Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 25
ar hinum tveimur brautunum verið mjög mikil og vaxandi undanfarin ár.“ Halldór Páll viðurkennir að skól- inn hafi ekki alltaf getað tekið á móti öllum umsækjendum um skólavist. „Stundum hefur ekki ver- ið hægt að taka á móti öllum nem- endum í skólann og hefur í tengslum við inntöku einkum verið litið til einkunna úr grunnskóla og búsetu því ekki er hægt að neita því að skólinn þjónar öðru fremur nem- endum úr hinum dreifðu byggðum landsins. Núna er um 50% nemenda við skólann úr ýmsum byggðum Suðurlands. Hinir eru aðallega af sunnanverðum Vestfjörðum, nokkrir frá Reykjanesi, frá Aust- fjörðum, Snæfellsnesi og öðrum dreifðum byggðum landsins.“ Eins og hótel „Staðsetningin skapar skólanum óneitanlega ákveðna sérstöðu,“ heldur Halldór Páll áfram. „Hér er mikil náttúrufegurð, gott mannlíf, einstök íþrótta- og útivistaraðstaða og ekki þykir unga fólkinu verra hvað stutt er í næstu þéttbýlis- kjarna. Héðan eru aðeins 40 km að Selfossi og 90 km til Reykjavíkur. Sú vegalengd styttist í 70 km með nýja Gjábakkaveginum. Annar ómetanlegur kostur við skólann er hvað þjónustustigið er hátt. Nánast er hægt að segja að nemendur búi á hóteli allan vetur- inn. Hér eru þeir ýmist í eins eða tveggja manna herbergjum, fá fullt fæði og þvottahúsþjónustu fyrir að- eins um 290.000 kr. á ári. Flestir fá síðan allt að 170.000 kr. námsstyrk upp í þennan kostnað. Ég veit ekki hvort að allir gera sér grein fyrir því að einmitt svona skólar eru afar vinsælir á meginlandinu og fara gjarnan fram á svimandi há skóla- gjöld. Við vinnum mjög markvisst að því að skapa samfélag fyrir nem- endur sem vilja og geta stundað það nám sem við bjóðum upp á. Til þess að ná þessu markmiði höfum við m.a. orðið að vísa nemendum, sem af einhverjum orsökum glíma við félagsleg og/eða alvarleg náms- leg vandamál, á stærri skólana þar sem betri aðstaða er til að sinna þörfum þeirra. Hér getum við tekið við takmörkuðum fjölda vegna heimavistarrýmis. Þessi skóli hefur það fyrst og fremst að markmiði að undirbúa nemendur, við kjörað- stæður, undir krefjandi háskóla- nám.“ Möguleikar upplýsingatækni „Dagleg störf kennaranna og annarra starfsmanna skólans ráða mestu um gæði skólastarfsins. Enginn skóli er betri en starfsmenn hans. Meðal starfsmanna Mennta- skólans að Laugarvatni ríkir af- skaplega jákvæður andi og framtíð- arsýnin er öflug. Allir eru einhuga um að gera góðan skóla að enn betri skóla.“ Halldór Páll segir frá því að búið sé að nettengja eina heimavistina og því starfi verði haldið áfram þar til búið verði að nettengja allar vist- irnar fimm. „Með sama hætti stendur til að setja upp þráðlausa nettengingu í skólahúsin svo og nettengja heimili starfsmanna við innra og ytra net,“ segir hann, „en hversu fljótt það getur orðið er háð því rekstrarfé sem skólinn hefur til umráða.“ Halldór Páll víkur talinu að fjar- kennslu. „Hér ættu möguleikar FS- netsins að geta nýst vel í framtíð- inni. Við gætum kennt einstakar námsgreinar í nánu samstarfi við aðra skóla, t.d. Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en í raun við hvaða framhaldsskóla sem er. Áfram væri hægt að telja því að möguleikar nútíma upplýsinga- tækni eru nánast óendanlegir. Ég sé fyrir mér heildstætt náms- samfélag hér að Laugarvatni og aukið samstarf milli skólastiga. Sameinað hefur samfélagið hérna burði til að standa í fararbroddi á mörgum sviðum. Framhaldsskóla- stigið í landinu hefur verið í mikilli þróun og enn sér ekki fyrir endann á henni enda er það eðli þróunar. Ég get nefnt að ég vænti þess að innan 10 ára verði framhaldsskóla- nám stytt niður í 3 ár. Hér hefur því verið velt upp að bjóða upp á sér- stakan hraðbekk til stúdentsprófs. Sú hugmynd verður hugsanlega að veruleika innan tíðar. Framhaldsskólarnir í landinu eru fjölbreytt flóra. Fjölbrautaskóla- kerfið hefur ótvíræða kosti hvað varðar valmöguleika. Sú hætta skapast á móti að sumir nemendur velji sér ekki námsgreinar af nægi- legri skynsemi til undirbúnings fyr- ir háskólanám. Hér er lítið val og í þeirri forsjárhyggju felst að okkar mati ákveðinn kostur hvað varðar framtíðarmöguleika nemenda og undirbúning þeirra undir krefjandi háskólanám.“ Halldór Páll segist hlakka til að fylgja Menntaskólanum að Laugar- vatni inn í öldina. „Ótæmandi bjart- sýni og kraftur meðal starfsfólksins svo ekki sé minnst á aukna aðsókn nemenda sannar svo ekki verður um villst að við honum blasir björt framtíð á þessum tímamótum.“ ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 25 Be ni d o rm K rí t M allo rca P o rtúgal Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogur • Sí mi 53 5 21 00 Vikuhopp - 100 sæti Sóla rlottó Krít • Benidorm Mallorca • Portúgal39.990kr. * á mann, m.v. 2, 3 eða 4 í íbúð eða stúdíói, auk flugvallarskatta. Enginn barnaafsláttur. Innifalið: Flug, gisting í viku, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Ver› frá 1) Þú velur vikuna og segir okkur hversu margir ferðast með þér. 2) Við staðfestum strax við bókun hvort þú kemst þessa tilteknu viku og hversu stóra íbúð eða stúdíó þú færð. 3) Á miðvikudegi, viku fyrir brottför, færð þú að vita hvert þú ferð. * Spilaðu með!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.