Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 7 Menningarsjóður Sjóvá-Almennra trygginga hf. auglýsir eftir umsóknum um styrki Menningarsjóði er ætlað að veita styrki til eflingar málefnum sem horfa til heilla í íslensku samfélagi, m.a. menningu, listum, íþróttum og forvörnum. Umsóknir skulu berast skriflega fyrir miðvikudaginn 23. apríl næstkomandi merktar: Sjóvá-Almennar, Menningarsjóður, Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Upplýsingar um sjóðinn sem og fyrri úthlutanir má finna á vefsíðu fyrirtækisins www.sjova.is. LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur að undanförnu tekið eftir aukinni neyslu unglinga á heimabrugguðu áfengi, eða svokölluðum landa. Þannig hafi tveir 13 ára strákar verið fluttir með sjúkrabifreið á Landspít- ala-háskólasjúkrahús á föstu- dagskvöldið eftir ofneyslu á þessum hættulega drykk. Vill lögreglan brýna fyrir foreldr- um og forráðamönnum ung- linga að vera vel á verði gagn- vart drykkju barna. Á spítala eftir landa- drykkju GUÐNI Þórðarson, oft kenndur við Ferðaskrifstofuna Sunnu, telur flug- atvikið skömmu eftir flugtak á Stan- sted-flugvelli í Lundúnum á föstu- dagskvöld ekki í frásögur færandi. Hreyfill á Boeing 737-300 þotu á veg- um Iceland Express bilaði skömmu eftir flugtak á Stansted og sneru flug- mennirnir henni því við og lentu eftir nokkrar mínútur. Andrés Andrésson, sem einnig var meðal farþega, segir að fólki hafi óneitanlega verið brugðið en samt verið rólegt. Ólafur Hauksson, upplýsinga- fulltrúi Iceland Express, segir að starfsmenn félagsins hafi tekið á móti farþegum í Leifsstöð og fullvissað sig um að enginn þyrfti áfallahjálp vegna atviksins og ekki hafi verið talið að hætta hafi verið á ferðum. Andrés Andrésson segist hafa set- ið á móts við hreyflana hægra megin og sér hafi brugðið en minna en hann hefði búist við. „Fólk var mjög rólegt, engin hróp eða köll, enda hélt vélin sinni stefnu. Það kom hvellur, ég beið eftir hvað gerðist næst, en flug- freyjan sagði fljótlega enga hættu á ferðum. Mér sýndist ég sjá reyk fyrir utan gluggann mín megin og ein- hverjir sögðust hafa séð eldglæringar hinumegin auk þess sem ég þóttist finna reykjarlykt í örskamma stund, en það var klappað eftir að vélin var lent.“ Guðni Þórðarson kveðst hafa lent áður í því með ýmsum félögum að það hafi þurft að slökkva á hreyfli. „Vélin var í klifri með mesta álagi á mót- orana og hafði klifrað í rúmar 10 mín- útur, þegar blossi kom út úr hreyfl- inum. Þá heyrði ég að flugstjórinn gerði strax ráðstafanir um að slökkva á hreyflinum og það varð engin ókyrrð á fluginu við það,“ og bætti við að flugstjórinn hefði síðan talað til farþegana. Fólki brugðið en lendingin átakalaus FINNUR Geirsson, formaður Sam- taka atvinnulífsins frá stofnun þeirra árið 1999, hyggst ekki gefa aftur kost á sér í formannsembættið á að- alfundinum 29. apríl næstkomandi. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskips, hefur hins vegar gefið kost á sér til formennsku. Finnur segir að sér finnist kominn tími til að hverfa úr embættinu. „Þetta er orðið vel á fjórða ár og starfið er þannig að mér finnst eðli- legt að það verði endurnýjun með ekki of löngu millibili.“ Hann segist afar sáttur við þann tíma sem hann hefur starfað fyrir samtökin og þann árangur sem þau hafa náð síðan þau voru stofnuð. „Þá fórum við beint út í samningagerð og það náðust samn- ingar í ársbyrjun 2000 sem hafa haldist vel. Sömuleiðis hefur náðst góður árangur við að koma saman öllum þeim aðildarsamtökum sem standa að Samtökum atvinnulífsins, þannig að það hefur náðst ágætisár- angur bæði út á við og inn á við.“ Finnur hefur sinnt formannsemb- ætti Samtaka atvinnulífsins með- fram starfi sínu sem forstjóri Nóa- Síríusar. „Nú mun ég einbeita mér enn frekar að því.“ Finnur Geirsson lætur af embætti formanns SA Ingimundur Sigurpálsson Finnur Geirsson ♦ ♦ ♦ ÍSLENDINGAR hafa sótt fast að fá niðurfellingu tolla á ákveðnar lykil- sjávarafurðir eins og síld í viðræðum við Evrópusambandið, en ESB hefur ekki verið til viðræðu um það heldur boðið kvóta og segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, að þarna beri nokkuð á milli. Samningafundur um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB fór fram í Brussel í gær. Gunnar Snorri segir að í raun hafi ekkert nýtt komið fram. Evrópusambandið sé ánægt með útspil EFTA-ríkjanna sem hafa boðið þreföldun framlaga í þróunarsjóð fyrir fátækari ríki ESB, og Norðmenn jafnháa upphæð til viðbótar, en vilji fá meira, þó ekki sé farið fram á eins há framlög og á fyrri stigum viðræðnanna. Enn sé verið að reyna að ná lendingu með árangur á samningafundi á föstudag í huga. Fram að honum verði haldið áfram að fara yfir hvernig skipulag sjóðsins og framkvæmd hans verði. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu á laugardag verður framlag Íslands um 300 milljónir króna á ári og framlag Norðmanna um 1,1 millj- arður norskra króna, um 11,6 millj- arðar kr., samþykki framkvæmda- stjórn ESB óformlegar tillögur EFTA-ríkjanna um greiðslur í sjóð- inn. Samkvæmt fréttum í Noregi í gær sættir framkvæmdastjórnin sig ekki við að EFTA-ríkin greiði minna en 25 milljarða íslenskra króna og ber því þó nokkuð í milli. Enn ber nokkuð í milli í EES- viðræðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.