Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jakkar, bolir, skyrtur Ný sending LYFJAFRÆÐINGAFÉLAG Ís- lands hefur í bréfi til embættis rík- issaksóknara óskað eftir rannsókn á því hvort Landspítali – háskóla- sjúkrahús, LSH, hafi brotið gegn 34. grein lyfjalaga með því að velja við- skiptafræðing sem sviðsstjóra lyfja- sviðs spítalans. Í umræddri laga- grein segir m.a. að yfirlyfjafræðingur skuli vera for- stöðumaður sjúkrahússapóteks. Hafa lyfjafræðingar verið boðaðir til fundar með heilbrigðisráðherra í dag. Í bréfinu til ríkissaksóknara er bent á að um nokkurra ára skeið hafi einkahlutafélagið Sjúkrahúsapótek- ið ehf. séð um lyfjamál LSH, en deild lyfjamála undir stjórn lyfjafræðings hafi haft umsjón með lyfjamálum af hálfu spítalans. Breyting hafi orðið á þessu 1. apríl sl. er lyfjasvið LSH tók við verkefnum deildar lyfjamála og Sjúkrahúsapóteksins ehf. Fram- kvæmdastjóri apóteksins, Valgerður Bjarnadóttir viðskiptafræðingur, var valinn sviðsstjóri og bendir Lyfjafræðingafélag Íslands á að hún sé ekki menntaður lyfjafræðingur og uppfylli því ekki skilyrði 2. máls- greinar 34. greinar lyfjalaga. Félagið hafði áður sent heilbrigð- isráðuneytinu og Lyfjastofnun bréf varðandi breytingar á rekstrarformi Sjúkrahúsapóteksins, stöðu sviðs- stjóra lyfjasviðs og hlutverk hans. Þá hefur athygli landlæknis verið vakin á málinu. Í svarbréfi til félagsins segir ráðu- neytið m.a. að það og stjórnendur LSH hafi komist að þeirri sameig- inlegu niðurstöðu að ýmsir ann- markar væru á rekstrarfyrirkomu- lagi apóteks spítalans, sem annars vegar væru tilkomnir vegna rekstr- ar útsöluapóteka sem tækju þátt í samkeppni á markaði utan sjúkra- hússins og hins vegar vegna sjálfs hlutafélagaformsins á rekstrinum. Í svarbréfi ráðuneytisins segir enn- fremur að nýtt skipulag lyfjamála hafi ekki verið sent ráðuneytinu til umsagnar eða samþykktar. Stjórn- endur LSH beri ábyrgð á skipulagi innan spítalans. Lyfjastofnun hafi eftirlit með starfsemi sjúkrahúsapó- teka en engar athugasemdir hafi borist þaðan. Í svarbréfi Lyfjastofnunar til fé- lagsins er bent á að stofnunin gegni ekki eftirlitshlutverki er varðar rekstrarform lyfjabúða. Segist stofnunin ætla að leggja á það áherslu að fagleg ábyrgð yfirlyfja- fræðings verði skýr og ótvíræð í framkvæmd um þá þætti sem falli undir venjubundna umsýslu sjúkra- hússapóteks. Telur Lyfjastofnun í svarbréfinu eðlilegt að gera til yf- irlyfjafræðings kröfur um a.m.k. þriggja ára starfsreynslu til að mega veita sjúkrahússapóteki forstöðu. Tekur stofnunin undir þá skoðun Lyfjafræðingafélags Íslands að vagga klínískrar lyfjafræði hér á landi sé í sjúkrahússapóteki Land- spítalans í samstarfi við Háskóla Ís- lands og því sé brýnt fyrir lyfjafræði í landinu að vel takist til við hina nýju skipan. Háskóli Íslands vill að ráðningin verði endurskoðuð Í bréfi deildarforseta lyfjafræði- deildar Háskóla Íslands til Magnús- ar Péturssonar, forstjóra LSH, er bent á ákvæði samstarfssamnings Háskólans og Landspítalans þar sem segi að sviðsstjórar spítalans skuli uppfylla akademískar kröfur