfirði og allir kostir þess að þvera fjörð- inn í stað þess að leggja veg fyrir hann gaumgæfðir. Í firðinum er mjög þokkalegur malarvegur, sem e.t.v. mætti bæta enn frekar þar til til hugsanlegrar þverunar kæmi. Ekki ættu heldur að vera vand- ræði að ráðstafa þeim fjármunum sem legðust til hliðar meðan úttekt færi fram á kostum þverunar til vegagerðar annars staðar í fjórð- ungnum. Má þar t.a.m. nefna þver- un Mjóafjarðar sem þegar er á áætlun og lítið eftir til að megi fara að bjóða hann út en við það styttist vetrarleiðin um Djúp um meira en 30 km. Hvers vegna að sleppa 15 km styttingu? Eftir Jónas Guðmundsson „Til að styrkja Ísa- fjörð í sessi sem byggða- kjarna er nauðsyn að hyggja að bættum samgöngum við hann af sem mest- um metnaði.“ Höfundur er sýslumaður í Bolungarvík. NÚ síðustu misseri hefur les- blinda verið mikið í umræðunni sem er vel, þar sem þetta vanda- mál hefur legið í þagnargildi mjög lengi og er því öll umræða um þetta mál vel þegin. Því er þannig farið með les- blindu, að þó að viðkomandi geti ekki lesið er sjón hans eðlileg, menn sjá án þess að sjá, þar hefur hnífurinn staðið í kúnni. Hinn les- blindi virðist í byrjun skólagöngu vera að öllu leyti eðlilegur nem- andi. Smá saman sígur þó á ógæfu- hliðina hjá honum þar sem hæfi- leikaskortur hans til að lesa verður þess valdandi að hann getur ekki tileinkað sér það námsefni sem lagt er fyrir hann með sama hraða og aðrir nemendur. Hægt og sígandi myndast gjá í þekkingu hans borið saman við aðra nemendur og eftir því sem tíminn líður verður erf- iðara að brúa hana, ef ekki kemur til utanaðkomandi hjálp. Það er ákaflega misjafnt hvernig skóla- kerfið bregst við þessu þekking- argapi nemandans. Það er þó sorg- leg staðreynd, sem dæmin sanna, að alltof algengt er að þekking- argapið sé útskýrt á auðvelda hátt- inn, að nemandinn sé einfaldlega tregur og ekki viðbjargandi. Sagan sýnir að lesblinda hefur verið flokkuð til tregðu að ósekju og er ef til vill þekktasta dæmið um þetta Albert Einstein. Honum var sagt af hans prófessor að hann væri svo slakur nemandi að hann mundi aldrei eiga sér framtíð í heimi eðlisfræðinnar, þar sem hann væri einfaldlega ekki nógu vel gefinn til þess að ná langt þar og gaf hann honum því það ráð að fá sér auðvelda skrifstofuvinnu eft- ir próf. Enda gerði Albert Einstein það eftir að hann lauk prófi í eðl- isfræði og réð sig í vinnu á einka- leyfastofu. Eins og við þekkjum átti Albert Einstein eftir að sýna fram á það að prófessor hans gat ekki haft meira á röngu að standa. Því miður er reglan hinsvegar sú að þegar lesblindir einstaklingar koma úr skólakerfinu eru þeir niðurbrotnir með miklar sjálfsefasemdir og á tíðum mjög firrtir. Líkt og í tilfelli Einsteins er hér oft um mjög vel- gefið fólk að ræða sem finnst kerfið hafa brugðist sér og leitar í mörg- um tilfellum lausna utan þess, með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðfé- lagið. Það er því mjög mikilvægt að greina vandamálið strax til þess að koma í veg fyrir að þetta þekking- argap myndist. Með því má koma í veg fyrir að einstaklingurinn ein- angrist félagslega í skólanum og lendi í eineltis gildrunni eða leiti sér skjóls í veruleikaflótta eitur- lyfja. Rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem þekkingargapið stækkar milli hins lesblinda og annarra nemenda einangrast hinn lesblindi meir og meir, þar sem hann fer í felur með vandamálið. Á endanum verður gapið svo stórt að hann hættir að reyna að brúa það og gefst upp og stimplar sig út úr kerfinu og leggur á flótta undan ritmálinu og um leið dómnum um að vera óhæfur til að taka þátt í hinu ritaða samfélagi okkar. Oftar en ekki endar þessi flótti á „Zon- inu“ þar sem algleymið ríkir með hjálp efna. Á „Zoninu“ er enginn dómur, ekkert álit, þú ert bara þú, en um leið tærist þú upp og verður að stóru núlli; dreggjum þjóð- félagsins í stað þess að vera rjómi þess eins og Albert Einstein. Sem fyrr sagði er lesblinda vandamál sem hægt er að sigrast á ef menn fá aðstoð, helst nógu snemma. Ábyrgð og ávinningur skólakerfis er því stór, að greina þessa einstaklinga strax. Hver vill bera á byrgð á því að skola næsta Einstein niður á „Zonið“? Nú hefur verið stofnað Félag lesblindra sem ætlað er að vinna að málefnum lesblindra til að koma í veg fyrir að næsti Einstein fari for- görðum, vegna skilningsleysis. „Að sjá án þess að sjá“ Eftir Tómas Ragnarsson og Guðmund Johnsen „Ábyrgð og ávinningur skólakerfis er því stór, að greina þessa ein- staklinga strax.“ Höfundar eru talsmenn Félags lesblindra á Íslandi. Guðmundur Johnsen Tómas Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.