Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hvidbjörnen og Lóm- ur koma í dag. Eldborg og Kristrún fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Púttkennsla í íþrótta- húsinu á sunnudögum kl. 11. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Skákskóli Hróksins verður með fræðsludaga um skák og skáklist dagana 8. 9. og 10. apríl í fé- lagsmiðstöðinni Lönguhlíð. Allir vel- komnir, byrjendur og lengra komnir. Vin- samlega látið skrá ykk- ur í síma 552 4161 eða síma 552 5787 fyrir þriðjudaginn 8. apríl. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Leik- húsferð í Þjóðleikhúsið í kvöld. Rúta frá Hjallabraut 33 kl. 19 og frá Hraunseli kl. 19.15. Kvöldvaka í boði Lionsklúbbs Hafn- arfjarðar fimmtudag- inn 10. apríl kl. 20. Ýmsar uppákomur, kaffiveitingar og dans. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á morgun kl. 9-16.30 vinnustofur opnar m.a. almenn handavinna, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.15 dans. Allar upp- lýsingar um starfsem- ina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Ferðakynning verður miðvikudaginn 9. apríl kl. 20, m.a. kynnir Þor- leifur Friðriksson fyr- irhugaðar Póllandsferð 1. ágúst nk. Gullsmári Gullsmára 13. Handverksmark- aður verður miðviku- daginn 9. apríl kl. 13. Margt fallegra muna og heimagert góðgæti. Grænmetis- og ávaxta- dagur verður miðviku- daginn 9. apríl kl. 14. Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur og starfsmaður bein- verndar flytur erindi. Börn úr Súsuki tón- skólanum leika á hljóð- færi. Grænmetis- og ávaxtahlaðborð. Vesturgata 7. Mið- vikudaginn 9. apríl kl. 13.15 verður páska- bingó, vöfflur með rjóma í kaffitímanum, allir velkomnir. Tísku- sýning og handverks- sala verður föstudag- inn 11. apríl kl. 13.15. Dömufatnaður frá Ítakt. Herrafatnaður frá Andrési. Veislukaffi, allir vel- komnir. Kl.13.30-14.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur, dansað í kaffitímanum við lagaval Sigvalda. Lífeyrisþegadeild SFR. Aðalfundur deild- arinn verður haldinn á Grettisgötu 89, 4. hæð, laugardaginn 26. apríl kl. 14.Venjuleg aðal- fundarstörf, stjórn- arkosning. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fundur verður þriðjudaginn 8. apríl kl. 20 í safnaðarheim- ilinu, páskafundur. Félag Breiðfirskra kvenna. Páskabingó verður mánudaginn 7. apríl kl. 20, rætt um vorferðina, kaffi. Aglow Reykjavík, kristileg samtök kvenna. Fundur verð- ur mánudaginn 7. apríl kl. 20 í Skipholti 70, efri hæð, og hefst fund- urinn með kaffiveit- ingum. Gestur fundarins verð- ur Carol Filmore. Mirjam Óskarsdóttir sér um lofgjörðina. At- hygli er vakin á nýjum fundarstað, Skipholti 70. Allar konur eru vel- komnar. Kvenfélag Laug- arnessóknar. Afmæl- isfundur félagsins er á morgun, mánudaginn 7. apríl, í safn- aðarheimilinu kl. 20. Gestir eru konur frá Kvenfélagi Langholts- sóknar. Kvenfélag Lágafells- sóknar. Fundur verður í Brúarlandi þriðjudag- inn 8. apríl kl. 20. Kvenfélagið Fjallkon- urnar heldur fund þriðjudaginn 8. apríl kl. 20 í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Birna Hjaltadóttir kemur og segir frá dvöl sinni í Kuwait. Allar konur velkomnar. SVDK Hraunprýði, Hafnarfirði, heldur skemmtifund í húsi deildarinnar Hjalla- hrauni 9. Happdrætti, grín og glens, ferða- kynning og veislukaffi. Allar konur velkomn- ar. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Í dag er sunnudagur 6. apríl, 96. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann. (I.Kor. 2, 9.) Eitt af einkennum kosn-ingakerfa, sem hafa verið við lýði á Íslandi, er að tiltölulega auðvelt hefur verið fyrir svæð- isbundin framboð að ná manni á þing, þrátt fyrir að einungis væri boðið fram í einu kjördæmi.     