Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 12
    D C:CE D ,, FGE , CHAI :D ,IJI ,IH ) D ,I GCE   >  1 > >  >   > 1 >1  >  >  >   >1  02   0 &;  "+&+ *"    " ' ?" + + 1(* 2($ (( 2'( 2)) 1(* 2(* DK L ED ,I H E M (( 1($ (( +) D ,I  JEI SAMEINAÐ félag Íslandssíma og Tals hefur tekið upp samstarf við Vodafone, stærsta farsímafyrirtæki í heimi. Jafnframt hefur félagið tekið upp nýtt nafn og framvegis mun það nota vörumerkið Og Vodafone í öll- um viðskiptum sínum á Íslandi. Þetta var tilkynnt á blaðamanna- fundi sem félagið hélt í verslun sinni í Smáralind í gær. Formlegt nafn fé- lagsins mun verða Og fjarskipti hf. en í daglegu tali verður notað nafnið Og Vodafone. Í máli Óskars Magnússonar, for- stjóra Og Vodafone, kom fram að nafngiftinni sé ætlað að undirstrika breitt samstarf, m.a. í markaðsmál- um, sem fulltrúar Íslandssíma hf. og Vodafone hafa skrifað undir. Sagði Óskar einnig að samningurinn skapi félaginu sérstöðu á íslenska fjar- skiptamarkaðnum og verði til mikilla hagsbóta fyrir þá 130 þúsund við- skiptavini sem Og Vodafone þjónar. Nafnaskiptin djörf ákvörðun Óskar sagði í samtali við Morgun- blaðið að það hafi verið heilmikil og erfið ákvörðun að leggja bæði nöfn- in, Íslandssími og Tal, til hliðar, en vörumerkin eru bæði mjög þekkt á markaðnum. „Ákvörðunin var tekin að vel yfirlögðu ráði, en sannleikur- inn er sá að merkin voru að vinna á svo ólíkum stöðum á markaðnum. Þau höfðu hvort sína kosti, en ég við- urkenni að þetta var nokkuð djörf ákvörðun. Nýja merkið hefur hins- vegar burði og breidd til að ná yfir sviðið í heild sinni.“ Markaðshlutdeild Og Vodafone er 22% á markaðnum. Aðspurður segir Óskar að félagið hafi ekki gefið út neina opinbera áætlun um hvernig frekari sókn á markaðnum verði háttað en fyrir liggi að fyrirtækið ætli að sækja á. „Það liggur líka fyrir að keppinautur okkar gerir ráð fyrir að missa eitthvað af sinni hlutdeild. Spurningin er hvort að við erum sammála um hvaða hlutfall það eigi að vera,“ sagði Óskar. Unnu hratt og örugglega Hann sagði að þrátt fyrir stærð hins nýja samstarfsfyrirtækis, Vodafone, hafi vinnan að þessum samstarfs- samningi gengið mjög hratt fyrir sig. „Ég hef sjaldan séð jafnstórt fyrir- tæki vinna jafnhratt og örugglega og gert var í þessu tilviki. Það hafa ein- ungis liðið um átta vikur frá því að niðustaða náðist um þessa nýju stefnu þar til nú og ég held að það séu aðeins örfáir mánuðir síðan við byrjuðum að ræða hugsanlegt sam- starf.“ Óskar segir að engin áform séu um að Vodafone leggi fjármagn í fyr- irtækið. „Þeir bæði eiga fyrirtæki og eiga í fyrirtækjum víða um heim. Þar fyrir utan eru þeir með þetta kerfi sem við erum hluti af sem þeir kalla „Partnership“. Í því fyrirkomulagi er ekki gert ráð fyrir eignarhlut,“ sagði Óskar en Og Vodafone mun að hans sögn greiða árlega þóknun fyrir að tengjast Vodafone. Thomas Nowak, framkvæmda- stjóri samstarfssviðs Vodafone, seg- ist aðspurður kunna vel við nafnið Og Vodafone. „Það er einfalt, stutt og sendir rétt skilaboð til viðskipta- vina um félagið.