til þess að gegna starfi kennara við Há- skólann og hafa hlotið til þess form- legt hæfnismat. Er þess farið á leit við spítalann að ráðning sviðsstjóra lyfjasviðs verði endurskoðuð. Ólafur Adolfsson lyfjafræðingur, sem á sæti í bæði laga- og kjara- nefnd Lyfjafræðingafélagsins, er meðal þeirra sem hafa beitt sér í málinu fyrir hönd félagsins. Hann segir við Morgunblaðið að hér sé um stórt mál að ræða sem skipti miklu fyrir stétt lyfjafræðinga og stöðu klínískra fræða hér á landi. Minnir hann á að sviðsstjórar á læknasviði spítalans séu læknar og hjúkrunar- fræðingar séu sviðsstjórar á hjúkr- unarsviði. Hið sama eigi að gilda um lyfjasvið spítalans. Ólafur segir að lyfjasviðinu sé ætlað stórt og veiga- mikið hlutverk í klínískri lyfjafræði og mikilvægt að því sé gert hátt und- ir höfði. Ákvörðun ráðuneytisins Magnús Pétursson, forstjóri LSH, vissi ekki um erindi Lyfjafræðinga- félagsins til ríkissaksóknara er Morgunblaðið hafði samband við hann. Vitnaði Magnús til svarbréfs hans til deildarforseta lyfjafræði- deildar Háskóla Íslands frá 28. apríl sl. Þar er bent á að 1. apríl sl. hafi tekið gildi sú ákvörðun heilbrigðis- ráðuneytisins að leggja Sjúkra- húsapótekið ehf. niður og starfsemi þess hafi verið færð undir stjórn spítalans. Það hafi verið sameiginleg ákvörðun stjórnar apóteksins og stjórnenda spítalans að við þessa skipulagsbreytingu skyldi farið að ákvæðum laga um aðilaskipti. Öllum starfsmönnum hafi þannig verið boð- ið áþekkt starf og þeir gegndu, jafnt yfirmenn sem undirmenn. Í bréfinu bendir Magnús á að lyfjafræðingar gegni tveimur af fjór- um yfirmannsstöðum lyfjasviðsins. Þannig hafi yfirlyfjafræðingi apó- teksins verið boðin yfirmannsstaða á lyfjasviði. Ekki sé ástæða til að draga í efa að sviðsstjóri jafnt sem yfirmenn þjónustudeildar lyfja og apóteksins séu allir hæfir til að gegna kennarastöðum við mismun- andi deildir Háskólans. Magnús bendir í bréfinu á að apó- tekið sé aðeins hluti af viðfangsefn- um lyfjasviðs. Auk þjónustu- og inn- kaupadeildar fari fram gerð klínískra leiðbeininga fyrir lækna, eftirlit með lyfjafyrirmælum og fleira tengt lyfjanotkun. Að endingu er vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi við lyfjafræðideild skólans vegna hagsmuna beggja aðila. Lyfjafræðingafélag Íslands sendir ríkissaksóknara bréf Telja ráðningu sviðsstjóra lyfjasviðs LSH vera lagabrot KJARTAN Friðbjarn- arson kaupsýslumaður lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 29. apríl síðastliðinn, 83ja ára að aldri. Kjartan fæddist hinn 23. nóvember árið 1919. Foreldrar hans voru Friðbjörn Níels- son bæjargjaldkeri í Siglufirði og Sigríður Stefánsdóttir húsmóð- ir. Fyrri eiginkona Kjartans var Anna Jónsdóttir og eignuð- ust þau þrjú börn. Anna lést árið 1978. Síðari eiginkona Kjartans er Alida Olsen Jónsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Kjartan var næstelstur sex systk- ina. Eftir lifa Níels, Stefán og Anna Margrét Friðbjarnar- börn. Kjartan ólst upp í Siglufirði og útskrifað- ist frá Samvinnuskól- anum með verslunar- próf árið 1938. Hann