Með fækkun og stækk-un kjördæma verð- ur það hins vegar mun erfiðara. Framboð sem einungis býður fram lista í einu kjördæmi þarf töluvert mikið fylgi til að koma manni að sökum þess hve fjölmenn kjördæmin eru orðin. Í kosningunum í maí verður í fyrsta skipti kos- ið samkvæmt nýju kerfi er byggist á sex kjör- dæmum. Talið hefur verið að sú breyting myndi letja menn til sérframboða en sú virðist ekki ætla að verða raunin. Stefnir í að a.m.k. eitt slíkt framboð verði í kosningunum, framboð Kristjáns Páls- sonar í Suðurkjördæmi.     Fulltrúar Framboðsóháðra í Suður- kjördæmi kynntu stefnu- mið sín á blaðamanna- fundi í liðinni viku og voru þar sértæk mál kjördæmisins efst á blaði: Fjölgun ferða Herjólfs, lækkun gjald- skrár Herjólfs, breikkun og lýsing vegarins yfir Hellisheiði og svo fram- vegis.     Það má velta því fyrirsér hversu æskilegt sé að kosningabarátta fari að snúast um mjög sértæk málefni einstakra svæða. Raunar vildu lík- lega fæstir sjá slíka þróun verða almenna. Ætti kosningabaráttan í Reykjavík að snúast um stofnæðar í vegakerfinu? Ættu flokkarnir í Norðvesturkjördæmi að deila um hvar best sé að bora næstu jarðgöng? Ef þeir sem berjast fyrir því að verða kjörnir fulltrú- ar þjóðarinnar verða vís- ir að því að standa ein- ungis vörð um hagsmuni afmarkaðra svæða er hætta á að fulltrúar annarra svæða muni rísa upp til varnar og gera samsvarandi og jafnvel meiri kröfur um framlög til „síns“ svæðis.     Með kjördæma-breytingum hefur þessi þróun verið á undanhaldi og í auknum mæli hafa þingmenn reynt að líta á sam- eiginlega hagsmuni en jafnframt taka tillit afmarkaðra hagsmuna þegar þörf er á. Það væri varasamt ef breyting yrði þar á og gæti jafnvel verið hættulegt fyrir landsbyggðina, þar sem meirihluti þingmanna mun eftir næstu kosningar koma af höfuðborgarsvæðinu. Ef pólitíkin fer að snúast um hagsmunapot kjördæma á nýjan leik gæti farið svo að hagsmunir Reykvíkinga yrðu teknir fram yfir aðra. STAKSTEINAR Sameiginlegir hags- munir og sértækir Víkverji skrifar... VÍKVERJI er einn af mörgumknattspyrnuunnendum sem eru langt frá því að vera ánægðir með árangur landsliðsins í viðureign- unum við Skota – fyrst í Reykjavík og síðan á Hampden Park í Glasgow um sl. helgi, en báðar viðureignirnar töpuðust. Þegar Guðjón Þórðarson var landsliðsþjálfari um árið, nagaði hann sig lengi í handarbökin yfir að hafa ekki látið reyna á dapra Arm- eníumenn í leik í Armeníu – hann valdi að láta sína menn liggja í vörn og daufur leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Íslenska lands- liðið missti þar með tvö dýrmæt stig í undankeppni Evrópukeppni lands- liða. Leikur íslenska landsliðsins gegn Skotum í Reykjavík var af- spyrnulélegur og tapaðist, 2:0. Ljóst var að til að vinna það tap upp, yrði að ráðast til atlögu í Glasgow – gera allt til að knýja fram sigur. Það var raunhæft, þar sem Skotar hafa alltaf átt sterkara landslið en þeir eiga í dag. x x x STEFÁN Pálsson, sagnfræðingur,var í viðtali á Rás 2 daginn fyrir landsleikinn og sagðist óttast Skot- ana fyrir hönd íslenska landsliðsins, ekki vegna snilli þeirra á vellinum, heldur frekar vegna þess hversu lítið þekktir margir leikmenn skoska landsliðsins væru. Stefán, sem bjó um tíma í Edinborg og þekkir vel til skoskrar knattspyrnu, sagði í léttum dúr eitthvað á þá leið að eftir því sem fleiri leikmenn skoska landsliðs- ins spiluðu með lítt þekktum knatt- spyrnuliðum, færri tennur væru í munni þeirra og færri hár á höfði væru þeir skeinuhættari og óárenni- legri. Virtist beygur í Stefáni vegna landsleiksins af þessum sökum og var hann ekki einn um það því Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, tók svipaðan pól í hæðina. Hann lét lið sitt vera í skotgröfunum í 45 mínútur, þorði ekki að láta það mæta bitlausu skosku landsliði, heldur leyfði því að ráða ferðinni frá fyrstu mínútu og afleiðingarnar þekkja allir – tap 2:1. x x x ATLI sá Skota tapa fyrir Litháen íKaunas á miðvikudaginn, 1:0. Hann sagði í viðtali við Morg- unblaðið að þeir hefðu átt aðeins eitt skot að marki. Þar var einnig Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, sem gaf skoska liðinu ekki háa ein- kunn fyrir frammistöðu þess – sagði það