“ Aðspurður hvort áhugi væri fyrir því að fjárfesta í Og Vodafone segir hann að það skemmtilega við þetta samstarfsmódel fyrirtækjanna væri einmitt að fjárfesting væri ekki inni í myndinni. „Okkar samstarfsaðilar halda fullu sjálfstæði sínu,“ sagði Nowak. Hann sagði að kostirnir sem Voda- fone sæi við samninginn væri að þeir gætu nú boðið sínum viðskiptavinum þjónustu á Íslandi, t.d. geti þýskir viðskiptavinir sem eru á ferðalagi hér á landi áfram notað þjónustu Vodafone eins og heima hjá sér. Hann sagði að samningsferlið við Íslandssíma hafa tekið óvenju stutt- an tíma. „Þetta tók mjög stuttan tíma og er ekki dæmigert. Þetta end- urspeglar að það voru augljósir hagsmunir í húfi fyrir báða aðila.“ Spurður hvort fyrirtækið muni ráða fólk til starfa hér á landi sagði Nowak að það væri ekki hluti af samningnum. „En ef einhvern tíma í framtíðinni kemur ósk frá Og voda- fone um að við sendum starfsmenn hingað, eða þeir til okkar, þá munum við skoða það,“ sagði Thomas Nowak en að hans sögn er það markmið Vodafone að gera Og Vodafone að sterkasta vörumerkinu á símamark- aðnum á Íslandi, með auknum fjölda viðskiptavina og auknum tekjum. 112,5 milljón viðskiptavinir Samstarf Vodafone og Og Vodafone tryggir að allar þjónustuleiðir og vörur hins nýja sameinaða félags verða boðnar undir nafninu Og Vodafone. Á blaðamannafundinum kom fram að samstarfið feli í sér að fyrirtækin muni eiga samstarf um þróun og markaðssetningu á nýrri þjónustu fyrir viðskiptavini og sam- starf um fjölgun reikisamninga sem m.a. þýðir að viðskiptavinir Voda- fone nota farsímanet Og Vodafone á ferðalögum hérlendis. Þá mun sam- starfið hafa í för með sér að við- skiptavinir Og Vodafone munu innan skamms njóta margvíslegrar þjón- ustu Vodafone þegar þeir nota far- símanet þeirra eða samstarfsfyrir- tækja þeirra erlendis. Má þar nefna möguleika á einu verði á öllum sím- tölum úr farsímum viðskiptavina í útlöndum og beinan aðgang að tal- hólfum og þjónustuveri frá útlöndum á innankerfisverði. Fyrirtækin munu starfa saman að markaðs- og sölumálum. Vodafone er stærsta farsímafyrir- tæki í heimi og þjónar á eigin fjar- skiptaneti og netum samstarfsfyrir- tækja sinna yfir 112,5 milljónum viðskiptavina. Félagið á hlut í síma- fyrirtækjum í 28 löndum í 5 heims- álfum. Jafnframt á félagið í sam- starfi við símafyrirtæki í 8 löndum til viðbótar, að Íslandi meðtöldu. Farsímarisi í náið sam- starf við Íslandssíma Og Vodafone í stað Tals og Íslandssíma. Til hagsbóta fyrir viðskiptavini Morgunblaðið/Árni Torfason Thomas Nowak og Óskar Magnússon kynntu samstarfssamning Og Vodafone og Vodafone á blaðamannafundi í verslun Og Vodafone í Smáralind. „Og, fyrri hluti nafnsins, á líka einkar vel við ef horft er til starfsemi félagsins. Það er stutt og er notað, sam- kvæmt skilgreiningu Orðabókar Menningarsjóðs, „til að tengja tvö orð eða orðasambönd: …komdu og talaðu við mig“. Þá tryggir samstarfið við Vodafone aðgang að einu öflugasta vörumerki í heimi sem er mjög sýni- legt hérlendis og erlendis,“ segir í