rak verslun og heild- verslun í Siglufirði og heildverslun í Dan- mörku og Færeyjum. Einnig rak hann heild- verslun og útgerð í Vestmannaeyjum og útgerðarfyrirtæki í Reykjavík. Kjartan var framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Siglufjarðar um þriggja ára skeið og starfaði hjá Gunnari R. Magnússyni löggiltum endurskoðanda til 1988. Þá rak hann umfangsmikla útflutningsverslun með grásleppuhrogn 1972–1998. Útförin verður auglýst síðar. Andlát KJARTAN FRIÐBJARNARSON kastið væri lífríkið við og í vatninu um mánuði á undan áætlun og til marks um það hefði hann séð „kraumandi upptökur“ í vatninu hinn 20. apríl sem „væri með ólík- indum,“ eins og hann komst að orði. „Það er vonandi að þessu kuldakasti linni sem fyrst, því horf- ur eru góðar, en ef þessi kuldi dregst á langinn gæti það komið niður á gróðrinum,“ bætti Vignir við. Erling Ingvarsson, annar tveggja leigutaka Litluár í Keldu- hverfi, fór fyrir veiðimönnum við ána í gærmorgun og sagði hann menn hafa verið krókloppna að kasta flugu í 4 stiga frosti og reglu- legum hríðarklökkum. „Þetta er ótrúleg óheppni, hér hefur margoft verið upp í 15 til 20 stiga hiti síð- ustu vikur og svo þegar áin er opn- uð kemur versta veðrið sem komið hefur í tvo mánuði,“ sagði Erling. Menn voru samt að fá ’ann í Litluá. Erling sagði félaga sína hafa landað nokkrum 3 til 5 punda birtingum á straumflugur. Sjálfur hefði hann verið að leika sér með þurrflugur og fengið tökur, en eng- um landað. „Það er mikill fiskur í ánni og það verður veisla þegar veðrið skánar,“ bætti Erling við. „ÞAÐ hafa komið hérna milli 50 og 60 manns og þeir hörðustu voru mættir hér á hlaðinu um klukkan sjö í morgun en það er frekar kalt hérna, hvasst og hiti um frostmark og veiði þess vegna verið lítil. Samt fengu menn nokkrar bleikjur og urriða, 1-2 punda,“ sagði Vignir Sigurðsson, eftirlitsmaður við El- liðavatn, um hádegisbilið í gær, en þá hófst formlega stangaveiði- vertíðin í vatninu. Vignir sagði að þrátt fyrir kulda- Stangaveiði hófst í Elliðavatni og Litluá í gærmorgun Morgunblaðið/Einar Falur Kastað í kulda og trekki SALA á nýjum bílum hélt áfram að aukast í aprílmánuði miðað við fyrstu þrjá mánuði fyrra árs þótt heldur hafi dregið úr. Í apr- íl voru skráðir 839 nýir bílar en í sama mánuði í fyrra voru skráð- ir 593 bílar. Aukningin er 41,5%. Mest varð aukningin hjá Ford en salan jókst úr 18 bílum í 60 eða um 233%. Honda jók söl- una um 200% og Citroën um 110%. Toyota seldi flesta bíla eða 223 í apríl og var með 26,6% markaðshlutdeild. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hefur bílsasala á tímabilinu janúar til apríl 2003 aukist um 48,9%. Voru skráðir á tímabilinu 3.026 bílar en til sam- anburðar 2.032 bílar í fyrra. Fimm stærstu umboðin eru með 85,2% af bílamarkaði á þessu tímabili. P. Samúelsson var með mesta söluna eða 794 bíla og 26,2% hlutdeild en mest- ur vöxtur var hjá Brimborg en fyrirtækið seldi 333 bíla sem er 125% meiri sala en á sama tíma í fyrra. Sala á nýj- um bílum áfram að aukast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.