Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                 !       "                #$               %   &   MARKAÐSFÓLK kom saman í vikunni á fundi hjá Ímarktil að ræða um kynímyndir í íslenskum auglýsingum.Sérstaklega var rætt um það hvernig konur eru birtar íauglýsingum. Dæmin sanna að auglýsendur nota nekt og kynlíf til að selja vöru, jafnvel þótt varan hafi ekkert að gera með nekt eða tengist samlífi karla og kvenna á nokkurn hátt. „Sexið“ og sætu, léttklæddu stelpurnar virðist einfaldlega selja. Kallað var eftir ábyrgð á þessum kynferðislega undirtón í aug- lýsingum. Mörgum þykir nóg um nektina og á fundinum bauð Femínistafélag Íslands, sem hvað harðast hefur gengið fram í þessum efnum, fram aðstoð til auglýsenda við að draga upp mynd- ir af konum í auglýsingum sem ekki eru niðrandi. Félagið er reiðubúið að veita auglýsendum og auglýsingastofum ráðgjöf og óskar eftir samstarfi við markaðsfólk um það hvernig gera má auglýsingar sem ekki innihalda sex og ekki lítillækka konur. Þegar kynjaskipting þeirra sem starfa við gerð auglýsinga er skoðuð kemur upp athygliverð mynd. Á þeim sjö stofum sem eru aðilar að SÍA, Sambandi íslenskra auglýsingastofa, starfa 77 kon- ur og 90 karlar. Í þessum áhrifamikla geira, ólíkt mörgum öðrum, eru konur nánast jafnmargar og karlar. Kynjaskipting félaga í Ímark, sem er félag bæði auglýsenda og þeirra sem gera auglýs- ingar, er á svipuðum nótum. Um 60% félagsmanna eru karlmenn og um 40% eru konur. Semsagt, tiltölulega jöfn skipting. Skoðum hverjir það eru sem auglýsa. Markaðsdeildir fyr- irtækja eru jafnan þær sem fara með auglýsingamál. Ef litið er á skipurit stærstu fyrirtækja landsins, og þar með stærstu auglýs- endanna, má sjá að það eru ekkert ýkja margar konur í stjórn- unarstöðum. Markaðsdeildin er sú deild sem jafnan sker sig úr, til að mynda hjá bönkunum, sem auglýsa sérstaklega mikið um þess- ar mundir. Sú deild er oftar en ekki sú eina hjá viðkomandi fyr- irtæki sem er undir stjórn konu. Femínistafélag Íslands lýsti eftir sjálfstæðu konunni í auglýs- ingum í stað þeirrar undirgefnu og sexí. Konur stýra markaðsmálum og konur gera auglýsingar. Af hverju ættu auglýsendur og auglýsinga- stofur að leita til Femínistafélags Íslands til að fá samþykki fyrir auglýsingum? Þurfa þær konur sem starfa að markaðsmálum að fá aðrar og meira femínískt þenkjandi konur til að dæma um það hvað sé niðurlægjandi fyrir konur og hvað ekki? Auglýsendur bera vissa ábyrgð. Fyrirtækjum er annt um sína ímynd og mörg vilja hennar vegna síður hafa kynferðislegan undirtón í kynningu á sinni starfsemi. Sumir auglýsendur telja að sexið samræmist sínum áherslum og vilja frekar nota það en annað til að kynna sína vöru, því það selur jú einu sinni vöruna. Femínistafélagið lýsir jafnframt eftir ábyrgð neytenda. Þar hvílir einmitt ábyrgðin helst. Að greiða atkvæði með buddunni er það vopn sem neytendur búa yfir gagnvart auglýsingum sem mis- bjóða velsæmiskennd þeirra. Misbjóði auglýsing á tiltekinni vöru eða þjónustu ákveðnum hópi fólks, til dæmis konum, þá er líklegt að sá hópur kaupi ekki vöruna. Frekar en að lýsa eftir ákveðinni birtingarmynd af kon- um; sjálfstæðum í stað undirgefinna, sterkum í stað veikra, ætti að leggja áherslu á þá ábyrgð sem á neytendum hvílir. Neytand- inn þarf að vera sterkur en ekki