tilkynningu Og Vodafone til fjölmiðla. Þar segir að endingu að nýtt nafn þýði að allur boð- skapur verði einfaldari, allt markaðsstarf ódýrara og allt starfsfólk verði undir einu merki. NÝTT heiti sameinaðs félags Íslandssíma og Tals, Og Vodafone, er harla óvenjulegt. En ákvörðunin um nafnið er ekki tekin í skyndi, síður en svo. Á blaða- mannafundi Og Vodafone í gær kom fram að ákvörðun um nafnabreytingu á félögunum sé tekin að undan- gengnum víðtækum markaðsrannsóknum og mikilli vinnu starfsfólks og stjórnar Íslandssíma og Tals og innlendra og erlendra sérfræðinga. Þar sagði jafn- framt að nýtt vörumerki stuðli að einingu í hugum starfsfólks og viðskiptavinir muni eiga auðveldar með að samsama sig nýju nafni. …komdu og talaðu við mig BRAGI Hannesson stjórnarformaður Hampiðjunnar talaði um vöruþróun fyr- irtækisins og það þegar önnur fyrirtæki leitast við að gera eftirlíkingar af vörum þess í ræðu sinni á aðalfundi félagsins 11. apríl sl. Sagði hann að Gloríutroll sem fyrirtækið framleiðir hafi verið stælt nákvæmlega. „Það er gömul og ný saga, að þeir sem skara fram úr í vöruþróun og tækni verða fyrir því að aðrir fara að leita fanga í vörum þeirra og koma með eftirlíkingar. Af þessu hefur Hampiðjan reynslu, enda við því að búast, þar sem hún hefur verið leið- andi í þróuninni. Vitað er og sannreynt, að Gloríu- troll Hampiðjunnar hefur verið stælt, ekki bara í stórum dráttum, heldur nákvæmlega möskva fyrir möskva, lit fyrir lit, línu fyrir línu. Það hefur síðan verið kynnt og selt sem nákvæm eftirlíking Gloríu- trolls. Fyrirtæki sem ætla að sleppa við þrotlausa vinnu og kostnaðinn, sem vöruþróun hefur í för með sér og stökkva beint í að búa til eft- irlíkingar af því sem aðrir hafa þróað og hannað, eru ekki líkleg til að ávinna sér virðingu viðskiptavina sinna til lengri tíma litið. Vörur eru í sífelldri endurnýjun og endurbótum og eftirhermur lenda iðu- lega í því að bjóða gamlar lausnir. Flestir samkeppnisaðilar Hampiðj- unnar stunda þó sína eigin vöruþróun og bjóða lausnir sem þeir hafa sjálfir þróað og hannað. Slík samkeppni er af hinu góða, bæði fyrir fyrirtækin sjálf og við- skiptavini þeirra,“ sagði Bragi Hann- esson. Einn stærsti veiðarfæra- framleiðandi í heimi Í ræðu Braga kom einnig fram að Hamp- iðjan er orðin einn af stærstu veiðar- færaframleiðendum í heimi. „Fjárfestingar Hampiðjunnar í félögum í skyldum rekstri á árunum 1999–2002 varpa ljósi á breytingar þær sem orðið hafa á félaginu og gert það að einum stærsta veiðarfæraframleiðanda í heiminum. Á þessum ár- um var fjárfest fyrir 918 millj. kr. í fyrirtækjunum. Þá hefur Hampiðjan fjár- fest í varanlegum rekstr- arfjármunum fyrir um 243 millj. kr. og greitt hluthöfum arð að fjárhæð 176 millj. kr. Fjárfest- ingar og arðgreiðslur til hluthafa Hampiðjunnar á þessum árum hafa því numið um 1.337 millj. kr.“ Starfsemi Hampiðjunnar hefur vaxið hröðum skrefum sl. þrjú ár að því er fram kom í máli Braga á fundinum: „Á þessum tíma hefur velta fyrirtækisins vaxið úr 1.495 millj kr. árið 1999 í 4.077 millj. kr. eða um 173%. Veltuaukning þessara ára hefur að stærstum hluta orðið vegna fjárfestinga fyrirtækisins í innlendum og erlendum félögum.