tannlaust. „Satt best að segja fannst mér leikur Skotanna ansi til- gangslítill. Hann gekk út á að þruma knettinum fram og mér fannst lítið til leiks þeirra koma,“ segir Völler. Víkverji er svo hjartanlega sam- mála Völler. Skotar eiga ekki sterkt landslið og þess vegna er grátlegt að hafa ekki látið reyna á þá strax frá byrjun í tveimur viðureignum, held- ur rétta þeim sex dýrmæt stig á silf- urfati. Það á einhver eftir að naga sig í handarbökin. Skotar hafa fagnað tveimur sigrum á Íslendingum. Egilshöll til fyrirmyndar ALLTOF sjaldan lætur maður í sér heyra til að hrósa. Ég er ein af þeim sem stunda æfingar í Egilshöll, nýja íþróttahúsinu í Graf- arvogi. Þar er hreinlæti og skipulag til mikillar fyrir- myndar. Ég hef ferðast víða um heim og er stolt af því að á heimavelli skuli mér finn- ast þessi mál í bestum höndum. Þjónustan þar er meiri en gengur og gerist í mörgum íþróttahúsum víða um heim, t.d. bjóða þeir upp á klaka ef slys verða. Ég þakka starfsfólki og aðstandendum Egilshallar það, að þangað er gott að koma. Mjöll Aldís Lárusdóttir. Vinstri menn og stríðið VINSTRI menn á Íslandi fordæma stríð í Írak, en 11. september þegar árásin var gerð á turnana var þá ekki ráðist á saklaust fólk og flugvélar gerðar að morðtólum? Það er eins og vinstri menn hati Bandaríkjamenn og ætli að gera þetta að kosningamáli í ár. Ég átta mig ekki alveg á hvað vinstri menn horfa þröngt á þetta mál vegna þess að þar var þessi hefndarhugur að baki en nú eru Bandaríkja- menn ekki að ráðast inn í land og fella fólk því að óvörum, heldur var langur aðdragandi að þessu. Jóna Björnsdóttir. Gott að versla í Europris ÉG fór sl. laugardag í Europris og sá þá hvað kjötvaran var miklu ódýr- ari þar en annars staðar. Eins voru þar karlmanns- skór á mjög góðu verði. Ég mæli með að fólk kíki í þessa verslun. Vilhjálmur Sigurðsson. Misbrestur á upplýsingum ÉG á tvö börn sem eru greind með athyglisbrest og hef verið með umönnun- arkort þess vegna. Komst ég að því að þessum kortum fylgir ýmis afsláttur, t.d. fá börn með umönnunarkort frítt í húsdýragarðinn, af- slátt í bíó og geta fengið kort hjá Sjálfsbjörgu til að fá afslátt af strætómiðum (fullorðinsgjald). Einnig fá þau ókeypis að fara í sund í Hafnarfirði. Ég er nýbúin að frétta af þessu en það virðist vera misbrestur á að fólk með börn á umönnunarbótum fái upplýsingar um þann af- slátt sem kortin veita. Móðir. Atvinnumiðlunin ÉG er búinn að vera at- vinnulaus og hef þurft að leita aðstoðar hjá atvinnu- miðlum sl. 3 mánuði. Það vekur undrun mína að þeg- ar ég bið um upplýsingar fæ ég annaðhvort rangt svar – eða ekkert svar fæst. Um sl. mánaðamót fékk ég engar bætur en það var vegna vitleysu í kerfinu, það gleymdist að senda inn upplýsingar fyrir mig. Ekki virtist vera hægt að bjarga þessu og lenti ég í vand- ræðum þess vegna. Ólafur Örn Jónsson. Tapað/fundið Kápa tekin í misgripum SVÖRT ullarkápa var tekin í misgripum á Gullöldinni í Grafarvogi fyrir mánuði. Skilvís finnandi hafi sam- band við Stefaníu í síma 557 4097. Myndavél í óskilum MYNDAVÉL fannst í Tjarnarbíói. Upplýsingar í síma 568-7937. Dýrahald Læða fæst gefins 6 MÁNAÐA bröndótt læða fæst gefins vegna flutnings. Upplýsingar í síma 820 2853. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli LÁRÉTT 1 vitið, 8 verkfærið, 9 aldna, 10 fákur, 11 vinnu- vél, 13 dáð, 15 rými, 18 ferill, 21 kvendýr, 22 hrelli, 23 sundfuglinn, 24 flygill. LÓÐRÉTT 2 alda, 3 afkomanda, 4 ráfa, 5 lykt, 6 þvotta- snúra, 7 umrót, 12 ögn, 14 illmenni, 15 leiðsla, 16 skakkafall, 17 al, 18 batna, 19 býsn, 20 vinna. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 beita, 4 gómur, 7 lilja, 8 lokan, 9 ref, 11 sóði, 13 hani, 14 lemja, 15 þjál, 17 múgs, 20 óra, 22 aftan, 23 ræf- il, 24 Arnar, 25 afræð. Lóðrétt: 1 belgs, 2 illúð, 3 atar, 4 golf, 5 mykja, 6 rindi, 10 eimur, 12 ill, 13 ham, 15 þjaka, 16 áttan, 18 úlfur, 19 sálað, 20 ónar, 21 arða. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.