veikur, sjálfstæður en ekki ósjálf- stæður. Það sem selur, hvort sem það er sex eða eitthvað annað, selur af því að einhver er tilbúinn að kaupa. Reuters Innherji skrifar Auglýst eftir ábyrgð Konur stýra mark- aðsmálum og konur gera auglýsingar. Af hverju ættu þær að leita til Femínista- félags Íslands til að fá samþykki? innherji@mbl.is ll VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF í bresku verslanakeðjunni Debenhams lækkuðu aftur í fyrradag, eftir að hafa hækkað á föstudaginn vegna orð- róms um yfirvofandi tilboð í félagið. Bréfin hækkuðu um 27 pens á föstudeginum og enduðu í 298 pensum, en lokaverð í fyrra- dagvar 278 pens. Talið var að Scarlett Retail, félag í eigu Terrys Greens, fasteignafélagsins Minerva og fjárfestingarbankans Lehman Bros, hefði boðið 1,3 milljarða punda í félagið, eða sem nemur 375 pensum á hlut, í Debenhams. Terry Green er fyrrverandi forstjóri Debenhams, en fyrir skömmu keypti hann Allders keðjuna. Önnur verslunarfyrirtæki hækkuðu í verði um leið og Debenhams á föstudag- inn. Selfridges, sem búist er við að skoski athafnamaðurinn Tom Hunter sé að und- irbúa tilboð í, hækkaði um 6,5 pens, upp í 321,5 pens á hlut. Alls hækkaði verð bréfa í fyrirtækinu um 75 pens í síðustu viku. Lokaverð í fyrradag var 321,5 pens. Bréf í House of Fraser hækkuðu um 5,25 pens við fréttirnar á föstudaginn, upp í 74,25 pens. Lokaverð í fyrradag var hið sama. Baugur á sem kunnugt er 22,1% hlut í House of Fraser. Debenhams hækkaði og lækkaði aftur ● BÍLASALA á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var sú minnsta sem verið hefur í Danmörku frá árinu 1993. Sala einkabifreiða var um 20% minni á tímabilinu janúar til mars í ár en næstu þrjá mánuði þar á undan. Sala á atvinnu- bifreiðum dróst saman um 3% á sama tíma. Frá þessu var greint á vefmiðli danska blaðsins Börsen. Minnsta bílasala í Danmörku í áratug ◆ ◆ ● FINNAR veiddu 98.000 tonn af fiski á síðasta ári. Það er 5.700 tonnum minna en árið 2001. 76.000 tonn veiddust af síld í Eystrasalti, sem var um 6.000 tonnum minna en árið áður. Síld var því um 80% aflans. Næst mest veidd- ist af brislingi, 17.000 tonn og var það nokkur aukning frá árinu áður. Þorskafli varð alls 1.000 tonn og dróst saman um 700 tonn. 900 tonn af karfa veiddust og jókst sá afli um 100 tonn. Heildar- aflaverðmæti Finna í fyrra var tæpir tveir milljarðar króna. Finnar veiddu þúsund tonn af þorski ● VEIÐUM á smokkfiski við Auckland-eyjar á Nýja-Sjálandi var hætt í vetur vegna þess hve mikið af sæljónum drapst við veiðarnar. Samkvæmt reglum um veiðarnar má að- eins drepa 70 sæljón á smokkvertíðinni, en þegar fjöldi þeirra var orðinn 79 voru veiðarnar stöðvaðar. Vertíðin hefst venjulega fyrsta febrúar, en veiðar hafa verið stöðvaðar á sex af átta síðustu vertíðum vegna sæ- ljónadráps. Verið er að reyna sæ- ljónaskiljur í trollunum til að sjá hvort þær leysi vandann. Ekki er ljóst hvort svo er né heldur hvort það geti skaðað sæljónin að fara í gegn um trollin. Sæljónin vernduð STOFNFUNDUR Félags um fjárfestatengsl var haldinn í Nor- ræna húsinu á þriðjudaginn. Sig- urborg Arnarsdóttir, yfirmaður fjárreiðudeildar Össurar hf., var kjörinn formaður hins nýja fé- lags. Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur þess að: Skapa grundvöll fyrir virka og faglega umræðu um upplýsinga- gjöf og fjárfestatengsl íslenskra fyrirtækja, einkum skráðra fyr- irtækja. Vekja athygli fyrirtækja á gildi þess að huga vel að fjár- festatengslum, sérstaklega fyrir fyrirtæki skráð í kauphöll og fyr- irtæki sem huga að slíkri skrán- ingu. Stuðla að gagnsæi og frjálsu flæði upplýsinga um málefni sem lúta að fjárhagslegum árangri og uppgjörum, stefnumörkun, fram- tíðarsýn og starfsemi fyrirtækja sem skráð eru í kauphöll. Stuðla að betri starfsháttum og efla þekkingu á sviði fjárfesta- tengsla, byggja á innlendri og al- þjóðlegri reynslu, jafnframt því sem tekið er tillit til síbreytilegra þarfa markaðsaðila. Skapa félögum sínum vettvang til að skiptast á skoðunum og miðla reynslu, með það að mark- miði að bæta starfshætti í sam- skiptum við fjárfesta. Efla faglega starfshætti, sem og viðskiptasiðferði félaganna. Taka þátt í Norðurlandastarf- semi og öðru alþjóðlegu sam- starfi um fjárfestatengsl. Félag um fjárfesta- tengsl stofnað Morgunblaðið/Sverrir Margmenni var á stofnfundi Félags um fjárfestatengsl. ll SJÁVARÚTVEGUR ◆ VELTA í dagvöruverslun hér á landi var um 7,2% minni í marsmánuði síðastliðnum mið- að við sama mánuð á síðasta ári á föstu verðlagi. Velta í sölu áfengis minnkaði um 18,8%. Frá þessu var greint í tilkynn- ingu frá Samtökum verslunar og þjónustu, SVÞ, í gær. Þar segir að neytendur hafi varið mun minna til kaupa á mat og áfengi í mars á þessu ári miðað við sama mánuð í fyrra. Skýr- ingin sé væntanlega sú að í fyrra voru páskarnir í lok mars en séu nú um þremur vikum, síðar í aprílmánuði. Velta lyfjaverslana hefur aðeins verið mæld síðastliðna 7 mán- uði og því ekki hægt að bera saman tölur milli ára. Segir SVÞ að greinilegt sé að ekki gæti sömu árstíðasveiflna í lyfjaverslunum eins og í dagvöru og áfengi. Á milli mánaðanna febrúar og mars hafi velutaukning í lyfjaverslunum orðið um 10%. Smásöluvísitala SVÞ er mæld á grundvelli upplýsinga frá flest- um dagvöruverslunum landsins, ÁTVR og lyfjaverslunum og síðan leiðrétt með neysluverðsvísitölu viðkomandi vöruflokka sem Hag- stofa Íslands birtir reglulega. IMG annast þessa vinnslu og fram- setningu smásöluvísitölunnar. Velta í dagvöru- verslun dregst saman '()             '*( '+( ',( ')( '(( *( +(                         FLUTNINGAR um Reykja- víkurhöfn drógust saman um rúmlega 5% á síðasta ári. Þar vegur þyngst að innflutningur frá útlöndum minnkaði um 9% og endurspeglar það samdrátt- inn í efnahagslífinu á árinu. þess verður einnig vart að sements- flutningar frá Akranesi til Reykjavíkur hafa flutzt af sjó á vegina, en þessir flutningar voru um það bil 70.000 tonn á ári. Aftur á móti hefur landaður fiskafli aukizt í Reykjavík og var á árinu 2002 tæp 99.000 tonn. Það er 18% vöxtur frá fyrra ári. Landaður fiskafli hef- ur aukizt ár frá ári síðustu fimm árin. Fjöldi gámaeininga til hafnar og frá hefur nokkuð dregizt saman vegna minni innflutnings. Skipakomur á síðasta ári voru alls 1.889 og komu skipin frá um 40 löndum. Íslenzk skip komu 1.062 sinnum til hafnar í Reykjavík. Næstfelstar komur voru af skipum skráðum á Antigva og Barbúda, 124, dönsk skip komu 104 sinnum til hafnar í höfuðborginni og norsk skip 70 sinnum. Meira af fiski en minna af vörum '(( *( +( ,( )( (             - )((( )(()'##, '##+ '##* ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.