“ Stæling gagnrýnd Bragi Hannesson, stjórn- arformaður Hampiðjunnar. VIÐSKIPTI með fisk og fiskafurðir námu alls 55,2 milljörðum dollara á síðasta ári eða ríflega 4.000 millj- örðum íslenzkra króna. Þetta er aukning um 3 milljarða dollara, 234 milljarða króna frá árinu áður. Sam- kvæmt upplýsingum frá FAO, Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna, hefur árlegur vöxtur í viðskiptum með sjávaraf- urðir verið um 4%. Þessi aukning á sér stað þrátt fyrir að fiskaflinn minnki um 3 milljónir tonna og hafi aðeins orðið 92 milljónir tonna á síð- asta ári. Veiðar skila um 71% alls fiskmetis. Kína og Perú á toppnum Ekki liggja fyrir endanlegar tölur hjá FAO um afla og fiskeldi ein- stakra ríkja á árinu 2001, en ráð er fyrir því gert að Kína og Perú haldi áfram að skila mestu og á eftir þeim komi Japan, Bandaríkin, Chile, Indónesía, Rússland og Indland. Ís- land hefur undanfarið verið á bilinu 12. til 15. mesta fiskveiðiþjóðin. Gert er ráð fyrir því að Taíland verði áfram helzti útflytjandi sjávaraf- urða, en útflutningurinn þaðan byggist einkum á túnfiski og rækju. Framboð á rækju úr eldi og veið- um hefur aukizt að meðaltali um 3,5% á ári frá árinu 1970. Ekkert bendir til annars en þessi vöxtur haldi áfram, þrátt fyrir að verð hafi lækkað og nokkuð sé um slaka rækju úr eldi. Eins og áður hefur komið fram gerir FAO ekki ráð fyrir því að hægt verði að auka veiðar, þar sem flestir fiskistofnar séu full- nýttir. Því verði aukið verðmæti að koma fram í hærra vinnslustigi en talið er að um 60% alls sjávarfangs sé unnið að einhverju marki fyrir sölu. Það er því mat stofnunarinnar að vinnsla á sjávarfangi muni aukast á næstu árum í samræmi við breyttar neyzluvenjur og aukna eftirspurn eftir fiskréttum sem eru tilbúnir til matreiðslu eða neyzlu. Hlutur stór- markaða í þessari þróun er mikill og í Kína er ört vaxandi millistétt í stærri borgum farin að taka stór- markaði fram yfir hefðbundnar fisk- búðir. Þá er gert ráð fyrir því að eft- irspurn eftir dýrari afurðum muni aukast í Kína. Aukinn kaupmáttur og mikið fiskeldi er talið að muni auka fiskneyzlu í Kína verulega. FAO gerir ráð fyrir að fiskneyzla á mann í Suður-Asíu muni aukast um 50% og sömuleiðis í Suður-Am- eríku og í Karíbahafi. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir því að neyzlan í Austurlöndum nær muni minnka um 17%, um 8% í Eyjaálfu, um 4% í fyrrum ríkjum Sovétríkjanna og um 3% í Afríku. Gert er ráð fyrir því að neyzla haldi áfram að aukast í Bandaríkjunum, eða um 25%. Neyzlan þar hefur verið að færast mikið yfir í ýmsar eldistegundir eins og lax, rækju og leirgeddu. Viðskipti með fisk fyrir 4.000 milljarða Minnkandi afli skilar meiri verðmætum vegna hækkandi vinnslustigs Morgunblaðið/HG Má bjóða þér búrfisk? Viðskipti með fisk fara stöðugt vaxandi og fiskneyzlan eykst víðast hvar, einkum í Kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.